Letivöfflur og letiskrúðganga

VöfflurMikið var gott að sofna snemma í gærkvöldi og vakna síðan eiturhress, svona eins og fólkið í kornflakes-auglýsingunum. Svo er ég óendanlega þakklát fyrir að vera ekki með ofnæmi fyrir koffíni eins og Sharon Stone. Þjóðhátíðarkaffið bragðaðist undursamlega, latte a la Gurrí. Efast um að ég nenni að fara í skrúðgöngu í dag, hræri kannski í vöfflur fyrir okkur erfðaprins í tilefni dagsins. Ég keypti svona letidæmi, pakka sem þarf bara að bæta vatni við og þá er vöffludeigið tilbúið ... en það þarf að hræra, svo það sé á hreinu.

Fæ sautjándastemmninguna beint í æð þótt ég fari ekki í skrúðgöngu, get nefnilega fylgst bæði með vefmyndavélinni á Eyjunni og líka myndavél Sjúkrahúss Akraness, http://mail.sha.is/myndavel/. Leti alla leið!
 

Út að borðaBrandari sem ég heyrði í sumarbúðunum, takk, Lóa Björk:
Reykvísk hjón fóru út að borða í Reykjavík. Á næsta borði sátu bandarísk hjón sem virtust mjög ástfangin. Maðurinn var ekki spar á fallegu orðin við konu sína og sagði t.d.: „Réttu mér hunangið, Hunang (Honey). „Viltu rétta mér sykurinn, Sykur (Sugar)“.
Þegar íslensku hjónin komu heim ákváðu þau að fá sér kaffi, enda yfirleitt vont kaffi á veitingastöðum (innskot: Gurrí). Það var þungt yfir frúnni og þegar maður hennar spurði hvað væri að sagði hún að hann segði aldrei svona hluti við hana eins og ameríski maðurinn við konu sína. Maðurinn hugsaði sig um og sagði svo: „Ertu til í að rétta mér mjólkina, belja!“  

Já, og gleðilegan þjóðhátíðardag! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já þakka þér....;) gleðilegan þjóðhátíðardag og vona að þú og þínir eigið góðan dag í dag....;)

Ég fæ líka sautjándastemmninguna beint í æð, skrúðgangan fer hér framhjá húsinu sem ég bý í og svo eru skemmtiatriðin hinu megin við götuna get horft bara út um stofugluggann nú eða verið út í garði....;) hehehe

Knús og kram kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og gleðilegan hátíðardag

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...asskotans leti er þetta í þessu frábæra veðri. Kíktu inn á síðuna hjá mér og sjáðu hve þjóðhátíðarstemningin var flott hérna á Skaganum.... 

Haraldur Bjarnason, 17.6.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 2273
  • Frá upphafi: 1456569

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1904
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband