19.6.2008 | 20:11
Af bæjarferð, veðmálum og símarugli ...
Þjóðverjum gengur bara vel í leiknum. Ég hefði veðjað á þá í veðbankanum í vinnunni ef ég væri ekki í sumarfríi. Annars sat svolítið fast í mér það sem ég las í blaði fyrir skömmu að þeir sem halda með Þjóðverjum líta á Phil Collins sem flottan tónlistarmann. Well, ég myndi nú aldrei kaupa sólóplötu með honum en hann var góður í Genesis í gamla daga (Selling England by the Pound, Foxtrot o.fl.) en líklega var það Peter Gabriel sem setti standardinn þar á bæ.
Við erfðaprins skruppum í bæjarferð í dag þrátt fyrir fádæma bensín-nísku upp á síðkastið. Sumir ganga lengra en aðrir í sparnaði og við lentum fyrir aftan tvo aðila sem óku á 70 km/klst. Þann seinni (venjulegur fólksbíll) rétt áður en við fórum í göngin á heimleið. Við veðjuðum (upp á ekki neitt), erfðaprinsinn sagði að viðkomandi myndi aka á 50 í gegnum göngin en ég sagði 70. Hvorugt sigraði. Karlskrattinn ók á 60. Ekkert ólöglegt en svakalega var röðin orðin löng fyrir aftan hann. Svo mættum við líka bílalestum en þetta var þó ekkert á við að vera í umferðinni ógurlegu í Reykjavík á háannatíma.
Ég fór í búð í Ármúlanum, man ekki hvað hún heitir en þar fást sjónvörp og slíkt OG loksins batterí í fornaldarsímann minn frá Nokia, 3310-símann sem uppáhaldsfrænkurnar, Margrét og Dagbjört, gáfu mér um árið. Aðalgemsanúmerið mitt er staðsett í þeim síma sem drepur á sér við hverja hringingu í hann. Ég rétt næ að öskra: Hann er að drepa á sé ..., hef notað þetta krútt í SMS-in, enda einfaldur og þægilegur sími. Nýi síminn sem erfðaprinsinn gaf mér í jólagjöf hefur innanborðs vinnunúmerið mitt og ég verð að hafa hann tiltækan. Ég er svo lítill græjusjúklingur að mér finnst tímasóun að verja kvöldstund í að læra á hann. Ef ég ýti á c-ið eða mínus þá fer kvikindið að taka upp tautið í mér (record-kjaftæði eitthvað). Ef ég gleymi að læsa honum og rek töskuna mína í fer hann að spila tónlist sem fylgir einhverjum leik. Nei, ég er upptekin kona og kýs einfaldleikann í símum. Ég á myndavél og þarf hana ekki í síma. Verst að gamli hlunkurinn (elsti Nokia-snúllinn) var kominn að fótum fram þegar ég lagði honum eftir margra ára notkun, og ég keypti hann notaðan á sínum tíma. Rafhlaðan í þennan þótti forngripur og kostaði yfir 4.000 kall en var alveg þess virði. Dugir í þrjú ár. Jamm, það sem ég ætlaði að segja var að þjónustan þarna var alveg frábær!
Ný Hugleiks-teiknimyndabók var að koma út, Ókei bæ tvö, og virðist sama snilldin og hinar bækurnar hans. Svo var að koma út í kilju Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson, það verður gaman að rifja hana upp. Minnir að hún hafi verið góð.
Fékk líka í hendur ansi girnilega safnplötu (diska) sem heitir 100 bestu lög lýðveldisins. Líst ansi vel á hana.
Svo líður að því að Lífsreynslusögubókin 2008 fari að koma en hún inniheldur 15 splunkunýjar lífsreynslusögur og 35 eldri. Ég sat sveitt yfir henni öll kvöld og helgar um nokkra tíð og afraksturinn fer að koma. Verst að sitja í sumarfríi á Skaganum þegar ég ætti að vera með puttana í hlutunum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 75
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 767
- Frá upphafi: 1505774
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 20:25
Viktor ARnar er nú ættaður héðan að norðan, það eru nú næg meðmæli út af fyrir sig!
En þetta 100 eitthvað nuna ár eftir ár er ekkert annað en peningaplokk ónefndrar útgáfu, marg- og síendurútgefið efni, sem eiginlega ekkert kostar að gefa út en er jafnan selt dýrum dómum!
En Gurrí, þú ert auðvitða dásamleg o ggangi þér vel með nýju bókina!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 00:27
Lestarstjórar eru ömmur pirrandi (enn meira pirrandi en afar pirrandi) í umferðinni.
Mæli með að þú fáir erfðaprinsinn til að kenna þér á nýja símann - og notir einn síma í allt sem þú þarft og vilt. Setjir Nokia 3310 í safnhilluna hjá þjóðbúningadúkkunum.
Laufey B Waage, 20.6.2008 kl. 09:31
Koma þessar lífsreynslusögur líka í skvísublaðinu Vikan ????
Ein forvitin
Hafðu það sem allra best í sumarfríinu
Jonna (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:21
Hehehhe, það er kúl að hafa tvo síma, Laufey. Mér þykir allt of vænt um 3310 til að leggja honum næstu árin.
Magnús, þetta "100 eitthvað" er samt einstaklega vel heppnað "eitthvað". Ægigaman að hlusta á gömul og góð uppáhaldslög. Hefði samt frekar viljað Kveðjustund með Upplyftingu en fja ... Góður vinur-lagið sem ég hef aldrei þolað.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:24
Já, örugglega Jonna, bara seinna og þá sem "Gömul og góð" saga, hugsa ég.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:25
Já Gurrí mín,
Það er þetta með mis-krúttlegu sumarhljóðin. Ekki stoppum við blessaðar kisurnar í sínum ekkert allt of fögru ástarhljóðum, þ.e. breiminu. (Amma var reyndar vön að skvetta köldu vatni á háværustu högnana og varla varð þeim nú meint af því, þeir færðu sig hins vegar aðeins fjær og þá var tilganginum náð).
En hvað er að þessu fólki, sem er að skrattast með hávær tæki á borð við bor- og sláttuvélar á ótrúlegustu tímum sólarhringsins ? T.D. snemma kvölds þegar verið er að svæfa litlu börnin, snemma morguns um helgar þegar vinnandi fólk á að fá að sofa út, eða um hánótt þegar allir sem það vilja eiga að fá að sofa svefni hinna rétt- og ranglátu.
Þó að margt megi út á Þjóðverja setja, eru þeir með afar strangar reglur um svona hávaðamengun í íbúðahverfum. Sem allir hlýða !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.