Sumaróhljóð, kattarpössun og sólbað í kynþokkabol

Ekki að spyrja að krökkunum í unglingavinnunniSumarhljóðin eru sannarlega ekki alltaf krúttleg. Jú, lóan kvakar, spóinn gargar og allt það en það er ekkert krúttlegt við háværar garðsláttuvélar í gangi klukkan hálfníu á morgnana þegar fólk í sumarfríi ætlar að sofa til tíu. En gaman var að sjá hvað krakkarnir í unglingavinnunni hafa verið duglegir upp á síðkastið. Verð víst að viðurkenna það. Svefnófriður er fórnarkostnaður fyrir fallegt umhverfi.

 

 

Tommi sæti í stofuglugganumNú er Bjartur Sigþórs- og Míuson kominn í stutta pössun í himnaríki. Vera hans hefur verið sallaróleg hingað til og hafa þeir Tommi lygnt aftur augunum hvor framan í annan en það þýðir „friður“ á kattamáli. Sjálf hef ég laðað að mér marga stygga ketti með svona hægu blikki, ætti kannski að prófa það á karlana svo ég gangi mögulega út áður en ég verð fimmtug. Nú er bara nokkrar vikur til stefnu. Held þó að „friður“ virki ekkert endilega á strákana. Og þó. Hef ögn meiri áhyggjur af Kubbi sem þolir illa aðra ketti en sjálfa sig. Hún er soddan prinsessa.

 

Sólbrúnka eða bruniÆtla í sólbað á svölunum á eftir, það er logn úti og bara algjört dýrðarinnar veður. Ekki get ég komið til vinnu aftur eftir rúma viku eins og undanrenna á litinn. Er þegar komin í kynþokkabolinn sem mamma gaf mér í afmælisgjöf í fyrra en hálsmál hans nær niður á nafla og rúmlega það. Ekki mjög siðprúður bolur, verð ég að segja. Hvað var hún móðir mín að hugsa?

Veit einhver hvernig það er ... ef maður notar sólvörn verður maður þá ekkert brúnn? Eða kemur sólvörnin bara í veg fyrir bruna? Jamm, ég er óvön svona sólböðum og þarf að taka spennandi bók með mér á svalirnar ef ég á að tolla þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er athyglisverð spurning hjá þér, frú Guðríður. Skyldi maður verða brúnn með sólarvörn? Nú veit ég ekki, veit bara að ég brenn til ösku ef ég er ekki með þyyyykkkkkt lag af sóllarvörn.

Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Auddað verðuru brún með sólarvörn.

Slepptu bara helv. sundbolnum. Hver fer sosum að gjóa augunum upp í Himnaríki í svona veðri, nema pólverjar, slökkviliðsmenn og strákarnir í Einarsbúð. So watt?

Þröstur Unnar, 20.6.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, seggggðu Þröstur. Ég sýni bara enn meira hold.

Þú gleymdir löggum og vottum Jehóva.

Helga, skv. Þresti verður maður brúnn. Sjá athugasemd nr. 2. Hehehehhe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Birgitta

Sko mamma þín er augljóslega að reyna að koma þér út - sýna 'your assets' og það allt

Birgitta, 20.6.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....mikið asskoti hefurðu náð fínni mynd í skrúðgarðinum Gurrí...eða er þetta í skógræktinni, eða..........ætlaði í rólegheitarrölt í blíðunni um safnasvæðið eftir vinnu áðan en þar er allt fullt af tjöldum og skuldahölum um allar jarðir, alveg upp að kirkjugarði....eitthvert pollamót í fótbolta með þúsund þátttakendum og sennilega þrjú þúsund sem fylgja með.....ekki flóarfriður ...nú þarf að tjekka á aldri tjaldbúa....ekki undir 23 takk, nema í fylgd með fullorðnum....nei alveg sama þó það séu mömmur eða pabbar einhvers pollans!!!!  ...og hana nú (sagði hænan)!!!!

Haraldur Bjarnason, 20.6.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtileg mynd af kisunni í glugganum skrúðgarðurinn líka flottur.  Veistu að ég hef verið að spá í einmitt þetta, með sólarvörnina.  Veit það ekki, er ekki bara best að nota ekkert og bera svo á sig after sun að sólbaði loknu,  notaðu bara ekki nivea krem, það eykur hárvöxt  Get svo svarið það. 

Vonandi hefurðu átt gott sólbað, og er núna búin að fá lit.  Takk fyrir innlitið til mín, og linkinn.  Jamm ég átti svo sannarlega eitthvað þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf ertu jafn góð knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 21:03

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, ég ver'ð að viðurkenna að garðmyndin er rammstolin og er áreiðanlega frá hallargarði einhverjum ...

Notaði sólvörn í dag en náði samt lit ...

Ásthildur, ég átti að skila til þín kveðju frá Úlfi, hann sagðist skemmta sér vel og bað kærlega að heilsa. Frábær strákur.

Haraldur, ég sá skrúðgöngu eftir Garðabrautinni í dag, taldi ábyggilega milljón fótboltakrakka ... hehehehhe

Jæja, er að fara að lesa kvöldsögu fyrir nokkra hressa stráka. Knús í bili. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

En skemmtileg færsla. Ég var nú eiginlega að vonast eftir mynd af þér hérna, í bolnum fína frá mömmu þinni......

Það er algjörlega nauðsynlegt að bera á sig sólarvörn, hún verndar bara gegn bruna og þar með húðkrabbameini, en maður á að ná lit í gegnum hana. Allavega ef hún er ekki númer 45.....

Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 22:59

10 identicon

Gurrý mín. Talan sem stendur á brúsanum, gefur til kynna hvað þú getur verið lengi í sólinni miðað við hvað þú hefðir þolað án...  T.d fyrir okkur svona venjulega hvítar er fínt með 8 - 15 .. þannig að þú getur þá verið í a.m.k. 3-4 klt án þess að hafa áhyggjur, en síðan bera kremið á þig aftur.  Þessi háu númer eru fyrir lítil börn og rauðhært fólk með mjög viðkvæma húð. Ok?    K.kv. Edda.

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 01:06

11 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég nota alltaf helling af sólvörn, líka hérna heima og næ bara ágætum lit á íslenskan mælikvarða En ef ég miða við kallinn, sem er alltaf rukkaður um passa þegar við komum heim frá sólarlöndum,  allir halda að hann sé arabi, þá er ég líklegast næpuhvít.  Stundum þegar við erum nýlega komin heim er ég spurð: "Fórst þú ekki með?"  Dóttir mín segir að kallinn sé með tanorexíu, þess vegna nennir hann að liggja í sólinni endalaust.  En ég nota mikla vörn, næ mér í lit og er þakklát fyrir að brenna ekki.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 01:14

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég verð brún þrátt fyrir að nota hæstu mögulegu tölu í sólarvörn til að brenna örugglega ekki..held að hún sé númer 276...eiginlega bara hreinræktað júgursmyrsl..virkar svona eins og djúpsteikingarfeiti á góðum dögum

Brynja Hjaltadóttir, 21.6.2008 kl. 07:40

13 Smámynd: Ásdís Rán

HÆ skvís já þú verður sko brún og fallegri brún, það gæti tekið örlítið lengri tíma en sleppur við slæman bruna og húðskemmdir  Ég nota vörn 15-25 venjulega, á íslandi er eflaust í lagi að nota 12-15 svona daglega en betra að nota um 20 í andlit útaf þessari leiðinda hrukkumyndun   sem við skvísurnar þurfum að berjast við..

Ásdís Rán , 21.6.2008 kl. 08:08

14 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Sólarvörn er algert möst. Styrkleiki hennar á að fara eftir því hversu viðkvæma húð þú ert með og hversu sterk sólin er.

Hana á að nota UNDANTEKNINGARLAUST alltaf og þú verður brún með hana. Sólarvörn á að bera á sig klst áður en farið er út í sólinu svo hún nái að virka inní húðinni. Svo á að halda henni við á nokkra tíma fresti ef verið er úti í sólinni.

Þetta sagði húðsjúkdómalæknirinn minn mér um daginn mjög alvarleg á svip :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.6.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 144
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 1505843

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband