23.6.2008 | 14:38
Með leigumorðingja á hælunum og dularfullt kattarhvarf
Nóttin var fáránlega annasöm. Gerður hafði verið út leigumorðingi til að drepa okkur erfðaprins og vorum við á flótta undan honum í alla nótt. Við þurftum á allri okkar kænsku og ráðsnilld að halda því þetta var ansi klár morðingi, asískur að uppruna. Við flúðum og földum okkur um allt Akranes og var t.d. María í Skrúðgarðinum okkur afar hjálpleg, líka Nína í samnefndri tískubúð (þar sem Dorrit kaupir stundum fatnað). Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem þessi leigumorðingi eltist við okkur en við höfðum alltaf haft betur. Ekki veit ég hver gerði hann út, kannski einhver bloggóvina minna ....
Vaknaði upp af martröðinni kl. 6 í morgun og þorði ekki að sofna aftur ... sem náttúrlega mistókst.
Þetta hlaut að vera fyrir einhverju ... og jú, þriðji ísbjörninn ... (hehhehe, djók), Bjartur var týndur!!! Gestakötturinn í himnaríki var horfinn sporlaust. Hann sem var að leika sér áhyggjulaus í nótt þegar ég las græðgislega Tré Janissaranna, æsispennandi bók sem gerist í Istanbúl árið 1836. Við erfðaprins leituðum um allt, kölluðum, mjálmuðum og hvaðeina, sérstaklega í þvottahúsinu þar sem Bjartur hefur helgað sér svæði (ekki þó með því að spræna þar). Þegar erfðaprinsinn var búinn að leita af sér allan grun umhverfis himnaríki og kominn alla leið í Hjarðarholtið þar sem heimili Bjarts er og kallaði þar fyrir utan datt mér í hug að leita bak við þurrkarann í himnaríki. Þar lá Bjartur í makindum og sagði bara mjá þegar hann sá mig. Þvílíkur léttir.
Erfðaprinsinn var búinn að gera leitaráætlun og átti að beita öllum tiltækum ráðum, það er jú þyrlupallur við hliðina á himnaríki. Ég sá mág minn fyrir mér með brostið hjarta og mitt var byrjað að bresta yfir öllum þessum hryllingi. Það er mikil ábyrgð að passa kött.
Svo tók skynsemin völdin. Bjartur hafði ekkert leitað upp í opna glugga, virtist frekar lofthræddur hérna uppi á 4. hæð og líka ólíklegt að hann hefði sloppið við beinbrot ef hann hefði hoppað út um glugga.
Þetta dýrlega dekurdýr hefur bara ekki nennt að svara frænku þegar hún kallaði örvæntingarfullt á hann. Nú étur hann kattamat í gríð og erg og erfðaprinsinn er að klappa honum í ræmur. Hann var búinn að aflýsa Einarsbúðarferð því að Bjartur gekk fyrir öllu. Allt er gott sem endar vel, nema ég vaknaði áður en við erfðaprins réðum niðurlögum leigumorðingjans. Held ég þrái samt ekkert þennan draum einu sinni enn. Kannski ég lesi bara krúttlega kjéddlíngabók í kvöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 265
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hahahaha, þið tvö. OMG!
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 14:49
Gurrý hvað finnst þér um fallandi gengi krónunnar?
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:46
Ætli martröðin hafi ekki óbeint verið vegna þess ... Edda mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:49
Klappið þið svo bara kattarafmáninni og fóðrið hana eftir að hún lék svona á ykkur?
Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:09
Því er ekki að neita, að lífið í Himnaríki gerist sífellt æsilegra .... ... tæpast er svona gaman í hinu Himnaríkinu, hvað heldur þú?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.6.2008 kl. 21:03
Haltu áfram að lesa glæpasögur en ekki láta þær svipta þig svefngleði.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2008 kl. 22:25
Held að himnaríkið mitt sé skemmtilegra, Guðný, hlýtur að vera. Heheheh
Já, við vorum svo þakklát fyrir að finna hann, Helga, ekki hægt annað!
Jamm, ætla samt í eitthvað væmið fyrir svefninn núna, svona til öryggis!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:51
Martröðin sem þú fékkst hlýtur að koma frá Chuck Norris,,eee nei hann er ekki asískur,skrifa þetta bara á Chuck.
Númi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:05
Elsku Gurrí mín.
Nafnspjald fyrir Gurrí með einföldu í-i bíður eftir þér á skrifstofunni. Á því ertu titluð sumarbúðafrænka. Ekki slæmt það.
Hlakka til að sjá þig eftir eina og hálfa viku :)
Kossar,
umsjónarmaðurinn Inga Lára
Inga Lára (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:32
Vá, hvað ég hlakka til að koma í sumarbúðirnar og fá svona alvörunafnspjald. Takk fyrir þetta, elsku Inga Lára.
Númi, ætli Chuck Norris beri ekki hreinlega alla ábyrgð á þessu. Hann er svo máttugur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2008 kl. 16:18
hahaha snilld
Lilja Kjerúlf, 25.6.2008 kl. 10:22
Love U girl, kemur mér alltaf til að brosa. Ég á svona geðveikar nætur stundum, hef þá tækni að sofna aftur og klára góða drauma ef ég vakna á vitlausum stað. Kveðja á ykkur öll tví og fer fætt.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.