Djarft en árangurslaust sólbað og nýjasta boldið!

Mikið rosalega var leikurinn spennandi ... og Tyrkirnir góðir! Vegna ferða í sumarbúðirnar til Hildu hef ég ekkert séð til Tyrkjanna á mótinu og var stórhrifin núna. Vonandi verður leikurinn á morgun jafngóður. Rússland-Spánn!

 

Misbrúnar hendurErfðaprinsinn fór í bæinn í dag, að sjálfsögðu með strætó í sparnaðarskyni, og ég brá mér í ansi djarft sólbað í svona klukkutíma. Þyrfti að gera það aftur á morgun þar sem ekki dugði að hylja alveg hægri handlegginn í sólbaðinu, hann er enn talsvert brúnni en sá vinstri sem er bara viðbjóður. Sé til hvað ég get gert með brúnkuklút ef hyljaraaðferðin gengur ekki.

Nennti ekki í sólbað eina sekúndu í gær og hafði smá samviskubit, enda alin upp við að nota hvern einasta sólargeisla. Ég man eftir því þegar eitt sumarið á áttunda áratugnum varði einn eftirmiðdag, kom eftir hádegi á miðvikudegi og svo rigndi daginn eftir og alla restina af sumrinu!

Þetta er nú meiri heppnin, tvö ár í röð hef ég fengið svona gott veður í sumarfríinu mínu!

 

Horfði með öðru auganu í gær á Traveler, þáttinn þarna sem hætt var framleiðslu á eftir átta þætti og allt skilið eftir í lausu lofti. Þáttinn sem Stöð 2 keypti til að gleðja sumaráhorfendur sína. Þeir fara vonandi í skaðabótamál fyrir svikin, varla hafa gert þetta viljandi. „Spennuþættir á útsölu, vantar bara fjóra þætti, eða endinn. Ódýrt, ódýrt!“

 

Út í óvissunaEngar martraðir hafa angrað mig síðan asíski morðinginn elti okkur erfðaprins, enda les ég saklausar bókmenntir núna. Leitin eftir Desmond Bagley er bara þrælskemmtileg í enn eitt skiptið. Leitaði árangurslaust að skemmtilegri ástarsögu en fann enga. Bagley bregst ekki, hann skrifaði meira að segja spennusögu sem gerist á Íslandi, Út í óvissuna.

 

 

Þeir feitu og falleguÍ boldinu er það helst að frétta að Thorne, ekkillinn sorgmæddi, bróðir Ridge, sonur Stefaníu og eitt sinn kvæntur Brooke, er orðinn skotinn í geðlækninum Taylor, (konunni sem keyrði á konu hans og drap hana óvart og enginn veit af því nema Stefanía, Hector slökkviliðsmaður og dóttirin Phoebe). Hector er samt alltaf rosalega skotinn í henni og þar sem hann er orðinn blindur eftir atvikið þegar hann batt Taylor við handriðið til að varna því að hún segði Thorne sannleikann og það kviknaði í og bjálki datt ofan á hann, vorkennir Taylor honum og leyfir honum að búa á heimili hennar og Phoebe. Það pirrar Stefaníu, mömmu Ridge og Thorne, alveg hryllilega mikið og hún segir hann vera að notfæra sér samúð og sektarkennd Taylors.

Nick svaf hjá Bridget, fyrri konu sinni og núverandi stjúpdóttur, þegar hann hélt að Brooke, kona hans, væri farin aftur til Ridge. Brooke kyssti alla vega Ridge í hita augnabliksins. Bridget elskar hann enn og hlakkar til að fá hann aftur til sín. Brooke tókst þó að telja honum hughvarf og trú um ódauðlega ást þeirra og aumingja dr. Bridget fær ekki prinsinn sinn. Nick langar mest af öllu að segja Brooke frá þessu en Bridget kveinar: „Nei, ekki segja mömmu!“ Ridge er farinn eitthvað til útlanda með Donnu, yngri systur Brooke og tilvonandi stjúpmóður hans ef kjaftasögur eru réttar, til að sýna henni að hann hefði ekki verið að notfæra sér hana til að gera Brooke afbrýðisama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var líka að glíma við svona "fleiri freknur öðru megin" á höndunum, passaði mig á því að snúa ljósu hliðinni meira í sólina, held það hafi aðeins virkað. svo auðvitað virkar að nota of veika sólavörn og fara í sólbað í 4 tíma, maður verður bara rauður

fór allt í einu að spá, miðað við hvað þú lest margar bækur, af hverju ertu ekki með bókalista og stjörnugjöf ?

Hulda (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Hulda. Þá held ég að það þyrfti eitt stk. netþjónabú með tlbehör. Spurnig um að taka bar ljósmynd af bókahillumetrunun hjá henni frkear?

Bold, I love it.

Þröstur Unnar, 25.6.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Þröstur Unnar

*Úps hvað maður skrifar vitlaust....

Þröstur Unnar, 25.6.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vondi germaninn að níðazt svona á hundtyrkjanum alltaf hreint, meira að segja í fótbolta & það óverðskuldað að því að ég fékk skázt séð.

Desmond Bagley, & það eldgömul strákabók ?

Steingrímur Helgason, 25.6.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Gurrí þó ...

Ef þú hefur ekkert séð til Tyrkjanna hingað til, þá hefurðu alveg misst af honum Volkan. Sjón fyrir súr augu, sá drengur.

En þú getur haldið þig við Chuck Norris. Ég pant Volkan.

Nanna Rögnvaldardóttir, 25.6.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 23:31

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nanna, gafstu mér bókina um Chuck Norris til að hafa Volkan út af fyrir þig? Það heppnaðist! Ég sá hann bara í þessum leik og það var ekki nóg til að gera ráðstafanir, sitja nær tækinu og svona ... arggg! En sætur er hann.

Já, Steingrímur, ég les næstum ALLT, líka gamlar strákabækur. Svona eins og þeir sem drekka allt nema magasleða og skíðasleða ... eins og Halla frænka segir!

Er alveg til í netþjónabú, svo framarlega sem einn þjónninn býr til latte handa mér á morgnana, ekki séns að erfðaprinsinn leggi í frussudæmið á kaffivélinni ...

Guðríður Haraldsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Nei, þú sást hann ekkert í þessum leik, hann var í tveggja leikja banni, sem var ástæðan til þess að ég hélt með Tyrkjum - til að fá að sjá hann í úrslitaleiknum sko.

Þú þarft að komast yfir upptöku á leiknum við Tékka, þegar hann var rekinn út af og fækkaði fötum (að vísu bara peysunni).

Nanna Rögnvaldardóttir, 26.6.2008 kl. 00:31

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hrikalega spennandi leikur - einkum ósýnilegu mínúturnar. Ég var föst við skjáinn í sal niðri við Granda, þar sem svona 20-30 tölvunördar komu saman til að hlusta á erindi þriggja spekinga (Óli var einn af þeim þremur) og ég verð að viðurkenna að ég var eina konan á sextugsaldri þarna, og reyndar eina konan og eina manneskjan yfir þrítugt held ég bara, nei, einn kennarinn minn sem var þarna er á aldur við Elísabetu systur. Eftir erindin var horft á boltann og grillað úti á svölum. Mjög gaman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 00:33

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og Gurrí mín, ertu ekki til í að vera áfram í sumarfríi til að tryggja gott veður?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 00:35

11 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég er búin að missa rúma viku af Boldinu svo það er bara glæsilegt að fá smá af söguþræðinum hér.... Ætla að horfa auðvitað á laugard á alla þættina þessa vikuna. Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 02:01

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís og takk fyrir updeitið á boldinu, var bara alveg dottin út úr þessu, við tökum nú Chuck fram yfir Volkan, ekki satt?? "Chuck Norris is Volkan if he wants to" 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 07:58

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

HA? Var Brooke líka gift Thorne? Maðurinn minn á fjóra bræður sem allir eru yngri en hann. Maður ætti kannski að fara að huga að því að yngja upp án þess að leita langt yfir skammt.

Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 12:23

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Helga, ég mana þig til að fara að dæmi Brooke og prófa bræður Stjána. Hugsaðu þér hvað ég gæti skrifað mikið um dramatíkina og það sem innlent efni ... heheheh

Chuck er flottastur, Ásdís!

Gunna, ég geri allt fyrir bloggvini mína, uppdeit af boldinu er bara smáræði!

Anna, ég reyni að fá lengra sumarfrí, væri alveg til í að fórna mér fyrir aðra Íslendinga, ekki málið ...

Hjarta til baka, Jenný!

Synd af missa af honum, Nanna. Fannst reyndar nokkrir sætir þarna þegar ég mundi eftir að kíkja eftir því fyrir spennunni yfir leiknum. 

Guðríður Haraldsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:33

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:32

16 identicon

Hólí crap hvað Vúlkan gaurinn er sætur! Mjáááá....

Takk enn og aftur fyrir að spara fyrir mig áskrift af Stöð 2 með reglulegu uppdeiti af Bóldinu.

Vona að þú hafir það reglulega gott í fríinu. Þú ert heldur betur heppin með veður!

Knús, G

gerdur (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 20:24

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hóhó, glaður fylgismaður Spánverja heilsar!

En mín kæra, BAnana Boat brúnkukremið frá Jens, það ætti að geta hjálpað eitthvað upp á sakirnar!

Og man nú eftir Út í óvissuna, þættirnir sýndir í Sjónvarpinu seinna, Ragnheiður STeindórs lék í þáttinum og fór auðvitað að hátta með aðalgæjanum, nema hvað!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2008 kl. 21:53

18 Smámynd: Brynja skordal

Fór sko strax á þína síðu til að leita af bold upplýsingum búinn að missa af heilum mánuði en það var nú bold í tv á krít bara langt á eftir þar hehehe þú komst þessu öllu til skila að vanda takk Gurrí mín

Brynja skordal, 26.6.2008 kl. 22:19

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Á myndinni sýnist mér vinstri hönd þín vera brúnni en sú hægri. Er  það ekki rétt?

Ágúst H Bjarnason, 27.6.2008 kl. 00:03

20 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nei, nei, nei, Ágúst, hægri handleggurinn er sá brúnni. Skoða betur!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2008 kl. 02:23

21 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, handleggur? Ég meinti: hægri höndin!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2008 kl. 02:24

22 identicon

Já en þetta eru hvorutveggja vinstri hendur?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 66
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1945
  • Frá upphafi: 1454819

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1577
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband