27.6.2008 | 02:14
Keðjubréf, bæjarferð, Rambo og blúnduhegðun
Þá er ég búin að fá 16 tölvupósta um að kaupa ekki bensín á sumum bensínstöðvum. Ég á ekki bíl! Ég fæ mjög reglulega senda raðpósta, brandara, áskoranir, keðjubréf og fleira. Stundum hef ég sent til baka: Þetta var 23 bréfið um lífsbaráttu kvenna í Afghanistan, nú hlýt ég að fara að ná þessu! Jamm, ég held að ég sé að breytast í nöldurskjóðu. Þetta er ekki illa meint og hvernig á fólk sem ég á í litlum samskiptum við að vita að ég er nauðug á svona 200 póstlistum? M.a. hjá fólki sem ég þekki EKKERT! Ætla að vera jákvæð og hætta að líta á þetta sem ofbeldi. Alltaf gott að láta safna sér. Maður er a.m.k. ekki einmana á meðan maður eyðir t.d. tilkynningum um heppni sína í nígeríska lottóinu, já, það líka.
Við erfðaprins fórum í stutta bæjarferð í dag og ég kíkti aðeins við í vinnuna til að sækja mér blöð. Kvartaði við Vikugellurnar um misbrúnku handleggja og þær hlógu illgirnislega að óláni mínu. Nú fer sumarleyfinu að ljúka ... og líklega góða veðrinu líka. Samkvæmt veðursíðunni minni www.yr.no fer að rigna upp úr helgi. Hægt er að setja velflesta, kannski alla staði Íslands inn og á íslensku, og fá greinargóða veðurspá og langtímaspá. Á ensku eða norsku. Um daginn kíkti ég á Kleppjárnsreyki, þar sem sumarbúðirnar eru, (www.sumarbudir.blog.is) á síðunni og spáð var rigningu ... en eintóm sól hefur skinið þar í bráðum þrjár vikur. Stöku skúrir og búið! Mun sannarlega sólbaðast hér á Skaganum á morgun ... og ætla að muna að hylja hægri handlegginn.
Við flýttum okkur heim fyrir leikinn ... sem var síðan ekkert rosalega spennandi. Vona að úrslitaleikurinn á sunnudaginn verði betri! Við flýttum okkur líka heim því að við héldum að Bjartur gestaköttur yrði sóttur í kvöld en Sigþór pabbi hans hringdi snemma í kvöld og sagði að það yrði seinnipartinn á morgun (föstudag, já, ég er að blogga um miðja nótt)
Hér var horft á Rambo á vídjó í kvöld, rosaleg mynd. Mér fannst hún þrælgóð en þurfti nokkrum sinnum að loka augunum yfir ofbeldisfyllstu atriðunum. Einhver smá blúnda í mér.
Sá fyrr í vikunni Sense and Sensibility (BBC-þættina) og fannst það ekkert leiðinlegt. Einhver gömul væmni virðist vera að taka sig upp án nokkurrar ástæðu. Veit ekki hvar þetta endar. Þið hnippið kannski í mig kæru bloggvinir þegar ég fer að skrifa um fótbolta og Formúlu af viðbjóði!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Já, veistu - það er alveg hreint ótrúlegt hvernig sumir finna póst-adressuna hjá manni og þá er voðinn vís. Stundum finnst manni eins og einhver sem er illa við mann - sé að dreifa adressunni um allan vefinn - svona til að gera manni lífið leitt. Keðjubréf og "þú hefur unnið" bréf eru skelfilega pirrandi stundum. En, yfirleitt eyði ég þessum sendingum án þess að opna þær..
Veðráttan er búin að vera dásamleg, svo ótrúlega yndisleg bara - en nú er allt orðið svo þurrt að ég væri alveg til í hressilega dembu - allavega sirka 14 dropa eða svo .. og svo sól aftur.
Knús á ykkur í himnaríki og hafði það ljúft og yndislegt um helgina ..
Tiger, 27.6.2008 kl. 03:00
Ég játa mig seka á bensínpósti, en bara einu stykki. Hann átti að berast til erfðaprinsins addna.
Sumarfríið búið? Upp í topp? Jesús hvað tíminn líður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 08:04
Svindl að þú sért búin með sumarfríið.......en segðu mér var bara búin til þessi eina mynd með Rambó, voru þær ekki einar fimm eða sex myndirnar sem búnar voru til????????? Vera svolítið nákvæmari
Sverrir Einarsson, 27.6.2008 kl. 09:41
Mér finnst alltaf svoldið skondið að fólk láti svona fjöldapósta bögga sig svona .... ég uppgvötaði nefnilega takka í email forritinu sem kallast "Delete" - virkar svona þrælvel að emaillin bara hverfur úr pósthólfinu! Mæli með honum í stað þess að eyða tíma í að pirra sig á fjöldapóstum
Ásta (skarðamamma) (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:29
ja hérna þú ert að verða að prinsessu.
já ruslpósta-sía
Ólöf Anna , 27.6.2008 kl. 12:02
Þessi hótunar ruslpóstur getur alveg drepið mann, ég er búin að afþakka hjá flestum svo þetta hefur minnkað, núna deleta ég vinstri/hægri ef mér sýnist þetta vera þannig. Þetta með bensín dæmið er þó örlíti öðruvísi. Vont að fríið þitt sé að verða búið, en svona er lífið.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:07
Það sem aðallega pirrar mig, Ásta, er að ég hef beðið sumt fólk um að hætta að senda mér svona "sniðuglegheit" (keðjubréf, brandara) og taka mig út af þessum listum sínum en það gerir það ekki! Það er ekki margt sem pirrar mig í lífinu en óvirðing er eitt af því.
Bensínpósturinn pirraði mig ekkert, ég glotti bara þegar ég fékk 16. bréfið en hann minnti mig á hitt ofbeldið!
Úps, Sverrir, þetta var nýjasta Rambo-myndin! Nýkomin út á DVD.
Búin með þrjár vikur af fríinu, á nú einhverja daga eftir! Mínus 17. júní og helgar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.