Fimm ógæfudagsetningar og frábært talnaspekidagatal ...

Búin að sitja á svölunum í klukkutíma, vel varin af sólvörn en tók smá pásu af virkilega eðlilegum ástæðum. Hávær sláttuvél frá bænum er í gangi fyrir neðan og að auki er „súkkulaðibíllinn“ mættur með slöngur og dælur til að hreinsa kamrana við Langasand, á hlaðinu hjá mér. Jæks!

Þetta er síðasti virki dagurinn í sumarfríi og mér finnst honum ágætlega varið í sólinni.

Spennandi bókEr að lesa einstaklega spennandi bók sem heldur mér rólegri on the svals. Hún er eftir Dean Koontz, heitir Life Expectancy og segir frá Jimmy sem fæðist óveðursnótt nokkra (9. ágúst 1974) á sömu mínútu og afi hans, kökugerðarmeistarinn, deyr. Rétt áður hafði fárveikur afinn, öllum að óvörum, farið að tala og spáð fyrir um nokkra hættulegar dagsetningar í lífi ófædda barnsins og sagt ýmsa hluti sem hann átti ekki að geta vitað. Sömu nótt fæddist annað barn, sonur trúðs við sirkus sem var í heimsókn í bænum, konan dó en barnið lifði. Í reiði sinni og sorg skaut trúðurinn lækni og hjúkku, hljóp út með barnið og hvarf. Pabbi Jimmy hafði reykt með honum á biðstofu feðranna og var hálf smeykur við trúðinn. Honum fannst skrýtið þegar hann skrapp til pabba síns á sama sjúkrahúsi að sá gamli varaði hann við trúðnum ... úps. Nú bíð ég bara eftir því hvað gerðist fyrsta daginn af þessum fimm hræðilegu dögum sem afi Jimmys sagði fyrir um. Elska svona bækur. Þær eru margar góðar eftir Koontz en ein þeirra, Demon Seed, er þó líklega með verri bókum sem ég hef lesið. Vona að Skjaldborg haldi áfram að þýða bækurnar eftir hann og það bara beint í kilju!

Einu sinni skrifaði ég grein um dagsetningar og hvaða orka fylgir hvaða mánaðardegi út frá talnaspekinni. Jú, maður finnur margt á Netinu ... Þetta birtist í Vikunni og hér kemur þetta á blogginu. Dagurinn í dag er t.d. tilvalinn til að hvetja fólk til góðra verka! Góða skemmtun! (Þetta er nú bara samkvæmisleikur ...)


Hvað er best að gera hvenær!

Samkvæmt talnaspekinni hefur hver dagur mánaðarins sína merkingu. Gott er t.d. að prófa eitthvað nýtt fyrsta dag mánaðar og þann tólfta ætti maður að reyna að brjóta upp mynstur, jafnvel breyta atburðarás ef maður getur. Hér kemur listi yfir alla daga mánaðarins og þá orku sem hver þeirra hefur.

1. dagur mánaðar er góður til að prófa eitthvað nýtt, opna fyrir nýjar hugmyndir og breyta aðferðum, jafnvel fá þér nýja klippingu.

2. dag mánaðar skaltu leggja þig fram við að vera samstarfsfús gagnvart fjölskyldu, vinum og samstarfsmönnum.

3. dagur mánaðar er góður til að ræða málin við fjölskyldu, vini og samstarfsmenn.

4. dagur mánaðar er góður til að koma öllu í röð og reglu, bæði í vinnunni og á heimilinu.

5. dag mánaðar er gott að tala hreint út, sleppa tökum og losa sig úr fjötrum.

6. dagur mánaðar er góður til að fást við allt sem tengist tilfinningunum og andlegum málum.

7. dag mánaðar er gott að íhuga og yfirfara verkefni og ljúka við það sem þú hefur á þinni könnu.

8. dag mánaðar er gott að fást við þau mál sem tengjast vinnu, viðskiptum og eigin fjármálum.  

9. dag mánaðar skaltu sýna mannlegu hliðarnar og koma vini og/eða nágranna til hjálpar.

10. dag mánaðar er gott að hefja nýjar áætlanir sem tengjast framtíð þinni.  

11. dagur mánaðar hentar vel til að taka á móti hugljómun og góðum straumum.

12. dag mánaðar er snjallt að nota til að brjóta upp mynstur eða breyta atburðarrás.

13. dagur mánaðar er góður til þess að líta yfir farinn veg og vega og meta árangur þinn.

14. dagur mánaðar er dagur ævintýramennsku, nú er rétti dagurinn til að taka áhættu.

15. dag mánaðar er gott að nýta sér þá kænsku sem þú býrð yfir og taka stjórnina í þínar hendur.

16. dagur mánaðar er dagur mikillar orku og þér gengur vel að ljúka verkefnum þínum.  

17. dagur mánaðar er hentugur til að koma sér á framfæri við aðra.

18. dag mánaðar er gott að horfa jákvæðum augum á líf sitt og umhverfi ... í gegnum rósrauðu gleraugun.

19. dagur mánaðar er sá dagur sem gott er að vera á réttum stað á réttum tíma.

20. dagur mánaðar hentar vel til þess að renna yfir valkostina og velja þann besta.

21. dagur mánaðar er hentugur til að skreppa út fyrir bæinn eða skella sér á spennandi stað, listasafn eða veitingahús.

22. dag mánaðar er gott að taka yfirvegaðar ákvaðanir og finna leiðir til að taka á vanda síðustu daga.

23. dagur mánaðar er vel til þess fallinn að grípa þau tækifæri sem bjóðast.  

24. dagur mánaðar eru dagurinn til að opna nýjar dyr og búa til ný sambönd.  

25. dagur mánaðar er góður til þess að nota orku, kraft og einbeitingu þína í að leysa smáatriðin í lífi þínu.

26. dagur mánaðar er dagur sköpunar og skemmtunar.

27. dagur mánaðar er tilvalinn til að hvetja fólk í kringum þig til góðra verka.

28. dagur mánaðar er góður til að finna nýtt athvarf, t.d. nýtt og spennandi kaffihús.

29. dag mánaðar er gott að nota til að velja bestu tækifærin.

30. dagur mánaðar hentar vel fyrir sjálfsdekur; nudd, snyrtingu eða í heilsulind.

31. dagur mánaðar er rétti dagurinn er til að leggja línurnar í erfiðum málum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að í dag finnur maður sér nýtt athvarf og kíkir síðan á kaffihús? ég fer í það núna!

Katrín (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..gallinn við þetta er að maður á að finna nýtt kaffishús undir lok mánaðarins, fara í nudd eða heilsulind o.s.frv......mar er bara alltaf orðinn skítblankur í mánaðarlok....ætla samt að finna nýtt kaffishús hér á Skaganum.......hef reyndar ekki farið á neitt ennþá...þannig að allt er nýtt!

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, gleymdi ég að segja ykkur að maður þarf ekkert að lifa eftir þessu. En herra Haraldur, þú verður að prófa að fara í Skrúðgarðinn. Yndislegt kaffihús! Annars er ég hjartanlega sammála, það er lítið eftir í buddunni í lok mánaðarins! Þetta ætti að vera miklu fyrr, t.d. 2. eða 3. hvers mánaðar. Ég myndi alla vega hlýða.

Einar, bókin er hrikalega spennandi, er akkúrat stödd núna á hryllingsdagsetningu tvö, eða hún nálgast óðum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2008 kl. 13:20

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SKemmtileg að vanda   Góða helgi dúllan mín, ég verð að fara að kíkja í SKrúðgarðinn þinn, kannski maður renni eitthvað uppí sveitir þegar hlýnar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 14:12

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða helgi, sömuleiðis . Það væri ekki amalegt að fá þig/ykkur á Skagann, hvort sem er í Skrúðgarðinn eða sjálft himnaríki. Gott væri að fá fyrirvara svo ég gæti örugglega hitt ykkur, gæti þá flýtt för minni úr sumarbúðunum ef ég væri þar ... jú sí!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allir í dekur, nudd og sælu á morgun!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband