Heilmikill söknuður ...

Flott brimFyrir nokkrum árum keypti ég mynd og hengdi hana upp á baðvegg hjá mér. Þetta er þekkt mynd sem sýnir brjálað brim og risaöldu sem næstum gleypir vita.

Vitavörðurinn stendur sallarólegur í dyrunum ... eða hvað? Af einskærum brimsöknuði kíkti ég á elsku youtube og fann m.a. áhugaverðar upplýsingar um þessa mynd og að auki klikkaðislega flott myndband af brimi.

Mjög rólegt hefur verið við Langasandinn í sumar og mig hungar í flott brim. Fæ væntanlega góða útrás fyrir það með því að horfa á þessi flottheit aftur og aftur. Þannig verður líka miklu auðveldara að bíða eftir blessuðum haustlægðunum.

 

Endilega kíkið: http://www.youtube.com/watch?v=fapXUqagiFQ&feature=related

Og hér kemur flotta myndbandið, góða skemmtun:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott Brim er æði. Þegar ég bjó á Húsavík, sóttist ég eftir því að fara fram á bakkann og sjá brjálð brim, eitthvað svo mikilfenglegt.  Surfer 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Geðveikar brimmyndir! Langar samt ekki að sjá þetta éta sig upp eftir húsinu þínu upp á fimmtu hæð í hmnaríki!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhe, Anna, ekki ég heldur (4. hæð reyndar) en þetta er alveg stórfenglegt.

Já, Ádís, gott brim er sko æði.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.6.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gurrí þetta er flott myndband. Þú sérð aldrei alvöru brim við Langasand, þar er bara sandur. Farðu niður á Breið, þar er brim bæði við suðuflösina og vesturflösina, svo með öllum Skaganum norðanverðum, þar sem eru klettar, þar er brim.

Haraldur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 09:29

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, klikkað flott!  Elska brim.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Trúi þessu ekki upp á hana Hrafnhildi ofurkisu, Anna, varstu kannski með allt í botni? Óttaðist hún brimhljóðið eða sálumessu Mozarts?

Haraldur, sammála, vantar kletta, það koma þó stundum flottar og stórar öldur við Langasandinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.6.2008 kl. 09:06

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá hvað þetta er flott myndband. En getur verið að þetta sé raunverulegt? Þegar maður horfir á kraftinn í sjónum og briminu þá býst maður alveg eins við því að vitar og hús sópist í burtu eins og eldspýtustokkar.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 10:29

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sjórinn er flottur þegar hann æsir sig. Mér fannst alltaf rosalega gaman á sjónum með pabba þegar öldurnar riðu yfir bátinn og maður sá bara sjó og ekkert annað í smástund.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:34

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, Jónu frómu er óhætt að fullvissa, að ekkert "blöff" er á ferð. EF litla blokkin hennar Gurríar yrði sett út á sjó og lognið færi ögn að æsa sig, yrði hún eins og lítill eldspýtnastokkur á veltingi í tugi metra háum öldunum!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 1569
  • Frá upphafi: 1453728

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1306
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband