Tekjur nokkurra þekktra Íslendinga og þeirra bloggara sem ég fann

FlugmaðurVeit ekki hvað gerðist ... en tekjublað Mannlífs er komið út!!! Snilld bara. Aðgangur að tekjum bloggara er ekki jafnauðveldur og í fyrra svo ég verð bara að handpikka út og get ekki verið þekkt fyrir að birta ekki alla vega nokkur nöfn hér á blogginu mínu.

Veit að það  hringdu nokkrir alveg trylltir og brjálaðir eftir tekjublaðið í fyrra. M.a. flugmaður sem kom út tekjulægri en hann var í raun, held að það hafi verið innsláttarvilla. Hann öskraði: „Ég kem út eins og ég sé með laun eins og fokkings flugfreyja!“ (GH færði í stílinn)

Tölurnar tákna mánaðartekjur viðkomandi!!!!

Bjarni Ármannsson, úr Skagaliði Útsvars, 44.826.869

Reynir Traustason, ritstjóri DV, 1.097.356

Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður 86.805

Björgólfur Guðmundsson bankaeigandi 1.772.290

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður 5.317.586

Júlíus Valsson bloggari 1.410.618

Guðni Ágústsson alþingismaður 1.124.235

Björn Bjarnason, bloggari m. meiru, 1.078.594

Sigríður Arnardóttir sjónvarpskona 620.214

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona 568.100

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, ritstjóri 24 stunda, 555.276

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður 722.721

Elín Hirst fréttastjóri 852.041

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ritstjóri Skessuhorns, 128.070

Guðfinna Bjarnadóttir alþingiskona 3.314.648

Jafet Ólafsson fjárfestir 114.377

Bubbi Morthens, bloggari m. meiru, 477.610

Týnda kisanViðbót – áríðandi:

Lítil kisa úr Vesturbænum, Bárugötu 8, týndist sl. laugardag frá heimili sínu. Hún er innikisa og hafa eigendur hennar miklar áhyggjur af henni. Hún er af tegundinni Colourpoint-persi og er með blá augu.

Ef þið sjáið þessa kisu vinsamlega hringið í síma 856 5031 (Benedikta og Egill). Fundarlaun í boði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk!
Tak það fram að ég blogga svart

Júlíus Valsson, 1.8.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef þetta er brúttó þá næ ég ekki 200 svo ég verð liklegast að biðja um neðstu 10 til að komast á blað, annars er mér alveg sama þó ég sé hvergi á svona blöðum.  Knús inn í helgina og njóttu  Double Kiss Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Thí hí....bý mér bara til minn eigin lista og verð efst á honum....fyrir OFAN unglingavinnuna og Nóatún note bene...gaman að því.....

Njóttu helgarinnar Gurrí mín....

Bergljót Hreinsdóttir, 1.8.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Júlíus Valsson

...vel á minnst. Ég byrjaði einmitt í Unglingavinnunni.

Júlíus Valsson, 1.8.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Júlíus, fyrirgefðu að ég hafði þig ekki efstan, fattaði eftir á að það voru mistök. Setti elskuna hann Bjarna Ármanns þar sem reddaði okkur Skagaliðinu í Útsvari margoft með landafræðikunnáttu sinni sl. vetur. Ég var t.d. sérfræðingurinn í Oliver Twist, Sigrún Ósk í Indlandi og Máni í Múmínálfunum og Simpsons-fjölskyldunni. Við vorum ekki hálfdrættingar á við Bjarna í landafræðinni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hvað með Magnús Geir Guðmundsson bloggara með meiru en meiru?

Að ég tali nú ekki um Guðríði Haraldsdóttur, aðstoðarritstýru, rithöfund,húsmóður og drottningu?

Já og svo auðvitað bloggara með meiru, fyrirgefðu, var næstum búin að gleyma því!

Lygilega há tala á Kollu, hlýtur að skýrast á svimandi þóknun fyrir að sitja hjá Agli á veturna í Kiljunni, RÚV enda á "hálaunasvæði" eins og sést á kaupinu hennar þýskættuðu Hirst!

Giska annars á að mánaðarlaun þín hafi verið um 393.466, mæðrastyrkur vegna prinsins þó ekki innifalin!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.8.2008 kl. 21:24

7 identicon

Skammarlegt hvað listafólkið okkar er láglaunað!!! Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona með 44.813 kr á mánuði.Hildur Vala Einarsdóttir með 55.164kr.Birgitta Haukdal söngkona með 121.257kr.
Felix Bergsson leikari með 168.059kr.Geir Ólafsson söngvari með 121.323kr

Ættum við hin sem að höfum það eilítið betra að hefja söfnun fyrir þetta ágæta fólk sem að sveltur og á ekki til hnífs og skeiðar?


fýlupúki (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:07

8 Smámynd: Júlíus Valsson

G.H. Þér er fyfirgefið eins og ávallt. (ég er nú duglegri að blogga en Bjarni)

Júlíus Valsson, 1.8.2008 kl. 22:15

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kolla hefur lengi verið með góð laun, Magnús, man að þegar ég rétt skreið yfir 200 þúsund var hún með 350 þúsund hjá Fréttablaðinu. Reyndar með helgarvinnu og eflaust löngum vinnudögum og aðrir blaðamenn þar voru með þetta sem föst laun, komin nokkur ár síðan. Hún er mikils metin hjá Mogganum, áður 24 stundum, og fær eflaust vel borgað þar. Vildi að ég væri með svona há laun, vona að þessi upphæð megi fljótlega sjá á launaseðli mínum, plís, vertu göldróttur og að þetta verði!

Sammála þér, fýlupúki, þetta gengur ekki ... heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Júlíus ofurbloggari! Kysstu nú Kjötborgarmenn frá mér, ég keypti í matinn hjá þeim í 18 ár, frá 1988 - 2006, og sakna þeirra gríðarlega mikið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 22:21

11 identicon

Kolbrún Bergþórsdóttir er einstaklega heillandi kona og hverrar krónu virði

fýlupúki (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:32

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Lotta, ég fór bara á síðuna þína og grátbað þig um bloggvináttu. Hef ekki fengið meldingar um bloggvináttu frá þér ... þannig að ég fjallast bara til Múhameðs.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:33

13 Smámynd: Jens Guð

  Mér er kunnugt um að sumir í upptalningunni í færslu #10 hafa skráð sig sem ehf.  Heildartekjurnar fara á ehf. og þaðan eru síðan greiddar temmilegar tekjur á einstaklinginn.  Af tekjunum sem fara á ehf.  er greiddur 18% skattur (eða er búið að lækka hann í 15%?) en hátt í 40% af því sem einstaklingurinn skammtar sér af tekjum sem eru fyrir ofan skattleysismörk.

Jens Guð, 1.8.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, hlaut að vera. Er ekki nógu vel að mér í skattafræðum ... en þetta skýrir allt. Takk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:41

15 identicon

Hví eru þín laun ekki þarna líka Rauðbeður?

Er það ekki alveg lágmark?

Ost og umhyggja B.H.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:50

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég reyndi lymskulega að koma því að að launin mín ættu heima í þessu blaði en á það var ekki hlustað. Er greinilega algjör nóboddí. Meiri áhugi var á launum sýslumanna, lækna, skipstjóra og fótboltamanna en mínum. Ég er ekkert beisk en ég SKAL inn í næsta blað! Get alveg upplýst að mánaðarlaun mín eru um milljón á mánuði, stundum trilljón. Auðvitað gef ég þau ekki án þess að skatturinn rífi þetta allt af mér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:59

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært, Lotta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:00

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna, þú verður pottþétt í næsta blaði, eða 1. ágúst 2009, ég skal sjá til þess. Það gengur ekki að aðalbloggararnir séu sniðgengnir svona!!!

Lotta, ég kem þér líka inn, ekki spurning.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:48

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er allt mjög athyglisvert. - En aumingja Ingvi Hrafn, það er ekki nema von, að hann hafi þurft að búta niður landið sitt í Borgarfirðinum með veiðiréttinum,  og selja það, bita fyrir bita. - Ekki vissi ég að hann væri með lægri tekjur en atvinnulausir. - Þetta finnst mér nú ekki hægt að bjóða gamla fréttahauknum uppá, að geta ekki séð fyrir sér. -  Og hann er náttúrulega of stoltur til að fara á atvinnuleysisbætur.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 01:23

20 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 07:43

21 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvetjum Björk til að safna fyrir þessi listamannsgrey. Vita ekki allir að þetta fólk vinnur nánast allt svart.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.8.2008 kl. 10:31

22 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Styð uppástungu Huldu hér að ofan

Annars ætlaði ég bara að segja góða helgi, nenni ekki velta mér upp úr launamálum annarra, á fjandans nóg með mín eigin launamál verð að treysta á galdra til að ná launum þeirra sem eru á þessum lísta, en þó eru undantekning, er launahærri en Ingvi Hrafn og Jafet fjárfestir hehehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.8.2008 kl. 13:01

23 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir nokkrum árum var kunningi minn að vinna við að gera upp hús við Tryggvagötu.  Dag einn tók maður nokkur hann tali og bað hann um að gera tilboð í breytingu innanhúss á húsnæði þarna skammt frá.  Kunninginn rölti með honum og hlustaði á útlistun mannsins á því sem þurfti þar að breyta.  Kunninginn settist niður við útreikning of spurði:  "Getum við haft þetta svart?".  Hinn svaraði:  "Sjáðu skiltið þarna.  Við erum á Skattstofunni." 

  Kunninginn fór í klessu,  sagðist ætla að skoða málið og lét sig hverfa.  Hann þorði ekki að mæta í vinnuna næstu daga og lét manninn á Skattstofunni aldrei heyra meira frá sér.

Jens Guð, 2.8.2008 kl. 22:41

24 Smámynd: Jens Guð

  Það var verið að benda mér á að sá sem hefur skráð sig ehf.  getur greitt sér arð af hagnaði og þarf þá aðeins að borga 10% í fjármagnstekjuskatt í stað næstum 40% tekjuskatts.

Jens Guð, 2.8.2008 kl. 22:46

25 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég held að það ætti að setja inn tekjur stúdenta. Þá fær maður tölur eins og t.d. -90.000 kr á mánuði!

Vera Knútsdóttir, 2.8.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband