Tekjur nokkurra bloggara ...

Guðdómleg strætóferð í morgun og svo beið mín glóðvolgt DV í vinnunni með tekjum heitustu bloggaranna ... og þeirra köldustu. Ég fór í flokk með þeim kúlustu ... æ, grín, þetta var ekki flokkað en ég er brjáluð út af myndinni af mér í blaðinu, ég lít út eins og vélsagarmorðingi, nú verður myndasafni DV rústað, djö ...

Tekjur nokkurra súperdúperbloggarra:

VélstýranAnna Kristjánsdóttir, 503.182 krónur

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.923 krónur

Sóley Tómasdóttir, 562.962 krónur

Stefán Pálsson, 367.044 krónur

Jón Valur Jensson, 116.352 krónur

Kolbrún Baldursdóttir 326.673 krónur

Katrín Anna Guðmundsdóttir 153.894 krónur

Jenný Anna Baldursdóttir, 182.343 krónur

... og undirrituð var með 335.000 krónur (ég veit að þið lifið daginn ekki af nema vita þetta) Það var víst algjört  misminni hjá mér að ég hefði verið með um milljón á mánuði eins og ég bloggaði um nýlega, bið innilega velvirðingar á þessum mistökum. Ætlaði reyndar ekki að vera svona sjálfhverf að birta eigin tekjur en ég ætla ekki að vera með neina fokkings gervihógværð ... svona þegar síðasta helgi lífs míns sem 40 plús konu er að renna upp. Svo getur þetta líka virkað lokkandi á berklaveik, bláfátæk ljóðskáld sem langar í fallega og prýðilega fyrirvinnu ... svo ég fari nú kannski að ganga út.

Knús í bili á þessum klikkaða föstudegi. Þá er ég ekki bara að tala um sólina, heldur þá vinnu sem bíður mín í dag ... en það er gaman í vinnunni, elsku vinnunni minni. Hafið það dásamlegt í dag og passið ykkur á sólinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Unnuð þér ekki hjá Söginni, hérna í den, hm? Á næturvakt, hm ?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, Guðmundur, aldrei hjá Söginni ehf ... en um tíma hjá Brotnir handleggir hf og á þeim tíma var myndin tekin.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vélsagarmorðingi... muuuhhaaaaaaaa

Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gvöð ég er aumingi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst þú enginn aumingi, frú Jennríður. Þetta þykja aldeilis ágæt hálfsdagslaun ... fyrir konu. Það eru sumir þarna enn nægjusamari en þú ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Múhaha...mamma ég er hrædd!....það er VÉLSAGARMORÐINGI á blogginu...!!!!

Reyndar mjög vingjarnlegur að sjá....

Bergljót Hreinsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sátt hehe, bara varð að bera mig saman við stóru karlana.  Það er mér í hag

En ég er að grátbiðja þá á DV að leyfa mér að vera áskrifandi en þeir svara ekki meilum.  Playing hard to get?

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 11:20

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Er þetta ekki prentvilla með Stefán Friðrik? Eða er þetta tímakaupið hjá honum??

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 12:23

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

berklaveikt ljóðskáld HAHAHA

Hólmdís Hjartardóttir, 8.8.2008 kl. 12:30

11 Smámynd: Ragnheiður

Já vesalings Stebbi, hvað meinið þér frú ?

Þú getur bara alls ekki litið út eins og vélsagarmorðingi...þú verður að birta myndina ef ég á að trúa því !

Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 13:12

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mikið er ég Guðslifandi feginn að vera ekki svona listamaður...

Markús frá Djúpalæk, 8.8.2008 kl. 13:16

13 Smámynd: Kolgrima

Segi það nú, er þetta ekki missýning? Hvar er myndin?

Kolgrima, 8.8.2008 kl. 15:16

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu að grínast með Stebba? eða er hann með fyrirtæki? ég hefði nú alveg sómt mér vel þarna með mín laun ca. 140.000 á mánuði, allavega hærri en sumir. Vélsagar hvað? það getur ekki verið. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 15:54

15 identicon

Er það ekki skrökulýgi tekjur þessa Stefáns,hlýtur að vera prentvilla.

Númi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:58

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona leit þetta út í fyrra:

1. Sóley Tómasdóttir 579.908
2. Anna K. Kristjánsdóttir 498.579
3. Kolbrún Baldursdóttir 476.116
4. Ármann Jakobsson 463.165
5. Stefán Pálsson 441.574
6. Hafrún Kristjánsdóttir 370.720
7. Gaukur Úlfarsson 353.809
8. Tómas Hafliðason
9. Atli Fannar Bjarkason 284.736
10. Þrymur Sveinsson 273.600
11.Gunnar Hjálmarsson 242.252
12.Jenný Anna Baldursdóttir 170.318
13.Óli Gneisti Sóleyjarson 108.723
14.Jón Valur Jensson 97.986
15.Katrín Anna Guðmundsdóttir 75.001
16.Helga Vala Helgadóttir 18.045
17.Stefán Friðrik Stefánsson 7.292

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:29

17 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég er nú svo aldeilis hlessa. Ég bara ætla ekki að skrifa það sem ég hugsa  Það hlýtur að vera einhver skýring á þessum undarlegu tölum neðst á listanum.

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 17:39

18 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eigum við ekki að slá í púkk fyrir þá sem allra minnst mega sín. Það gengur ekki að fólk eigi varla fyrir einni máltíð í mánuði.

Haraldur Bjarnason, 8.8.2008 kl. 17:44

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að þetta sé mestmegnis valið fólk.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 19:12

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég heimta kertafleytingu fyrir Stebba Fréttakall til að sýna samúð.  Afraksturinn af kertasölunni gæti farið til styrktar SUS t.d. Jenný og Anna: Getið þið ekki látið eitthvað af hendi rakna til undirbúningsins?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 19:46

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitt er að láta troða sér á lista, annað að láta diskútera sig í kommentakerfum.

Er ekki viss um að mér líki það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 20:30

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég legg í púkkið prakkari.  Þó það nú væri enda góðhjörtuð með eindæmum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 20:31

23 Smámynd: Ragnheiður

Það hefði nú samt verið heppilegt ef þú hefðir fundið mig þarna, ég hef ekki grun um hvað ég er með í tekjur á ársgrundvelli ! Er það eitthvað sem maður á að hafa á takteinum annars ? Eða er ég utan við mig í því eins og flestu öðru ?

Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 20:44

24 Smámynd: Dunni

Heyrðu Guðríður.

Miðað við hvernig þú boggar ættir þú að vera lang-lang-tekjuhæsti bloggarinn. Það er sannkallaður gleðigjafi að líta inn hjá þér.

Dunni, 8.8.2008 kl. 20:50

25 Smámynd: Jens Guð

  Það vekur undrun hvað margir hafa tekið á sig launalækkun á síðasta ári.  Hvað veldur?  Kreppan skall ekki á fyrr en í ár?  Mér sýnist launalækkun Stefáns nema um 60%.  Hvað er í gangi?  Og hvernig á kreppan eftir að leika blessaða bloggarana?  Þetta veldur áhyggjum.

Jens Guð, 8.8.2008 kl. 21:42

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það eru án efa fullgildar ástæður fyrir þessum lágu upphæðum sem margir eru með í skattskránni, m.a. einn ríkasti maðurinn hér á Akranesi sem var með núll, minnir mig. Fjármagnstekjur heitir það, skilst mér. Það getur enginn verið svona nægjusamur meðan að matvörur hækka svona, hvað þá bensínið. Annars tók erfðaprinsinn bensín í gær hér á Skaganum og kostaði lítrinn 162 krónur, við hliðina var ÓB og þar kostaði 161 krónu. Hjá ÓB í Mosó kostaði bensínið yfir 165 krónur í gær, mjög dularfullt. Já, ég er nörd, tek eftir svona tölum þótt ég ferðist um með strætó!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:49

27 identicon

Enn dularfyllra þykir mér þó að þú hafir fundið ÓB-stöð í Mosó...

Ævar Örn (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:13

28 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá skilti sem ... mig minnir að hafi staðið ÓB á, var rétt hjá N1 og KFC.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 22:15

29 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hvernig get ég lagt inn í söfnunina?? Reikningsnúmer takk

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 22:55

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gurrí!

Varstu að ávarpa mig, ertu að biðja mín?

En nei, getur varla verið er ég með herkjum hugsa þetta án geðshræringar, vantar nefnilega berklaveikina! Hoppandi þunglyndi, yrði líklega að vera Rússi til að uppfylla þetta alveg, berklarnir útsauðir á Íslandi, arrrg, niður með SÍBS!

En hehe, fór ekki svo fjarri þegar ég bullaði um krónurnar í þínu launaumslagi, sagði 393!

En það er nú bæðiog með fjármagnstekjurnar, sem jú sumir hafa í gríðarmæli og eingöngu, en hitt er mun meir afgerandi þ.e.a.s. einkahlutafélögin, sem fleiri og fleiri stofna í kringum sjálfa sig og sína vinnu, þar er aðeins um tíund goldin til keisarans!

En hví skildu við Jens ekki vera þarna líka með okkar litlumiklu eða miklulitlu tekjur? Við sem erum svo skemmtilegir!

Ástarkveðja til þín fröken Blómlegust!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.8.2008 kl. 22:55

31 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá bara fjör hér!

Edda Agnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:04

32 identicon

Mér finnst þetta hrikalega fyndið...laun bloggara...er fólk virkilega að spá í þetta, hahaha...

Góða helgi

alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:09

33 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hafa sumir virkilega lækkað í launum frá í fyrra, - hvernig verður það þegar líður á árið. - Eða er þetta djók?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:49

34 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég djóka aldrei ... þegar kemur að launum bloggara! Þetta mátti finna í DV í dag og fleiri nöfn reyndar, vildi ekki skemma söluna á DV og skellti bara nokkrum inn af handahófi! Gamla listann var svo að finna í Mannlífi í fyrra. Stal honum af annarri bloggsíðu án nokkurrar miskunnar, eða frá Tómasi Hafliðasyni sem af hógværð birti ekki eigin laun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:59

35 identicon

Nú þarf bara að sýna sjúkraskýrslur fólks, það er óþolandi þessi leynd á þeim. Ég flutti í blokk hérna í Safamýrinni fyrir þremur árum og það eru tveir nágrannar mínir eitthvað ruglaðir í hausnum. Ég treysti mér ekki að leyfa börnunum mínum að leika einum frami á gangi. Ég skil ekki þessa viðkvæmni með sjúkraskýrslur? egium við ekki að búa í fordómalausu samfélagi?

Það meiga allir vita það að ég hef farið í aðgerð á hnéi, meira að segja tvisvar. Við eigum rétt á þessum upplýsingum það er líka bara holt fyrir lýðræðið að vita þetta. Ég vil ekki einhverja klikkhausa til að stjórna landinu.

Valgeir Örn (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 01:16

36 Smámynd: Kristinn Jónsson

Ertu í allvöru að væla yfir þessu?. Sorry er að hlusta á ABBA, á erfitt með að einbeita mér.

En þú ert samt með tekjur vel yfir meðallagi.  Hvað er að ?

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 01:43

37 identicon

Hver er að væla hér Kristinn?

Frábært framtak að birta þetta ha ha ha, sá þetta einnig í DV, bloggið er orðið svo stór hluti af þjóðarsálinni. Tómt fjör!!!

Eiríkur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 06:55

38 Smámynd: www.zordis.com

Nauðsynlegur fróðleikur!

Njóttu daganna í + ......

www.zordis.com, 9.8.2008 kl. 09:21

39 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, ég stal þessu bara úr DV ...

Anna, ég er enn það pen, enn fjörutíuogeitthvað, og leyfi bara strákunum að sjá um þetta. Bókin Reglurnar segir strangt til tekið að ég eigi bara að halda kjafti og vera sæt í strákamálunum. Þegar ég blogga er ég t.d. alltaf vel til höfð og með lokaðan munninn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:08

40 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

alltaf gaman að líta hér við og greinilegt að færslan hreyfir við fólki

Takk fyrir þetta Boldlausa blogg

(nota bene er mjög háð boldfærslunum þínum) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.8.2008 kl. 14:46

41 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árlega er ég skíthræddur við að lenda á þezzum 'aftökulista' þínum.

Reynar er þetta dáldið í anda dagzin, sýnir að sumir 'bloggmenn' skaffa betur en konurnar.  Jafnrétti er klárlega ekki náð.

(Reyndar finnzt mér nú perzónulega að mogginn ofborgi Stebba litla á spariskónum fyrir hanz bloggerí, en það er nú bara mín sérskoðun!)

Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 23:40

42 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þetta er nú samt bara stolið frá öðrum fjölmiðlum, DV og Mannlífi. Og bara hluti bloggaranna. Ég skal passa upp á þig Steingrímur minn ef ég get ...

Er búin að vera á kafi í afmælisundirbúningi og ekkert mátt vera að því að bolda, bæti úr því á morgun. Allt það nýjasta um Ridge, Taylor, Nick og kó á morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2008 kl. 23:58

43 identicon

Stefán Friðrik er oflaunaður

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 00:54

44 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kannski er  Stefán Friðrik að fá laun frá blog.is hann virðist hafa nægan tíma til þess að blogga í tíma og ótíma.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 03:23

45 Smámynd: Einar Indriðason

... ég blogga alltaf með tunguna út í annað munnvikið... það þarf jú að einbeita sér að svona alvarlegum hlut eins og að blogga er....

Einar Indriðason, 10.8.2008 kl. 09:25

46 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jæja..þá er sú ástarsaga úr sögunni! Glætan að ég fari að gefa Stebba auga fyrir þessa tvo sundkalla!

Ég sem hélt að hann væri múraður...lifði bara af vöxtunum og sona og alltaf að blogga

Heiða B. Heiðars, 10.8.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1505942

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 525
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband