Skilaboð frá almættinu ...

Ég hef verið full ...blindfull kvíða yfir því að verða fimmtug, Það var ekkert mál að verða þrítug, ég skildi ekki þá vini og kunningja sem kviðu og engdust yfir því. Þegar ég varð fertug fannst mér það hreinlega kúl ... og bara enginn aldur en mér var kippt harkalega niður á jörðina með það nokkuð fljótt algjörlega óviðbúinni. Ég lærði fullt af nýjum orðum, eins og kóf, breytingaskeið, miðaldra og svona.

Fertugt glæsikvendiKrabbameinsfélagið: Kona „á þínum aldri“ þarf að mæta í brjóstamyndatöku ....

Mamma: Þú ert komin úr barneign, ekki séns að þú eignist Bryndísi litlu úr þessu!“

Hárgreiðslukonan: „Ha, engin grá hár og þú samt orðin fertug, vá!“

Konurnar í vinnunni: „Ertu með höfuðverk? Það hlýtur að vera breytingaskeiðið! Við erum orðnar svo miðaldra.“

Vinkona, 12 árum eldri: (þegar ég hafði skokkað til hennar í miklum hita: „Ertu með kóf, svona eins og ég?“

Það sem líklega bjargaði mér var að sjálf Madonna er fjórum dögum yngri en ég og alltaf þegar ég fann fyrir hrumleika minnti ég mig á það. Þá var þessi jafnaldra mín að hlaða niður börnum, halda tónleika um heiminn og allt í þeim dúr.

Það var þó ekki fyrr en ég sá í fréttunum í gær að ég fattaði að ég hefði fengið skilaboð frá almættinu. Afmælisdagurinn minn, 12. ágúst, hefur verið valinn alþjóðlegur dagur UNGA FÓLKSINS. Ég er vissulega gömul miðað við tvítuga krakka, eldgömul alveg, en ég er ung, algjör skvísa, miðað við áttræða karla sem myndu selja sálina í sér til að verða ungir fimmtugir gæjar aftur.

Það var heilmikið glápt á mig á Megadeth-tónleikunum á Nasa um árið, enda orðin fertug, og við vinkonurnar vorum spurðar: „Eruð þið hérna með börnunum ykkar?“ Við svöruðum (næstum því) sannleikanum samkvæmt: „Nei, þau eru heima að hlusta á Celine Dion.“ Mér var á ákveðinn hátt komið í skilning um að minn tími væri liðinn og t.d. önnur áhugamál en rapptónlist væru hentugri fyrir mig. Ég var ekki ein af þessum fertugu sem reyndi að klæða sig eins og unglingur en skildi ekki þessa áráttu að það þyrfti að ýta mér svolítið til hliðar bara af því að ég væri fertug. Af hverju var ég ekki heima að búa til barnabörn?

Hvað ætli gerist á þriðjudaginn kl. 19.54 þegar ég verð á sekúndunni fimmtug? Hvað hefur mér ekki verið sagt? Tók ég aldurssjokkið út um fertugt eða bíður mín fólk í röðum til að segja mér að nú sé tími til að fara að stunda garðyrkju? Ég hata garðyrkju.

Jamm, þetta er nú kannski meira í gríni en alvöru en ég var vissulega stundum hissa yfir því hvað sumt fólk leyfði sér að segja við mig eftir að ég varð fertug því að ég fann harla lítinn mun á mér andlega sem líkamlega frá því að vera 35 ára. Í dag finnst mér ég t.d. ekki árinu eldri en svona 47 ½.

 

Hitti bloggvin á föstudaginn, elskuna hana Láru Hönnu ofurbloggara sem var greinilega að skila af sér þýðingum. Þýðingadeildin er í vinnunni minni í Hálsaskógi og stundum mæta þangað algjör sellebrittís af íþróttadeild Stöðvar 2 og svo auðvitað þýðingardeildinni. Lára Hanna gaf mér óvænta afmælisgjöf á leiðinni út, eða handritið að þýðingu sinni á boldinu þann 12. ágúst. Ég mun án efa missa af þættinum en nú get ég bara lesið þýðinguna og giskað á hverjir eru að fara að byrja saman, hverjir eru óléttir og svona. Meira bold í kvöld þegar búið er að taka himnaríki í gegn. Nú er það bara kaffffffi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín, það sem gerist hjá einni konu, þarf sko alls ekki að gerast hjá þeirri næstu.  Þegar ég varð þrítug leið mér skelfilega og 35 ekki mikið betra en síðan þá hefur þetta verið betra og betra, fimmtug var sko bara flott og batnar, ég er miklu skemmtilegrai og ánægðari með sjálfa mig núna en um þrítugt.  Þú ert svo frábær, að þú munt blómstra fram yfir nírætt, sé það sko alveg fyrir mér.  Njótt hvers dags þú átt það skilið, aldurinn er eitt og umbúðirnar annað, þínar umbúðir eldast vel.  Knús og klemm í sveitina. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Til hamingju fyrirfram með 50 ára afmælið og mundu að enginn er eldri en hann fílar sig. Fékk bréf frá æskuvinkonu minni hér um daginn, þar sem hún mynnti mig á að við værum orðnar konur.  Eg bað hana að vinsamlegast tala fyrir sína hönd. Eg væri alla vega 10 árum yngri en ég var fyrir 5 árum. Þó ég verði 50 ára í febrúar, þá neita ég algjörlega að ég sé orðin einhver kerling. Eg klæði mig svipað og ég gerði þegar ég var táningur, enda alldrei haft áhuga á fötum. gallabuxur og peysa passa mér betur en plíseruð pils og blússa.  Mundi samt ekki vilja missa árin mín, því lífið er mun auðveldara en það var þá. Maður er svo sem búin að læra eitthvað í gegnum tíðina og mikilvægast lærdómurinn er sennilega sá að þetta er sjaldan eins alvarlegt og maður hélt.  Haltu bara áfram að njóta lífsins á hvaða aldri sem þú ert.

Ásta Kristín Norrman, 10.8.2008 kl. 12:41

3 identicon

Til hamingju með 50 ára afmælið.  Heppin varstu að fá að lifa það. 

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ég hlakkaði mikið til að verða fimmtug skal ég segja þér, en það sem ég kveið tvítugsafmælinu mínu er ólýsanlegt, það var algjör fullorðinsstimpill janvel elliheimilisstimpill að mér fannst, þegar dagurinn svo rann upp og ekkert breyttist hef ég bara hlakkað til "stórafmælanna" en nú get ég farið að telja niður í sextugsafmælið, það er 641 dagur þangað til


Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2008 kl. 12:50

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff er búin að vera þarna og varð ekki söm á eftir.  In a good way you see.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Ragnheiður

Mér fannst ferlegt vesen að verða þrítug. Svo varð ég fertug og það býttaði engu. Ég vona að ég verði eins kærulaus eftir 4 ár þegar ég á að verða fimmtug.

Fyrirfram hamingjuóskir en þú færð fleiri jafnóðum

Ragnheiður , 10.8.2008 kl. 13:30

7 identicon

Þegar ég varð fertug fékk ég afmæliskort sem að í stóð "Það sem þrítug gerir vel gerir fertug betur" og ég er búin að ákveða að framhaldið hljóti að vera. "Það sem fertug gerir betur gerir fimmtug enn betur"

Annars erum við "Ljónin" alltaf jafn ung í anda

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Iss...elskan mín besta...aldur er bara hugtak...ekkert til að hafa áhyggjur af.....

Og við Ljónin verðum glæsilegri með aldrinum...makkinn reistari og lífskrafturinn geislar....he he...

Bergljót Hreinsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:40

9 identicon

Ég gekk í gegnum mína afmæliskreppu þegar ég varð 30 ára.Hlakka til stórafmælis á næsta ári.Bara gaman að skella sér á nýjan áratug

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 16:54

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Látt´ekk´sona stelpa! Ég hef hitt fólk um þrítugt sem er eldra en þú

Heiða B. Heiðars, 10.8.2008 kl. 19:28

11 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég á þrjú ár í fimmtugt.. og ég lít samt ekki út fyrir að vera degi eldri en þrítug... eða svo segir fólk...það er kannski að plata mig??? kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 21:01

12 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

aldur skiptir ekki máli nema þú sért ostur (segir máltækið) sjáumst á þri.

Guðrún Vala Elísdóttir, 10.8.2008 kl. 21:17

13 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Ég hitti tvær "stelpur" fæddar '31 í fyrrakvöld. Þær voru alveg hrikalega skemmilegar og reyndar miklu sætari og veltilhafðari en ég. Ef ég verð svona flott og skemmtileg þegar ég fer að nálgast áttrætt hef ég engar áhyggjur. 

Jóhanna Hafliðadóttir, 10.8.2008 kl. 21:23

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég þekki hörkukvendi sem eru fædd(ar)1940 og 1941 og þær eru miklu yngri og skemmtilegri, komplexalausari og frjálsari heldur en sumir sem ég þekki með mun hærri tölur í fæðingarártölunum sínum  ..... Þetta er allt spurning um hugarfar og aftur hugarfar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:31

15 Smámynd: lady

til hamingju fyrifram með afmæli ,en ég er sammála Ásdísi að þú átt eftir að ná níræð aldur ,,mér fannst stórt mál að vera 30ára en ekki fertug og tala nu um 50árin,,ég er að nálgast 52 ára í haust,,maður er bara ung í anda eins og þú ert Gurrí mín og  berð aldurinn vel kona góð

lady, 10.8.2008 kl. 22:52

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það hefur verið merkari stund en þjóðin gerir sér grein fyrir þegar þið tvær stórglæsilegu DONNURNAR hittust!

Og taktu Láru Hönnu þér bara til fyrirmyndar, miklu eldri en þú en alltaf gullfalleg!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.8.2008 kl. 01:29

17 Smámynd: Kolgrima

Æ, kerlingin mín, ég skil þig svooo vel! Bara að spegillin skyldi að aldur snerist bara um hugaástand Gott partí í upphafi, setur línurnar um það sem koma skal!

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 01:32

18 Smámynd: Jens Guð

  Það eru forréttindi að eiga fimmtugsafmæli.  Ég hlakkaði svakalega til á sínum tíma.  Þessi efri ár hafa staðið fyllilega undir öllum væntingum og rúmlega það.

  Það voru líka forréttindi að komast á Megadeath hljómleikana á Nasa um árið.  Þeir voru ansi flottir. 

Jens Guð, 11.8.2008 kl. 01:33

19 Smámynd: Aprílrós

Ég verð fimmtug eftir fimm ár, þegar ég var að verða þrítug þá fannst mér ég hreinlega vera missa af öllu saman, átti eftir að gera svo margt þ,e, að fara þetta og hitt og skoða mig um hér og þar. Kveið líka fyrir 45 árunum en finnst ekkert vera 45 ára en í dag finst mér ekki vera deginum eldir en 31.

Guðrún Ing

Aprílrós, 11.8.2008 kl. 03:54

20 Smámynd: Þröstur Unnar

Lífinu er lokið upp úr fimmtugu.

Þröstur Unnar, 11.8.2008 kl. 08:44

21 identicon

Einusinni var langamma mín fimmtug.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 09:10

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skessa góð....... og Þröstur jafnvel betri.......

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 09:29

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha Þröstur alltaf samur við sig.

''.......Af hverju var ég ekki heima að búa til barnabörn?''.....   

Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 09:34

24 identicon

Úff, þetta er orðin hættulegt tala, er þér sama þó ég fari að kalla þig Gurrí heitna svona til að vera undirbúinn?

Breiðoltshatarinn (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 09:51

25 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu dagsins í dag og svo fagnaru með vinum og kunningjum og ég hugsa til þín hérna hinum megin við ræmuna!

www.zordis.com, 11.8.2008 kl. 10:10

26 identicon

Elsku Gurrí!

Til hamingju með morgundaginn ef ég klikka á kvittinu þá. Ég er viss um að dagurinn verður frábær!

Þetta þýðir semsagt að það hefur liðið heilt ár án þess að ég hafi náð í bökunarplötuna hennar mömmu sem ég kom með kökuna á :D það virðist hafa sloppið, ég hef alveg fengið hellings bakstur að borða hjá henni ;)

Dagbjört Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:59

27 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Láttu ekki listamanninn sem safnar líkum vita hvað þú ert orðin öldruð...hann hlýtur að sitja um þig þarna á Langasandinum og bíða eftir að þú hrökkvir upp af af elli einni saman svo hann geti notað þig í vídéóinnslag...og gert þig frægari en þú ert í lifanda lífi..híhí. Hlakka til að sjá hvað mun standa á kökunni þinni krúttan mín...þú ert alltaf jafn skemmtileg. Nei skemmtilegri eftir því sem þú eldist..sver það

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 11:03

28 identicon

Elsku Gurri mín !!!!

Lífinu er sko ALDEILIS

Sigþóra (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:20

29 identicon

hahhahhaaaaa ætla að reyna að halda áfram með þetta ...................

Lifinu er sko ALDEILIS EKKI LOKIÐ UM FIMMTUGT bölvað bull í Þresti. Ég ákvað þegar ég varð fimmtug að hér eftir ætla ég að fagna hverjum einasta afmælisdegi og það vel því það eru sko FORRÉTTINDI að fá að eldast. Lífið verður betra og betra með hverju árinu það er mín skoðun  Líttu bara á mig arka súkkulaði brekkuna án þess að blása úr nös haaahaaa nema í snó og stormi  Hlakk til að hitta þig og bjóða þig velkomna í hóp okkar sem erum komin á SEXTUGSALDURINN (flottur aldur )

Sjáumst á morgun mín kæra

Sigþóra (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:25

30 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Tek fagnandi á móti hverjum afmælisdegi, á einmitt afmæli í dag 37 ára og get ekki beðið eftir að verða 40.  þá verður svaka stuð.

Skil ekki fólk sem er í aldurskreppu, mér leið frábærlega þegar ég varð 30, aldrei liðið eins vel á æfinni.  Aðrir höfðu áhyggjur, fékk samúðar símtöl.    Allt uppá við eftir það afmæli.

ps: Fagna líka gráu hárunum sem eru orðin töluvert mörg.  Svo mörg að ég er hætt að nenna að lita.  Heyr heyr fyrir gráhærðum konum.

Lilja Kjerúlf, 11.8.2008 kl. 13:48

31 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

konan sem býr fyrir ofan mig er 55 árum eldri en þú......hver var að tala um aldur?

Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 14:11

32 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með daginn, Lilja, já, ég er nú farin að hlakka helling til morgundagsins, eins og ég hef hlakkað til allra afmælisdaga hingað til. Ekki skilið neitt í fólki sem er í aldurskreppu og bíð bara spennt eftir því að verða svona alvöru "kona á mínum aldri", um áttrætt eða svo.

Takk fyrir frábær komment, meira að segja líka þú, Breiðholtshatari ...

Guðríður Haraldsdóttir, 11.8.2008 kl. 14:26

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ömmustrákurinn minn varð 5 ára í gær - sonur minn er 28 ára í dag - þú verður fimmtug á morgun. Það er eitthvað við þessa daga... 

Af fenginni reynslu get ég sagt þér að þú hefur ekkert að óttast!

Viltu handritið á ensku líka, kannski? Þá geturðu borið saman og séð hver er að tala hverju sinni... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:25

34 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Til lukku gamla !

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:19

35 identicon

Já til hamingju Gamla.

Númi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:59

36 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta venst, komin með sex ára skráp! Ég á enn Megadeth (ekki prentvilla) bolinn minn, þetta voru þrusu tónleikar. Og Hanna er nýlega búin að biðja mig að lækka tónlistina, enn einu sinni. Held þó að hún sé hætt að hlusta á Celin Dion, guðsélof.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.8.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 210
  • Sl. sólarhring: 593
  • Sl. viku: 2584
  • Frá upphafi: 1461679

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 2130
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sérdeilis flott terta
  • Jón Gnarr og stráksi
  • Jörgen Klopp

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband