Barn í afmælisgjöf

Jaðarsbrautin séð frá suðursvölumMörg skemmtileg símtöl í morgun og eitt það sniðugasta kom frá fæðingardeildinni. „Hæ, Gurrí, ég er að föndra afmælisgjöf handa þér!“ Hehhehehe, hló ég og skildi ekkert hvað Auðna átti við. En það kom fljótlega í ljós, hún ætlar að „gefa mér“ barn í afmælisgjöf, splunkunýtt og sætt. Búið er að setja hana af stað og þau Andrés stefna á að erfinginn fæðist kl. 19.54 svo það verði nákvæmlega 50 ár á milli okkar. Við getum svo sameinað veislurnar þegar ég verð 100 ára og krúttmolinn fimmtugur. Mikið á mér eftir að finnast hann ungur og barnalegur þá.


Ég vona að allir þeir sem ég náði ekki í eða gleymdi að minna á afmælið láti nú sjá sig í dag þrátt fyrir það. Samt er engin skyldumæting. Ég móðgast ekki út í neinn sem kemur ekki, sjálf er ég frekar partífælin.

 

Njótið dagsins, elskurnar! Það ætla ég sko að gera. Wizard

P.s. Myndin sýnir afstöðu himnaríkis við Sementsverksmiðuna ... eða þannig, eða hvar Jaðarsbrautin liggur. Myndin er tekin af suðursvölunum mínum. Inngangurinn er norðanmegin. Flóð verður kl. 15.59 við Langasandinn í dag ... svona fyrir þá sem vilja hafa allt á hreinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Færðu barnið innpakkað og jafnvel skreytt? Til haningju með daginn.  







Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hamingju

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 11:29

3 identicon

Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Gurrí.  Ég veit að þetta verður æðislegur dagur og frábært afmælisboð   .... en heyrðu... verður ekki erfðaprinsinn spældur yfir gjöfinni    Bestu kveðjur heim, Edda.

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Heill þér fimmtugri, himneska Himnaríkisfröken. Það er líf eftir fimmtugt, m.a.s. ágætis líf, skal ég segja þér..

Hefði fátt viljað meira en að vera með þér, borða fimmtán tertusneiðar (það er standardinn minn), drekka 9 kaffibolla (líka standard) og tala frá mér mitt litla vit.

Því miður (fyrir mig)  er útilokað að ég komist, þrátt fyrir heitstrengingar síðasta árið.

Verð hjá þér í anda - og veit að þú verður umkringd einhverju skemmtilegasta fólki á Íslandi. Þú hefur lag á að sanka að þér svoleiðis fólki! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju snúllan mín og dúllan mín, villingurinn minn og snillingurinn minn.

Nú get ég sagt að ég hafi þekkt hana Gurrí frá því að hún hafi verið fjörtíuogeitthvað en hún sé nú á sextugs aldri.

Eða að ég hafi þekkt þig til fleiri ára.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Til hamingju með afmælið Gurrí!

Vera Knútsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:36

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Til hamingju með afmælið...og vona að þú eigir góðan og skemmtilegan dag og njóttu hans í botn.... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:37

8 Smámynd: Ragnheiður

Innilega til hamingju elsku Gurrí

Ragnheiður , 12.8.2008 kl. 11:37

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sendi innilegar hamingjuóskir yfir flóann... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:44

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið elsku Gurrý, þú færð aldeilis fallegt veður.  Vona að dagurinn verði tóm hamingja og gleði. Ég er búin að breyta þessari talningu að vera á fertugsaldri og fimmtugs og sextugs, nú tel ég þannig að þegar maður er fimmtíu og + þá er það hinn nýji fimmtugsaldur, þá er maður nebbla fimmtíu og eitthvað, miklu jákvæðara og skemmtilegra.  Skrítin þessa gamla talning. knús og kram í beinni loftlínu úr laxy boy mínum í þinn hug   Happy Birthday 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 12:03

11 identicon

Til hamingju með afmælið Gurrí

Sjáumst í kvöld!

Ellen frænka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:13

12 identicon

Elsku Gurrí mín.

Til hamingju með daginn. Var að spá í að syngja þessar vísur í afmælinu þínu en birti það hér svo að allir geti sungið með :-)

Lag: Ó María mig langar heim.

Hver hendist heim í strætó hvernig sem er (veðrið sko)

með pólverjana alla á eftir sér.

Nje nje hún syngur og brosir breitt

kynþokkafull og til í allt og ekki neitt.

Viðlag:

Ó Gurrí þig langar heim, ó Gurrí þig langar heim

því heima viltu helst vera himnaríkinu í.

Strætóferðir Gurríar eru frægðarspor

í þeim er hún þekkt fyrir kraft og þor.

Hún stekkur , hún hleypur og rennir sér

hvað eftir annað og skemmtir sér.

Viðlag

Súkkulaðibrekkan hún er unaðsleg

þar á að gera Guðríðarveg.

Upp, upp hún fer og segir fylgið mér

með pólverjana alla á eftir sér.

Viðlag

Einn dag er Gurrí leit yfir Langasand

þá birtist henni undurfagur hússerband

Hún stökk út með kylfu og dró hann inn

æpti á pólsku og íslensku þú ert minn

Viðlag

Tröllvaxinn og tígurlegur töffari

með háskólagráðu og gleraugu.

Ættarnafn ber hann og er húslegur

huggulegur og sérstaklega viljugur.

Nýr texti í viðlagi:

Blogg blogg blogg blogg blogg blogg blogg

blogg blogg blogg blogg blogg blogg blogg

blogg blogg blogg blogg blogg blogg blogg blogg

blogg blogg blogg blogg blogg blogg

Afmælisknús, sjáumst á eftir!

Þín unga systir, Hilda :-)

Hilda systir. (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:19

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er þegar farin að hafa mig til fyrir veisluna...hlakka ekkert smá til og ekki er verra að vita að maður fýkur ekki útí móa í þessari blíðu sem umlykur afmælisdaginn þinn.

Afmælisknús frá okkur öllum..börnin verða í strangri gæslu heima fyrir en við fullorðnu mætum! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 12:34

14 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með afmælið 

Rannveig Lena Gísladóttir, 12.8.2008 kl. 12:40

15 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hamingjuóskir til þín

Einar Örn Einarsson, 12.8.2008 kl. 12:50

16 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með afmælið, skvís  Ekkert smá flott gjöf sem þú færð

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.8.2008 kl. 12:57

17 identicon

Elsku Gurrí hjartanlega til hamingju með daginn þinn, þú lengi lifi ....húrrrra....húrrrra....húrrrra !! Við Daði látum að sjálfsögðu sjá okkur og þökkum boðið, sjáumst hressar Elín

Elín Mosóbúi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:19

18 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Til lukku með daginn, ljón eru frábær

Lilja Kjerúlf, 12.8.2008 kl. 13:25

19 Smámynd: Aprílrós

Hamingju með daginn Gurrí, og eigðu gott kvöld.

Bestu kveðjur Guðrún Ing

Aprílrós, 12.8.2008 kl. 13:59

20 Smámynd: Eygló Sara

Hæ það eru aldeilis afmæliskveðjur sem þú færð! En til hamingju ég ætla að reyna að kíkja fyrir kl 6 annars bara góða skemmtun skvís!

Eygló Sara , 12.8.2008 kl. 14:00

21 Smámynd: Ásdís Rán

ÞETTA VAR FRA MÉR, ég var óvart  inná mömmu  

//Kossar og knús 

Ásdís Rán , 12.8.2008 kl. 14:03

22 Smámynd: Ásta

til lukku með daginn

Ásta , 12.8.2008 kl. 14:09

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, elskurnar mínar. Ég settist augnablik niður til að drekka latte nr. 2 í dag ... Vélstýran á leiðinni með kaffigræjur og kaffi, þessi elska og svo skellur allt á kl. 16.

Reyni að taka margar myndir þannig að þeir sem ekki komast fái notið yndislegu gestanna minna í myndaformi. Skrýtið, veit ekki hvort koma 60 manns eða 120 ...

Knús í daginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:43

24 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hjartans hamingjuóskir til þín fallega Hefðarmær í Himnaríki,með 50 ára afmæli þitt í dag.  -   Ji, mér finnst svo stutt síðan þú fæddist, en trúðu mér nú fyrst fer lífið að verða skemmtilegt, og hafi það verið skemmtilegt áður hvernig heldurðu þá að það verði núna?.  Enn skemmtilegra en maður getur gert sér í hugarlund, þegar maður er yngri. - Góða skemmtun. - Og njóttu lífsins.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:47

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með daginn elsku Gurrý mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:51

26 identicon

Elsku Gurrí mín!

Innilega til hamingju með daginn, kemst ekki á Skagann í dag (gat ekki losað mig við börnin) en kem í einkaheimsókn fljótlega, kannski bara akkurat á Bold tíma og allt.

Þú lengi lifi, hip, hip, húrra, húrra HÚRRAAAAA (og hér ætlaði ég svo að setja mynd af íslenska fánanum).

Kikka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:02

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til hamingju með daginn Gurrí

Ágúst H Bjarnason, 12.8.2008 kl. 15:25

28 identicon

Haha mér finnst að þessi vísa þurfi að vera sungin í kvöld ;)

Ellen frænka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:40

29 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Til hamingju með daginn kæra bloggvinkona...

Flottur dagur og sólríkur og ekki skemmir að fál ítið kríli í afmælisgjöf...til hamingju með það!!

Hún lengi lifi: Húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

Bergljót Hreinsdóttir, 12.8.2008 kl. 16:49

30 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Til hamingju með afmælið þitt Gurrí mín, sjáumst á eftir :)

Á hvaða samningi ertu við veðurguðina, er þetta bara svona af því að þú býrð í himnaríki, mig minnir að veðrið hafi einmitt verið svona í fyrra 

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.8.2008 kl. 16:51

31 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar hamingju óskir með 50 árin Elsku Gurrí mín megi þessi dýrðardagur vera þér og þínum yndislegur í Himnaríki verð að vera fjarri góðu gamni hittumst seinna sendi þér skilaboð

Brynja skordal, 12.8.2008 kl. 17:28

32 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með afmælið elsku Gurrí mín

Kristín Katla Árnadóttir, 12.8.2008 kl. 18:02

33 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

til hamingju aftur, kemst því miður ekki í kvöld, eins og það væri nú gaman! Skemmtið ykkur bara megavel.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 18:32

34 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Innilegar hamingjuóskir með afmælið og þennan fallega dag. Veðurguðirnir eru sko greinilega vinir þínir. Ekkert smá gott veður sem þú færð

Björg K. Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 18:36

35 identicon

Innilegustu hamingjuóskir á afmælisdaginn elsku Gurrí mín! Ég vona að þú eigir frábæran dag!

Sæunn Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:46

36 Smámynd: Gerða Kristjáns

Til hamingju með daginn

Gerða Kristjáns, 12.8.2008 kl. 19:00

37 identicon

Hjartans hamingjuóskir með daginn Gurrí mín - ætlaði að senda þér skeiti núna - en það var lokað á það klukkan sex svo ég hljóp hús úr húsi til að finna tölvu svo ég gæti óskað þér lukku með daginn. Vona að dagurinn hafi verið yndislegur og að kvöldið verði enn frábærra! Kveðjur, knús og kram í himnaríkið ..

Tigercopper (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:13

38 identicon

Til hamingju með daginn!!!!!

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:19

39 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með daginn og veginn, frú Guðríður.

Þröstur Unnar, 12.8.2008 kl. 19:36

40 identicon

Elsku Gurr!

Innilega til hamingju með stóra daginn  teysti svo á að næsti aldarhelmingur fari um þig jafn mjúkum höndum

Magga (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:55

41 identicon

Iss....átti auðvita að verða treysti á  greinilega búin með rafhlöðurnar. Eigðu ljúft kvöld

Magga (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:57

42 Smámynd: Guðbjörg Hildur Kolbeins

Innilega til hamingju með daginn, enn og aftur. Mikið var gaman að koma til þín í dag - og veðrið alveg yndislegt. Það er ekki amalegt að búa á Malibu Íslands.

Guðbjörg Hildur Kolbeins, 12.8.2008 kl. 20:13

43 identicon

Til hamningju með daginn Gurrí mín. Þú ert farþegi okkar númer 1

Diddi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:39

44 Smámynd: Laufey B Waage

Innilegar hamingjuóskir með afmælið .

Laufey B Waage, 12.8.2008 kl. 20:41

45 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

 
 
Some people don't know
how important it is that they exist.
 
Some people don't know
how good it is just to see them.
 
Some people don't know
how comforting their smile is.
 
Some people don't know
how good it feels to be near them.
 
Some people don't know
how much poorer we would be without them.
 
Some people don't know
that they are like Heaven's gift to us.
 
They would know if we told them.
 
Like I'm Telling You.
 

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.8.2008 kl. 21:57

46 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Til hamingju með daginn elsku makona mín, komst því miður ekki, varð að bruna með miðbarnið til læknis.

Ég ætlaði mér svo sannalega að koma..

Vonandi hefur dagurinn verið yndislegur

Magga mákona

Arafat í sparifötunum, 12.8.2008 kl. 22:16

47 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:01

48 Smámynd: www.zordis.com

til hamingju með þennan flotta aldur!

www.zordis.com, 12.8.2008 kl. 23:18

49 identicon

Hjartanlega til hamingju með dagin.Fín grein um þig í D V í dag og myndin af þér,bara stórglæsileg flott Gurrí.

Númi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:34

50 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Áttum frábærar stundir í afmæli frú Gurríar..og vitiði hvað..barnið litla kom í heiminn aðeins örfáum mínútum áður en fæðingarstund Gurríar kom upp...Þannig að önnur frú Guðríður er fædd og mun fylgja okkur öllum næstu áratugina. Ein tekur við af annari. Takk fyrir frábært afmæli, góðar kökur og kaffi og óendanlega skemmtilegt fólk alltum kring. Og þú auðvitað bara flottust!!!! 

p.s...gleymdum að setja kort frá okkur Óla og Ólöfu...en dýrðlega baðsaltið og handáburðurinn  var auðvitað frá okkur svo þú getir átt unaðsstundir í baðinu þínu í vetur og skrifað mjúkhentar greinar í Vikuna um allt það góða í lífinu.

Knús og klemm 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 23:44

51 identicon

Kominn tími á að leysa Gurr af hólmi Katrín, ekkert svo mörg ammili eftir, tókstu ekki eftir hvað það er farið að slá útí fyrir henni? Svo er þessi grái húðlitur aldrei ávísun á 50 ár í viðbót.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:15

52 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vona að dagurinn hafi verið bjartur og yndislegur og til hamingju með barnið!

EN HVAÐ STÓÐ Á KÖKUNNI?????

Bergljót Hreinsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 74
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1418
  • Frá upphafi: 1502467

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1162
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Skálmöld og vinir mínir
  • Frír matur fyrir 80 plús
  • Frú Gurrí, ég velti fyrir mér ...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband