Skelfileg mistök bakara ... og meira svona afmælis

Anna, Hulda og Margrét frænkaFjóla Æ, Mummi Guð og ÞuríÞetta var aldeilis stórkostlegur dagur.

Fjöldi fólks lét sjá sig og skrifuðu um 80 manns sig í gestabókina sem er dágóður afrakstur miðað við árstíma og búsetu. Ég fékk fjölmargar dúndurgjafir þrátt fyrir (máttleysislegt) bann mitt um að það væri bannað ... og í fyrsta sinn í áraraðir kom ekkert barn í afmælið. Fjóla Æ og Mummi Guð, bloggvinir úr Keflavík, mættu í afmælið mér til mikillar gleði, og mikil var undrun þeirra þegar þau hittu Þurí hjá mér en hún og Mummi eru bræðrabörn. Lítill heimur.


 

Elfa, Anna og Borghildur nýbakaða ammanEva og MattiStór afmælisgrein kom í DV í dag, næstum heilsíða og ég sagði fólki að ég hefði sofið hjá ritstjóra DV til að fá svona drottningarmeðferð ... en það var bara plat. Ég er of siðprúð fyrir slíkt en ótrúlegt hvað einn fimmtíukall sem laumað er að ættfræðingi getur gert.

Ég klippti afmælisgreinina út og setti á ísskápinn. Halldór frændi las hana og sagði svo: „Reyndu að gera sem minnst í viðbót í lífinu og þá er hægt að nota þetta sem minningargrein.“

 

AfmælistertanPalliBakarinn gerði hroðaleg mistök. Á stóru afmælistertunni átti að standa. Gurrí – 50 ára, 12. ágúst – Alþjóðlegur dagur unga fólksins. Ég fór sjálf í bakaríið til að panta og hafði að orði að þetta væri minn dagur líka og haldið að bakarinn hafi ekki skrifað Alþjóðlegur dagur ÞUNGA fólksins.

Kvikindislegir afmælisgestir mínir orguðu úr hlátri en þar sem kakan var svo bragðgóð ætla ég ekki að gera veður út af þessu. Orðið „þunga“ var þó ekki borðað fyrr en undir átta í kvöld. Arg ...


 

Fagrar frænkur, Ellen, Hilda, Margrét, Eva, Gurrí, Edda, DagbjörtÁsi, Elín með Gumma og Ernu fyrir aftanSíðustu gestirnir komu um hálfellefu í kvöld og þá voru bara tveir gestir fyrir. Það er svolítið snjallt að vera síðastur út, þá fær viðkomandi afganga með í poka.

Smá afgangur er nú eftir af afmælistertunni fyrir þá sem koma á morgun og varla mikið meira. Næst man ég að hafa heilan helling af brauðmeti, það hvarf allt um kvöldmatarleytið. Sumir stórgræddu á því að þrjár brauðterturúllur týndust inni í ísskáp í tvo tíma og allt fylltist í eldhúsinu þegar þær voru bornar fram. Ég fékk fína aðstoð, Ásta mín reddaði mér góðri stelpu sem hellti upp á, skar brauðrúllur og hvaðeina sem til féll og stóð sig mjög vel.

Tommi passaði gjafirnarAðalstöðvargengið, Katrín, Palli, Gurrí, Jóhannes og HalldórAuðna, samstarfskona mín af Vikunni og dóttir Borghildar vinkonu, og Andrés, maður hennar, eignuðust stúlkubarn kl. 19.44 í kvöld ... þannig að það vantaði 10 mínútur upp á að nákvæmlega 50 ár yrðu á milli mín og barnsins. Geri aðrir betur. Ég var komin á SMS-listann og náði að færa ömmunni fréttirnar. Hún varð eirðarlaus upp úr því og á endanum dró hún Elfu vinkonu, sem kom alla leið frá Ameríku í afmælið mitt (og jú, sonur hennar verður þrítugur 18. ágúst nk.), upp á fæðingardeild. Stúlkan var tæpar 15 merkur og 53 cm. Aldeilis gaman að fá heilt barn í afmælisgjöf, fyrir utan allt hitt ... sem nýtist mér án efa betur.

P.s. Leiðrétti aldursmuninn á okkur barninu eftir gáfulegt komment, takk fyrir það. Meinloka hjá mér eða greindarskortur eða þreyta ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær lesning og flottar myndir.  Mér finnst kakan þín æðisleg

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:40

2 identicon

Heil og sæl; Guðríður mín !

Tek undir; með Jónu Kolbrúnu, en vildi bæta við. Megi 12. Ágúst, 2008, verða þér minnisstæður, og þínu fólki öllu, sem ágætum gestum, um leið, og ég ítreka fyrri árnaðar óskir mínar.

Einhver mesti gleðigjafinn; hér á, stundum, rökkvuðum vefsíðum, Guðríður mín, og ég veit, að þú munt uppskera, eftir því.

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 01:46

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SVefndrukkin sit ég og sendi þér kveðju, yndislegt að vita að dagurinn hafi verið þér góður. bið að heilsa Elfu ef hún verður áfram í færi, við erum næstum því svona frændsystkin, móðurbróðir minn heitin ól hana víst að hluta til upp.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 02:15

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dísúss, hvað maður er alltaf að missa af einhverju stórfenglegu. Viss´etta, viss´etta. Hvílíkt stuð. Viltu lofa að það verði eikkkhva næst, takk, takk. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2008 kl. 03:02

5 identicon

Þú meinar 49 ár, 364 dagar, 23 klukkustundir og 50 mínútur á milli ykkar...

Smámunasemi er skemmtileg - en bara hjá manni sjálfum.

Til hamingju með daginn!

Ævar Örn (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 03:12

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gurrí mín,  Enn og aftur til hamingju með að vera ekki lengur "49 and holding".  Það fór eins og mig grunaði, dræverinn fékk sólsting í berjamónum í Heiðmörkinni og komst því aðeins -við illann leik- í humar í Hafnarfirðinum.  Huxuðum þó fallega til þín allan tímann.  

Vonandu fékkst þú þó skeytið, enda sendi ég það fyrir hádegi.  Nema hvað að sem ég sé mynd af afmælistertunni -það var reyndar líka mynd af tertu á skeytinu -valið stóð á milli hennar og þjóðarblómsins-  rifjast upp að daman í skeytamóttökunni mislas fyrir mig textann; í seinni hlutanum stóð ...þú unga mær, en konan las þetta fyrir mig sem "...þunga mær".   Ætla nú ekki að endurtaka það sem ég sagði við manneskjuna.  Nei, auðvitað ekkert ljótt -en fyrr má nú aldeilis fyrrvera -og eins gott að þær lesa fyrir mann textann áður en þær senda hann...

Knús og kveðjur frá næstu ljónynju 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 03:16

7 Smámynd: Tiger

Enn og aftur til hamingju með daginn Gurrí mín. Svei mér þá ef mér sýnist ekki bara að það hafi verið fjör í himnaríki í afmælinu þínu. Flottar myndir hjá þér - flott lið auðvitað líka!

Knús á þig Gurrí mín og hafðu ljúfan dag á morgun - sem og næstu 50 ár - ég mæti örugglega með blóm í næsta 50 ára afmæli hjá þér!

Tiger, 13.8.2008 kl. 05:28

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Til hamingju með daginn Gurrí mín - og velkomin á þennan virðulega aldur. Ég er öll önnur eftir að mér hlotnaðist sú náð að ná 50 ára aldrinum 8. mars. Gaman að sjá myndir af honum Matta mínum með frænku þinni - þar fer góður drengur.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 08:34

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Til hamingju enn og aftur, var með ykkur í anda í gær :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 08:44

10 identicon

Heyrðu gamla mín (hí hí) ... engin mynd af mér? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:28

11 identicon

Til hamingju með daginn og bestu þakkir fyrir mig.  Þú lítur mjög vel út miðað við að vera komin á "þennan aldur"  LOL

Guðrún E (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:33

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Elskan mín, til hamingju með gærdaginn. Af myndunum af dæma hefur þú átt frábæran dag. Knús&kossar.

SigrúnSveitó, 13.8.2008 kl. 09:42

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Og engin mynd af mér? Hvað á þetta að þýða?

Takk fyrir síðast, þetta leit all verulega vel út sérstaklega kisurnar og svalirnar!

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:51

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, kakan þunga bragðaðist æðislega, enda þungavigtarkaka.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:02

15 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Og engin mynd af mér heldur (sniff, sniff).  Ég skrifaði samt í gestabókina.  Takk enn og aftur Gurrí mín fyrir frábæra veislu.  Bestu kveðjur norður fyrir rör.....

Sigríður Jósefsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:36

16 Smámynd: www.zordis.com

Þvílík gleði og hamingja!  Til lukku og hamingju meððetta allt.

www.zordis.com, 13.8.2008 kl. 10:48

17 identicon

Hamingjuóskir til þín og þinna í himnaríki.  Megir þú lengi lifa og skrifa marga, marga pistla.  Það er svo gaman að lesa skrifin þín.  Takk

Auður (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:53

18 Smámynd: Þröstur Unnar

Og engin mynd af mér.

Þröstur Unnar, 13.8.2008 kl. 11:06

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælið mín kæra!!

....ég er auli! steingleymdi þessu!

Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 11:08

20 identicon

Ok ég ætlaði ekki að segja neit en fyrst fordæmið er komið....hallló ég sett margoft upp sparibrosið í þessu bráðskemmtielga afmæli. Það slær á sárindin allt skemmtilega fólkið sem ég hitti í teitinu eins og t.d. Gunnu Jóh og Hildu, ástarþökk fyrir mig, kær kv Elín.

Ps: Vonandi fannst þér breytingarskeiðslesningin ekki of neikvæð, allt eru þetta misvirkar staðreyndir sem koma við okkur flestar einhverntíman

Elín Íris (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:23

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:45

22 Smámynd: Aprílrós

Gaman að lesa skrifin hjá þér Gurrí. Það er gott að dagurinn heppnaðist frábærlega vel og kakan greinilega toppaði skemmtunina fyrir utan ykkar eigin skemmtun.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 13.8.2008 kl. 12:37

23 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

En æðislegt að þetta heppnaðist svona vel og þú áttir frábæran dag Gurrí mín...kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 12:39

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkitt að þú náðir þessu.  Velkomin í þennan skemmtilega hóp ernra gamalmenna. Eða þannig.

Loveu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 12:45

25 Smámynd: Brynja skordal

Vá æðislegar myndir girnilegar kökur en já gott að áletrun á köku gerði kátínu hjá gestum oh Sé eftir að hafa ekki komið en mitt tap krúttleg myndin af palla og þú blómstrar 5tuga kona Glæsileg hafðu það ljúft

Brynja skordal, 13.8.2008 kl. 14:18

26 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, elskurnar. Reyndi um hádegi að setja myndir inn í albúmin, afmæli 2008 og hef bara náð að setja tæplega helminginn inn, kerfið frýs bara og neitar að setja meira í bili. Prófa aftur í kvöld.

Er enn mjög ern þrátt fyrir allt ... en frekar þreytt og bakið í messi, svona er þetta þegar aldurinn færist yfir, hehehhehe

Takk allir fyrir fallegar kveðjur og þeir sem komu, þið gerðuð þennan dag ógleymanlegan og æðislegan. Knús og kossar.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.8.2008 kl. 14:57

27 Smámynd: Fjóla Æ.

Gjöfin frá okkur er einmitt alveg kjörin til að þú getir haldið áfram að vera svona ern, þrátt fyrir allt Takk fyrir frábærar kökur og flott afmæli.

Fjóla Æ., 13.8.2008 kl. 15:11

28 Smámynd: Kallý

Elsku Gurrí! 

Til hamingju með daginn í gær!

Ofsa girnileg kaka.....  

Kallý, 13.8.2008 kl. 15:46

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að sjá allar þessar flottu myndir og rosaleg "skemmtileg" kaka. Innilega til hamingju aftur og enn.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 16:14

30 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Til hamingju með daginn þú fyrirmyndar kona... ég afgreiddi þig með kaffi í Te&Kaffi um ára bil um 1991 og hef síðann fylgst með þér úr fjarðlægð og erut mér mikil fyrimynd...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.8.2008 kl. 17:28

31 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Bestu þakkir fyrir skemmtilega stund hjá þér í gær Gurrí mín og alveg frábærar veitingar ummmmmmmm, ætla ekkert að kvarta undan myndunum, minnir að það hafi verið mynd af kellu í fyrra svo þú sleppur með þetta í ár, en næst.... já  það er sko annað mál

Leiðinlegt með tertuna, ótrúlegt að bakarar skuli  klikka svona  þegar þeir taka að sér svona stórvirki

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.8.2008 kl. 17:45

32 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þarna fékkstu nú aldeilis afmælisgjöf á öðrum í afmæli þykir mér, orð frá konu úr fortíðinni sem tekið hefur þig til fyrirmyndar. Mér þætti nú meir til slíks koma en þúsundkalla eða þúsund kalla!

Annars sendi ég elsku bakinu batakveðjur og þegar þú verður næst í stuði væri gaman að fá netta afmælisgjafaskýrslu með meiru!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 18:23

33 Smámynd: Marilyn

Til hamingju með daginn

Marilyn, 13.8.2008 kl. 18:56

34 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kaera Gurri min

Hjartanlegar hamingjuoskir til thin med daginn, thu litur nu ut fyrir ad vera miklu yngri en fimmtug, og thessvegna skil eg vel ad kakan atti ad segja dagur unga folksins, en veistu thad, ad eg er adeins of thung sjalf, thannig ad ekkert er ad thvi ad kakan sagdi thunga folksins, afmaelid mitt var thann 3. Agust, thannig ad vid erum badar ljona konur og flottar a thvi!!! Mikid vildi eg ad eg hefdi verid a landinu, eg hefdi pottthett kykt i himnarikid til thin, elskan. Nuna fer eg ad drifa mig i ad blogga, er buid ad vera mikid ad gera, thu veist hvernig thad er, thu ert fyrirmynd min, thvi ad thu gefur ther alltaf tima til thess ad blogga.

Hafdu thad gott i dag, og avallt, thu ert frabaer manneskja.

Bertha Sigmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 19:28

35 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir yndislegt afmæli og mér finnst þú alger hetja að setja inn afmælismyndir í albúmið, fullt af flottum myndum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.8.2008 kl. 20:49

36 identicon

Til hamingju aftur (ef þú hefur enn pláss fyrir hamingjuóskir, hef sjaldan séð þær svona margar ;)). Við mæðgurnar munum kíkja til þín fljótlega, nú höfum við tíma til að plana afmælisgjöf sem toppar hinar múhahah (ég er að reyna að sjá bjartar hliðar á því að hafa misst af afmælinu) ;)

Guðmundur Hrafnkell reyndi mikið í gær að fá að skreppa, sagðist vera gömul sál þrátt fyrir að vera bara 6 mánaða en ég var hörð við hann og sagði að börn væru jú stranglega bönnuð. Hann sætti sig við þetta á endanum.

Var að skoða afmælismyndirnar og er sérstaklega ánægð með myndirnar af herðatrjánum. Mér finnst þú alltof sjaldan taka myndir af þeim!

Hafðu það áfram sem best og við hlökkum til að koma í heimsókn :) 

Dagbjört (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:22

37 identicon

Ég orgaði af hlátri þegar ég sá myndina af Ása og Elínu með Gumma og Ernu að gretta sig í bakgrunninum..týpískt þau;-) Og bakarinn á Akranesi er SNILLINGUR!!!;-)

Vona að þú hafir átt yndislegan afmælisdag kæra samstarfskona. Ég ætlaði mér sannarlega að mæta til þín en gleymdi mér. En þín bíður afmælisgjöf;-)

Kær kv. Gerður

Gerdur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:04

38 Smámynd: Mummi Guð

Takk fyrir kræsingarnar og gestrisnina.

Mummi Guð, 13.8.2008 kl. 22:37

39 Smámynd: Eyþór Árnason

Til hamingju með daginn.

Eyþór Árnason, 13.8.2008 kl. 22:53

40 identicon

Elsku Gurrí, til hamingju með afmælið :) Knús og koss !

Halldóra Anna Hagalín (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:41

41 identicon

Til hamingju með afmælið

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:32

42 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Frænka... ætlaði loks að þora að drífa mig til sveita og kíkja til þín í stórboðið en var lögð að velli af flensuómynd...

Ég kíki bara þegar þú ert 50 og hálfs:)

Til hamingju með að vera orðin hálf 100 það er ekkert smá...

Annars er ég orðin viðþolslaus af kattarleysi og kíki kannski bara miklu fyrr til að fá að knúsa kött

Með björtum afmæliskveðjum

Birgitta

Birgitta Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 08:51

43 identicon

var kakan góð? urðuð þið öll feit af henni?

r.jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:35

44 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Innilega til hamingju með daginn þinn...

Allt sem fertugur getur gerir fimmtugur betur !

Koss&knús til þín skvísa

Já og frábær afmæliskaka

Brynja Hjaltadóttir, 14.8.2008 kl. 17:47

45 identicon

Sæl Gurrí mín og þakka þér fyrir frábært afmælisboð. Það var alveg þess virði að koma frá Seattle í boðið. Gaman af myndunum sem þú settir inn. Hlakka til að hitta þig aftur við minna tilefni elsku vinkona mín. Love, Elfa

Elfa Gísla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:15

46 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Innilega til hamingju með daginn gamla mín! Lítur ekki út fyrir vera deginum eldri en 25.  Kveðja frá einni sem er að ná þér í aldri.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:01

47 identicon

Ellin þykir indæll kostur

allir kunna að met' ana

ef Gurrí væri gamalostur

gaman væri að ét 'ana.

Már Högnason (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 06:48

48 identicon

til hamingju með daginn

Hulda (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 1460063

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 982
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DollyParton
  • Jason-Statham
  • 12. ágúst sko

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband