Sjúkrahússjokk og geislavirkur úrgangur á Skagann?

Mikið er gott að hversdagslífið sé hafið á nýjan leik. Ég loksins orðin sátt við að vera fimmtug og búin að ákveða að verða flottasta sextuga kona landsins eftir tíu ár. Þá kemst ég í Séð og heyrt og hlakka ég ekkert smá til að sjá fyrirsagnirnar: SEXUG EN svakaSÆT. SÓMAKVENDIÐ ORÐIÐ SEXTUGT. osfrv. 

Úrgangsbærinn AkranesHitti nokkrar ótrúlega skemmtilegar saumaklúbbskonur í gærkvöldi, verið er að undirbúa aukablað fyrir Vikuna og ég þurfti smá að taka myndir og svona .... Ein konan var að tala um fréttir sem Skagamenn, alla vega þeir sem vita, eru ekki mjög hressir yfir. Veit samt ekki hvort búið er að samþykkja það, ég á eftir að gúggla þetta, en alla vega þá skilst mér að það eigi að fara að brenna rusli í Sementsverksmiðjunni, alls kyns rusli og úrgangi, m.a. dýrahræjum.

Sementsverksmiðjan er inni í miðjum bæ, kennileitið okkar, og þótt reykháfurinn sé hár þá langar mig að benda á að það er mikill misskilningur að það sé sífellt rok á Akranesi og allt fjúki á brott. Æ, kannski getum við bara verið þakklát fyrir að fá ekki geislavirkan úrgang.

Sat í strætó við hliðina á elskulegri Skagakonu sem var að fara upp á Landspítala í geislameðferð. Ég varð eiginlega máttlaus úr reiði þegar hún rifjaði upp fyrir mér hvernig farið var með hana þegar hún var skorin upp við brjóstakrabba í báðum brjóstum fyrir nokkrum vikum. Mæting eldsnemma morguns á Kvennadeild LSH, skorin upp og fleygt svo út næsta morgun fárveikri alveg. Aldrei of illa farið með góðar konur. Hún reyndi að bera sig vel, eins og við gerum, Íslendingar, til að vera ekki Veik konakallaðir aumingjar, og það voru greinilega mistök. Maðurinn hennar var að vinna til kvölds og hún þurfti að bíða allan daginn hjá ættingja í Reykjavík og svo var bílferðin heim á Skaga mjög kvalafull um kvöldið. Daginn fyrir aðgerðina átti hún að sprauta sig sjálf með blóðþynningarlyfi og sagt að hún hlyti að þekkja einhvern sem gæti sprautað hana ef legði ekki í það sjálf. Skjúsmí, fólk fer í háskóla til að læra að sprauta, held að sjúkraliðar megi ekki einu sinni sprauta, hvað þá fólk sem nýbúið er að fá fréttir um að það sé eitthvað að því. Hún fann loks skólahjúkku sem gerði það fyrir hana. Mjög fáir virðast vita af þessu og fólk rekur í rogastans þegar ég tala mig til hita um þetta.

Er þetta sérlega slæm meðferð á kvenfólki eða gengur þetta yfir alla, karlmenn og börn? Þetta er ekki sniðugt. Mér var gert þetta 2004 og sat heima og grét af kvíða ... ég kveið ekki endilega fyrir sjálfri aðgerðinni sem ég var að fara í, heldur því að þurfa að sprauta mig. Þetta fannst mér vera aukaálag á erfiðum tíma þegar ég vissi ekki hvort ég væri með banvænan sjúkdóm eða ekki. Aldrei þurft á heilbrigðiskerfinu að halda, þannig séð, greitt mína skatta og skyldur og er ekki sátt við svona meðferð. Ef ég lendi í einhverju svona aftur ætla ég að nýta mér glufuna í lögum um að fá að fara til Danmerkur ef ég tel mig ekki fá nógu góða heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit að þetta sparar fé ... en þetta er afskaplega grimmdarlegur sparnaður við fólk sem er kannski hrætt og þess vegna ekki í stakk búið til að rífa kjaft yfir þessu.

Svo kannski bold í kvöld. Veit bara að Stefanía og Jackie slógust á stigapalli en það er ávísun á stórslys. Jackie datt og liggur í kóma á sjúkrahúsi. Stefanía gerir allt sem hún getur til að koma Brooke frá Nick og í faðminn á Ridge, syni Stefaníu. Nick öskraði á Stefaníu sem notaði það sem átyllu til að benda Brooke, sem enn er löglega gift Nick, á skapsmunina ... Annars held ég að Brooke ætli að fara að velja á milli þeirra og kannski þurfa þeir að gangast undir próf hjá henni eða eitthvað.

Vona að dagurinn ykkar verði léttur og ljúfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég verð nú bara reiður að lesa þetta með meðferðina á sjúku fólki í þessu margrómaða velferðarsamfélagi.

Vona að blessaður Skaginn sleppi við geislavirknina.

Einar Örn Einarsson, 14.8.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Þröstur Unnar

"Þá er verksmiðjunni líka heimilt að framleiða 32 þúsund tonn af koladufti á ári. Þetta kemur til viðbótar 160 þúsund tonna framleiðslu af sementsgjalli á ári og allt að 250 þúsund tonnum af sementi."

Burt með þennan reykspúandi dreka úr bænum.

Hótel og gljáfægðar trillur við höfnina og ekkert annað.........

Þröstur Unnar, 14.8.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

HVað sagði ekki Haraldur Böðvarsson í sínum tíma, þegar sementsverksmiðjan var reist, nota bene á stórum hluta lands ættar minnar í Ívarshúsum? Hann sagði að þessi verksmiðja ætti að fara inn í Hvalfjörð, og menn sögðu hann geggjaðan. Myndu menn segja það sama í dag? Hann var framsýnn sá gamli heiðurmaður.

Einar Örn Einarsson, 14.8.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei örugglega ekki Einar. Það er auðvitað engin spurning að svona mengandi verksmiðja á ekki að vera inni í miðjum bæ. Skil bara ekkert hve fólk er sofandi yfir þessu miðað við hvaða tjóni verksmiðjan hefur ollið, ljóst og leynt.

Þröstur Unnar, 14.8.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alveg óskaplegt að heyra svona sögur úr heilbrigðiskerfinu og þeim fer fjölgandi. Döpur yfir þessu. Og svo vona ég bara að þið sleppið við vonda mengun í fallega bænum ykkar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já ég æykist vita sitt lítið af hverju með framkomu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ömurlegt.

Guðríður mín, takk fyrir síðast. viltu fara inn á bloggsíðu mína of taka þátt í áróðrinum þar og segja öðrum frá?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:07

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þröstur ... ég frétti fyrst af þessu í gær, það er passað að koma svona starfsemi að í skjóli myrkurs. Nú hætti ég að þrá vestanátt til að fá brim ... ef af verður! Trúi bara ekki upp á okkar fólk (ráðamenn á Skaganum)  að það láti viðgangast að menga fallega bæinn okkar meira.

Kíki, Edda, seinna í dag eða kvöld, er að stelast núna örstutt ... brjálað að gera.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:14

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Man eftir þessari frásögn þinni af veiku konunni, skelfilegt.  En það er gott að þér líður vel í aldrinum þínum,  verksmiðja í miðbæ er della.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 15:58

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skessuhorn Gurrí, muna það. Ég skrifaði stutta frétt á vefinn um þetta í gær: http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=75380&meira=1

Þetta er rétt Einar sem þú segir um Harald Böðvarsson og Sementsverksmiðjuna.

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 17:24

10 identicon

Þarna verður engu hættulegu brennt bara flokkuðum efnum sem hafa eitthvert orkugildi.

Kynnið ykkur málið áður en þið dæmið ég vinn þarna ásamt um 45 öðrum.

Verksmiðjan var byggð 1958 ekki 1978 einsog Járnblendið og aðstæður allt aðrar.

Guðjón V. Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:33

11 identicon

Það er kannski ekki bara verið að tala um hættu, heldur ólykt?

Mundir þú Guðjón vilja að dýrahræ yrði brennd í bakgarðinum hjá þér??

Ég skil vel að fólk sé uggandi vegna þessa, nóg er af fiskifýlu hérna fyrir!

Einar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:43

12 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

já það er skelfilegt hvernig farið er með sjúklinga...er bara ekki að fatta svona lagað....

En með Boldið að þá væri það fínt á þá báða Nick og Ridge að hún Brooke losaði sig við þá báða...hehehe...og draumur allra hrunin hehehe...kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.8.2008 kl. 18:44

13 identicon

til lukku með 50 ára afmælið

það er bara toff að vera orðinn 50

knus

tótan (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:21

14 Smámynd: Aprílrós

Ferlegt hvernig farið er með sjúklinga, alveg til skammar.

Boldið : ég held að Brook hafi ætlað að segja þeim ridge og Nick að hún ætli að taka hvorugan, en þá var hringt útaf Frú Marone, og nú notar Rigde aðstæður og þrystir á Brook. Mér finst Ridge svo væminn og tækifærasinni og minnir mig óheyrilega mikið á minn fyrverand í hegðun.

Aprílrós, 14.8.2008 kl. 19:24

15 identicon

Skottulækningar voru afnumdar í lögum frá 1884,vonandi vita nútímalæknar af því.Sjúklingar þurfa talsmann.Löngu kominn tími á það,en annars eru læknar á Íslandi ótrúlega verndaðir,það er grunsamlegt.Finn til með þessari konu sem þú segir frá.                         Meira ruglið hjá þér með boldið far þú frekar í göngutúr.

Númi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:00

16 identicon

Ætla nú ekki að alhæfa þetta með læknana. Stundum fljótur á mér.

Númi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:02

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Konan sagði mér að starfsfólkið hefði verið yndislegt á Kvennadeildinni. Þetta væri bara kerfið og vinnureglur þarna ... og án efa viðgengst svona mun víðar í heilbrigðiskerfinu. "Við eigum besta heilbrigðiskerfi í heimi ... þangað til við veikjumst," sagði einhver við mig einu sinni.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:23

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Byggðin réðizt á verksmiðjuna að fyrra bragði !

~Læknarinn á að vera góur við kvonur.~

Samúðazt innilega frá skárra nýranu með nýázkollin háaldurinn & er stoltur af hvað þú reyndir að bera þig vel opinberlega í undanförnum færzlum þínum á blogginu, þrátt fyrir allt.  Ef ég næ að verða svona obbozlega gamall líka, þá ætla ég að gera dona enda ert þú nú fyrirmynd aldraðra fyrir mér.

Steingrímur Helgason, 15.8.2008 kl. 00:11

19 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 15.8.2008 kl. 10:48

20 identicon

SEXUG! Maður verður bara drullusmeykur.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:53

21 identicon

Gurrí mín þú sagðir,´SEXUG EN svakaSÆT´, en meinarðu ekki SEXUÐ og svaka sæt? Eða meintirðu SEXSUG? heheh..

Elfa Gísa (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:27

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

In LoveInnlitskvitt og ósk um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.8.2008 kl. 18:23

23 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlits kvitt og góða helgi, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:20

24 Smámynd: Jens Guð

  Mikið má fólk vera heppið sem veikist ekki alvarlega.  Í vor fékk ég bakteríusýkingu í fót og fékk frábæra þjónustu á Borgarspítalanum.  Allt dálítið undirmannað þar en allir gerðu sitt besta.  Starfsfólkið yndislegt og extra vænt þótti mér um að læknar hringdu í mig á milli þess sem í mig var dælt í æð fúkkalyfjum.  Læknarnir voru að fylgjast með framvindu mála í símtölunum. 

Jens Guð, 15.8.2008 kl. 23:04

25 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

´Það er ljótt að heyra að það eigi að fara að spú enn einum óþefnum á Skagamenn. - Það voru fleiri en Haraldur Böðvarsson á móti því að setja Sementverksmiðjuna niður þar sem hún er nú. - Þetta var besti staðurinn til að leika sér á. - Í sjónum um leið og fór að vora, því það var alltaf svo hlýtt þarna undir bökkunum,  og á skíðasleðum á vetrum. - Annars synti nú fólk í sjónum á Akranesi allan ársins hring þá,  eins og nú. -

En ég þekki líka því miður 2  og svona sprautu og sjúkrahúsdæmi. - Heilbrigðiskerfið sem var gott er löngu hrunið, en starfsfólkið í Heilbrigðisgeiranum er allt hvert öðru yndislegra, og reynir að sinna,  sinni vinnu eftir bestur getu.

En staðan í heilbrigðismálum þjóðarinnar er núna orðin sú,  - að maður þarf að vera alveg helvíti heilbrigður til að lifa það af, að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1506042

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband