Einmana í vinnunni ... hinir stytta líf sitt og glápa á leikinn

handboltiSit hér næstum alein og einmana við skrifborðið mitt. Af og til heyrast klikkuð öskur úr næsta sal þar sem útsendingu frá handboltaleiknum er varpað á hvítan vegg. Ég heyri oftar öskrin JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ en hitt og þá hlýtur allt að vera í lagi. Ég er búin að fatta að ég forðast álag og held að það sé ein af ástæðunum fyrir því að ég hef náð svona háum aldri. Nenni ekki panik-kasti núna, ekki á föstudegi, mesta annadeginum okkar á Vikunni.

Strætóferðin í morgun var hreint yndisleg og ekki var verra að hitta skólastrákinn minn við lendingu í Mosó og fá far með honum upp í Hálsaskóg. Hann er í Tækniháskólanum og bjargaði stundum lífi mínu og limum í gamla daga (2006) þegar við vorum samferða úr strætó í Höfðabakka 9, þegar vinnan mín var þar. Hann bar mig yfir heilu krókódílasíkin á leiðinni, tékkaði jarðsprengjur, ruddi bjarnargildrum úr veginum og svo ótal margt fleira í þessum ævintýraferðum.

Vona að dagurinn ykkar verði æðislegur og að við vinnum leikinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er rosalegur leikur, en ég gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum haldið mér í einu sæti og horft. Nógu stressandi að hlusta á útvarpið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.8.2008 kl. 13:28

2 identicon

svipað hérna... öskur og læti

Hulda (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við unnum, úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég gat horft á síðustu mínúturnar ... með herkjum. Þvílík gleði og hamingja!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

MAGNAÐUR leikur...maður er bara í vímu..og verð það í dag..kannski fram að sunnudag sem endar jafnvel með alsælu þegar við hreppum GULLIÐ..hehehe... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:17

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

ALSÆLA

ÁFRAM ÍSLAND

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:34

7 Smámynd: Brynja skordal

Lífið er yndislegt skellti læri í ofnin í tilefni sigurs slurp hlakka til að borða

Brynja skordal, 22.8.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góður í markinum strákurinn, á ættir að rekja norður

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.8.2008 kl. 18:03

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég kíkti á kaffitár í bankastræti og naut sopans .... heyrði síðustu mínúturnar sem truflaði algjörlega einbeitinguna á kaffibollaspjallinu!!!

Svo er að taka næsta leik og þá erum við í höfn!

www.zordis.com, 22.8.2008 kl. 18:06

10 identicon

Rofl, agalegt fyrir þig að vera kominn á þennan aldur! Meira að segja fólkið á Grund gat horft á leikinn.

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvernig væri að tala um stund um strandblak kvenna?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.8.2008 kl. 20:23

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, hef aldrei lagt almennilega í handboltann, of spennandi og taugatrekkjandi. Fótboltinn er aftur á móti "rétt" spennandi, það líða mínútur en ekki sekúndur á milli marktækifæra ... tengist ekki aldri, ófétin ykkar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2008 kl. 20:23

13 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

20:23  Er þetta tilviljun?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.8.2008 kl. 20:38

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG stressast svo upp að þessar mínútur í leiknum verða að mörgum klukkutímum hjá mér. Á meðan leikurinn var í morgun, kláraði ég lit í rót og þvott, fór til sýsla með tannlæknareikn, í apótekið að ná í lyf, keypti tilbúinn mat í Nóatúni, keyrði heim og fékk mér kaffi og horfði á heillangar 20 mín í seinni hálfleik, ekki sitjandi heldur hoppandi og æðandi um eins og ljón í búri, held ég taki svefntöflu kl. 6 aðra nótt og láti svo kallinn vekja mig ÞEGAR við erum búin að vinna.  sjúkket er ekki að meika þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 23:29

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frábær tilviljun, Benedikt!!!

Ásdís, ég ætla sko að vakna á sunnudagsmorguninn, ég sleppi þessum leik ekki. Svo hlýt ég að geta reddað mér nokkrum valíum til að fríka ekki út!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 76
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1507667

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1060
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Téð fatahengi
  • Göngutúr eða sund
  • WTF

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband