23.8.2008 | 10:01
Vona að mér skjátlist ...
Hið ótrúlegasta henti hér í himnaríki í morgun og hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna ... eða vaknað fyrir kl. átta um helgi. Þrátt fyrir að augunum hafi verið lokað mjög fast, sænginni vafið þéttar og heyrst hafi svæfandi veðurhvinur sem kemur ef glugga hefur ekki verið lokað nógu vel var algjörlega ómögulegt að sofna aftur. Þetta hefur ekki gerst í manna minnum og tel ég undirmeðvitundina vera að þjálfa mig í helgarvakni fyrir morgundaginn. Þótt ég forðist streitu af öllum mætti ætla ég að horfa á leikinn.
Fyrir nokkrum dögum stóð ég í Hálsaskógi og beið eftir strætó nr. 18 áleiðis að Ártúni þaðan sem leiðin lá í Mosó og síðan á Skagann. Svona rosalega venjulegt eitthvað. Þá kom ungur maður hlaupandi, líklega hræddur við að missa af strætó sem brunaði ákveðinn úr Grafarholtinu og voru svona 15 sekúndur í hann. Maðurinn, sem áttaði sig á kringumstæðunum á örskammri stund sagði: Æ, ég sem ætlaði að plata þig í spurningu dagsins í DV. Skjóttu bara, sagði ég ótrúlega töffaralega, engin spurning of erfið fyrir mig, fannst mér, vonaði þó heitt að hún tengdist ekki stjórnmálum, það getur verið erfitt að vera ópólitískur og elska suma sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, samfylkingarmenn, vinstri græna ... Þakklátur sagði maðurinn: Já, ég veit alla vega að þú ert fimmtug, ha ha ha, og ég dauðsá eftir tattúinu sem ég lét setja á ennið á mér á í síðustu viku. Svo kom spurningin: Í hvaða sæti lendum við Íslendingar á Ólympíuleikunum í handbolta? Þá vorum við enn í átta liða úrslitum. Í öðru sæti, við fáum silfrið, sagði ég ótrúlega vongóð, maður peppar sko strákana sína upp og hefur trú á því óhugsanlega. Síðan gerðist hið ómögulega í gær og það er ekki séns á því að við lendum neðar en í öðru sæti.
Í gærkvöldi fékk ég tölvupóst fá elskunni honum Reyni sem ég vann með fyrir mörgum árum og hefur greinilega lesið gáfuleg svör mín í DV: Ég vissi að þú vissir þetta. Sá allt í einu Íslendinga í úrslitum við Frakka í gær og fór rólegur í sund í hádeginu í dag. Kristalskúlan þín klikkar ekki. Nú veit ég að við verðum að sigra á morgun, annars mun mér aldrei takast að fá Reyni Trausta eða Sigurjón M. Egilsson til að trúa því að ég sé ekki völva Vikunnar. Þeir stríða mér reglulega á því og ég urra á móti. Völvan er stundum vond við þá tvo í spádómum sínum og mér myndi aldrei detta slíkt í hug við þessar elskur. Ef ég þekki mig rétt myndi öllum ganga rosalega vel, ekkert vesen í þjóðfélaginu, bara ótrúleg velgengni.
Þegar ég fékk gefins tarotspil í gamla daga (1985) og var samstundis gerð að hirðspákonu vinahópsins og alls frændgarðs hans lærði ég hratt og vel á spilin en var ekki með nokkra einustu andlega hæfileika, er mjög jarðbundin og hef alltaf litið á spádóma sem samkvæmisleik sem ekki ber að taka alvarlega og nenni ekki fyrir nokkurn mun að snerta á spilum í dag, nema fyrir stjörnuspá Vikunnar (held að mörg blöð þýði erlendar stjörnuspár, ekki Vikan). Slík manneskja á ekki skilið að vera strítt á því að vera völvan ... en ef við lendum í öðru sætinu þá verð ég í ljótum málum.
Hef því tvöfalda ástæðu til að rífa mig upp í fyrramálið og hvetja strákana og neyða þá með hugarorkunni til að sigra! Áfram Ísland!
Norski landsliðsþjálfarinn spáir Íslendingum sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 122
- Sl. sólarhring: 306
- Sl. viku: 814
- Frá upphafi: 1505821
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 664
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Vona svo sannarlega að þú hafir ekki rétt fyrir þér og við vinnum Gullið Hafðu ljúfa helgi í himnaríki Elskuleg
Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 11:23
Jákvæðu straumarnir og trúin...hugarorkan og óendanleg bjartsýnin mun skila okkur gullinu...ekki spurning....
...en...bíddu...völvan....þú...?????...er hægt að panta tíma...????
Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:24
Hehehhe, nei, Bergljót, ég gæti ekki spáð fyrir um komandi atburði í þjóðmálum þótt ég fengi borgað fyrir það, er ekki einu sinni góður giskari, þess vegna held ég að við náum gullinu á morgun fyrst ég giskaði á silfrið. Völvan spáði um síðustu áramóti fyrir um öll lætin í borgarstjórninni, hver hefði getað giskað á það? Ja, ekki ég.
Sömuleiðis, Brynja krútt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:36
Ég læst mitt Tarrot niður, fékk hvergi frið. Hehe, en þú ert með innsæi á við mestu dulspekinga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 11:37
Ég er sannarlega fegin að þú átt persónulegra hagsmuna að gæta, Gurrí mín, að þeir sigri. Allt hjálpar þetta, eins og þú veist ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.