Spennufall hjá þjóðinni

DorritHvað nú? Ólympíuleikarnir búnir, líka menningarnótt og ekkert fram undan til að hlakka til og æsa sig yfir nema þá helst blessuð jólin og klikkunin í kringum þau. Fyrrihluti árs og sumarið inniheldur mun fleiri uppákomur sem hægt er að hlakka til: Nýársdagur, bolludagur, páskarnir, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, 17. júní, gaypride, afmælið mitt, menningarnótt og fleira og fleira. Að vísu er Formúlan ekki búin og heldur ekki Landsbankadeildin.

Nú fer t.d. fram fótboltaleikur hér á hlaðinu fyrir neðan himaríki, ÍA-HK. Staðan er 1-2 í hálfleik. Femínistinn (erfðaprinsinn) lætur gengi liðsins okkar ekki skemma fyrir sér spenninginn en hann hefur nám nú í vikunni eftir langt hlé, skólinn hans verður settur í fyrramálið. Hvað með það þótt við spilum í 1. deild eitt sumar ... ef við föllum? Ég fylgist óbeint með leiknum í beinni lýsingu (skrifum) á mbl.is og þegar ég heyri öskur fer ég á síðuna og sé innan tíðar hvað hefur gerst.

Vona að kvöldið verði ljúft og að nóttin færi ykkur góða drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gurrí mín, nú slökum við á fram að jólum nema ég ætla að eiga afmæli þarna á milli

Ragnheiður , 24.8.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já það er mikið spennufall og allir hálf dasaðir í dag.  Nú er að endurheimta kraftinn og röddina sem sérstaklega hvarf í fyrradag.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Alltaf eitthvað að hlakka til. Næst er það snjórinn, frost og funi með stórum vetrardekkjum undir háfjallajeppan. Skuggalegt hvað það er margt til að hlakka til og frá, frá og til. Til hamingju með silfrið.

Til er skemmtilegt orð.

Þröstur Unnar, 24.8.2008 kl. 19:44

5 identicon

gengur ekkert betur hjá mínum mönnum vonandi halda þeir sér samt nú uppi.  En það er alltaf eitthvað til að hlakka til,

ef ekki þá finna bara eitthvað. Strætó ferð á morgun t.d.

kveðja tanta

tanta (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:44

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég get ekki annað en hlakkað til kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í október, enda er mér og myndinni boðið. Það verður afsökun til að koma heim í þriðja skiptið á árinu.

Villi Asgeirsson, 24.8.2008 kl. 20:03

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, það er sko alveg hellingur sem hægt er að hlakka til, svona fyrir utan jólin, svona þegar þið segið það.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2008 kl. 20:33

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Úff, já, afmælið þitt, menningarnótt, utanlandsferðir, OL .... allt búið. Help me, Rhonda.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er fullt af amælum framundan í fjölskyldunni hjá okkur, brúðkaup, barneignir og svo koma jólin í des. Ég er bara hress með þetta allt.

Bouncy 2  Bouncing Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:00

10 Smámynd: Fjóla Æ.

Nú er bara að hlakka til Ljósanæturinnar sem er framundan. Þá er bara gaman. Síðan koma jólin og rétt áður ætla ég að eiga afmæli.

En það sem  mikilvægast er að hver dagur ber ævintýri í skauti sínu og það er okkar að vinna úr þeim, því við ráðum hvernig við tökum á málunum. Með drunga eða gleði í hjarta.

Eigðu frábæran daga.  

Fjóla Æ., 24.8.2008 kl. 23:01

11 Smámynd: Aprílrós

það eru Sangerðisdagar ánæstu helgi, Ljósanótt helgina eftir og ábyggilega tínist eitthvað til að láta sér hlakka til. Hins vegar hlakkar mig ekki til að þurfa kaupa ný dekk á bílinn minn, heilann umgang. ;) en verð samt því ég er búin að kayra á þessum heilsársdekkjum frá okt 2005.

Aprílrós, 24.8.2008 kl. 23:05

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta var nú líka bara létt djók hjá mér ... tek undir með Fjólu, hver dagur er auðvitað ævintýri sem hægt er að hlakka til. Hef aldrei farið á Ljósanótt en held að þar sé stuð, tala nú ekki um Sandgerðisdaga. Já, og öll afmælin!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:10

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er nú alltént hægt að bíða með eftirvæntingu eftir Sauðamessu í Borgarnesi í október. 

Anna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:17

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvað gerðum við ef við hefðum ekki jólin? Sandgerðisdagar rokka, það get ég fullvissað þig um.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.8.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 57
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 849
  • Frá upphafi: 1516771

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • The early years
  • Rammavesen
  • Rammavesen

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband