26.8.2008 | 09:19
Rapport, sjúrnalar og ambúlansar, misskilningur bloggvinar og kattahatur
Við Ásta reynum að setja nýtt vöknunarmet á hverjum morgni og í morgun var brottför frá himnaríki kl. 6.30. Allt gekk voða vel en þegar ég kom til vinnu í morgun áttaði ég mig á því að ég var enn í súpermannnáttfötunum. Skildi glottið á Ástu þegar ég sá óttasvipinn á manninum sem kom með Morgunblaðsbunkann í Hálsaskóg um svipað leyti og við komum þangað. Ákvað að breyta vörn í sókn og ætla að hlæja hæðnislega að öllum sem koma í venjulegum fötum. Nú þegar hef ég skellihlegið fjórum sinnum.
Þessi fótaferðartími ætti að venjast, hafa ekki flugfreyjur og flugmenn þurft að gera þetta í gegnum aldirnar? Kvöldin eru þó orðin stórskrýtin og ég passa að hátta mig mjög snemma ef ég skyldi hníga niður úr syfju þar sem ég stend. Mánudagskvöld eru í uppáhaldi hjá mér þegar kemur að sjónvarpsdagskránni og þá sérstaklega danski lögguþátturinn Anna Pihl. Náði að halda mér vakandi yfir honum í gærkvöldi en blundaði yfir J.K.Rowling sem var á undan, garg! Annað er í móðu, minnir þó að Halldór frændi hafi hringt, jú, ég eldaði pastarétt um sjöleytið. Vá, hvað lífið hefur breyst eftir að ég hætti að taka strætó frá Akranesi kl. 7.40. Var komin í vinnuna 7.10 í morgun ...
Fyrsti skóladagurinn hjá erfðaprinsinum er í dag og danska í fyrsta tíma, stærðfræði í öðrum ... gaman, gaman. Ég kenndi honum góð og gild orð í gær, eins og spögelse, paraply og svona en hann skipti um skóla 11 ára og missti af grunni í dönskunni, alveg eins og gerðist með mig í ensku í gamla daga. Þegar ég flutti til Reykjavíkur 13 ára voru krakkarnir í mínum bekk farnir að læra þung orð í ensku, eins og ambulance og slíkt en ég þekkti það orð bara sem hjólavagn á sjúkrahúsi, vagn sem sjúklingar voru fluttir á áður en farið var að nota rúmin sjálf. Ég er sko hjúkkudóttir og veit allt um rapport, sjúrnal og önnur spennandi orð.
Ástkær bloggvinur minn, Jón Arnar, misskildi færslu mína í gær (nema ég misskilji komment hans ...) og vona ég að bloggvinir mínir lesi á milli línanna áður en þeir skamma mig t.d. fyrir stóriðjudýrkun! Ég þakka honum samt kærlega fyrir að kalla mig ekki öllum illum nöfnum þótt hann hafi verið ósammála því sem hann hélt að ég væri að meina. Sumir detta í persónulegar og oft ljótar árásir á Netinu ef þeir eru ekki sammála skrifum einhvers, svona eins og til að reyna að þagga niður í viðkomandi hvað sem það kostar. Mér finnst slíkt vera í gangi á vef Akranesbæjar í þessu tilfelli og minnir mig óneitanlega á ofsareiðu Skagakonuna sem hatar ketti og tókst að hræða bæjarstjórnina okkar til hlýðni með offorsi í bréfum sínum sem einhver hafa birst opinberlega. Hún gerði alla kattaeigendur á Skaganum frávita úr reiði með orðalagi sínu. Ja, ef hún hefði eitthvað á móti t.d. Sementsverksmiðjunni væri löngu búið að rífa kvikindið (verksmiðjuna) og flytja í bútum upp í Grundartanga. Það á að virkja svona fólk í baráttu fyrir "réttum" málstað.
Megi dagurinn ykkar verða ótrúlega skemmtilegur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 669
- Frá upphafi: 1524363
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þessi kona er mögnuð. Ég gæti þurft að biðja hana um að vinna örlítið fyrir mig. Sími?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 09:22
Ertu að halda framhjá strætó með Ástu! Hver á þá að blogga um æsispenndi strætóferðir???
Vera Knútsdóttir, 26.8.2008 kl. 10:37
Og bakarar líka.....
Guðrún Vala Elísdóttir, 26.8.2008 kl. 10:57
Sko. Ekki tala illa um Þrastarunga og bakara.
Burt með Sementið. Helst austur.
Þröstur Unnar, 26.8.2008 kl. 14:04
Sagði ekki einhver að þeir sem væru vondir við ketti hefðu verið rottur í fyrra lífi.
Held að það eigi vel við hér.
Einar (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:53
Aldrei hefur mér nú tekist að misskilja þig, skil þig eiginlega allt of vel!
En já, kaupa bara hið eina og sanna RAPPORT í áskrift handa unga skóladrengnum og þá verður danskan ekki lengi að koma. Nú svo þegar hann er ekki píndur við að lesa textan góða í blaðinu, má hann alveg skoða myndirnar margar hverjar í blaðinu og "láta sig dreyma"!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 19:14
Skammastu þín frú, mér sýnist þú vera dottinn í sama pottinn og þeir sem þú ert að kvarta undan, þ.e. að rakka niður fólk á blogginu. Mér sýnist þú vera að gera það nákvæmlega sama við kattarkonuna sem vel að merkja er frábær kona með margar góðar hugmyndir. Og ég elska hana fyrir það að hafa gert ókunna ketti brottræka úr görðum bæjarins. Ég er hrifin af köttum og vildi gjarna eiga einn, en er með svo heiftarlegt ofnæmi fyrir þeim að um tíma gat ég ekki sest út í garðinn minn fyrir köttum sem höfðu gert stykkin sín í hann og breitt úr sér hér og þar. Núna sit ég sæl í mínum kattlausa garði:)
Anna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:30
Anna, þú hlýtur nú að sjá að þessi færsla er ekki skrifuð í fúlustu alvöru, þessi kona er eflaust ágæt þótt henni sé illa við ketti og kindur og þar greinir okkur á. Hún hefur fullan rétt á sinni skoðun en fór reyndar með miklu offorsi gegn köttum og kattaeigendum þegar almenn kurteisi hefði fengið fólk í lið með henni ... líka ábyrga kattaeigendur. Mér þykir gott að heyra að þú getir setið í garðinum þínum núna án þess að fá ofnæmi og held reyndar að þetta hafi orðið til þess að fækka villiköttum sem er bara af hinu góða.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.