6.9.2008 | 12:45
Tilhlökkun á Skaganum
Flóttakonurnar frá Palestínu/Írak koma aðfaranótt þriðjudagsins og ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur stuðningsfólkinu. Ætlum þó að gæta þess að kæfa þær ekki í gæsku. Þetta eru ágætlega menntaðar konur, sumar háskólagengnar, en áður en viðskiptabannið skall á í Írak 1991 var menntunarstigið í Bagdad með því betra í heiminum, skilst mér. Því hefur hrakað en er samt gott miðað við aðstæður. Eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli, en hann sýndi flóttafólki frá Palestínu góðvild, hafa aðstæður þess breyst mjög svo til hins verra og þeim er ekki vært lengur í Írak. Nágrannalöndin eru yfirfull af flóttamönnum og vilja ekki taka við fleirum þannig að nú úr vöndu er að ráða! Ég fékk að heyra um daginn að sumum þætti grunsamlegt hvers vegna enginn vildi þessa flóttamenn, hvað væri að þeim ... vona að þetta svari því aðeins.
Mæðurnar hlakka til að koma og eru mjög áhugasamar um Ísland, finnst líka frábært að koma á minni stað eins og Akranes. Áhugamál barnanna þeirra eru eins og annarra barna; fótbolti, sund, hjólreiðar, leikir ... og þau hafa líka mikinn áhuga á því að mennta sig. Held að sýn margra sjálfboðaliða hafi breyst eftir Rauða kross-fundina undanfarið. Þetta fólk er ekki svo ólíkt okkur en einhverjir hafa talað um að ómögulegt hljóti að vera fyrir það að geta aðlagast.
Samstarfskona mín hefur ferðast mikið um Miðausturlönd. Hún hitti eitt sinn flóttamann frá Palestínu í flóttamannabúðum í Sýrlandi, minnir mig. Honum fannst frábært að hitta manneskju frá Íslandi og spurði hana með samúð í röddinni: Er það virkilega rétt að Íslendingar eigi við mikið drykkjuvandamál að stríða? Konan hafði ógurlega gaman af þessu og fannst þetta í raun alveg einstakt.
Kíkti í íbúð minnar konu í gærkvöldi og það styttist óðum í að þetta verði mannsæmandi. Ég fann hvítar gardínur til að nota í beran baðgluggann og mamma hennar Ingu ætlar að laga þær aðeins svo hægt verði að koma þeim á stöngina. Komnir eru diskar, glös, hnífapör, panna og grunnurinn í eldhúsið og meira að segja notuð en fínasta tölva sem Verslunarskólinn gaf. Hvílíkur munur að koma úr viðbjóðslegum tjaldbúðum á gott heimili. Habitat gaf líka rúmteppi og fleira sem kemur á mánudaginn. Í bókabunkanum sem ég labbaði með yfir um daginn var reyndar engin Fyrsta orðabók barnsins, eins og ég hélt, hef líklega verið búin að gefa hana eða hún er enn vel falinn í bókakosti himnaríkis. Það hefði verið afar hentugt fyrir fjölskylduna að geta lært íslensku af henni og það auðveldar líka öll samskipti. Á sunnudaginn verða rúmin sett saman þótt okkur Ingu hafi tekist að skella löppunum undir rúm strákanna í gærkvöldi. Svo kemur þetta bara smátt og smátt, myndir á veggina, hillur í barnaherbergið og slíkt. Finnst ekki ólíklegt að flóttakonunum eigi þó eftir að finnast heimilin eins og flottustu hallir, svona miðað við fyrri aðstæður.
Þegar var verið að flytja dótið í íbúðirnar átta vantaði nokkrar hraustar hendur til þess. Pólsk kona sem er í verkefninu hringdi í fimm til sex landa sína sem komu allir hlaupandi og með þeirra hjálp tókst þetta og á stuttum tíma. Fólk er ótrúlega hjálpsamt. Ég verð þó að segja að ég dáist innilega að Rauða krossinum fyrir það hvernig hefur verið staðið að þessu verkefni, það hefur verið klikkað að gera undanfarna daga við að púsla hlutum saman en allt hefur gengið upp og án efa verður allt tilbúið þegar þessar elskur koma aðfaranótt þriðjudagsins. Krakkarnir mínir eru ekkert smá sætir ... við fengum að sjá myndir á síðasta fundi. Miðbarnið mitt verður sex ára daginn eftir komuna. Nú er ég orðin fimmtug og má því ammast svolítið fyrst sonurinn hefur ekki fjölgað mannkyninu, enda sagði ég alltaf við hann að ég væri of ung og óþroskuð til að verða amma. Núna síðustu vikurnar hefur mér fleygt fram, ótrúlegt hvað tölustafir geta áorkað miklu.
Jæja, þarf að fara að rjúka ... nú er klósettburstaafhending í íbúðirnar átta fram undan og eflaust sitthvað fleira. Þetta er bara gaman.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 218
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Frábært Gurrí. Ef ykkur vantar aðstoð með eitthvað þá er ég til í allt.
Hvernig var t.d með fötin sem "fólkið" á að fá? Var búið að þvo þau?
Fjandinn...... finnst ég alveg gagnslaus miðað við ykkur.
Þröstur Unnar, 6.9.2008 kl. 13:25
Þessi lestur er frábær, las fyrir húsbóndann og það lifnaði yfir honum. Frábært að lesa um dugnað og samhjálp mitt í öllum umhverfisleiðindum.
Ragnheiður , 6.9.2008 kl. 13:29
Takk elsku Gurrí fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Fyrir nú utan hvað mér finnst þið Skagamenn algjörlega frábærir í þessu máli.
Tek ofan fyrir ykkur og ég skil vel gleði þína að geta átt þátt í að gleðja fólk sem kemur úr þessum hrikalegu aðstæðum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2008 kl. 13:31
Þröstur, þú segir nokkuð! Ég tók reyndar með mér handklæðabunka sem ég ætla að skella í þvottavél og þurrkara seinna í dag ... tveir nýir umgangar eru af rúmfötum og alltaf leiðinlegt að þvo þau ekki áður en þeim er skellt á rúmið. Ég skal spyrja hana Önnu Láru á eftir hvort það yrði ekki vel þegið að fá vel þvegið ... Takk kærlega, snillingur.
Ég get örugglega ekki stillt mig um að blogga um þetta þannig að það koma eflaust fréttir áfram. Ég veit að verið er að gera upp gömul hjól til að geta gefið krökkunum og núna er verið að fínisera íbúðir úti um allan bæ. Sjálfboðaliðarnir urðu svo margir að við erum t.d. fimm aðilar um mína fjölskyldu. Knús á ykkur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.9.2008 kl. 13:41
Ok, hringdu bara 897-1955 ef þarf.
Þröstur Unnar, 6.9.2008 kl. 14:17
Ég á þónokkur handklæði sem eru bara í geymslu hjá mér (eftir búferlafluttninga), endilega láttu mig vita ef það vantar fleiri handklæði :-)
Vera Knútsdóttir, 6.9.2008 kl. 14:51
eru ekki ikea vörurnar sem ég sendi uppeftir flottar :)
Gunna-Polly, 6.9.2008 kl. 17:47
Gurri, hringdu í mig á mánudaginn, við gefum Stóru myndaorðabókina til fjölskyldunnar, hún ætti að koma að góðum notum.
Kveðja,
Sif
Sif hjá Forlaginu (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:11
Mikið er fólkið heppið að fá að flytja á Skagann, þar er greinilega fólk sem er annt um lítilmagnann og gerir allt sem hægt er til að auðvelda flóttafólkinu lífið Þið eigið heiður skilið fyrir að takak svona vel á móti þeim.
Gurrý þú skalt bara ammast eins mikið og þig langar, krakkaskottin eiga það örugglega inni
Jonna (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:38
Vera, það voru keypt ný handklæði og viskastykki á heimilin og tveir umgangar af rúmfötum á hvern aðila. Ég skal spyrja Önnu Láru hjá Rauða krossinum hvort vanti meira. Hitti hana á morgun.
IKEA-vörurnar úr Gunnubúð voru æðislegar, flottur kassinn sem kom, þetta verður mikil himnasæla að fá svona flottheit. Við komum tvær í IKEA á morgun að kaupa það allra síðasta, nokkrar ljósakrónur, ostaskera og slíkt.
Já, Jonna, ég ætla sko að ammast á fullu! Vinkonur mínar, sem eru orðnar ömmur, eru svo frábærar í þessu hlutverki, mjög góðar fyrirmyndir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:21
Já, og TAKKKK, Sif, ég þigg svo sannarlega Stóru myndaorðabókina,alveg frábært.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:22
Þetta er í einu orði sagt, frábært, núna get ég verið stoltur af því að vera Skagamaður
Valsól (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:27
Mikið er ég stoltur af mínu fólki á Skaga.
Gurrý, þú ert rétt manneskja á réttum stað.
Gangi ykkur sem bezt með þetta góða verkefni.
Einar Örn Einarsson, 6.9.2008 kl. 21:36
Elsku Gurrí mín. Ég er svo stolt af þér og ykkur öllum sem standa að þessu öllu.
Þið eruð stolt okkar íslendinga
Edda í Englandi (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:34
Þú ert ótrúlega dugleg, Gurrí mín, vá hvað ég er stolt að heyra dugnaðinn í þér, Rauða Krossinum, og öllum öðrum sem hafa staðið í að gera allt tilbúið. Mikið verður yndislegt fyrir mæðurnar og börnin að koma, og hafa heimili fyrir sig og fjölskyldur sínar, sérstaklega eftir allt sem þau hafa gengið í gegnum, þau eiga svo innilega skilið að fá frið og ró. Ég er stolt að vera vinkona þín, og stolt að vera Íslendingur, og vildi óska að ég væri heima til þess að hjálpa þér með hvað sem þig vantaði. Haltu áfram að vera þú, aldrei breytast, því þú ert yndislegust. Kossar og knús yfir hafið
Bertha Sigmundsdóttir, 7.9.2008 kl. 06:33
Frábært, en var þetta formleg athöfn Gurrí, þessi klósettburstaafhending. Kveðja á Skagann og gangi ykkur vel.
Haraldur Bjarnason, 7.9.2008 kl. 07:45
Hæ Gurrí, trufla þig ekki í sívaxandi annríki, fyrst mér tókst ekki að ræna þér með í skottúrinn upp í bústað um daginn (það koma fleiri ferðir) þá veit ég fyrir víst að þú ert vakin og sofin í þessu verkefni eins og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, ekki neitt slór eða rugl þar, stolt af þér og Skagamönnunum almennt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.9.2008 kl. 08:28
Edda Agnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 10:54
Þetta er hreint út sagt frábært Gurrí, þið standið ykkur eins og við Íslendingar viljum standa okkur.... Gott gengi áfram!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:55
Já endilega láttu mig vita. Ég veit að ein fjölskyldan verður að nýjum nágrönum mínum og ég hlakka svo innilega til að fá fjölskylduna sem nágrana. Aldrei að vita nema að maður lýti inn hjá þeim og bjóði þau velkomin. Mér finnst svo æðislegt að það sé staðið svona vel að þessu og ég er ótrúlega stolt af því að vera skagakona núna að það er ótrúlegt. Held að ég hafi aldrei verið svona stolt af því áður. Þú ert líka æði Gurrí að taka svona virkan þátt í þessu. Þessar konur og fjölskyldur þurfa einmitt hressa og skemmtilega konu með gott Pollýönnu viðhorf til staðar og þú ert alveg fullkomin í það. Knús á þig
Vera Knútsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:09
Elsku Gurrí mín....algerlega yndislegt að lesa um hvað þið eruð að gera frábærlega vel í að taka á móti þessum konum og börnum. Nú eru þau líklega einhversstaðar á leiðinni eða rétt að leggja af stað til þessara nýju heimkynna sem bíða þeirra á Akranesi. Mikið eiga þau gott að koma til ykkar....og þú verður bara frábærari og frábærari með aldrinum ..eins og það sé eitthvað hægt!!!
kærleiksknús til ykkar allra!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 20:16
Heyrðu hugsa að hún dótla mín mundi alveg vilja láta eitthvað af Leikföngum sem hún reyndar er hætt að nota til þessara barna ef það vantar sendu mér bara skilaboð og þá munum við týna eitthvað til alltaf not fyrir það
Brynja skordal, 7.9.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.