Föstudagurinn langi ...

Háholti kl. 18.30 í kvöldSvo mikið var að gera í dag þegar ég slökkti á tölvunni í Hálsaskógi voru aðeins fimm mínútur í brottför 17.45-strætó frá Mosó. Ekkert hlaupahjól í grennd og því klukkutíma bið eftir næsta vagni. Náði leið 15 hálftíma of snemma við Vesturlandsveginn og gerði mér enga grein fyrir því þá hversu tryllingslega mikil heppni það var. Horfði síðan ótrúlega beiskulaust á hlýjan og notalegan Skagastrætó sem beið neðar í Háholtinu (sjá mynd), alveg farþegalaus, Kiddi bílstjóri í pásu og ég í hlýjum sokkabuxum. Svo kom leið 15 korteri seinna og sniglaðist þunglamalega upp brekkuna. Út úr vagninum flæddi hópur barna, örugglega 50 stykki, ef ekki fleiri. Vagninn hafði verið troðfullur og um leið og fækkaði í honum sá ég nokkra saklausa farþega blása út og ná fyrri stærð. Vér Skagamenn þjöppuðum okkur saman í eina hrúgu á stoppistöðinni og einn í hópnum giskaði nöturlega á að þetta væri vafalaust skátahópur og við gætum gleymt því að dorma á heimleiðinni við undirleik fréttanna, þyrftum líklega að taka undir Kveikjum eld og Ging gang gúllí. Okkur til mikils léttis voru þetta fótboltabörn. Ekki reyndist vera pláss fyrir þau öll í rútunni (Skagastrætó) og voru óþekkustu börnin örugglega skilin eftir í Háholti því að þetta reyndust vera algjör englabörn, eða svona vel öguð. Restin af hópnum þurfti að bíða eftir næsta strætó þar sem svona stór hópur þarf að láta vita af sér í tíma til að hægt sé að gera ráðstafanir. Skagastrætó lýtur öðrum lögmálum en venjulegir strætóar, eitt sæti á mann og allir í beltum. Sat við hliðina á Dipu, badmintonþjálfara okkar Skagamanna, eiginmanni indversku vísindakonunnar, Shymali. Við vorum menningarleg á því á heimleiðinni, hann las Newsweek og ég fletti áhugaverðri kjarneðlisfræðibók.

PeningarVið heimkomu gat ég ekki stillt mig um að hringja í nokkra bankamenn í vinahópnum. Jú, jú, eitthvað meira en venjulega var um úttektir í dag en enn meira var um tilfærslur úr sjóðum yfir á reikninga. Það hlýtur samt að vera gósentíð fyrir innbrotsþjófa núna, meira fé en vanalega undir einhverjum koddum um helgina.

Ég heyrði í mömmu áðan sem sagðist ekki ætla að láta þennan múgæsing hafa áhrif á sig og skrilljarðarnir hennar eru grafkyrrir í Landsbankanum. Annars var símtalið ansi stutt, Ég fattaði ekki að maður hringir ekki í fólk þegar Útsvar er í gangi. Eina sem ég get gert núna er að vonast til þess að yfirdrátturinn minn týnist á einhvern undursamlegan hátt í öllum þessum látum. Plís, plís!

AskaAska í úlpuMikið var annars gaman að Útsvari og ég hefði rúllað upp Hringadróttinssöguspurningunum ... hmmm, nema þeirri síðustu. Of langt síðan ég las bækurnar. Það verður gaman að fylgjast með hinu nýja liði Skagamanna. Ásta er viss um að það fari alla leið, eða í fyrsta sætið. Ekki dettur mér í hug að efast um orð hennar. Hún bauð mér í gómsætt lasagna um daginn og þar smellti ég myndum af Ösku, voffanum hennar. Ösku í körfunni og Ösku í úlpunni. Aska á hlýrri úlpu en ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert krútt!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2008 kl. 08:14

2 identicon

Kjarneðlisfræði! Mig var farið að gruna að þér væruð stórvarasamar. Hvað er planið? Skreppa til Teheran, hm?

Guðmundur G. Hreiðarssom (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

uuu, nei, ég ætla sko ekki að fara að sprengja neitt, þetta var bara lymskuleg tilraun mín til bara láta bloggvinina vita hvað ég væri vel lesin og með fjölbreytt áhugamál. Á mánudaginn mun ég lesa ljóð Davíðs Stefánssonar í strætó, á þriðjudaginn fletti ég blöðum um arkitektúr osfrv. ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband