6.10.2008 | 08:37
Hvassviðri og bjartsýnir ferðafélagar
Ásta hringdi þegar ég var í miðjum klíðum við að búa til latte ... Ég verð fyrr á ferðinni og er að leggja af stað NÚNA, sagði hún með áhersluþunga, við förum efri leiðina til að geta kíkt á vindhviðuskiltið. Það er algjör óþarfi, sagði ég róandi, ég sá á Netinu að hviðurnar eru ekki nema 26-27 m/sek. Ég ætla samt að fara, sagði Ásta, sem trúir mér aldrei, og við sækjum fyrst Sigþóru (hina veðurhræddu sem hafði hringt skjálfandi í Ástu). Latte-inn var helmingi rýrari vegna tímabreytingar Ástu og aðeins hálfur skammtur á mann ... og ekkert handa Sigþóru. Ég var á nærbuxunum við kaffigerð þegar Ásta hringdi og gat rétt svo klárað að klæða mig inn á milli samskipta minna við espressóvélina. Hrökk nefnilega upp korteri í brottför.
Ég rétt gat stillt mig um að segja hæðnislega: Ég sagði þér það. þegar rauðu tölustafirnir staðfestu að það væru 27 m/sek á Kjalarnesi. Að vísu voru 37 m/sek undir Hafnarfjalli en við vorum ekkert á leiðinni þangað. Strætó mun ekki ganga, sagði hin bjartsýna Ásta með þunga og enn bjartsýnni Sigþóra, nýkomin af sólarströndu, tók undir það. Ég gat líka stillt mig um að horfa hlakkandi á þær þegar við mættum á Kjalarnesinu fyrsta strætó til Akraness og virtist Skúli vera algjörlega óhræddur undir stýri, samt er hann karlmaður. Ásta býr skammt frá Sementsverksmiðjunni og turnar þar gaula á einhvern viðbjóðslegan hátt í þessarri vindátt í hvassviðri og það heldur vöku fyrir hluta íbúa Suðurgötunnar og öllum á Mánabrautinni. Ásta var ansi hress og kát miðað við að hafa varla sofið dúr í nótt.
Bíllinn haggaðist varla þar sem vindhviðumælirinn er staðsettur, eða rétt fyrir beygjuna niður í Kollafjörð. Það tók aftur á móti ógurlega mikið í hann á svæðinu frá Hvalfjarðargöngum og að Grundahverfinu á Kjalarnesi. Ég skil ekki hvers vegna ekki er mælir þar. Þau óhöpp sem Skagastrætó hefur lent í eða næstum lent í, hafa einmitt átt sér stað þar! Kæra VEGAGERÐ, berð þú ábyrgð á þessu?
Ósköp voru fréttirnar minna spennandi í morgun en ég átti von á ... eftir öll þessi fundahöld. Bjóst við að Þingvellir yrðu seldir úr landi, kannski Gullfoss eða jafnvel Viðey! Lætin undanfarið hafa búið mann undir einhvern slíkan gjörning. Heyrði í Króa frá Spáni á Rás 2 rétt fyrir átta. Atvinnuleysi er 11,3% á Spáni og mikil bankakreppa í gangi, eins og hér heima ... samt er Spánn í Evrópusambandinu æðislega. Hmmmm, bindum við ekki of miklar vonir við að allt lagist ef við aðeins göngum í það ..?.. eins og þegar hjón ákveða að eignast barn til að laga hjónabandið! Það snýst eitthvað við í maganum á mér við tilhugsunina um að verða hluti af þessu rándýra batteríi. En hvað er ég að nöldra, þetta á að vera strætó- og boldblogg! Fór ekki í strætó í morgun og hef ekki boldað í nokkra daga. Það verður bætt úr því síðarnefnda núna seinnipartinn.
Vona að dagurinn ykkar verði gefandi og ... jafnvel rómantískur. Einnig æsispennandi og áhyggjulaus.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 48
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 1505977
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 553
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
úff, ég er fegin að þurfa ekki að keyra þarna um daglega, ég er nefnilega frekar veðurhrædd í stormi.
Sigríður Þórarinsdóttir, 6.10.2008 kl. 17:37
Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:11
Brynja skordal, 6.10.2008 kl. 23:27
Hæ krúttó! Hér í New Mexico hjá Nínu rignir yfir mig samúðarkveðjum og umhyggju þeirra sem halda að ég hljóti að vera í klessu yfir tíðindunum. Nei, nei, alls ekki, mamma og Ari bera sig vel og krakkarnir búnir að vera með mér á msn í fréttunum í dag. Skrýtið að vera í útlöndum þegar holskeflan ríður yfir. En ég fékk Obama límmiða í dag.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.10.2008 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.