8.10.2008 | 08:34
Algjör misskilningur ...
Þegar ég labbaði niður tröppurnar í morgun skömmu fyrir kl. 6.30 sá ég lögreglubíl dólandi skammt frá. Ókei, útgöngubann skollið á, hugsaði ég og reyndi að halda ró minni. Fréttirnar hafa verið svo sjokkerandi undanfarið að það hefði ekki komið mér á óvart. Svo kom Ásta keyrandi, sallaróleg og töff að vanda og löggan flúði, enda getur Ásta vissulega verið ógnandi þegar hún tekur sig til og það veit löggan. Þeir eru því miður ekki hræddir við mig, löggumennirnir. Þeir, eins og flestir, halda að ég sé miklu betri manneskja en ég er ... gjörsamlega óþolandi! Einu sinni gerði ég t.d. létt grín að bók sem kom út í kjölfar vinsælda Da Vinci-lykilsins ... Ég taldi upp persónur bókarinnar og hluta plottsins sem var bókstaflega eins og í Da Vinci-lyklinum. Ég endaði á því að skrifa: Að öðru leyti minnir þessi bók ekki á Da Vinci-lykilinn. Svo flissaði ég subbulega og ýtti á Vista og birta. Kommentin sem ég fékk á færsluna voru á þann veg að fólk ætlaði sannarlega að fá sér þessa bók og lesa, sem var bara fínt, þetta var fínasta bók, spennandi og alles þótt hún fetaði samviskusamlega í fótspor DV-lykilsins efnislega séð. En það fattaði enginn að ég var að reyna að vera pínku hæðin og andstyggileg. Algjör misskilningur.
Ég sagði Ástu á leiðinni að ég hefði keypt kreppumat í Einarsbúð í gær, pasta, hvítlauk, lauk og slíkt ódýrt og nú verði bara kolvetnasukk á heimilinu. Hún var í svipuðum þönkum og keypti pítubrauð, 4 í pakka á 200 kall, og það bragðaðist bara vel með einhvefju grænmeti í, auðvitað. Mig langaði að kaupa lifur en ég lærði einu sinni ansi góða uppskrift að lifrarbuffi ... sem er næstum eins og lummuuppskrift (mínus sykur), með hveiti, eggi, mjólk og svona, líka bakað eins og lummur og er bara hrikalega gott með kartöflumús (ekki úr pakka). Best að kaupa lifur fyrir helgina. Verst að eiga ekki hakkavél eða matvinnsluvél eða blender ... eða jamm, allt slíkt á HOLD fram fyrir kreppu.
Mikið er æðislegt að það verði tónleikar til styrktar litlu snúllunni henni Ellu Dís á mánudaginn kemur. Vikan var einmitt með viðtal við mömmu hennar í fyrra. Skrýtið ... að í skjáauglýsingum Stöðvar 2 segir þulurinn alltaf til styrktar Ellu DísAR Vona að þetta verði lagað!
Megi dagurinn ykkar verða sem allra bestur!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Eigðu góðan dag mín kæra ;)
Aprílrós, 8.10.2008 kl. 08:37
Ég held að ég viti hvaða bók þetta er sem er að öðru leyti ekki eins og Davinsílykillinn. Múha.
Þú ert dúlla og njóttu dagsins.
Áteggi blender vúman? Frussssssssssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 09:12
Sömuleiðis, elskur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:34
Já mín kæra, óskaplegar fréttir tröllríða okkur þessa dagana, hver vandræðin á fætur öðrum....arrrrg ! En það góða í þessu er að t.d. ég rifjaði upp gamla takta og tók slátur og hakkaði lambaþindar. Til gamans má geta að kg. af þeim kostar 176 kr. og ég tók 10 kg. og fékk í 10 máltíðar prýðis lambahakk. Við lumum á mjög góðri uppskrift af lifrarklöttum eða buffum ef þú villt prufa? Við steyktum í fötu um daginn og stungum henni bara í frystinn og munum týna úr henni reglulega í vetur. Það er góð tilfinning að hafa fulla kistu matar í búrinu, burtséð frá kreppunni !
Elín (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:36
Já, Elín, ég þigg alveg góða lifrarklatta-uppskrift. Mikið ertu DUGLEG!!!
Sömuleiðis, Helga.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2008 kl. 10:19
Ekki málið ég skelli henni í póst til þín ! Og takk, takk, er nú pínu ánægð með mig sko !
Elín (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:37
Dagurinn ágætur hérna hingað til mín Lagði, bullandi sól og blíða bara!
En þú ert ekki að tala um bókina sem Browne á að hafa notað (nú eða stolið hvernig sem menn vilja líta á það?) sem fyrirmynd og einhver málaferli hafa orðið eða eru fyrirhuguð út af!?
Eftir norðmanninn þarna ekki satt?
Magnús Geir Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 11:36
Það koma komið út svo margar bækur í þessum dúr, um fornleifafræðing og löggu sem rannsaka mál sem tengjast handritum, dulmáli og slíku og má kannski segja að allar séu þær í stíl við Indiana Jones. Ekki átti Ian Fleming einkarétt á njósnasögum þótt hann skrifaði um Bond. Þetta eru misjafnar bækur, sumar alveg þrælskemmtilegar reyndar. Veit ekkert um þessi réttarhöld, þú fylgist greinilega betur með en ég, Magnús.
Líst vel á það, Elín. Takkkkkkk
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2008 kl. 11:48
Heil og sæl Frú Gurrí, já blessuð lifrin er alltaf góð, með lauk og eplum mmmmmmm en það er eitt er ég sakna að geta ekki keypt og hef ekki fengið hér á landi í mörg ár, það er mintugel sem er allveg æðislegt með lifur og kartöflumús. Ertu búin að prufa grautinn sem ég sagði þér frá hér um daginn? þetta er rosalega góður grautur sem grunnur fyrir daginn.
kv siggi
siggi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:05
Skil þessa tilfinningu með útgöngubannið. Fékk ámóta fílingu í dag þegar ég var að keyra milli staða uppúr fjögur í dag og það var blaðamannafundur í útvarpinu og allt var hljótt í Síðumúlanum og Ármúlanum. Fáir bílar á ferli, allir að hlusta allstaðar. Mér fannst andartak að ég heyrði í loftvarnarflautum. En það var víst bara gemsi að hringja hjá einhverjum i útvarpinu ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.10.2008 kl. 22:17
SigrúnSveitó, 8.10.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.