12.10.2008 | 13:23
Treysti á Akraborgina
Þótt ég sé mikill kattavinur fannst mér ekkert sérlega huggulegt að vakna með afturenda Kubbs óþægilega nálægt andlitinu á mér í morgun. Svona notfæra gæludýrin sér veikleika manns, ég á ekki mann og er því varnarlaus gagnvart slíkum uppákomum, enda hef ég ekki Feng Shui-að herbergið mitt í svona ástarskyni. Rúmið mitt stendur t.d. upp við vegg en skilyrði til að ná sér í gæja er víst það að hægt sé að komast fram úr rúminu beggja megin. Svo eru ekki alveg eins lampar á báðum náttborðum hjá mér, bara eitt náttborð og einn lampi. Svo er mikilvægt að hafa ekkert drasl undir rúmi (tékk), tvær eins styttur í suðvesturhorni herbergisins (tékk), engan spegil sem maður sér sig í úr rúminu (tékk) og ekkert drasl (hmmm, allt of mikið af bókum en bækur eru svo sem ekki drasl).
Í gær var haldin skemmtileg hátíð til að bjóða palestínska flóttafólkið velkomið á Skagann. Við mættum með góðgæti og flestum datt greinilega í hug að koma með súkkulaðidæmi (jesssss) því nóg var af því (jessss). Konurnar dönsuðu við undirleik æðislegrar arabiskrar tónlistar og sýndu frábæra takta. Held ég endurskoði þessa reglu mína um að dansa bara við lagið Luftguitar.
Ég hef hreinlega ekkert gáfulegt til málanna að leggja í sambandi við kreppuástandið hjá þjóðinni/heiminum. Er að hlusta á elsku Silfur Egils, hef lesið ógrynnin öll af bloggfærslum fram á nætur, hlustað vandlega á fréttir og nú er ekkert annað að gera en að bíða eftir því að málin leysist eða ekki. Held í þá von að ég hafi verið berdreymin fyrir hálfum mánuði þegar mér fannst landið vera í rúst en við (Íslendingar?) skoppuðum um á skipi, sem minnti mjög á gömlu Akraborgina, og höfðum það af. Ég bloggaði strax um þennan draum og fannst verst hvað ég var búin að gleyma miklu úr honum en þennan sama morgun var Glitnir ríkisvæddur.
Skipbrot nýfrjálshyggjunnar, landflótti ungs fólks ef allir skrilljarðarnir lenda á okkur ... og fleira og fleira, heyrist í Silfrinu. Held að almenningur setji mikið traust á Jóhönnu Sigurðardóttur. Kannski er hún Akraborgin.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 695
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 595
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hæ Gleymmerei hér.
Æ kisinn, honum finnst bara notalegt að kúra, fundist hlýtt og notalegt. Knúsaðu hann frá mér og segðu honum að hann sé fínn kisi.
Kv frá Spáni Gleymmerei.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 12.10.2008 kl. 13:36
Gurrý þú er snillingur hehe... Jóhanna Sigurðar eins og Akraborgin, ég sem var svo hræðilega sjóveik, ælandi og spúandi stanslaust í hverri ferð.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 13:50
Jóhann er sú eina sem fólk treystir orðið. Allir hinir eru búnir að gera stórt upp á bak.
Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 15:55
Akraborgardaumurinn þinn virðist vera rétt túlkaður, ég hef alla vega góða trú á að við komumst af.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.10.2008 kl. 16:54
Í þessari ríkisstjórn er Jóhanna svo sannarlega Akraborgin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 16:56
Smávægileg athugasemd eða leiðrétting: Nauðsynlegt er að hægt sé að komast fram úr rúminu beggja megin ...
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:43
Takk, Hlynur, búin að breyta! Takk, hin líka fyrir gáfuleg og skemmtileg komment!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:48
;)
Aprílrós, 12.10.2008 kl. 18:49
Ég sakna Akraborgarinnar í víðtækri merkingu
Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 21:53
Ójá, sammála, sakna Akraborgarinnar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:43
Ekki hef ég farið eftir þessu Feng Shui-dæmi, þú ert bara að lýsa mínu fyrrverandi herbergi..rúmið klesst upp við vegg og eitt náttborð og einn lampi, fótagaflinn snéri í átt að hurðinni ( sem á að vera mjög slæmt) en rúmið var á sökkli svo ekkert drasl komst þar undir ekki nema að ryk og lóg flokkist undir það dæmi...hmmm...
og bókahilla bak við hurð full af bókum, en ég náði mér samt í karlmann..
ekki nema að ég hafi beytt einhverjum göldrum...
ég hef að vísu verið spurð hvort ég væri norn....
það hefur kannski verið galdurinn????
Knús á kisu ég á tvo sem eru gjarnir á þetta sama... sérstaklega prinsinn....prinsessan kann sig þó pínu.
En gangi þér vel að finna kk, hann kemur áður en þú veist af.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:59
Takk fyrir að gefa mér von í svartnættinu ... hehehehhe! Er reyndar virkilega sæl með að vera bara kattakerling með eitt náttborð.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:14
heil og sæl Frú Gurrí. Enn saknar maður boggunnar, það var svo notalegt að sjá hana sigla út og inn úr Reykjavíkurhöfn, það var svo notalegt að setajst niður úti á dekki og anda að sér sjávarloftinu.
'Eg tók þá ákvörðun um að horfa ekki á Siflur E, né opna fyrir fréttir í útvarpi né sjónvarpi, maður verður að fá hvíld frá þessu öllusaman ekki satt.
Við vorum hér 3jú á laugardagskvöld og spáðum í Medicine Cards, þú þekkir þau eftilvill? spilin er komu upp fyrir okkur pesónulega komu upp á hvolfi, en sögu margt gott, margt til að hugsa um. Síðan drógum við eitt spil fyrir þjóðina og uppkom Björnin, þar segir " The strength of Bear medicine is the power of introspetion. It lies in the west on the great medicine wheel of life. Bear seeks honey, or the sweetness of truth, within the hollow of an old tree. In the winter, when the Ice Queen reings and the face of death is upon the Earth, Bear enters the womb-cave to hibernate, to digest the year´s experience. it is said that our goals reside in the West also. To accomplish the goals and dreams that we carry, the art of intospection is necessary" sem sagt okkur er hollt að líta innávið og eins og Björnin að draga okkur til hlés, og ekki berja okkur á brjóst útávið í útrás, né hefja okkur uppá stall varðandi aðrar Þjóðir. Það er miklu meir sem þessi gamla Indjánaspeki segir en of langt mál hér, ef þú getur og hefur aðgang að þessum spilum, skoðaðu þau þá.
Kv siggi
Ps ertu farin að búa þér til grautinn?
siggi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:26
Játa mig lélega, Siggi, á ekki svona spil og hef ekki enn prófað grautinn. Sorrí. Sammála þessu með að hefja okkur ekki upp á svaka stall eða berja okkur á brjóst. Hættum þessu monti, við búum í fínu landi, ekki besta landi í heimi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 08:55
Gott að heyra frá þér aftur,saknaði þín um helgina
Jóhanna er flott,sá hana í mannamáli í gærkvöldi,mér finnst hún og Björgvin koma lang best frá þessu af ríkisstjórninni,ég held þau nái okkur út úr brimskaflinum
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 13.10.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.