Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bara bold og bjútífúl - kominn tími til

Það er sko löngu kominn tími á bold, þótt fyrr hefði verið, en nú er allt að verða vitlaust enn eina ferðina. Ég bið bold-aðdáendur velvirðingar á því að ég ferðast aðeins um nútíð, framtíð og jafnvel fortíð í þessari frábæru færslu. Ef þú rennir bendlinum yfir myndirnar sérðu nöfnin á fólkinu ...

Stefan�a, Eric og DonnaNútíð: Brooke fann staðgengil fyrir sig sem fyrirsætu í Brooke´s Bedroom-línunni, eða nýkomna systur sína Donnu, og þarf því ekki að kvelja húsbandið Nick með því að sitja fyrir nakin. Donna mátar sig í laumi við fyrirsætuhlutverkið og Ridge kemur á vettvang, hrósar henni en segist vera hættur að hanna þessa línu. Hann er dapur, hún fær áfall en hún heldur með honum og finnst að Brooke, systir hennar eigi að vera gift honum.

Systir Stefan�uFramtíð: Donna á síðar eftir að gera harða atlögu að ... Eric gamla, hvaða kona þráir ekki að verða frú Forrester? Samt eru synir Erics á lausu, Ridge og ekkillinn Thorne. Ég veit að systir Stefaníu mun gera allt sem hún getur til að losna við Donnu og koma í veg fyrir giftingu þeirra Erics, enda elskar Stefanía alltaf sinn gamla og góða og til hvers eru systur?

BrookeNickLFortíð: Fyrir þá sem ekkert vita um boldið þá var Brooke gift Eric (tvisvar) og eignaðist með honum Bridget og Rick. Brooke er núna gift tengdasyni sínum, fyrrum manni Bridgetar, en það er komið upp í vana hjá henni að stinga undan dótturinni, Brooke á Hope litlu einmitt með Deacon, fyrrum tengdasyni sínum.

taylorFramtíð: Af hinu barni Brooke, Rick, er það helst að segja að það fer að halda við Taylor, sem er líklega eldri en Brooke. Rick reynist Taylor mjög vel þegar hún missir forræðið yfir barni sínu vegna drykkju en samt átti hún í raun ekki þetta barn með Nick, úps, já, þau Nick voru saman eftir að hann hætti með Brooke, og ég er að tala um framtíðina. Bridget er orðin læknir og gerir þau afdrifaríku mistök að ruglast á eggjum móður sinnar, Brooke, og Taylors, þannig að Taylor gengur með og eignast barn erkióvinar síns og Nicks. Mjög ruglandi og ekkert skrýtið þótt hún marineri sig í vodka.

felicia_dante_og_bridgetNútíð: Dante er voða spældur þar sem Bridget hans er ekki ólétt samkvæmt óléttuprófi sem hún tók. Þegar Bridget segist vera ánægð og henni létt þá trompast Dante og segist hafa beðið þolinmóður eftir henni í rúmt ár, eða á meðan hún var gift Nick, núverandi stjúpföður sínum, og næstum eignast barn með honum. Sjálfur hafi hann næstum gifst Feliciu á biðtímanum. Nú rekur hann Bridget út, segist þurfa að hugsa. Næst sést hann skælandi í Feliciu, barnsmóður sinni og hálfsystur Bridgetar. Vonarglampi kviknar í augum Feliciu. Jamms, breytingar eru fram undan því ekkert ástarsamband fær að vera í friði fyrir handritshöfundunum og vegna leikarafæðar skiptist fólk bara á elskum.
„Ég er ekki að reyna við þig en þú veist hvaða áhrif þú hefur á mig,“ segir Donna við Ridge, „þú ert sætur og sexí ... osfrv.“ Þetta var greinilega það sem Ridge greyið þurfti ... og þau kyssast.

 


Mistök í skóbúð og býfuglar í heimsókn

Vinna vinna vinnaStundum þegar ég er í biluðu vinnustuði heima á þriðjudögum þá langar mig mest til að afpanta tímann í sjúkraþjálfun og halda áfram vinnunni. Sem betur fer hef ég aldrei fallið í þá freistni, það er nefnilega fínt að skera aðeins sundur daginn, ég sit mun meira við hér heima en í vinnunni, þar stendur maður þó upp annað slagið; sækja kaffi, sódavatn, fara í mat, sækja úr prentaranum og svona, en hér heima líða kannski klukkutímar á milli.

skechersÁkvað að fá mér holla og góða súpu á Skrúðgarðinum eftir sjúkró og hitti aðeins Ástu mína, sem ég sé örsjaldan. Gæti breyst með haustinu þegar hún fer að vinna aftur. „Sjáðu fínu, nýju skóna mína!“ sagði ég grobbin. „Nú verður gaman að fara í gönguferðir,“ bætti ég við enn grobbnari. „Keyptir þú þá hjá Nínu?“ spurði Ásta. Ég sagði svo vera og þá sagði Ásta: „Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þetta eru unglingaskór?“ „Votttt?“ argaði ég upp yfir mig, „loksins þegar ég dríf í að kaupa skó þá gleymi ég að biðja um kerlingaskó, hvað er að mér?“ Við erfðaprins eftir nokkur árÁsta reyndi að hughreysta mig og sagði að ég væri bara svona ung í anda. Ég veit að hún meinti óþroskuð en hún er allt of vel upp alin til að segja slíkt. Þegar ég klagaði í erfðaprinsinn þegar hann sótti mig varð hann sótrauður af bræði og sagði að þetta væru bara venjulegir svartir Skechers- íþróttaskór, meira að segja þrælflottir (sem sannar kannski orð Ástu). Hann passar sko upp á móður sína og er einstaklega langrækinn fyrir hennar hönd. Ásta á von á góðu þegar hún kemur næst í heimsókn ... Nei, djók, hann er ekki alveg svona slæmur og veit að ég var að grínast þegar ég klagaði Ástu. Maður er sko passaður hér í himnaríki. Ef birtist t.d. sölumaður stendur hann við hlið mér, grimmdarlegur á svip, og gætir þess að vonda fólkið plati mig ekki. Ég þarf alltaf að kasta bolta eða súkkulaðistykki inn í stofu til að losna við hann svo ég geti fengið kaupfíkn minni svalað.

Við EllýÁ leið í Skrúðgarðinn kallaði Ellý til mín en hún var að gera fínt á veröndinni hjá sér. Hún býr mitt á milli sjúkraþjálfunarinnar og Skrúðgarðsins. Ég kíkti eitt augnablik inn í húsið hennar, langt síðan ég hef komið, og það er geðveikislega, klikkaðislega flott. Hún kann listina við að búa til mikið úr litlu og getur t.d. látið hræódýra hluti úr Rúmfatalagernum líta út fyrir að hafa verið keyptir í Habitat ...

B�flugaBýfugladrottning sveimar fyrir utan himnaríki núna og reynir að komast inn svo að hún geti gert sér bú hérna og búið til milljón aðra býfugla. Mér finnst þessi kvikindi voða krúttleg ... í teiknimyndum. Erling skordýrafræðingur sagði mér einu sinni að ef ég vildi losna við sambýli með geitungum og býflugum ætti ég að búa við sjóinn. Nú, ég gerði það nokkrum árum síðar, flúði fokkings trén og blómin en allt kemur fyrir ekki. Fengu sumir skordýrafræðingar prófskírteini á kornflakespakka?

Beiskja dagsins var í boði frú Guðríðar ...


Hefnd erfðaprinsins, hlekkjalómar og mögulegt skúbb ...

Hundur og k�tturErfðaprinsinn náði fram góðum hefndum í dag. Hann kommentaði undir mínu nafni, alveg óvart, og gerði mér upp skoðanir sem ég hef sannarlega ekki, langt því frá. Ég fór á ákveðna bloggsíðu og fékk hjartslátt þegar ég sá hvað var þar undir mínu nafni. Erfðaprinsinn flýtti sér reyndar að leiðrétta þessi ósköp en við erum sannarlega ekki á sömu skoðun í öllum málum, því miður. Samt er aldrei rifist í himnaríki. Einu sinni hafði hann verið í tölvunni minni og var enn innskráður þegar ég kommentaði einhverjum krúttlegheitum inn á síðu Jennýjar Önnu ... á nafni hans. Staðan er því 1:1 og ég vona að fleiri mörk verði ekki skoruð. Prinsinn hafði leitað hælis inni í vinnuherberginu mínu í dag, tölvan hans í stofunni, þegar vinkona mín kom í heimsókn með hund í bandi. Það þurfti að bjarga Tomma þangað inn þótt hann langaði svo mikið til að skoða þennan meinlausa voffa sem dillaði skottinu ákaft, afar lítið ógnandi. Kubbur var í klessu með hjartslátt á bak við svarta sófann að vanda.

Sado masoHalldór frændi fann upp nýyrði yfir BDSM-fólk, hann kallar það HLEKKJAlóma, finnst það snilld. Hann talaði um fjálglega um hlekkjalóma í þætti þeirra Sverris Stormskers, Miðjunni, sl. miðvikudag á Útvarpi Sögu. Skemmtilegur þáttur!!!

Ég sá sadó-masó mynd einu sinni en það tilheyrði námskeiði sem ég var á í HÍ en það hét Ofbeldi og klám I. Skemmtilegt og áhugavert námskeið. Ég horfði því miður á aðra klámmynd áður en ég skrifaði ritgerðina, mynd sem ég hafði reddað mér á leigu í Bónusvídeói við Sólvallagötu, rauð í framan og vandræðaleg. Strákurinn í leigunni sá aumur á mér og fann voða meinlausa dónamynd þar sem allir skemmtu sér konunglega í rassaköstum sínum. Held að kennarinn hafi orðið hissa þegar ég komst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að ég sæi fátt sameiginlegt með klámi og ofbeldi ... ekki það að við ættum að finna það út, nei, allt var lagt upp úr sjálfstæðri hugsun. Var búin að sjá upphafið á sadó-masó myndinni og fannst hún svo hallærisleg, einhver ljótur maður sem sletti letilega svipu á bak ungrar stelpu ... og ég slökkti, nennti ekki að horfa. Svo ákvað ég, eingöngu af nýtni minni, að klára áður en ég skilaði henni til þess sem hafði lánað mér hana, og kræst, þvílíkur hryllingur. Stelpugreyið í henni var greinilega bara að vinna sér inn pening fyrir dópi og áður en ég slökkti var ég komin með tár í augun af samúð með henni. Hún var svo greinilega ekki masó ...

Ég dæmi ekki fólk sem fílar slíkt, það hefur alveg rétt á því, nema kannski það fólk sem neyðir annað fólk út í þetta, eins og sumir menn með hatt á höfði, svipu í annarri og biblíuna í hinni. Ég nefni engin nöfn en frétti að hann hefði verið barinn í gær. Svo frétti ég að einn ráðherrann okkar væri að skilja og fleira og fleira ... Stundum heyri ég ekkert í lengri tíma og svo fæ ég eintóm skúbb beint í æð.


Mæðradagur, pókerfés og elsku bestu sumarbúðirnar

PokerTil hamingju með mæðradaginn,“ sagði erfðaprinsinn og brosti sætt. „Hmrpr... hvar er gjöfin?“ svaraði ég beisk. Þegar erfðaprinsinn fékk að fara á námskeið í Heimspekiskólanum í fornöld lærði hann bæði að rífa kjaft á kurteislegan hátt og svara fyrir sig af lamandi lymsku. „Ég er að spara fyrir rándýrri afmælisgjöf handa þér, móðir góð,“ sagði hann með pókerfés á andlitinu. Og ég lamaðist af lymskunni, hehehehehe.

Talandi um pókerfés. Eitt kvöldið um helgi sat ég við tölvuna og beið eftir þætti á SkjáEinum sem ég ætlaði að horfa á undir svefninn, einhverja kærkomna endursýninguna á uppáhalds-einhverju. Í tækinu mallaði pókerþáttur og þótt sjónvarpið væri lágt stillt heyrði ég hvað var í gangi. Ég hló upphátt þegar annar þulurinn endurtók í sífellu að hann væri að fara út að borða með einum keppandanum og líka þegar keppendur settu upp enn meiri fýlusvip yfir því að einn þeirra, sem vann pottinn, lyfti annarri augnabrúninni í fögnuði sínum ... því að þessir gaurar hafa andstyggð á því þegar einhver hreykir sér yfir sigri. Þetta er jafnvel betra skemmtiefni en á annarri góðri sjónvarpsstöð. Dæmi: Erlendi predikarinn: „Jesus was a scapegoat.“ (blóraböggull). Íslenski þýðandinn: „Jesús var geit.“

Afm�lisbarnFlugdrekagerðTalandi um Jesú ... nú hefur allt verið vitlaust í bloggheimum yfir því að kennari fyrir austan neitaði að eyða dýrmætum kennslutíma í að dreifa bæklingi um kristilegar sumarbúðir. Hildu systur, sem rekur Sumarbúðirnar Ævintýraland, datt þetta einu sinni í hug og fékk leyfi til að senda bæklinga um sumarbúðirnar í skólana. Það skilaði sér ákaflega vel en nokkrir skólastjórar voru þó tregir til og neituðu þessu. Síðan hefur hún bara sent bæklingana með Íslandspósti og borgað fyrir ... og engan smápening. Mér finnst það rétt hjá henni, kennarar eiga ekki að vera í hlutverki bréfbera, hver kennslustund er mikilvæg. Þar fyrir utan fá kristilegar sumarbúðir (veit ekki með þessa fyrir austan) háa styrki frá bæði ríki og borg og einnig Inga Lára og nokkrir krakkarLeikritfjársterkum aðilum sem vilja styrkja barnastarf. Í fyrra fékk t.d. Vatnaskógur 50 milljónir í uppbyggingarstyrk. Vissulega er flott að styrkja barnastarf en mér hefur alltaf þótt ósanngjarnt að styrkja bara KFUM og skátana, þessa tvo af þremur stærstu sem eiga í samkeppni. Tek það fram að dúllurnar okkar í Vatnaskógi eru vinir okkar og það var mjög gaman að fá nokkra starfsmenn þaðan (í fríi) í heimsókn eitt árið. Þeir reyndu mikið að stela Sigurjónu matráðskonu og sundlauginni frá okkur ... og við reyndum að plata þá til að verða eftir og fara að vinna í Ævintýralandi, þeir voru svo yndislegir!!!  Eða þannig, allt í mestu vináttu. Frændi okkar Hildu var um tíma sumarbúðastjóri í Vatnaskógi og leitun er að vandaðri manni en honum.

MálverkasýningSigurjóna og vöfflur m súkkulaði og rjómaSkráning hefur verið mjög góð hjá Hildu minni og stutt í að fyllist. Sumarbúðirnar hennar eru óháðar í trúmálum og eina trúin sem boðið er upp á er að fá börnin til að trúa á sjálf sig í leik og starfi. Námskeiðin eru frábær; grímugerð, leiklist, myndlist, kvikmyndagerð, íþróttir, ævintýranámskeið og söngur/dans. Börnin semja handritin sjálf og skipa í hlutverk, t.d. í leiklist, grímugerð og kvikmyndagerð. Ég held samt að það sem hefur gert starfsemina svona farsæla sé frábært starfsfólk, sami grunnurinn ár eftir ár eftir ár. Sérstakir umsjónarmenn (fullorðnir) halda t.d. utan um c.a. 10 barna hóp hver og geta börnin leitað til hans/hennar allan tímann. Hann borðar t.d. með þeim morgunverð, heldur hádegisfund með þeim og les kvöldsögu fyrir þau. Í sumar koma aftur tveir gamlir umsjónarmenn sem hafa verið í læknisfræði í Ungverjalandi síðustu árin, það verður æðislegt að hitta þær aftur.

úlli í karaókíkeppninniMeiri v�fflurSvo er enginn sendur heim þótt hann fái ælupest (nema foreldrarnir heimti það), heldur fær viðkomandi að jafna sig og það tekur yfirleitt ekki nema hálfan dag. Einn fullorðinn á hver fimm börn er galdurinn, enda vill Barnaverndarstofa hafa það þannig. Þegar sumarbúðirnar voru á Hvanneyri veit ég að fólkið þar kveið fyrir að fá stóra barnahópa eins og engisprettufaraldur yfir svæðið en svo varð fólkið bara ekki vart við neitt. Börnin fá aldrei að valsa ein um, alltaf pössuð, meira að segja eru næturverðir allar nætur til að passa upp á krúttin. Það verður að vera mögnuð gæsla þegar um 100 börn eru samankomin og þótt þau væru miklu færri. 4 starfsmenn skemmtaSvo er gaman að segja frá því að börn með hegðunarerfiðleika hafa alltaf smollið inn í hópinn og skiptir ekki máli hvort er ofvirkni, einhverfa eða hvaðeina, og gengur alltaf rosalega vel með þau. Ég man eftir heyrnardaufum strák sem kom einu sinni og hann var svo glaður þegar hann gat tjáð sig við Þóru starfsmannastjóra og Heiðu umsjónarmann á táknmáli sem þær tala reiprennandi. Maturinn er líka hrikalega góður (ef maður er barn ... urrrr), ég var reyndar orðin ansi leið á grilluðum pylsum á laugardagskvöldum sl. sumar en krakkarnir alsælir.

ÆvintýraleikurSvo semur Hilda alltaf eitt leikrit á ári sem starfsfólkið leikur við mikinn fögnuð krakkanna en þótt það sé fyndið er alltaf mikið forvarnargildi í því. Einu sinni man ég eftir sálfræðingi sem sagði í sjónvarpinu að sama hversu vel börn væru vöruð við að fara aldrei með ókunnugu fólki ... þá þyrftu þau að geta sett sig inn í aðstæðurnar. Það var einmitt sýnt þegar maður, starfsmaður sjónvarpsþáttarins, sagði nokkrum börnum, sem höfðu verið vöruð við ókunnugum, að það væru sætir hvolpar í bílnum hjá honum ... og þau eltu öll. SundÉg sagði Hildu frá þessu og næsta leikrit fjallaði um þetta og voru börnin ótrúlega spennt þegar eitt barnið í leikritinu var næstum farið með hvolpamanninum, þau hrópuðu varnarorð og lifðu sig inn í þetta ... algjör snilld.

Úps, ég ætlaði ekki alveg að missa mig ... ég er bara svo hrifin af starfseminni þarna og allri uppbyggingu. Fer ekki ofan af því að þessar sumarbúðir séu með þeim bestu í heiminum. Þótt þær séu fjársveltar ... en ef allir sætu við sama borð og enginn fengi styrki þá ríkti meira réttlæti. (www.sumarbudir.is)


Að hafa rétt fyrir sér en samt svo rangt ...

SvefnHún var hálfbuguð fallega konan sem staulaðist rammskökk út úr himnaríki í morgun ... Búin að hnussa í tvær vikur yfir frænda sínum sem heimtaði að hún tæki náttúrulyfið melatónín* til reynslu. Og ég sem er svo hrædd við lyf. Frændinn, sem fer ekki ofan af því að frænkan sé að farast úr þunglyndi af því að hún gerir aldrei neitt skemmtilegt, bara lokar sig inni ... gerði þó ekki mikið úr meintu þunglyndi mínu í þetta skiptið, heldur sannfærði mig um að djúpur svefninn sem þetta veitti myndi verða til þess að ég hætti að fá í bakið. Ég leyfði góða frænda að gefa mér poka af melatónínpillum sem hann keypti í Ameríkunni og lofaði að taka þetta inn til reynslu í hálfan mánuð fyrst þetta væri algjörlega skaðlaust. Fyrstu tvær næturnar undir áhrifum dreymdi mig nokkuð mikið sem er sjaldgæft og þegar frændi frétti það þá gargaði hann sigri hrósandi: „Ég vissi það, ég vissi það!“ (að mig vantaði melatónín) ... en reyndar er ein aukaverkun sem ég hef ekki minnst á við hann, eða að ég vakna upp á hverri nóttu (sem ég geri aldrei) og er þá með einkennilega kvíðatilfinningu ... hætt að dreyma en bakið gott. 

Í morgunÍ gærkvöldi var kominn hálfur mánuður á þessum lyfjum ..., ég fór hrikalega seint að sofa, var grútsyfjuð og sofnaði fljótt. Ég hrökk ekkert upp í nótt ... en bakið var í klessu við vakn.

Held að ég sé búin að komast að því hvað er í gangi og frændi ekki jafnruglaður og ég hélt ... þetta er örugglega þunglynt bak! Þannig að frændi hefur haft rétt fyrir sér en samt svo rangt ... Ég hef aldrei átt erfitt með svefn og heldur aldrei verið þunglynd en greinilega hefur „grunnur“ nætursvefninn í nótt magnað upp bakverkina. Þorði ekki að taka íbúfen á fastandi maga en lagaðist helling í strætó á leiðinni, enda góð sæti í Gummabíl. Samt heimtar erfðaprinsinn að skutlast eftir mér í bæinn um miðjan dag, þessi elska. 

Í hádeginu verða grænmetisnúðlur eða lambakarrí í matinn ... vildi bara deila því með ykkur. Annað, íþróttaþáttaþýðandinn var ekki í strætó í morgun, enn einu sinni ... og ég þurfti að fara löngu leiðina því að kortið góða beið mín á skrifborðinu. Megi svo dagurinn ykkar vera tryllingslega, æðislega skemmtilegur.

* http://www.lyfja.is/HeilsaOgVellidan/Natturuvorur/Greinar/Melatonin/ 


Ónýtt mannorð ... konu á mínum aldri

S�� og heyrt„Ég sá mynd af þér í Séð og heyrt,“ sagði mamma í afmælinu í gær og horfði undarlega á mig. „Nú, var það?“ spurði dóttirin. „Ég vissi ekki að þú hefðir farið á klámráðstefnu!“ hélt hún áfram og þögn sló á mannskapinn. Þarna stal hún sannarlega athygli minni frá tvíburunum krúttlegu. Ég rifjaði hratt upp atburði síðustu 49 ára sem mögulega hefðu ratað í vinsælasta slúðurtímarit landsins og datt ýmislegt krassandi í hug ... en klámráðstefna? „Var þetta nýlegt blað?“ spurði ég. „Já, ég sá það á hárgreiðslustofunni í gær.“ Augu mömmu skutu gneistum, enda hafa börn hennar verið alin upp við mikla siðprýði „Sátum við nokkrar skvísur saman í sófa með ungan mann í fanginu?“ spurði ég. „Já, einmitt þarna á klámráðstefnunni,“ sagði mamma. Loks rann upp ljós fyrir mér. „Æ, þetta var lítil smáfrétt um að Haffi Haff væri farinn að vinna með okkur á Vikunni,“ útskýrði ég, „þetta hefur eflaust verið á sömu blaðsíðu og myndir frá einhverri klámráðstefnu.“ „Ahhh, mikið er ég fegin, hana fáðu þér aðra snittu,“ sagði mamma himinsæl með dótturtepruna sem lenti óvart á rangri síðu í Séð og heyrt og uppskar ónýtt mannorð í augum móðurinnar.

AugaEkki var raunum mínum alveg lokið. Í dag skrapp ég til læknis með gjörsamlega fáránlega lítilvægt erindi, eða bólgið auga, og þurfti að bíða nokkuð lengi eftir að komast að, enda mikið að gera. Ég skildi ekki hvers vegna fólkið á biðstofunni var svona gott við mig. Ung kona færði mér vatn, eldri maður með tárvot augu klappaði mér á bakið og stórhuggulegur maður faðmaði mig. Það var ekki fyrr en mér var litið á bókina sem ég hafði verið að lesa áfergjulega sem ég skildi hvað var í gangi. Hún heitir Áður en ég dey. Pólska konan, frábæri læknirinn minn skrifaði lyfseðil og sagði að það væri eitthvað svona augndæmi að ganga.

Svona litum við útFyrr í dag var krabbameinsskoðun í gangi á Skaganum og er þessa dagana. Hef aldrei áður upplifað svona stuð og fjör af þessu tilefni sem yfirleitt er kvíðvænlegt hjá flestum konum. Sú sem lét okkur fylla út spurningablað (aðgerðir, barneignir, uppáhaldsliturinn og svona) var frábærlega skemmtileg og hin konan við hlið mér sem fyllti út eyðublaðið var hrikalega fyndin. Við sátum síðan þrjár ókunnugar á biðstofunni í hryllilegustu múnderíngu sem til er, voru í síðu, nokkurs konar pilsi með teygju og átti að staðsetja mitti pilsins undir höndunum. Við vorum eins og beibíbleikir/eiturgrænir boltar í útliti. Hugsa að eiginkona sæta læknisins hafi hannað þetta ... Það vinnur einstakt fólk á spítalanum hérna á Akranesi, þótt það þekki ekkert allir alla þá er Mulningsv�l � hv�ld ...andrúmsloftið svo kósí og allt virðist vera gert til að láta fólki líða vel. Annað en í risastóru Reykjavíkinni sem mér þykir nú samt svo vænt um. Ég segi ekki að ég hlakki til að fara aftur eftir tvö ár ... en ég verð örugglega ekki jafnkvíðin og ég var í dag. Þegar ég var síðan í kremjaranum ... eða brjóstamulningsvélinni hugsaði ég illilega til frænda míns sem gaf Krabbameinsfélaginu andvirði einnar slíkrar vélar þegar hann seldi húsið sitt og minnkaði við sig húsnæði. Nei, nei, djók, þetta var flott hjá honum og annað, það er ekki nein martröð að fara í svona vél, tekur stuttan tíma og í þessi þrjú eða fjögur skipti sem ég hef farið hafa konurnar verið alveg frábærar. Og fyrst ég er orðin „kona á mínum aldri“ að mati Krabbameinsfélagsins þá þarf ég að fara í svona myndatöku annað hvert ár.

Hressar skvísurAf hverju getur Krabbameinsfélagið ekki sagt: Konur yfir fertugt eru hvattar til að fara í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ...í opnum póstkortum sínum til mín, í stað þess að kalla okkur Kona á þínum aldri? Þetta hefur pirrað mig síðan ég fékk fyrsta kortið, fertug að aldri, enda finnst mér Kona á mínum aldri, verða prúðbúin kona á áttræðis- eða níræðisaldri með hatt að drekka kaffi á kaffihúsi með skríkjandi vinkonum, ja, eða í sundi með litríka sundhettu. Þegar svona opið póstkort kom fyrst heim til vinkonu minnar bilaðist maðurinn hennar úr hlátri og sagði við hana: „Elskan, hér hafa orðið tímamót í lífi þínu, þú ert orðin Kona á þínum aldri.“ Auðvitað á maður ekki að láta svona smáatriði pirra sig, ég veit það vel ... en ég get ekki alltaf verið fullkomin!


Prestar í kröppum dansi

Eftir sjokkerandi tvo fréttatíma í röð ákvað ég að gefa sjónvarpinu frí í kvöld, kannski bjóða erfðaprinsinum út að borða og síðan á Bónusvídeó. Samskipti okkar mæðgina hafa of lengi einskorðast við kommentakerfi bloggsíðna okkar (fylgifiskur tækninnar) og nú verður gerð bragarbót á.

Til að gera ástkærum bloggvinum mínum laugardagskvöldið léttbærara skellti ég inn hressilegu vídjói þar sem prestar koma oftar en ekki við sögu. Góða skemmtun.


Heimkoma Hildu, fótboltavonbrigði og fullt af boldi

Hilda � sp�talanumMikið létti mér þegar ég heyrði í Hildu um hádegisbil, hún komin heim og ekki með heilahimnubólgu eins og læknar héldu á tímabili. Fyrsta sem ég spurði hana að var hvort hún hefði fengið ælupokann. Hún hló og sagði að það hefðu greinilega verið vaktaskipti um þetta leyti og einstaklega vel hefði verið hugsað um hana. Það tókst í fjórðu tilraun (hjá fjórða lækni) að ná úr henni mænuvökva en hún hefur fíngerðar æðar eins og ungbarn og þær liggja djúpt eins og sum ættarleyndarmál. Seinni svæfingarlæknirinn gat þetta í fyrstu tilraun, hún lét Hildu bara setjast upp. Þegar ég fór í aðgerð fyrir nokkrum árum kveið ég einna mest fyrir mænudeyfingunni sem var framkvæmd á skurðarborðinu. Ungur læknir sem ég viðraði þetta við hughreysti mig þótt ég væri með Chuck Norris-svip á andlitinu og sagði að í kæruleysispillunni væri ákveðið gleymskuefni. Það passaði, ég man bara eftir að hafa setið upprétt og hallað mér fram í fangið á elsku Kristínu skurðhjúkku og bara nokkrar sekúndur í stunguna. Síðan bara gleymska. Ég hef því einungis hálfrómantískar minningar úr skurðstofunni, vantaði bara kertaljósin. Hilda þarf að muna árangurslausar tilraunirnar og líka þá sem tókst en þar sem hún er töffari mun það ekki hafa varanleg áhrif á hana.

priceless80'sBoldið rúllar í sjónvarpinu og gamlar endurminningar um Sankti Dörlu eru rifjaðar upp. Mikið vona ég að eitís-tískan komi aldrei aftur. Fólk leit skelfilega út, þ.á m. Darla. Sem betur fer missti ég mig aldrei í herðapúðanotkun af því að þeir hafa alltaf klætt mig illa. Hárgreiðslan var kannski annað mál.

RonaldoErfðaprinsinn kom beiskur af barnum áðan, hafði verið að horfa á Manchester United-West Ham. Þegar staðan var orðin 3-0 lét hann sig hverfa, þó er hann gamall MU-aðdáandi. Svona hefur hann Sigþór mágur mikil áhrif á fjölskylduna að allir, ábyggilega mamma líka, halda óðir með West Ham. Annars á Heiðdís, tvíburamamman knáa, afmæli í dag og mamma á mánudaginn. Áfram West Ham. Held að bati Hildu hafi orðið svona skjótur af því að hún var búin að lofa mömmu að sækja tertu í bakarí í Mjóddinni á mánudaginn. Mikið vona ég að tertan verði ekki með hnetum.

ThorneThorne er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir lát Dörlu. Allt er enn í blöðrum og skreytingum eftir barnaafmælið. Hector kemur tárvotur heim til Taylor og segir henni að Darla sé dáin. Taylor rétt svo getur gargað og grátið fyrir vörunum sem flækjast óneitanlega svolítið fyrir henni með öllu þessu bótoxi. Ridge rýkur til Brooke og færir henni fréttirnar, fær þar kærkomið tækifæri til að sjá konuna sem hann elskar en hún ekki hann. Darla og ThorneTaylor stingur af og fer til Thorne sem var aleinn að horfa á afmælismyndband. Þegar þau standa í faðmlögum byrjar Darla allt í einu að tala úr sjónvarpstækinu. Hún hefur ákveðið, rétt fyrir dauða sinn, að segja eitthvað ótrúlega sætt við Thorne sinn inn á vídeó, eins og hún hafi fundið þetta á sér ... Hún játar að hafa týnt dematnseyrnalokki í heita pottinum. Segið svo að ríka fólkið hafi ekki áhyggjur líka. Aumingja Thorne missir sig algjörlega og kjarkur Taylor til að játa á sig að hafa ekið á Dörlu minnkar stöðugt. Hún segir samt stöðugt sorrí, sorrí, sorrí.

DonnaSystir Brooke, Donna, er komin til sögunnar og nú leikin af annarri leikkonu en í gamla daga þegar ég horfði ekki. Hún er svolítið gæruleg, ef ég á að vera alveg hreinskilin. „Hve oft sagðir þú mér eiginlega að Ridge væri örlög þín?“ spyr Donna sem skilur ekkert í því af hverju systir hennar er allt í einu gift Nick. Hún verður óþægilegur gestur á heimilinu. „Skiptir þú Ridge út fyrir hann,“ segir hún, ekki mjög hrifin af Nick. „Mann sem bannar þér að sitja fyrir nakin, aldrei myndi Ridge gera það.“


Aldeilis helgarbyrjun ...

Ljósin í strætóMeð því að hotta duglega í leigubílstjórann á leiðinni í Mosó náðist í skottið á 18.45 vagninum á Skagann, þeim síðasta fyrir kvöldáætlunina. Það hefði verið frekar fúlt að þurfa að bíða til 20.45 og missa af Reykjavík rústa Garðabæ í Útsvari. Datt ofan í bókina Áður en ég dey, eftir smápásu á henni, og tókst að lesa alla leiðina, líka í göngunum þar sem Heimir kveikti á kristalsljósakrónunni í loftinu. Hann er greinilega lítið fyrir rómantík í rörinu eins og hinir bílstjórarnir. Skömmu síðar gekk hlaðþjónn um með vagn og bauð farþegum skattfrjálsan varning. Ég nennti ekki að kaupa ilmvatn núna, enda örstutt í árlega árás geitunga og býflugna á saklausa Íslendinga og þá sérstaklega þá sem úða á sig blómailmi eða ganga í gulum bolum. Tala af hroðalegri reynslu. Sem betur fer er ég fljótari að hlaupa en þessi kvikindi.

�arna er h�n HildaÉg var ekki fyrr sest í leisígörl með kött í kjöltu, latte í annarri og styrjuhrogn úr frísvæði Hfg í hinni þegar síminn hringdi og mér var sagt að systir mín væri komin á spítala ... með slæma flensu; háan hita og höfuðkvalir. Kynþokki Hildu (eða kölduflogin) hafði þau áhrif á húsvitjunarlækninn að hann pantaði sjúkrabíl. Hrikalega fallegir og skemmtilegir menn komu og fluttu hana á Borgarspítalann. Þegar ég heyrði í henni voru komnar 20 mínútur síðan hún bað starfsmann um að rétta sér svona „kasta-upp-poka“ en án árangurs. Hún getur samt ekki gengið óstudd, eiginlega varla hreyft sig, svo hún þarf þjónustu, blessunin. Ef ég hefði vitað af þessu hefði ég tekið strætó upp á spítala í stað þess að fara heim en ég var líklega alveg að lenda við himnaríki þegar fallegu sjúkrabílakarlarnir fluttu hana á Borgó. Þessi flensa er víst ekkert gamanmál. Vinkona mín á í svona hryllingi og hefur verið fárveik heima í heila viku.

Lífríki við svaladyrnarKubbur, yngri köttur himnaríkis, liggur nokkuð oft við dyr nýju svalanna og starir á eitthvað spennandi á gólfinu sem við erfðaprins komum ekki auga á. Þetta gerir okkur svolítið skelfd og í kvöld datt mér í hug að þar sem allt er enn ófrágengið hafi skapast pínulítið lífríki, kannski þjóðfélag, milli parketts, veggs og röra, eitthvað sem „smiðurinn sem hvarf“ hefði átt að loka fyrir ári. Samt sést aldrei neitt kvikt hérna. Erfðaprinsinn fjarlægði Kubb, eins og lífríkið myndi hverfa í leiðinni, ég benti honum hæðnislega á það, en Kubbsan var komin á sinn stað eftir örskamma stund. Nema þetta sé húsdraugur með fullkomnunaráráttu sem þolir ekki ófrágengna veggi. Best að hringja í smiðinn, hann lofaði að ganga frá þessu fyrir afmælið mitt ... en gleymdi að segja hvaða ár.

Sj�nvarpEkki hef ég nógu gaman af sérstaklegafyrirkonur-þættinum Lipstick Jungle, hvað þá nýja spítalaþættinum á RÚV á miðvikudagskvöldum. Ég gef samt öllu séns, vinnu minnar vegna, er samt alls ekki sjónvarpssjúk. Skil ekki þessa andúð mína á þáttum sem eiga sérstaklega að höfða til mín.

Held mig bara við Simpsons, Hæðina, Önnu Pihl, Kiljuna, Monk, CSI, Boston Leagal, Silfur Egils og fréttir. Já, og American Dad, Ísland í dag, Kastljós og svo nýja Evróvisjónþáttinn sem hefst annað kvöld og lofar góðu ... og boldið of kors.


Rokkpælingar í morgunsárið

Á Kjalarnesi í morgunEndalaus deja vu-fílingur ríkti á leiðinni í vinnuna í morgun. Ásta undir stýri á drossíunni og við með flotta tónlist á hæsta, hita undir rassinum og í fínu morgunstuði. Ásta hefur verið frá vinnu í nokkra mánuði og því hef ég getað tætt meira en áður í strætóbílstjórunum í leiðinni ... múahahaha. Við hlustuðum á nokkur lög með Heiðu, kenndri við Idol.

Fyrsta platan sem ég eignaðistGaman að hlusta á Starlight (Trúbrot) í flutningi hennar og ljúga svo óvart að Ástu að Óðmenn hefðu upphaflega flutt Dimmar rósir, held að það hafi verið Tatarar. Ég er þremur árum eldri en Ásta en á Tatara-árunum  vorum við samt bara börn. Við erum af 78-kynslóðinni ... Slade, Uriah Heep og svona ... en Ásta fór einmitt á klikkaða tónleika með einum úr Uriah Heep á miðvikudaginn. Þar voru Dúndurfréttir, Eiríkur Hauksson og sjálfur Ken Hensley, mögulega sá sem kyssti mig á kinnina eftir tónleika Uriah Heep á Hótel Íslandi 1987 af því að ég tranaði mér ekkert fram eins og hinir ... sem fengu engan koss, múahahahaha. Við konur lærum með ýmsum hætti að halda kjafti og vera sætar. 

JetBlackJoe-wmAftur á móti vildi ég EKKI fara á tónleika Jet Black Joe með Sinfó og gospelkór þótt ég fengi borgað fyrir það. Maður á ekki að troða neinu „væli“ í rokkið og hvað þá rokki í sinfóníur ... mín skoðun. Hef reyndar einhverra hluta vegna alltaf hatað gospel ... en hrífst aftur á móti mjög af háklassískri og kirkjulegri kórtónlist, passíum, mótettum, madrigölum og slíku. Ásta starði á mig þegar ég tjáði henni þetta. Kannski fæ ég aldrei framar far með henni.

Þetta verður að öllum líkindum klikkaður dagur hér á bæ, blaðið í prentsmiðju og svona, gaman, gaman ... Megi dagurinn ykkar verða sérdeilis frábær!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1505939

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband