Færsluflokkur: Formúla 1
26.8.2007 | 12:07
Í netabolnum og til í allt ...
Hef alltaf jafngaman af því að sjá My Big Fat Greek Wedding sem var á dagskrá í gærkvöldi. Fyndin og ljúf. Seinnipartinn í gær sá ég Next með Nicholas Cage í hlutverki manns sem sá tvær mínútur fram í tímann og er fenginn til að aðstoða yfirvöld við að finna kjarnorkusprengju áður en hún springur. Hin besta mynd.
Morgunbaðið var æði og Tommi settist að sjálfsögðu á baðkersbrúnina og dáðist að tánum á mér eða þeim fádæmahetjuskap mínum að þora að leggjast ofan í svona rennblautt vatn ...
Nú er Formúlan að hefjast, hef reynt að fylgjast með henni í sumar en finn samt ekki fyrir sama geðveika spenningnum og fyrstu tvö árin eftir að ég fór að horfa. Held að reglubreytingar á tímabili hafi eitthvað með það að gera, t.d. þegar bannað var að skipta um dekk eitt árið.
Svo var líka spælandi þegar Montoya hætti en loksins þegar ég fann minn mann þá hætti hann allt of fljótt. Hamilton gengur mjög vel en ég ákvað strax í vor að halda með honum.
Vona að þetta verði spennandi kappakstur í dag. Er sest í leisígörl, kominn í netabolinn og verð með volgan bjór í annarri og fjarstýringuna í hinni, tilbúin að öskra ... sjúr.
22.7.2007 | 21:11
Þriðjungur af Potter, draugahræddur miðill og fleira ...
Búin með næstum 200 síður af Potter, bara 400 eftir, mikil spenna, verst að Monk og 4400 tefja helling. Það var bjartsýni að ætla að ljúka bókinni yfir helgina. Bjartur er farinn heim og nú er loksins opið út á svalir, Tomma og Kubbi til mikillar gleði. Þetta var eins og í Formúlunni ... hálfri mínútu eftir að kettirnir komust út á svalirnar fór að rigna! Í stað þess að skauta um allt komu þeir bara aftur inn, frekar spældir. Rosalega var þetta annars spennandi Formúla!
Sá auglýsingu í sjónvarpinu um að þátturinn Ghost Whisperer hefjist aftur á kellingasjónvarpsdaginn og verður á eftir Opruh og Riches. Medium var ágætur þáttur en GW ekkert spes. Mér fannst skrýtið að kona sem hefur séð dedd pípol alla sína tíð verði alltaf jafnhrædd í hvert skipti sem einhverjir draugar birtast henni. Kannski er það til að hún geti sett sexí hræðslustút á varirnar.
Fór ekkert austur í sumarbúðir um helgina en heyrði í Hildu áðan. Allt gengur mjög vel og einstaklega skemmtilegir og góðir krakkar núna (eins og alltaf). Strákur, sem hefur ekki komið áður í Ævintýraland, átti ekki orð yfir matinn. Vá, það er BARA góður matur hérna, svona matur sem börn vilja! sagði hann steinhissa eftir að hafa fengið pítsu, kjúkling, vöfflur með súkkulaði og rjóma og margt fleira. Ellý hefur verið að teikna GEGGJUÐ tattú á krakkana. (www.sumarbudir.is, 6. tímabil) Hlakka til að fara þangað um verslunarmannahelgina en þá verður unglingatímabilið, 12-14 ára. Strákarnir eru alltaf nokkuð færri en stelpurnar og fá svo mikla athygli frá stelpunum að þeir koma heim breyttir menn, öruggari með sig og montnari, eftir vikuna.
Hilda verður í fríi í viku, frá og með næsta þriðjudegi og vá, hvað við ætlum á Harry Potter-myndina! Ætla líka að reyna að draga hana á Die Hard IV.
Aldrei framar tíu tíma bíóferð, Akranes-Rvík-Akranes með strætó. Hef ekki enn tekið Da Vinci lykilinn í sátt síðan í fyrra þegar það tók okkur erfðaprinsinn næstum hálfan sólarhring að fara á hana.
Eru þetta ekki flott tattú?
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.7.2007 | 12:26
Sem beljur á svelli ...
Alltaf gaman að horfa á Formúluna í rigningu. Bílarnir minna á beljur á svelli. Mögnuð uppákoma, segir þulurinn. Keppnin stoppuð og beðið eftir sólinni.
Mér tókst ekki að lesa nema 10 blaðsíður í Potter í gærkvöldi og held jafnvel að ákvörðunin um að klára hana um helgina náist ekki. Ég sagði heldur ekki hvaða ár þessi helgi ætti að vera.
Mikið held ég að Bjartur í sumarbúðum verði glaður að komast heim og geta farið út. Tommi nennir ekki að leika við hann (frekar ofbeldisfullt þó) og Kubbur urrar bara ef hann horfir á hana. Hann reynir í sífellu að snapa fæting. Þori þó ekki að leyfa honum að fara út á svalir, vil ekki að hann príli upp á þak og renni alla leið niður.
22.7.2007 | 01:40
Potter lofar góðu ...
Þrátt fyrir ýmsar truflanir frá mannfólki, köttum og sjónvarpi hefur mér tekist að ljúka við fyrstu 70 blaðsíðurnar í nýju Harry Potter- bókinni. Spennan hefst óvenjusnemma, bara allt í einu rosaleg læti áður en ég vissi af. Enginn merkilegur hefur látið lífið enn, segi ekki meira.
Nú er það bara hátterí og halda síðan áfram að lesa fram eftir nóttu. Vakna svo í Formúluna, alltaf nauðsynlegt að sjá hana frá upphafi. Ætli Hamilton geti verið með vegna slyssins í tímatökunum? Get lesið Potter í auglýsingahléum Formúlunnar. Stefni að því að klára bókina í nótt og á morgun. Var búin að gleyma því hvað það er auðvelt að lesa Potter á ensku, enda er þetta auðvitað barnabók ...
20.7.2007 | 21:32
Sósuskortur, spennusögur og nýr, undarlegur útlitsgalli
Loksins komst ég í strætó í dag. Hafði rúman hálftíma til umráða eftir lendingu í Mosó og hvað gera konur þá? Nú auðvitað fara þær í KFC og kaupa Zinger-salat ... mér finnst það svo gott. Gat þó ekki torgað nema helmingnum þar sem bara einhver hryllingssósa var til út á salatið, Honey Mustard-uppáhaldssósan búin. Svona gerir maður ekki þreyttri og svangri Skagakonu.
Vonaði að Tommi væri á vaktinni en ég er alveg komin út úr vaktaplönum strætóbílstjóranna eftir allt þetta rand á einkabílum undanfarið. Tommi keyrir líklega um helgina. Kom of seint heim til að geta horft á boldið á Stöð 2 plús ... en það gerist hvort eð er allt svo löturhægt þar, líklega nægir að horfa á fimmtudaginn næsta til að ná auðveldlega þræði margra daga. Ekki séns að ég nenni að horfa á þættina endurtekna eftir hádegi á morgun. Þá er nefnilega tímataka í Formúlunni! Hver lendir á ráspól? Spenna, spenna!
Fyrir einhverjum vikum kom út kiljan Þrír dagar í október. Hún er eftir Fritz nokkurn Jörgensson. Sagan fór svolítið hægt af stað þannig að ég sat ekki stöðugt við hana ... fyrr en líða fór á, þá negldi ég hana á tveimur kvöldum og ætlaði ekki að tíma að gera hlé til að fara að sofa. Steingerður mælti líka með henni sem hvatti mig til dáða. Þetta er splunkunýr spennusagnahöfundur sem lofar góðu.
Nú er ég að lesa svona Da Vinci bók um starfsmann Rannsóknarréttarins sem er í leynilegum erindagjörðum til að hafa upp á Predikaranum. Sjálfur Leonardo Da Vinci er persóna í bókinni. Með rigningunni kom eirðin og stefnan er að gera skurk í lestri um helgina.
Hvað mynduð þið segja ef ég opinberaði það hér og nú að ég þjáðist af stórfelldum útlitsgalla? Hægri höndin á mér (og handleggurinn) er nokkuð brún, á meðan sú vinstri er bara ljósbrún, eiginlega ljósdrapplituð.
Til að enginn taki eftir þessu væri t.d. snjallt að hafa aðra höndina á sífelldri hreyfingu en það gæti þó hrætt fólk. Hvernig getur svona gerst? Sólin skín vissulega meira á þá hægri þegar ég sit við tölvuna heima í sólskini en ég hélt ekki að væri hægt að verða brúnn í gegnum glerrúðu og ekki hef ég haft hægri handlegginn út um bílgluggann hjá Ástu eða Birki ... Allir sem ég þekki eru jafnbrúnir, hvað er eiginlega í gangi? Næstu sólböð verða framin í langerma bol öðrum megin og stutterma hinum megin. Hver veit nema það verði nýtt trend.
9.7.2007 | 21:29
Ja, dýrt er það ...
Það kostar mig, M-12 áskrifandann, tæplega 2.800 krónur til viðbótar (við Stöð 2 og Sýn 1) að fá Sýn 2 og þar með Enska boltann. Aðrir borga yfir 4.000. Ég má ekki skipta; fá Sýn 2 og hætta með Sýn 1 af því að ég batt mig við Sýn 1 í ár, sagði sölumaður sem hringdi áðan. Fattaði ekki þá að árið er liðið og rúmlega það. Horfði a.m.k. á heimsmeistarakeppnina í fyrra og hóf áskriftina nokkru fyrr. Sagði honum að ég þyrfti að hugsa þetta vel og vandlega.
Ja, ég get ekki boðið þetta ódýrara, sagði hann.
Ykkur var nær að stela Formúlunni af RÚV, svaraði ég beisk. Við kvöddumst eiginlega með huglægum hnúum og hnefum en kurteislega þó.
Nú ganga hvort eð er allar auglýsingar út á að aðeins karlmenn horfi á Enska boltann (óléttu karlarnir) og ég get ekki verið svo ókvenleg að glápa á svona karlaefni þegar ég ætti bara að hunskast til að vera kvenleg einu sinni.
Já, ég er jafnvel að hugsa um að sleppa enska boltanum og segja Sýn 1 upp líka í mótmælaskyni ... er frekar fúl út í þetta allt saman. Gæti boðið erfðaprinsinum til Englands í vetur á West Ham-leik eða Manchester United fyrir sparnaðinn. Ætla samt að tékka betur á þessu skiptidæmi þar sem bindiárið er liðið.
8.7.2007 | 13:27
Afdrifarík gleymska og smá Evróvisjón-upprifjun
Uppgötvaði mér til mikils hryllings að ég yfirgaf brúðkaupið áður en brúðurin kastaði vendinum. Þarna held ég að ég hafi orðið af síðasta tækifæringu til að ganga út. Eftir rúman mánuð verð ég 49 ára og þjóðtrúin segir að verði kona (eða karl) ekki gengin út fyrir þann merkisviðburð geti hún allt eins gleymt því og gerst kattakerling í fullu starfi. Sungu Stuðmenn ekki svo eftirminnilega og réttilega: Hver vill elska 49 ára gamlan mann? Konur eru menn.
Allir eru að tala um Evróvisjón ... er það ekki? Rakst á skemmtilegt myndband úr keppninni sem haldin var 1967 en talningakerfið var afar frumstætt á þessum tíma ... mikið um mistök. Sandy Shaw sigraði þetta ár, eins og allir muna.
Tók einu sinni viðtal við merkilega konu sem heitir Kolbrún. Hún sagði m.a. frá því að hún dvaldi eitt sinn á sveitasetri í Englandi hjá vinafólki og þar var stödd engin önnur en Sandy Shaw í helgarheimsókn og notaði sveitakyrrðina til að kyrja. Kolbrún gerðist síðar búddisti. Þegar hún fór að vinna í öskunni eitt árið var mórallinn frekar slæmur hjá körlunum en á stuttum tíma lagaðist hann, hún sagðist hafa kyrjað fyrir því.
Hér er myndbandið frá Evróvisjón 1967: http://www.youtube.com/watch?v=oM0UtIH-Yik
P.s. Veit ekki hvað er að í dag ... horfi á Formúluna með öðru auganu og veit varla hver staðan er!!! Er það sólin sem eyðileggur barnslega gleði manns yfir jafnsjálfsögðu sunnudagshádegisáhorfi og Formúlan er?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 93
- Sl. sólarhring: 175
- Sl. viku: 660
- Frá upphafi: 1524291
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 564
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni