Ja, dýrt er það ...

West HamÞað kostar mig, M-12 áskrifandann, tæplega 2.800 krónur til viðbótar (við Stöð 2 og Sýn 1) að fá Sýn 2 og þar með Enska boltann. Aðrir borga yfir 4.000. Ég má ekki skipta; fá Sýn 2 og hætta með Sýn 1 af því að ég batt mig við Sýn 1 í ár, sagði sölumaður sem hringdi áðan. Fattaði ekki þá að árið er liðið og rúmlega það. Horfði a.m.k. á heimsmeistarakeppnina í fyrra og hóf áskriftina nokkru fyrr. Sagði honum að ég þyrfti að hugsa þetta vel og vandlega.
„Ja, ég get ekki boðið þetta ódýrara,“ sagði hann.
„Ykkur var nær að stela Formúlunni af RÚV,“ svaraði ég beisk. Við kvöddumst eiginlega með huglægum hnúum og hnefum en kurteislega þó.  

Óléttur karlNú ganga hvort eð er allar auglýsingar út á að aðeins karlmenn horfi á Enska boltann (óléttu karlarnir) og ég get ekki verið svo ókvenleg að glápa á svona karlaefni þegar ég ætti bara að hunskast til að vera kvenleg einu sinni.

Já, ég er jafnvel að hugsa um að sleppa enska boltanum og segja Sýn 1 upp líka í mótmælaskyni ... er frekar fúl út í þetta allt saman. Gæti boðið erfðaprinsinum til Englands í vetur á West Ham-leik eða Manchester United fyrir sparnaðinn. Ætla samt að tékka betur á þessu skiptidæmi þar sem bindiárið er liðið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þekki fleiri konur sem eru í persónulegu stríði við sýn....

ég er ekki búin að jafna mig enn á að geta ekki farið til þeirra og horft á boltann!

Svei sei

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Í eðli þínu ertu alltaf virkilega kvenleg, Gurrí..(með sínu lagi) ......

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehheeh, já, ég er óttaleg dama inn við beinið ... en elska samt fótbolta!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já þetta er erfitt ef maður er með prinsa á heimilinu, það er mín reynsla.

Edda Agnarsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jesus  mér var boðinn enski boltinn ,OMG  og er með stóra pakkann á stöð 2 ég sagði já hvað skildi þetta kosta.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.7.2007 kl. 22:16

6 identicon

Kvitt og kveðja frá Essex  ég er ekki viss um að það verðir bara huglægir hnefar ef ég þarf að borga aukalega fyrir enska boltann. Þeir sem eru með allar þessar stöðvar á vegum 365 eiga náttúrulega að fá einhver kjör - það sem er í gangi er bara rip-off! Annars allt gott - knús til þín og Tomma  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hugsa, Katla, að það kosti þig 2.800 kr., varla meira. Prinsarnir á heimilinu ... well, það er bara Tommi ... Kubbur er læða. Kyssti Tomma frá þér, Anna, og Kubbur varð fúl. Annað hvort kyssir maður báða kettina eða hvorugan. Ekki áttir þú við siðsama strætóbílstjórann sem ætlar að hefja fyrirsætuferil á fimmtudaginn (þegar Séð og heyrt kemur út)? Tommi er ári yngri en ég ... og ég lít ekki við börnum! Sorrí, Magga og Anna ... Knús til Essex!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jahá,  Ég svaraði í símann, en spurt var um eiginmanninn.  þeir voru að bjóða áskrift á Sýn plús á sérstökum vildarkjörum þar sem við erum M12 áskrifendur. Maðurinn minn elskulegur bað þá vinsamlegast um að hringja kvöldið eftir þar sem hann þyrfti að ræða þetta við kallinn í sambandinu (sem er ég)

Ég er búin að leysa þetta mál.  Sagði upp stöð 2 og Sýn, ætla mér að kaupa nokkar valda leiki (Liverpool) i gegnum tölvuna.  Það verður verðugt rannsóknarefni hvernig karlinn minn mun eyða tímanum sem annars hefði farið í að sjá alla leikina í ensku úrvalsdeildinni. Mun láta ykkur vita.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.7.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að venju, eina manneskjan með viti í þessu samfélagi þarna (bara verður að segjast) og læt mér ekki detta í hug að vera áskrifandi að lámenningu hinna 365 fjölmiðla (hm...).  Er í staðinn hangandi, ferköntuð í framan lesandi blogg hverja lausa stund. 

Þessi pakki er dýr Gurrí, farðu heldur með prinsinn á læf fótboltaleik. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:30

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ég meina "samfélagi HÉRNA"

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:31

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hlakka til að fylgjast með, Ingibjörg

Sko, Jenný! Það er margt alveg ágætt á Stöð 2 ... og auðvitað ætti ég að vera með afslátt þar sem ég skrifa reglulega um efni stöðvarinnar ... held að fyrirtækið mitt greiði þetta nú eitthvað niður. Ég spyr bara yfirmenn mína hvort þeir vilji hafa mig glaða og káta í vinnunni, hoppandi af fjöri ... ef þeir borgi algjörlega fyrir Enska boltann. Hugsa að þau flissi bara. Íhuga mjög alvarlega að bjóða strákkrúttinu mínu til Englands á leik. Hann hefur lengi langað og er löngu kominn yfir það að hallærislegt sé að vera með "mömmusín". 

Guðríður Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:36

12 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þetta batterí 365 miðlar er eitthvað ósvífnasta sjálftökulið sem um getur.  Nú eru þeir búnir að stela öllu almennilegu íþróttaefni af hinum stöðvunum og telja sig þá geta hvað sem er.

Bless, ég ætla að kaupa mér gerfihnattamóttakara.  Læt ekki bjóða mér svona. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 9.7.2007 kl. 23:30

13 Smámynd: Bragi Einarsson

Fatta ekki þetta með ólétta kalla og fótbolta, hélt fyrst að nú væri tími fyrir kallana að taka sér fæðingarorlof, hahaha! En fótboltagenið í mér er fyrir neðan fostmark og ég er blessunarlega laus við þessa vitleysu. Fólkið hér heima fullyrðir að ég þekki ekki mun á fótbolta og bleikju  

Bragi Einarsson, 10.7.2007 kl. 00:06

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Baggalútur leysti þetta í morgun (endurtekinn laugardagsþáttur óvart): Omega hefur óvænt tryggt sér enska boltann ;-) - vonum að fréttastofa Baggalúts sé áreiðanleg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.7.2007 kl. 01:49

15 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég segi líka að þú skulir taka stráksa á alvöru leik, en ekki samt ManUdt leik. Þeir eru ríkir leiðindapúkar og það halda alltof margir með þeim nú þegar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.7.2007 kl. 17:03

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æjá, svona er lífið, alltaf þetta eilífa basl um að velja og hafna!

En Kristín M. þú ert æði, komdu hingað svo ég geti kysst þig fyrir þessa frábæru og gáfulegu athugasend!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2007 kl. 17:43

17 Smámynd: svarta

Sko ég mundi ekki treysta á að West Ham tolli uppi í deildinni. Við Sheffield menn erum búnir að áfrýja og ætlum okkur upp aftur áður en tímabilið hefst.

svarta, 10.7.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 96
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 2338
  • Frá upphafi: 1456634

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1950
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband