Færsluflokkur: Dægurmál

Má ekki bregða mér frá ...

SMEJa, hérna ... Maður má ekki liggja heima í hálsbólgu og ófærð þá verður allt vitlaust í vinnunni og það ekki í fyrsta sinn. Það verður gaman að fá SME í salinn, ef Mannlíf heldur áfram að vera á sama stað, í tíu skrefa fjarlægð frá Vikunni. Við Sigurjón unnum saman á DV í gamla daga og mér hefur alltaf líkað vel við hann. Ég á eftir að sakna Heiðdísar Lilju, enda frábær vinnufélagi. Ásta sem tekur við Nýju lífi af henni, ásamt Ingibjörgu Dögg, var lengi á Vikunni og á án efa eftir að gera góða hluti. Feðgarnir Jón Trausti og Reynir verða fínir saman hjá DV en svakalega þarf að passa sig á honum Reyni ... Linda P og ReynirÍ matsalnum í gær sat ég nálægt honum og einhver við borðið spurði hvernig Skagaliðinu hefði gengið í Útsvari fyrir tveimur vikum. Ég sagði honum að við hefðum "malað" Hafnfirðinga ... með fjórum stigum ... hmmmm. Næsti keppinautur væri Ísafjörður þar sem eintómir doktorar og snillingar væru innanborðs, arggg. Sagði líka að bloggvinkona mín, Ragnhildur Sverrisdóttir úr Ísafjarðarliðinu, hefði lymskulega reynt að róa mig með því að kalla mig Vestfjarðaskelfinn. Bætti því við að ég léti ekki blekkjast af slíku. Reynir glotti og sagði blaðamanni DV, sem sat þarna líka, að setja þetta í Sandkorn. Þrátt fyrir áköf mótmæli mín frétti ég að þetta hefði verið birt ... og ég m.a. kölluð doktor í Oliver Twist. Mikið á ég eftir að sitja þegjandi nálægt Reyni framvegis, þótt það verði erfitt. Honum tókst líka að ná öðru og öllu meiri frétt upp úr okkur Vikugellum um að Geiri í Goldfinger hefði boðið okkur í afmælispartí Goldfingers í kvöld, í miðjum réttarhöldunum gegn Vikunni. Sjá bls. 2 í helgarblaði DV.

Tvíburaturnarnir þegar allt lék í lyndiÞetta með að stórviðburðir gerist alltaf ef ég bregð mér af bæ eru engar ýkjur. Í þriggja mánaða fríinu mínu í fyrra (blaðamenn fá aukalega tvo mánuði á launum, þrjá með sumarfríinu, á sjö ára fresti til að byggja sig upp andlega ... og bæta við sig þekkingu) þá urðu framkvæmdastjóraskipti hjá Fróða og sitt af hverju í þessa átt hefur gerst nokkrum sinnum, ég man alla vega eftir SMS-i frá Steingerði sem bannaði mér að vera frá vinnu framar, það yrði alltaf allt vitlaust á meðan. Held að þetta nýjasta hafi endanlega sannað það.

Til að bloggvinir mínir skilji almennilega hvað það skiptir miklu máli fyrir alheimssamfélagið að ég sé í vinnunni bendi ég á þá nöturlegu staðreynd að ég var í fríi þann 11. september 2001 ... og stödd í sjoppu í Borgarnesi þegar fyrri turninn féll! 


mbl.is Sigurjón til Mannlífs og Jón Reynir til DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Díana og Kalli frestuðu sínu ...

 Eilíf hamingja... um heilt ár, næstum upp á dag. Ég giftist manninum sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn laugardaginn 26. júlí 1980. Komst að því seinna að það hafði þau áhrif að bresku hefðardúllurnar treystu sér ekki til að ganga í hjónaband fyrr en ári síðar, eða laugardaginn 29. júlí 1981. Laugardagar til lukku, my ass!

Það dugði ekkert minna ...Einn hirðmanna minna í helvíti, gamla heimilinu mínu, var á undan breska liðinu og sendi svohljóðandi bréf til London: „Brúðkaupin myndu skyggja hvort á annað auk þess sem dagskrá hirðanna er svo þétt að það væri hreint ómögulegt að koma tveimur brúðkaupum fyrir á henni.” Þannig að Kalli og Díana urðu að fresta sínu.

Ég hef ekki viljað opinbera þetta fyrr og svo var ég líka eiginlega alveg búin að gleyma þessu þar til Viktoría fór að væla þetta yfir Jóakim. Þeim var nær, þau hefðu bara átt að giftast hvort öðru og málið dautt. Sannleikurinn er sá að þegar svona virðulegt fólk gengur í hjónaband, jafnvel bara trúlofar sig, þá þurfa gjafirnar að vera svo dýrar að þjóðhöfðingjar meika ekki að kaupa tvær sama árið. Þannig að árið 1980 fengum við fyrrverandi tvo kristalsvasa, þríarma kertastjaka (sem mamma fékk í skiptum fyrir gamlan mjólkurbrúsa), ofnpott, stálfat, kökudisk og fleira flott. Næsta ár fengu Kalli og Díana svipaðar gjafir, enda brúðkaupsgestir búnir að jafna sig eftir örlætið árinu áður.

Jamm, ætti ég kannski að fara að sofa? Held það bara. 


mbl.is Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr matsal ráðhússins

kvoldmaltidÞessi mynd gengur sem eldur í sinu á Netinu í þessum töluðum orðum, vildi leyfa ykkur, sem ekki eruð með tölvupóst ... (djók) að njóta líka.

 


Einkamál ...

AkureyriStórgáfað, rétt rúmlega fertugt (49) glæsikvendi óskar eftir að kynnast manni á sjötugsaldri sem nýlega hefur komist yfir mikla peninga. Búseta úti á landi engin fyrirstaða.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst!


Kjaftfori Breiðholtshatarinn ...

„Þú ert ömurleg manneskja, dáin að innan og hefur ekkert að segja ... en þú stelur ansi skemmtilegum myndum á bloggið þitt,“ sagði vinur minn góðlátlega við mig í síma áðan. Þetta er eitt mesta hrós sem ég hef fengið frá honum. Yfirleitt kallar hann mig herfu sem er skárra en belja, sem kom líka til greina. Ég gaf honum góðfúslegt leyfi til að kalla mig herfu, enda er ég ekki herfa svo að það skiptir engu máli.

BreiðholtMamma þoldi hann ekki við fyrstu kynni en þau hittust heima hjá mér. Hún hefur örugglega fundið á sér að hann væri Breiðholtshatari. Hann var svo indæll að skutla henni heim þennan dag og þegar við ókum Vesturbergið áleiðis að Asparfelli sagði hann eins og þaulvanur leiðsögumaður: „Á vinstri hönd má sjá að verið er að stela veskinu af gamalli konu og hérna á hægri hönd er sjoppurán í gangi!“ Ég emjaði og orgaði en mömmu var ekki jafnskemmt, hún kreisti upp úr sér þvinguðan uppgerðarhlátur en svo bætti kvikindið við: „Bryndís, er þér sama þótt ég fleygi þér út á ferð? Ég vil ekki að hjólkoppunum verði stolið!“

Eftir að nafna mömmu, Schram, skrifaði fyrir löngu grein í blað þar sem hún fór fjandsamlegum orðum um Breiðholt, að mati mömmu, hefur mamma haldið uppi heiðri hverfisins með kjafti og klóm. Hún hefur m.a. bent réttilega á að mun fleiri rán og önnur ofbeldisverk væru framin í miðbænum og Vesturbænum en í Breiðholtinu.

Vinur minn hefur stillt sig um að segja Breiðholtsbrandara í viðurvist hennar eftir að ég skammaði hann fyrir það. En oft þegar ég hlæ hjartanlega að móðgunum hans vill hann meina að það sé þvingaður uppgerðarhlátur eins og heyrðist úr aftursæti bíls hans fyrir 11 árum.

Æ, ég elska hann samt.   


Vangaveltur úr vélasalnum ...

KókosbollukappátHvers vegna hefur engum dottið í hug að finna upp hljóðlausa borvél?“ spurði yfirmaður minn og dæsti.

Núna akkúrat standa yfir háværar breytingar í salnum hér í verksmiðjunni og mér sýnist að búa eigi til millivegg til að við stelpurnar í kókosbolludeildinni þurfum ekki lengur að klofa yfir strákana í súkkulaðibuffinu á leið okkar í mat og kaffi. Jamm. Meðfylgjandi mynd, sem er stolin af vefnum hennar Hildu systur, www.sumarbudir.is sýnir einmitt krakkakrútt sem stóð sig svona líka vel í kókosbolluboðhlaupinu.

Það styttist óðum í heimferð, Inga er á leiðinni og saman ætlum við upp á Skaga með smáviðkomu hinum megin á landinu, eða í Kaffitári Bankastræti! Ætla að reyna að lenda í æsilegum ævintýrum á leiðinni.


Samsærið gegn Moggabloggurum ... og álitsgjafarnir sjö

BloggariFínar athugasemdir hafa komið við síðustu færslu um eineltið gegn Moggabloggurum, takk fyrir þær. Það fer vissulega í taugarnar á mörgum þegar fólk tengir við frétt hér á Moggabloggi og hefur engu við hana að bæta nema „fyndinni“ setningu á borð við: „Vá, maður!“Þau blogg gera verið verulega vond ... Fréttabloggarar eru þó ekki jafnfjölmennir og óvinurinn vill láta vera. Fjöldinn allur af frábærum og vel skrifandi bloggurum er hérna, leitið og þér munuð finna. Hvernig geta líka álit sjö persóna verið marktækt?

Á vonda lista Mannlífs eru Moggabloggarar í miklum meirihluta en enginn Moggabloggari kemst á góða listann. Hmmmm! Held að það sé bara heiður. Það er orðið grunsamlegt hvað Moggabloggið fer fyrir brjóstið á sumum, kannski af því að það er svo vinsælt. Ég kaus það sem eigið bloggumhverfi vegna þess að það er svo notendavænt og tölvubjánar á borð við mig geta sett inn myndir þar. Vélstýran hvatti mig líka óspart til að færa mig af blogcentral.is og ég sé ekki eftir því. (Það hefði þurft kjarneðlisfræðingsmenntun til að skella inn mynd.) Margt sem nýtur almannahylli fer fyrir brjósið á þeim sem þykjast vita best. Bókin Á hverfanda hveli naut t.d. svo mikilla vinsælda hjá almenningi að hún hlaut litla sem enga náð fyrir augum gagnrýnenda fyrir vikið, heyrði ég einhvers staðar.

Álitsgjafar Mannlífs voru: Andrés Jónsson framkvæmdastjóri, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur, Bolli Thoroddsen verkfræðinemi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksamb. Ísl., Helga Vala Helgadóttir lögfræðinemi.  

Ég var einn fjölmargra álitsgjafa fyrir Fréttablaðið á dögunum (þegar Hnakkus lenti í öðru sætinu) og sendi að sjálfsögðu vel ígrunduð, greindarleg, vel skrifuð, fyndin en kurteisleg komment með kjöri mínu á besta og versta bloggaranum. Þau voru auðvitað ekki birt, heldur bara þau sem sjokkera en það virðist vera það sem fólkið vill lesa. Finnst ekki ólíklegt að sama hafi verið í gangi hjá Mannlífi, mest krassandi kommentin birt. Það eru kannski ekki nema örfá atkvæði á bak við þann besta og þann "versta". Fjarri því marktækt. Æ, ég skil þetta ekki alveg. Aðsóknartölurnar hjá Stebba Fr. benda til þess að fólk kunni að meta það sem hann segir og hann hefur engan meitt með orðum sínum, það vinnur kannski gegn honum? Held að margir séu orðnir þreyttir á þessum árásum á Stebba. Ég hef t.d. ógurlega gaman af því að lesa "femínistabeljurnar" (sorrí, uppáhaldsorðið mitt) og get ekki verið meira ósammála álitsgjöfum um Katrínu Önnu og Sóleyju ... og fleira og fleira!

Jæja, þetta átti að vera fréttaskýringarblogg. Vona að mér hafi tekist vel upp, þið hakkið mig annars í ykkur í kommentakerfinu. Ég held að ég kunni að eyða kommentum. Hnegg, hnegg!

Góðan daginn, annars!


Óvæntir hæfileikar

4. sept. 2007Þvílíkt óveður í morgun. Kveið því virkilega að hlaupa út á innanbæjarstrætóstoppistöð en í svona roki og rigningu verður fólk blautt inn að skinni á nokkrum sekúndum. Viti menn, það stytti upp um leið og ég gekk út úr himnaríki og ekki nóg með það heldur átti Einar, eiginmaður Flórens (sem er Sigrún sveitamær), leið fram hjá og heimtaði að fá að skutla mér í sjúkraþjálfun. Gat vissulega ekki stillt mig um að hugsa hvort ég væri virkilega svona voldug, ætli ég geti í alvörunni stjórnað veðri og jafnvel ferðum fólks? Ja, ef svo er þarf ég að læra betur að nýta mér þetta. Ég hef reyndar stundum fundið fyrir þessu á ýmsum strætóstoppistöðvum, ég kannski óska þess ofurheitt að strætó fari að koma og hann kemur, alltaf!  

Frá sjúkraþjálfaranum sést vel út á sjó í norður. Risaöldur og skvettugangur gladdi augu vegfarenda og íbúa við Vesturgötu. Nú hlýtur að vera gaman hjá Huldu, konunni sem býr til besta rabarbarapæ landsins. Sjórinn við Langasandinn er ekki svo slæmur heldur, væri samt alveg til í nokkur sker til að fá flottari skvettur. Úps, mjög líklega rætist þessi ósk, miðað við atburði morgunsins.
Stofuglugginn hefur ekkert lekið eftir þéttinguna en hinir tveir voru á floti í morgun.  Stóru baðhandklæðin koma sér aldeilis vel.


Stolin snilld

Gat ekki stillt mig um að ræna þessu af síðunni hennar Mögnu sem vinnur með mér, þetta er þrælfyndið og enginn má missa af þessu. 

Þetta byrjar þannig að kona á barnalandi biður um hjálp við að skrifa orðið virðingarfyllst á ensku en hún er sem sagt að skrifa bréf. Hún er hjálparþurfi og skrifar: „Hvernig segir maður „kær kveðja“ á ensku, sorrý er ekki klár í henni, er að senda út til UK vegna gallaða dótsins“
Hún fær svör, þakkar fyrir sig og skrifar:

„Ókei, takk æðislega, ég er geggjað slöpp í ensku, sérstaklega að skrifa hana, getiði sagt mér án þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu bréfi hehe“

Hún lætur bréfið fylgja með:

Hello
Dóra landkönnuðurI am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray
I by a toy in Iceland from fisher price ,, little people.. and dora explorer and this toy ar maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but i am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????
I hope you can anther stand what I am writing
And thank you

Respectfully
XXXXX

Einum notenda á barnalandi.is finnst þetta greinilega jafnfyndið og okkur öllum og ákvað að þýða bréfið hennar beint yfir á íslensku!

Halló.
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka. Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo að ég geti anther staðið þetta betur????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa. Virðingarfyllst 

http://magna1.blog.is  Takk Magna!


Geldum þá ...

Tryggi TommiEkkert hefur sést til Jónatans í dag. Það virðist almennt vera svona með karlpeninginn í mínu lífi, þeir vilja sitt (mat), fá og svo svífa þeir á braut. Ég læri aldrei neitt af þessum sífelldu höfnunum. Tommi er sá eini sem sýnir mér algjöra tryggð, enda lét ég gelda hann fyrir mörgum árum. Kannski gerði vínarbrauðið í gær gæfumuninn, hrái fiskurinn féll greinilega betur í kramið. Mögulega hefur líka útlitskúgunin hjá mannfólkinu skilað sér til mávanna og Jónatan séð fyrir sér að hann hlypi í spik af sætmeti. Svo á maður ekki að þurfa að lokka gæana til sín með mútum, þeir eiga að koma sjálfviljugir. Ég bíð.

Sjúkraþjálfunin var unaðsleg og nú er ég til í allt. Skrapp í elsku Skrúðgarðinn á eftir og hitti þar fyrir hálfsystur Maríu, breska stelpu sem sýndi snilldartakta við kaffivélina. Gerði tilraun til að ljósmynda spæleggið, stóra hringtorgið, á heimleiðinni en það er líklega of stórt og flott. Það hefur verið til síðan ég man eftir mér sem sannar bara að Skagamenn eru alltaf fyrstir með allt. Hitti Hörpu bloggvinkonu http://harpa.blogg.is/ á förnum vegi en hún var á leið í Einarsbúð. Nýjasta færslan hennar er ansi skemmtileg en þar fjallar hún um kvenlega fegurð. Snilld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 230
  • Sl. sólarhring: 379
  • Sl. viku: 1747
  • Frá upphafi: 1453622

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 1451
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband