Vangaveltur úr vélasalnum ...

KókosbollukappátHvers vegna hefur engum dottið í hug að finna upp hljóðlausa borvél?“ spurði yfirmaður minn og dæsti.

Núna akkúrat standa yfir háværar breytingar í salnum hér í verksmiðjunni og mér sýnist að búa eigi til millivegg til að við stelpurnar í kókosbolludeildinni þurfum ekki lengur að klofa yfir strákana í súkkulaðibuffinu á leið okkar í mat og kaffi. Jamm. Meðfylgjandi mynd, sem er stolin af vefnum hennar Hildu systur, www.sumarbudir.is sýnir einmitt krakkakrútt sem stóð sig svona líka vel í kókosbolluboðhlaupinu.

Það styttist óðum í heimferð, Inga er á leiðinni og saman ætlum við upp á Skaga með smáviðkomu hinum megin á landinu, eða í Kaffitári Bankastræti! Ætla að reyna að lenda í æsilegum ævintýrum á leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jónína segir að Mikael hafi verið rekinn vegna forsíðufréttar í Séð og Heyrt. Er þetta ekki bara bull eða hvað?

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 15:22

2 identicon

Æi - nú langar mig í kókosbollu og Lindubuff  (allavega miklu meira í það heldur en hljóðlausa borvél)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

OK Gurrí. Það er algjörlega bannað að setja myndir af kókosbollum á vefinn, nema þú sendir mér eina kókosbollu fyrir hverja mynd - nei höfum það einn kassa af kókosbollum fyrir hverja mynd.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ásdís, það var nú ekki rétt að Mikki hafi verið látinn hætta, hann tók þá ákvörðun sjálfur og tengdist víst í engu forsíðu Séð og heyrt. Von að þú spyrjir! Við hefðum alveg örugglega frétt það. 

Mun ekki birta myndir af kókosbollum framar, var búin að gleyma elsku útlendingunum mínum sem sárkveljast þar sem kanadískar eða breskar sjoppur selja ekki slíkt góðgæti! Ummm, mig langar líka í kókosbollu. Og Lindubuff.  

Guðríður Haraldsdóttir, 10.9.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mig langar ekki í kókosbollu en ég myndi þiggja eins og eitt Lindubuff.

Borvél?? Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 19:21

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sniðugt (not) hjá JB að setja fram svona fullyrðingar um Mikka þinn og leyfa svo ekki komment. Hún kann sig.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 20:01

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ef þetta er rétt þá væri búið að reka tvo útvarpsmenn af Bylgjunni þar sem umræðan hófst, minnir mig. Þetta hlýtur allt að koma í ljós fyrr eða síðar. Alla vega hef ég ekki heyrt annað en að hann hafi kosið að hætta sjálfur. Held að Jónína hafi ekki verið að fullyrða neitt, frekar leiða að því getum, ég skildi það alla vega þannig. Alltaf gaman að kenningum, stundum eru þær réttar og stundum ekki.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.9.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 95
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 2045
  • Frá upphafi: 1456798

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 1747
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband