Færsluflokkur: Lífstíll
29.7.2007 | 16:02
Álfar, tröll og blaðamannafundur
Kom mér þægilega fyrir í leisígörl til að ráðast í Potter en kíkti aðeins á dagskrá RÚV sem ég hefði ekki átt að gera ... kostaði meiri tafir. Þar kom fram að blaðamannafundur vegna skotárásarinnar yrði haldinn kl. 15.30 og sýndur beint í Sjónvarpinu.
Á undan var ferðamannaþáttur um Ísland þar sem kom fram að 90% landsmanna trúir á álfa, tröll og drauga. Kommon, hvenær linnir þessu ... við erum eins og fávitar í augum alheimsins. Ég þekki MJÖG margt fólk og kannski hugsanlega, mögulega, jafnvel, varla þó, trúir einn, kannski fimm, á eitthvað svona! Hallærisleg landkynning að mínu mati. Að öðru leyti var þetta ágætur þáttur.
Æ, hvað svona blaðamannafundir geta verið vandræðalegir. Margar kjánalegar spurningar bornar upp, kannski lítill tími til undirbúnings, veit það ekki. Mikið reynt að mjólka þrátt fyrir að allar upplýsingar sem hægt var að veita hefðu komið fram. Gott hjá löggunni að halda blaðamannafund þótt hún hafi kannski verið óþarflega kuldaleg gagnvart fréttamönnum. Það tilheyrir líklega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.7.2007 | 13:39
Morð í Reykjavík
Samkvæmt nýjustu fréttum er maðurinn sem skotið var á látinn. Alltaf finnst okkur jafnótrúlegt þegar eitthvað svona gerist á saklausa, litla, góða landinu okkar.
Fyrir bráðum 40 árum var leigubílstjóri myrtur í Reykjavík. Það var fyrsta morðið sem ég man eftir hér á landi og ef ég man rétt þá náðist morðinginn aldrei. Á þessum tíma var ég í leynifélagi með stóru systur og ætlaði til Reykjavíkur að leysa málið en það varð einhvern veginn aldrei af því. Ég hef þó fulla trú á því að löggan nái þeim sem gerðu þetta. Jafnvel fyrir kvöldfréttir!
![]() |
Lögregla lýsir eftir vitnum að skotárás í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2007 | 19:42
Lúmska, freudíska þvottaprófið ...
Persónuleikapróf eru yfirleitt lítt marktæk og svarmöguleikarnir innihalda jafnvel ekki það svar sem þú myndir krossa við. Þetta freudíska þvottapróf er eitthvað það skýrasta og nákvæmasta sem ég hef rekist á. Endilega látið mig vita ef þið hafið krossað oftast við einhvern sérstakan bókstaf ... Ég valdi oftast B-in. Þegar þú ert búin/n að taka þetta próf skaltu bíða eftir næstu færslu frá mér, þá koma svörin. Múahhahahaha!
FREUDÍSKA ÞVOTTAPRÓFIÐ
Sigmund Freud sagði margt athyglisvert um viðhorf fólks til þvottarins síns. Eftirfarandi örstutt próf segir hvernig þú kemur út.
1. Þegar fötin þín eru í þurrkaranum, hvað sérðu?
A Gallabuxur
B Skyrtur
C Sokka
D Kynlíf
2. Hvað óttastu mest þegar þú ferð niður í þvottahús sem þú deilir með öðrum?
A Að týna öðrum uppáhaldssokknum þínum
B Að setja mislitan þvott með hvítum
C Kóngulær
D Kynlíf
3. Hvaða heitir þvottaefnistegundin þín?
A Íva
B Ariel
C Milda
D Bio-Sex
4. Hvað gerirðu á meðan þú bíður eftir að þvottavélin ljúki þvotti?
A Ferð frá vélinni og gerir eitthvað gagnlegt
B Stendur og horfir á vélina klára
C Situr og horfir á vélina klára
D Leggst og gerir eitthvað annað
5. Þú sérð kaffiblett á einni skyrtunni þinni. Á hvað minnir hann þig?
A Einhvern sem þú þekkir
B Kaffi
C Fiðrildi
D Kynlíf
Þetta hefur nú verið meiri slökunardagurinn. Heill dagur án þess að þurfa að gera nokkuð. Mér datt fyrst í hug að setja af stað keppni um kynþokkafyllsta bloggarann en steinsofnaði út frá þeim hugsunum í skakka leisígörlstólnum mínum.
Hringdi í Rúmfatalagerinn í gær og kvartaði yfir stólnum. Var sagt að ég FENGI MANN í heimsókn fljótlega sem myndi kíkja á stólinn. Góð þjónusta. Stóllinn er grindarskakkur og ekki hægt að hækka eða lækka stóllappirnar ... Ellý sveiflaði honum á hvolf með einu handtaki og þá kom þetta í ljós.
P.s. Ef verndarar okkar, þessir sem sjá um loftvarnir Íslands, koma bara fjórum sinnum á ári í eftirlit hvernig getum við þá stýrt óvinum okkar þannig að þeir geri innrás á Ísland akkúrat á þeim tíma sem verndararnir eru staddir hér? Bara pæling. Sjá fréttir í kvöld.
28.7.2007 | 00:12
Bíóferð og möguleg rétt hilla í lífinu ...
Mikið er nú gaman að bregða sér af bæ stöku sinnum og skreppa í kvikmyndahús. Draumur okkar Hildu var að sjá Harry Potter í lúxussalnum en sýningin þar hófst ekki fyrr en klukkan átta í kvöld, allt of seint til að ná 22.37 strætó heim. Sjösýningin varð fyrir valinu. Galdrarnir í kvikmyndahúsinu urðu til þess að ég keypti smá nammi og lítinn popp en bjargaði því alveg, held ég, með því að drekka megrandi Kók læt með ... Fínasta mynd.
Fattaði á heimleiðinni að ég er á rangri hillu í lífinu, ætti að vera hlaðfreyja (aðstoðarkona bílstjórans). Hann var kallaður upp: Stjórnstöð kallar á 27! Hann svaraði og ... varð batteríslaus, talstöðin er eins og gemsi, það þarf að hlaða hana. Hann reyndi að kveikja aftur og spurði örvæntingarfullt hvert símanúme ... slökkkkk! Hlaðfreyjan Guðríður horfði hneyksluð á hnakkann á honum og spurði: Vita ekki allir að síminn hjá stjórnstöð Strætó bs er 540 2700? Bílstjórinn hringdi þakklátur en flissandi í stjórnstöð. Einhver maður hringdi víst óttasleginn í Strætó þegar hann sá að gul rúta keyrði framhjá Kjalarnesinu án þess svo mikið sem hægja ferðina ... þá vorum við bara stopp að sleppa einhverjum útlendingi út við Saltvík. Ég þerraði tár Kjalarness-mannsins þegar hann gekk feginn upp í vagninn og þegar hann var alveg hættur að grenja af gleði yfir að hafa ekki misst af síðasta strætó á Skagann reyndist hann þrælskemmtilegur. Umræðuefni frá Göngum: Bíómyndin Fast and the Furious (átti þó ekkert skylt við aksturslag strætóbílstjórans) og leikur Nicholas Cage þar, ég mundi ekki eftir honum úr þeirri mynd en þá voru gæarnir bara að rugla henni saman við Gone in 60 seconds! Karlmenn og bílar ... karlmenn og bíómyndir! Við töluðum líka aðeins um svívirðilegan skepnuskap 365 gagnvart aðdáendum Enska boltans og væmnina í Opruh Winfrey. Svo vorum við bara allt í einu komin á Skagann.
Held að nú styttist í langar lesfarir í himnaríki, þykk og girnileg Harry Potter-bókin bíður spennt á náttborðinu og langar í margar flettingar fram eftir nóttu og eftir ryksugun á morgun. Ég verð að fara að klára þessa elsku til að geta blaðrað endinum í Jennýju.
27.7.2007 | 15:24
Dó Bette Midler eða fór hún bara til Íslands?
Samstarfskona mín sagði mér í óspurðum fréttum í hádeginu í dag að Bette Midler væri dáin.
Mér brá, eins og fólki getur brugðið þegar fína og fræga fólkið hrekkur upp af, og hugsaði með mikilli samúð til Ívars Páls Jónssonar, www.nosejob.blog.is.
Ég er reyndar svo kaldrifjuð/grimmlynd/gleymin/sjálfhverf að ég var búin að gleyma þessu 20 mínútum síðar þegar samstarfskonan hringdi og sagði að Bette Midler væri ekki dáinn, hún væri bara stödd á Íslandi.
27.7.2007 | 11:29
Fyrirboðar og fótboltafár - sofið hjá Sigþóru
Sigþóra, viltu koma og sofa hjá mér? spurði ég Sigþóru í morgun og notaði mest tælandi svefnherbergisrödd sem ég hef yfir að ráða. Þetta var ekki æsilegt símtal, eins og halda mætti, heldur saklaust boð eins strætófarþega til annars um að setjast við hlið hans. Sigþóra getur sofið standandi svo að ég vissi að hún gæti alveg eins sofið við hliðina mér í strætó eins og annars staðar. Við löbbum hvort eð er alltaf saman upp súkkulaðibrekkuna ...frá Vesturlandsveginum og upp brekkuna fram hjá Nóa Síríus. Ég hef aldrei freistast til að brjótast inn hjá NS en svakalega hefur það oft munað litlu (elskið þið ekki fylltu molana?) ... Sigþóra þáði boðið með þökkum og var verulega hlýr og góður sessunautur í morgunkuldanum. Ásta verður í fríi til mánaðamóta og ég mun hiklaust halda fram hjá henni með Sigþóru!
Fannst frekar óhugnanlegt að ég spáði fyrir um úrslit ÍA-HK í gærkvöldi svo nákvæmlega að ekki skeikaði marki. Mig minnir að ég hafi sagt að leikurinn færi 5:1 eða 4:1, okkur í vil. Nú, við skoruðum fimm mörk, eitt var dæmt af og fjandvinurinn skoraði eitt. Getur ekki orðið nákvæmara.
Skrýtið hvað ég lendi oft í þessu. Segi kannski þegar ég horfi til himins: Nú fer örugglega að rigna bráðum ... og það fer að rigna. Lít oft á klukkuna og hugsa að strætó hljóti nú að fara að koma og ... hann kemur fljótlega! Sagði eftir skilnaðinn minn: Það verður sko bið á því að ég gifti mig aftur! Og síðan eru liðin 25 ár! Nú hlýtur fólkið sem hló að mér á Skrúðgarðinum um fimmleytið í gær að skammast sín. Bara vegna þess að HK rústaði okkur í fyrsta leiknum í vor þá þóttu þessi úrslit sem ég spáði/vissi um BARA FYNDIN! Ég mun eflaust drekka frítt kaffi í Skrúðgarðinum á næstunni í boði kjánaprikanna. Minnti bílstjórann á þetta í morgun og hann sagði: Já, alveg rétt! Hann var nefnilega staddur í Skrúðgarðinum íklæddur ÍA-bol. Skagamenn hafa unnið alla þá leiki sem hann hefur farið á í þessum bol, þannig að hann fer alltaf núorðið! Eins gott að hann var í fríi í gærkvöldi og komst á leikinn. Ég sat aftur á móti í vesturhluta himnaríkis og lét ekki sjá mig nær leiknum en á mbl.is því að andstæðingarnir skora alltaf þegar ég fer út á svalir að horfa. Hugsa að ég hafi verið eitthvað of nálægt þegar HK skoraði eina markið ...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.7.2007 | 20:17
Við prinsessan ...
Ég á 27 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þennan dag árið 1980 giftist ég heima hjá mömmu og þáverandi stjúpföður sem bjuggu við Rauðalæk. Prestur sem síðar varð biskupinn yfir Íslandi gaf okkur saman og skírði síðan erfðaprinsinn svo að hann yrði nú ekki óskilgetinn. Ekki hefur nú eiginmaðurinn druslast til að gefa mér blóm í dag, kannski vegna þess að við skildum fyrir 25 árum og hann gekk út aftur, annað en ég. Ég vil bara nota þetta tækifæri til að óska mér innilega til hamingju með daginn.
Ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn hefðu Díana prinsessa og Karl Bretaprins mögulega getað átt 26 ára brúðkaupsafmæli.
26.7.2007 | 13:14
Einkamal.is - framhald
Var beðin um að birta afar kvenfjandsamlegan lista yfir blekkingar kvenna sem stunda veiðar á einkamal.is. Til að jafna leikinn gerðist ég líka karlfjandsamleg. Góða veiði ...
Konur sem auglýsa eftir mönnum
Stór: Mjög, mjög feit.
Ljóshærð: Með litað hár.
Rauðhærð: Notar Henna sjampó.
Há og grönn: Þjáist af lystarstoli.
Glæsileg: Hrokafull snobbhæna.
Listunnandi: Brjáluð snobbhæna.
Hefur góðan húmor: Kjaftaskur.
Rómantísk: Aðeins fögur við kertaljós.
Rúmlega þrítug: 39 ára.
Rúmlega fertug: 49 ára.
Opin: Yfirþyrmandi, á enga vini.
Falleg: Í afneitun.
Ber aldurinn vel: Um sjötugt.
Hlýleg: Eigingjörn, kaffærir menn í ást.
Hagsýn: Ógeðslega nísk.
Umhyggjusöm: Móðurleg ... vertu með trefil elskan!.
Sjálfstæð: Einfari.
Vill engin höft: Er stelsjúk með vott af íkveikjuæði.
Dýravinur: Klikkuð kerling sem safnar köttum.
Jarðbundin: Hundleiðinleg.
Börn ekki fyrirstaða: Er á nippinu með að fara í sæðisbanka.
Andlega sinnuð: Er í sértrúarsöfnuði.
Nýaldarsinnuð: Snarbiluð.
Einlæg: Algjör lygalaupur.
Þroskuð: Hrukkótt skrukka.
Ungleg: Þegar þú horfir á hana í gegnum dökk sólgleraugu.
Leið húsmóðir: Vill að maðurinn hennar fái að horfa á.
Er á milli sambanda: Búin að gera hina gæjana gjaldþrota, leitar að fyrirvinnu.
Leitar að föstu sambandi: Pantaðu prestinn strax!
Karlar sem auglýsa eftir konum
Hress: Vill gera það fyrir framan sjónvarpið yfir fótboltanum.
Fagmaður: Hreykinn eigandi Wolksvagen bjöllu. Gyrðir skyrtuna ofan í nærbuxurnar.
Efnaður: Ég á nóg til að bjóða þér í glas ... en þú verður að endurgjalda það.
Rómantískur: Les kvennablöð og segir við þig hluti sem hann heldur að þú viljir heyra.
Vel gefinn: Segir stað konunnar vera á heimilinu.
Myndarlegur: Monthani
Aðlaðandi: Eyðir löngum stundum á baðherberginu við snyrtingu. Notar rakspíra í óhófi.
Vel á sig kominn: Ekki búast við meiru en sjortara frá honum því hann er alltaf á leið í ræktina.
Frambærilegur: Þolanlegur við kertaljós.
Ævintýramaður: Finnst í lagi að sofa hjá vinkonu þinni líka.
Leitar að hlýjum, vitsmunalegum félagsskap: Vill eftirmiðdagskynlíf án nokkurra skuldbindinga.
Þroskaður: Í útliti, en er þriggja ára inn við beinið.
Samræðugóður: Hefur engar skoðanir.
Heiðarlegur: Algjör lygari.
Virðulegur: Gráhærður, líklega samt sköllóttur.
Ljóðrænn: Semur rímur sem hann sendir konum sem hann er skotinn í.
Hugsunarsamur: Muldrar TAKK þegar þú tekur illa þefjandi sokka af honum upp úr gólfinu og setur í óhreina tauið.
Víðsýnn: Gengur í kloflausum nærbuxum. Spenntur fyrir sadó/masó.
Vill samband án skuldbindinga: Kvæntur.
Blíður: Óöruggur og ósjálfstæður og leitar að staðgengli móður sinnar.
Bangsalegur: Feitur, sköllóttur og loðinn á skrokkinn.
Aldur skiptir ekki máli: Örvæntingarfullur, eltist við allt sem gengur í pilsi.
Óheftur: Brjálaður flagari.
Vill yngri konur: Saurlífisseggur.
Ungur í anda: Að verða sjötugur.
Bisnessmaður: Er með bás í Kolaportinu um helgar.
Svolítið þybbinn: Ógeðslega feitur.
Rekur eigið fyrirtæki: Atvinnulaus.
Menntaður: Með barnaskólapróf.
Fjármálaráðgjafi: Varhugaverður tryggingasali.
Grannur: Horaður, vannærður aumingi með innfallna bringu.
Snyrtilegur: Er ekki kominn út úr skápnum.
24.7.2007 | 12:01
Litrík fortíð ...
Nú mun ég aldrei þora að skrá mig á stefnumótavefinn einkamal.is aftur (já, ég á mér litríka fortíð). Segjum svo að ég hætti við frelsaða manninn í KFUM og ákveði að freista gæfunnar á Netinu. Þá get ég nú átt von á ýmsu. Fékk þetta sent í morgun til viðvörunar:
Menn á einkamal.is
Rúmlega fertugur: 52 ára og leitar að 25 ára gellu.
Íþróttamannslegur: Horfir mikið á akstursíþróttir.
Frjálslyndur: Myndi sofa hjá systur þinni.
Myndarlegur: Hrokafullur.
Mjög myndarlegur: Heimskur.
Heiðarlegur: Sjúklegur lygari.
Kelinn: Óöruggur mömmustrákur.
Þroskaður: Eldri en pabbi þinn.
Mjög tilfinningaríkur: Hommi.
Andlegur: Gerði það einu sinni í kirkjugarði.
Tillitssamur: Afsakar sig þegar hann rekur við.
Litríka fortíðin - fréttaskýring
Fyrir nokkrum árum lét ég eitthvað hæðnislegt út úr mér um fólk sem fer á svona stefnumótavefi eins og einkamal.is. Var skömmuð fyrir hroka og ráðlagt að prófa þetta áður en ég dæmdi. Ég tók vinkonu mína á orðinu og hún hjálpaði mér að skrá mig á Vinátta/Spjall. Ekki átti ég von á því að fá mörg bréf en fyrsta daginn kom heill hellingur. Ungir strákar, jafnaldrar erfðaprinsins, sendu mér beiðni um kynlíf með eldri konu, sadómasókistar lýstu í smáatriðum hvað væri áhugavert að gera með mér og ungir hermenn á Vellinum buðu mér gull og græna skóga fyrir að taka svona tíu í einu. Það komu líka bréf frá ágætlega heilbrigðum mönnum ... reyndar flestum kvæntum í leit að tilbreytingu ... Ég spurði einn þeirra hvort honum fyndist ekki vera trúnaðarbrestur að skrifast á við aðrar konur á Netinu. Hann hélt nú ekki en móðgaðist greinilega og hætti að senda mér bréf. Æ, æ.
Eftir að hafa bitið á jaxlinn um tíma gafst ég upp og skráði mig út. Hugsa að margir karlarnir á einkamal.is hafi velt fyrir sér hvað varð um Hot sexy-lips ... DJÓK!!!! Man ekki einu sinni hvaða dulnefni ég valdi mér. Þarna lauk æsku minni og sakleysi endanlega. Já, ég veit ... er ekki töffari, gat ekki einu sinni hlegið að þessu, fylltist bara hryllingi yfir sumum bréfunum. Núna fyrst finnst mér þetta að verða fyndið og tel mig vera nokkuð lífsreyndari.
Frétti seinna af konum sem stunda einkamal.is til þess að kvelja kvænta menn sem eru í leit að alvörutilbreytingu. Þær þykjast vera til í tuskið og samþykkja stefnumót. Þegar hann síðan mætir á staðinn hittir hann fyrir nokkrar illskeyttar konur sem skamma hann og segja honum að hunskast heim til konunnar og barnanna. Skyldi þetta vera satt?
Í stað þess að grúfa mig ofan í Potter í gærkvöldi horfði ég á myndina Ghost Rider og hafði gaman af. Hver nýtur þess ekki að horfa á Nicholas Cage sem logandi sendiboða skrattans en góðmenni inn við beinið? Mun segja strætóbílstjóranum undan og ofan af söguþræði GR til að hann fyrirgefi mér Potter-svikin. Nú verður unnið heima í dag, eins og iðulega á þriðjudögum, enda næg verkefnin. Er gapandi hissa ... Brooke og Eric hafa greinilega gift sig, Stefaníu til hrellingar. Þau hefja brúðkaupsnæturkeliríið þrátt fyrir að Stefanía sé á staðnum til að vara fyrrum eiginmann sinn við kvendinu. Eric hefur verið kvæntur Brooke áður og veit ... Samt er Stefanía búin að ryðja brautina fyrir Brooke og Nick með því að segja hinni óléttu Bridget, dóttur Brooke að Nick sé skotnari í mömmu hennar. Tókst ekki að njósna meira um nágranna mína í næsta stigagangi.
23.7.2007 | 18:44
Dularfulla After Eight-ið og sögulegur samningur við strætóbílstjóra
Hef ekki komið í Ártún í lengri tíma. Það var ósköp gaman að rifja upp gamlar minningar með því að hoppa út úr leið 18 þar, hlaupa niður milljóntröppurnar, fara undir brúna og þjóta upp lúmsku brekkuna. Fór létt með þetta allt saman, enda lítill snjór núna, bara rigning. Skrýtið að standa síðan í tíu mínútur á algjörlega mannlausri stoppistöð sem er yfirleitt full af fólki.
Bílstjórinn sem ók fjögur-strætó frá Mosó var hress að vanda. Sagði mér að ég hefði misst af Slade-lagi, C´mon feel the Noise, og fleiri góðum í útvarpinu, jú, við höfum sama tónlistarsmekkinn. Hann bað mig um að gera sér greiða. Hann nennir ekki að lesa Harry Potter sjálfur og spurði hvort ég væri ekki til í að segja honum hvað hefði gerst á þessum fyrstu 200 blaðsíðum sem ég er búin með. Frá Kollafirði og að Kjalarnesi sagði ég honum það helsta í stuttu máli. Hann er sem sagt kominn á samning, fær að vita allt jafnóðum alveg til enda. Sat beint fyrir aftan hann og gat talað frekar lágt. Ásta er gjörsamlega áhugalaus um Potter og afplánaði þetta með mæðusvip en ég veit ekki um strákinn sem sat við hlið okkar hinum megin við ganginn. Hann hélt alla vega ekki fyrir eyrun. Bílstjórinn keyrði eins og engill alla leiðina, með hunangsblíða rödd mína í eyrunum mestallan tímann!
Við Ásta verðlaunuðum okkur fyrir ... uuuu, góða frammistöðu í vinnunni ... og fengum okkur kaffi og köku í Skrúðgarðinum, sátum úti og nutum sólarinnar, það er nefnilega sól á Skaganum. Stelpurnar á kaffihúsinu vita orðið nákvæmlega hvernig ég vil hafa latte-inn minn; ekki sjóðheitan og enga froðu, takk! Kaffið var líka fullkomið! Keypti græna kortið en þegar ég ætlaði að kippa því með voru svona milljón útlendingar sem biðu eftir afgreiðslu svo að ég sæki það bara á morgun.
Mía systir og Sigþór vildu endilega verðlauna mig fyrir að passa Bjart svona vel. Þau færðu mér After Eight ... og ég sem er hætt að borða sælgæti fram að afmæli ... AE-pakkinn lá heillengi (alla vega í tíu mín.) við hliðina á Harry Potter-bókinni eftir að Bjartur var farinn og ég vissi ekki fyrr til en allt í einu var búið að opna hann og troða nokkrum aftereitum upp í mig. Ég þorði ekki að berjast á móti. Sólin bræddi súkkulaðirestina í dag og ég mátti horfa á pakkann fljúga inn í ísskáp þegar ég kom heim úr vinnunni. Mikið verður gott að klára þessa galdrabók, þá verður lífið eðlilegt á nýjan leik og skemmtilegt meinlætalífið hefst í himnaríki.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 11
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 414
- Frá upphafi: 1532237
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 344
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni