Færsluflokkur: Ferðalög
17.8.2007 | 08:37
T.G.I.Friday ...
Sá að klukkan var alveg að verða 6.41 þegar ég byrjaði að búa mér til latte í götumáli í morgun. Veðjaði við sjálfa mig, eins og svo oft, að ég myndi ná þessu og samt ekki missa af strætó. Sé mest eftir því að hafa ekki lagt eitthvað undir þar sem ég gjörsigraði sjálfa mig og hljóp í loftinu út á stoppistöð með latte í annarri og Tár, bros og takkaskó í hinni. Heimir sat undir stýri og kom okkur örugglega á áfangastað, þessi elska. Sagði mér að hann hefði verið í heyskap alla síðustu helgi hjá foreldrum sínum.
Samferðafólk mitt sendi mér undarlegt augnaráð þegar það sá hvaða bók ég var að lesa en ég lét það ekki á mig fá, er endanlega frjáls úr viðjum smáborgaralegra lífsreglna og hámaði í mig þessa svokölluðu unglingabók ... fyrir stráka! Ef rithöfundar, tískumógúlar og ýmsir bisnissmenn vissu bara hvað þeir gera mikla skyssu með því að setja aldurstakmörk eða kynjabinda hlutina. Það ætti að sjálfsögðu að auglýsa þessa bók sem frábæra fyrir t.d. krakka, kerlingar og ketti ... eða ekki. Man hvað ég var sár út í SkjáEinn þegar reynt var að höfða til UNGA FÓLKSINS með dagskránni og ég barðist við erfiðar hugsanir ... er ég svona barnaleg að hafa gaman af þessu, er þetta einhver klikkun hjá mér að geta horft á þetta? O.s.frv. Held reyndar að Skjárinn sé hættur þessu bulli. Hef reyndar ekki sérlega gaman af því sem á að höfða til míns aldurshóps, eins og t.d. Jay Leno.
Mætti ég þá biðja um Conan O´Brien, plís eða hinn þarna, Jon Stewart (?)! Skjárinn féll reyndar ofan í þá viðurstyggilegu, mannfjandsamlegu gryfju að vera með svokallað kvenvænt sjónvarpsefni á þeim tíma sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð yfir í fyrrasumar. Djöfull var ég móðguð út í þá en vissulega missti ég alltaf af þessum viðbjóði þar sem ég horfði á fótboltann. Þeir settu hundleiðinlega "stelpuþætti" á dagskrá. Þetta er svo skoðnanamyndandi fyrir ungar stelpur sem halda að þær eigi að fyrirlíta fótbolta og horfa á kvenlegan hrylling Ég er enn öskureið vegna allra þeirra ára sem ég horfði ekki á fótbolta og jafnvel píndi mig til að horfa á sannsögulegar sjónvarpsmyndir. (Fliss)
Þetta verður langur, annasamur en örugglega guðdómlegur dagur í dag. Megi hann samt verða enn betri, dásamlegri og skemmtilegri hjá ykkur (þetta eru ekki væmnar, sætar óskir til ykkar, heldur árangursríkur galdur sem byrjar að virka NÚNA!) Mikið er ég samt þakklát fyrir að það skuli vera föstudagur og helgin að koma! Vá, hvað ég skal sofa!
16.8.2007 | 18:46
Tommablogg
Tommi bílstjóri ók nokkrum kurteisum, ljúfum og snyrtilega klæddum mormónum frá Akranesi í dag og auðvitað spurði ég ásatrúarmanninn sjálfan hvort hann hefði ekki reynt að snúa þeim. Fórna þeim, meinar þú? spurði hann kvikindislega. Svo hélt hann áfram með mormónana: Einu sinni keyrði ég nokkra mormóna frá Keflavík og þeir fóru nötrandi út við Grindavíkurafleggjarann, ég lýsti fyrir þeim mannfórnum og þeir trúðu mér. Svo vann ég með manni sem ætlaði að gerast mormóni til að geta átt nokkrar eiginkonur. Ég benti honum á að hann myndi eignast jafnmargar tengdamæður og þá hætti hann við. Svo datt honum í hug að verða múslimi til að geta bannað konu sinni að aka bíl, hann var orðinn svo þreyttur á því að fá aldrei bílinn. Tommi dæsti. Ekki skrýtið, afar undarlegur fyrrum samstarfsmaður.
Verðbréfamiðlararnir hrynja niður eins og flugur núna, bókstaflega, hélt Tommi áfram. Þeir eru skrapaðir upp úr gangstéttunum eftir hrunið á verðbréfamörkuðunum. Það er öðruvísi í Brasilíu, þar fjúka sjónvörp og tengdamæður út um gluggana ef fótboltaleikur tapast. Ég sá þetta alveg fyrir mér, enda kann Tommi að segja myndrænt frá hlutunum.
Ég áttaði mig líka á því hvers vegna hann á ekki konu. Hann er svo hræddur við tengdamæður!
Rétt áður en við komum að Hvalfjarðargöngunum mættum við hinum strætó, en allir vita að Skagamenn þurfa tvo vagna á milli. Tommi horfði sorgmæddur á hinn bílinn og sagði: Þetta er bíllinn minn! Skagabílstjórarnir elska flestir bílinn hans Tomma sem er nýrri árgerð og ögn kraftmeiri en þessi sem við vorum á. Ég fer í hungurverkfall ef ég fer ekki að fá hann, muldraði hann. Útlenska konan settist fyrir aftan mig í Mosó með dóttur sína og mér fannst alveg frábært þegar ég heyrði smellina í bílbeltunum þeirra. Stelpan skrafaði, alsæl með tilveruna. Mikið skemmti ég mér betur yfir henni núna seinnipartinn þegar ég var ekki að leka niður af syfju. Held að ég fari snemma að sofa í kvöld til að geta tekið lagið með henni í fyrramálið og kennt henni að telja upp á 100 ... og svo aftur á bak.
16.8.2007 | 08:18
Óvænt stefnumót, glatt barn og afmæli Madonnu eða Elvisar
Það er aldeilis að það vekur athygli að nokkur ár eru í dag síðan einhver poppstjarna dó! Það muna vissulega nokkrir eftir honum Elvisi, sem var ábyggilega fínn og allt það, en gleymist ekki aðalatriðið, eða það hver á afmæli í dag? Madonna, ef þú ert að lesa þetta, til hamingju með 49 ára afmælið, elskan! Það var ekki minnst á afmæli hennar á Rás 2 í morgun, bara það að Elvis dó þennan dag!!! Common!
Átti óvænt stefnumót í súkkulaðibrekkunni í morgun. Inga vinkona, ætíð fyrst á fætur, var í hverfinu og þegar ég hoppaði út úr strætó við Vesturlandsveginn var bíllinn hennar það fyrsta sem ég sá, sannarlega fögur sjón ... en maður fær svo sem ekki flottan rass á því að fá skutl upp brekkuna! Aumingja Sigþóra að vera í sumarfríi og missa svona af því að fá far uppeftir.
Svaf ekki jafnlengi í nótt og nóttina á undan og uppskar höfuðverk og pínkuponsu geðillsku fyrir bragðið. Allavega fann ég fyrir hálfgerðum pirringi út í útlensku mömmuna sem gerir ekkert til að þagga niður í barninu sínu á morgnana þegar flestir reyna að sofa í strætó! Krakkinn er hreinlega að springa út orku og taldi svona 100 sinnum upp að tólf ,,. í röð! Mér datt reyndar í hug að mamman væri svona lúmsk og væri í raun að reyna að þagga endanlega niður í stelpunni með því að festa hana aldrei í öryggisbelti og velja alltaf fremsta sætið. Ég myndi gæta þess að þetta barn fengi ekki nægan svefn svo að það myndi sofa í strætó, eins og allt almennilegt fólk!
Smiðurinn sem fer út á Kjalarnesinu, skömmu eftir Kollafjörð, svaf svo fast að ef bílstjórinn væri ekki svona athugull (eða kvensamur, þetta er glæsilegur kvensmiður) hefði hún rúllað með alla leiðina í bæinn. Hann stoppaði, þessi elska, kíkti aftur í og þar svaf Þyrnirós ... en ekki lengi, sjálfboðaliðar vöktu hana. Svo er hún Karítas farin að standa daglega í brekkunni í Mosó og fá far með okkur, sem segir manni að veturinn sé alveg að hefjast en Karítas er kjarneðlisfræðingur eða eitthvað við einn skólann í Grafarvogi. Verst að sexan er eini vagninn sem hún nær í Ártúni og hún þarf alltaf að bíða í 28 mínútur´eftir honum ... alla vega á sumaráætlun. Held að daginn sem framhaldsskólarnir hefjast verði troð-, troð-, troðfullt í strætó. Vona að aukabíllinn dugi.
Kingdom lögmaður er á RÚV í kvöld! Flottir þættir og stórskemmtilegir ... er líka að reyna að venja mig AF Stöð 2 ef ég segi henni upp vegna okurs á Sýn 2 (sem ég ætla sko EKKI að kaupa).
15.8.2007 | 18:05
... og fokið heim
Það var skrambi hvasst á heimleiðinni með strætó, eiginlega hvassara en í morgun, og Tommi þurfti að halda fast í stýrið. Frétti að hviðurnar hefðu farið upp í 37 m/sek í morgun. Tommi talaði um að það vantaði annan vindhviðumæli fyrir Kjalarnesið ... ég náði því ekki alveg hvar sá þyrfti að vera staðsettur. Kann ekki öll nöfnin á leiðinni á Skagann. Eins og þegar útlendingar spurðu mig í gær hvort strætó færi ekki að Mógilsá horfði ég ráðþrota á bílstjórann sem sagði að Mógilsá væri við rætur Esjunnar. Þá er það á hreinu.
Dante, bjargvættur Taylor, og Eric ræða saman. Eric vill helst að samkeppnin (Nick) taki saman við ólétta dóttur þeirra Brooke aftur, hana Bridget, en Dante er ekki sammála og segist elska Bridget. Nick ráðfærir sig við geðþekka geðlækninn, Taylor, og segist vilja taka upp sambandið við Bridget sem treystir bara Dante. En ef Brooke hefði ekki gifst Eric, værir þú jafnákveðinn í því? spyr geðlæknirinn með varirnar. Ef Taylor og Nick vissu bara að í rauntíma þáttanna er Taylor líklega ólétt eftir Nick. Stefanía reynir að fá Ridge til að halda áfram sem hönnuður hjá Forrester-tískuhúsinu en hann hikar.
15.8.2007 | 08:19
Fokið í bæinn
Það var ansi hvasst á leiðinni í bæinn. Þegar við ókum niður Kollafjörðinn kom mikil hviða, það hvein í öllu og bíllinn hristist til. Ég gerði mig stífa að vanda til að hjálpa bílstjóranum að halda strætó á veginum. Konur veinuðu og karlar kveinuðu ... eða hefðu gert ef þetta væru ekki Skagamenn, hörkutól komin af Jóni Hreggviðssyni og einnig Hallgrími (vonda) sýslumanni sem sýndi aumingja Kristrúnu litla miskunn (en það er önnur saga). Konan við hliðina á mér glennti upp augun og andaði aðeins hraðar þegar við lá að við fykjum út í sjó, það var allt og sumt. Á nokkrum sekúndubrotum var ég komin á kaf í björgunarstörf og var m.a. að skamma útlensku konuna fyrir að hafa ekki sett bílbelti á litlu dóttur sína þar sem þær sitja fremst.
Núna tvo daga í röð hef ég búið mér til latte heima til að taka með mér í strætó svo að nú er þetta orðið að vana! Eins gott að ég lærði á frussufroðudæmið og er ekki lengur hrædd við það. Kann núna að hita mjólk án þess að hún breytist í froðu en margir halda að það eigi að vera froða í latte! Mikill misskilningur. Ég skalf á stoppistöðinni en karlarnir tóku sig saman og hlýjuðu mér með faðmlögum og kossum ... eða hefðu gert væru þetta almennilegir karlmenn. Held að strákarnir mínir á sætukarlastoppistöðinni hefðu ekki látið þetta tækifæri sér úr greipum ganga.
Er eitthvað svo ofboðslega spræk núna ... held að það sé vegna þess að ég sofnaði eldsnemma í gærkvöldi, líklega fyrir tíu, sem er hálfgert heimsmet í himnaríki. Missti af Shield, uppáhaldsþættinum mínum ... nema hann sé ekki lengur á dagskrá, minnir að sl. þriðjudag hafi hann ekki verið. Svo halda þessir sem ríða rækjum hjá sjónvarpsstöðvunum, sérstaklega Stöð 2 að alvörukonur vilji eitthvað væl til að horfa á, neibbs, það eru hörkulögguþættir sem virka á okkur stelpurnar. Hafið endilega ljúfa þætti inn á milli fyrir mjúku mennina ... en hættið að kalla þá daga Stelpustöð! Hnuss!
9.8.2007 | 17:29
Skaga-Heimir, blogg-Heimir og Heimríður
Lentir þú í tjóni þegar rafmagnið fór af í fyrradag? spurði Heimir bílstjóri.
Ja, bara tilfinningalegu, svaraði ég sannleikanum samkvæmt, enda háð rafmagni.
Það kviknaði í á sveitabænum hjá foreldrum mínum. Þau voru að fara út úr dyrunum til Reykjavíkur þegar þau fundu reykjarlykt, það mátti ekki miklu muna að illa færi. Svo eyðilagðist heilinn í fjósamjaltadæminu (man ekki hvað Heimir kallaði tækið).
Skaga-Heimir henti mér út úr leið 27 í Mosó og ég fór beint upp í leið 15 hjá öðrum Heimi, bloggara og strætóbílstjóra, Fjeldsted. Var heilmikið að pæla í því að spyrja bílstjórann á leið 18 hvort hann héti Heimir líka en hann reyndist vera kona. Kannski heitir hún Heimríður.
Það var gaman að kíkja í vinnuna, ég var m.a. að ýta á eftir samstarfsfólkinu að kíkja í afmælið á sunnudaginn. Inga vinkona var í einhverju akstursstuði, kom og sótti mig og skutlaði mér svo alla leið á Skagann. Hún vildi ekki einu sinni koma upp í himnaríki, heldur dreif sig í bæinn aftur og heim, eflaust komin undir sæng, enda er veðrið til þess.
Ég er búin að ljúga að tilvonandi afmælisgestum að auðvitað verði afmælið stranglega bannað börnum, eins og venjulega, en svo gef ég undanþágur hægri og vinstri. Æ, afmælið er á sunnudegi, fjölskyldudegi, og á meðan börnin verða stillt inni á baðherbergi geta foreldrarnir notið sín og spjallað við annað fullorðið fólk.
5.8.2007 | 19:41
Tertuáletrun, horfinn leisígörlstóll og eldrauður ástareldur
Fáránlega mikil umferð á leiðinni frá Hellu í dag, hélt að morgundagurinn ætti að vera martröðin mikla á vegunum. Kom við í Eden og keypti Ástareld, minn guli er orðinn frekar druslulegur, og vinunum hefur fækkað í takt við það. Nú ákvað ég að breyta til og fá mér eldrauðan Ástareld þótt hættulegt sé upp á piparmeydóminn.
Held að Katrín Snæhólm hafi haft rétt fyrir sér í sambandi við leisígörl ... enginn nýr stóll er kominn í stað þess gallaða, það er mjög dularfullt. Nú situr einhver lesandi bloggsins ofsaglaður og svolítið skakkur í stólnum mínum, alveg eins og Katrín spáði.
Við Inga ókum Hvalfjörðinn á leið á Skagann og það var skemmtileg tilbreyting, myndi samt ekki nenna að gera það á hverjum degi. Tíkin Fjara sat vælandi aftur í. Henni finnst sveitin æði og dýr svo spennandi, af og til sá hún nefnilega hesta og kindur. Hún vælir líka svona þegar hún sér konur með töskur. Hún kom upp í himnaríki í smástund og Tommi finnur á sér hvað hún er meinlaus og óttast hana ekki en Kubbur sat titrandi uppi á fataskáp í herberginu mínu.
Get nú svo sem ekki klagað Hildu fyrir mikið þrælahald ... ég hjálpaði til seinnipartinn í gær og í allt gærkvöld og þess á milli tróð Sigurjóna, matráðskona og gömul skólasystir úr Austurbæjarskóla, í mig klikkaðislega góðum mat. Hún kallaði meira að segja þegar við Hilda vorum að fara í dag: Viljið þið ekki tertusneið áður en þið leggið af stað? Ekki séns að neita svo góðu boði.
Þarf að panta marsipantertuna fyrir afmælið á morgun. Vantar góða áletrun á hana, hefur einhver hugmynd? Búin að nota t.d.:
DOFRI HVANNBERG 10. ÁGÚST
TIL HAMINGJU MEÐ FYRSTA FALLHLÍFARSTÖKKIÐ
Man að ég fékk hana mjög ódýrt í bakaríinu ...
5.8.2007 | 13:37
Leynivinavika
Við Hilda leggjum í hann héðan upp úr tvö og stefnan er að fara heim á Skaga með Ingu og keyra Hvalfjörðinn svona einu sinni, annars bara strætó. Hef þó ekki náð í Ingu, hún er kannski búin að gleyma þessu og er á rassgatinu úti í Eyjum, það væri nú eftir öllu. Það er nóg að gera hér, þori ei að blogga meira, þrælahaldarinn hefur hvesst á mig augum. Klaga síðar.
4.8.2007 | 15:31
Lent ...
Nánar í kvöld, farin i kaffi og skúffutertu eða vöfflur ... gúbbbæ.
4.8.2007 | 08:44
Ofsóknir talna
Einhverra hluta hvarf ónotatilfinningin við góðan svefn ... í stofusófanum yfir myndinni The Number 23. Ég sem er nörd í sambandi við tölur, eiginlega alveg vitlaus í tölur og rústaði bekkjarbræðrum mínum í algebru í landsprófi um árið, eins og ég hef oft montað mig af. Ég geng næstum því svo langt að leggja saman bílnúmer til að fá þversummuna. Þar sem ég á mér líf, sit ekki oft föst í umferð og er líka með lesefni á mér þarf ég yfirleitt ekki að taka til svona ráðstafana til að létta mér lund. Spurning hvort maður nenni að horfa á myndina aftur. Meiri vitleysingurinn að fá eina tölu á heilann, eins og Jim Carrey.
Þegar talan 6 elti mig þá lét ég ekki svona. Það kom 6 út úr símanúmerinu mínu (áður en 55 bættist fyrir framan það), það gerðist bókstaflega ALLT árið 1986, ný vinna, fullt af nýjum vinum, stóra ástin (só far) kom til sögunnar, ég átti líka heima á ýmsum stöðum þar sem talan 6 kom við sögu (þversumman), Rauðalæk 33, Æsufell 6, Asparfell 6, Skeljanes 6, Laugavegi 132, Hringbraut 78 o.fl. Sumir vinnustaðir með húsnúmer í stíl við þetta, Suðurlandsbraut 24, Hávallagata 24 o.fl. Fattaði þetta þegar það kom mér einhvern veginn ekkert á óvart að fá skáp númer 6 á Rás 2. Þá fór ég að kíkja betur á þetta! Bankinn minn er nr. 0303 ... þversumma bankareikningsins er líka 6 ...
Ég tók viðtal við spákonu fyrir tveimur árum og hún talaði mikið um tölur. Ég sagði henni að sexan hefði elt mig í mörg ár en það væri eitthvað að breytast, nú kæmi t.d. 5 út úr húsnúmeri mínu á nýja staðnum sem ég færi að flytja inn í (himnaríki). Sjúkk, sagði spákonan, gott að þú ert að losna við þessa tölu, fimman er betri! Svo fór ég að hugsa í morgun, ókei, 41 gefur útkomuna fimm ... en líka talan 23! The Number 23! NEEEEEIIIIIIIII!
Hmmm, þessi hryllingsgæsahúðarfærsla var í boði Guðríðar sem ætlar í strætó í bæinn kl. 9.41, fara í Kaffitár á Bankastræti í sjúklegan latte og taka síðan rútuna til Selfoss kl. 12.30 frá BSÍ. Hilda sækir mig þangað. Fínasta áætlun. Út úr 9.41 og 12.30 kemur talan 20, styttist í 2. Sjúkk!
Bið ykkur vel að lifa og fara varlega á meðan ég bregð mér af bæ.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 5
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 634
- Frá upphafi: 1524949
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni