22.2.2007 | 09:21
Er Britney að missa allt?
Ég hef alltaf haft hálfgerða skömm á honum Kevin hennar Britneyjar og fundist hann vera vondi aðiliinn í hjónabandinu sáluga. Hann fór líka fram á svo fáránlega margar milljónir við skilnaðinn ... ég sæi ekki íslenskan gaur hafa stolt til að gera slíkt!
En svo getur verið að hann sé í fínu lagi og fjölmiðlar bara svona farið offari í skrifum sínum um hann, neikvætt selst jú betur en það jákvæða.
Fyrst Britney afskráði sig úr meðferð þá er ekki óeðlilegt að hann vilji hafa forræðið yfir börnunum ... en þau Britney hafa reyndar sameiginlegt forræði ... hefði haldið að það væri nóg til að hann gæti sinnt föðurlegum skyldum sínum ... eða er hann kannski að reyna að fá meiri peninga út úr Britneyju og notar börnin til þess?
Svo er þetta kannski hinn yndislegasti gaur sem meikaði ekki að búa með illa firrtri dekurdúllu ... hvað veit maður?
Enn þá er ég lasin og ætla að vera heima í dag. Nokkuð andlaus og ætlaði án nokkurrar miskunnar að sleppa morgunblogginu þangað til ég rak augun í þessa frétt og leið eins og ég sæi sparkað í veikan hund (Britney) ...
BLOGGVINAFUNDUR: Að vísu er hér eitt mál óháð Kevin og Britneyju ... hann Guðmundur kom með góða hugmynd í gær um að hafa lítinn bloggvinafund í Skrúðgarðinum hér á Skaga um helgina. Ég er til í það en kaffihúsið er opið báða dagana. Þetta er svo stuttur fyrirvari að við Guðmundur endum örugglega ein yfir latte og spjalli. Meira um þetta eftir hádegið, ég þarf að sofa svolítið meira! Kvefið er að fara smátt og smátt, ekki gott að fara of snemma út! Fínar dömur láta sér ekki slá niður!
Federline fer fram á flýtimeðferð í forræðismáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 182
- Sl. sólarhring: 348
- Sl. viku: 874
- Frá upphafi: 1505881
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 134
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Farðu nú að láta þér batna Gurrí, þetta er nú bara ekki hægt með þetta kvef þitt og slojleika.
bara Maja..., 22.2.2007 kl. 09:37
Ég lofa!!! Kemst þú á bloggvinahitting um helgina með okkur Guðmundi? Latte og spjall og dúndurgóð súkkulaðikaka eða peruterta eða ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 09:41
Kemst því miður ekki á bloggvinafundinn, en sendi ykkur kveðjur með hugarflugi .. og láttu þér nú batna!
Hugarfluga, 22.2.2007 kl. 10:06
Guðríður, Guðmundur og allir hinir: Mikið væri nú skemmtilegt að hitta alla bloggvinina augliti til auglitis. Samt sem áður þarf ég að afboða mig í þetta sinn, þar sem enn hefur vísindunum ekki tekist að finna upp aðferð til að fólk geti verið á tveimur stöðum í einu. Nú er nefnilega komið að ástæðunni fyrir því að ég fór að blogga; ferð minni til Washington. Flugvélin sem bera mun mig yfir hafið fer í loftið á laugardaginn kl. 17:00. Tralalalalala. Verð með ykkur í anda og bið að heilsa.
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:11
Svo má náttúrulega fylgjast með blogginu mínu............
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:13
Já, það er komið að því hjá þér frú Guðrún!!! Þú mátt nú alveg þúa mig og kalla mig Gurrí, dúllið mitt! Annars líður mér eins og þú sért að skamma mig ... sem er kannski ekki skrýtið fyrst fyrst bloggvinafundur verður haldinn í fjarveru þinni ... en þeir verða eflaust fleiri!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:13
Æ, elskan mín, ég var ekki að skamma neinn, þrátt fyrir að bloggvinafundur verði haldinn án mín. Stundum finnst mér bara svo fyndið að vera svona formleg en geri mér fullkomlega grein fyrir því, að það hafa ekki allir sama húmor.
Farðu vel með þig Gurrí mín og fáðu heilsuna aftur - flótt og vel.
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:16
Kannski hægt að hafa annan bloggvinafund í apríl. Þá eru líkur á að ég geti komið. Þurfum nefninlega að koma með Frú Alice Þórhildi og kynna hana fyrir ættingjum og ættjörð sinni. Ég myndi vilja gulrótarköku á bloggvinakaffihúsafundi.
Og vonandi fer þér nú að batna Gurrí mín. Eina góða við þetta er að þú þarft ekki að vera að flækjast alla þessa leið í vinnuna á hverjum degi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.2.2007 kl. 10:18
Takk elskan. Það verður blásið til bloggvinafundar um leið og þú kemur til landsins. Ef þú kemur ekki með Alice Þórhildi með þér ertu beðin um að taka myndir af henni til að sýna okkur hvað samstarf SKotlands og Íslands getur verið dásamlegt!
Gulrótarkakan í Skrúðgarðinum er víst algjört æði!!!
Guðrún, þú mátt laveg kalla mig Guðríði ef þú setur Frú eða Maddama fyrir framan. Áttaði mig ekki á húmornum, enda með þungan haus af kvefi ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:29
Ég er sammála skrifum Katrínar Snæhólm, það er bráðnauðsynlegt að hafa bloggvinafund í apríl. Þá get ég nefnilega mætt, því ég kem aftur á Frón eftir páska. Ég kem alltaf aftur, múhahahahaha.
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:15
Æ, ég gleymdi að ávarpa þig Frú Guðríður.
Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:16
Frekar upptekin þessa helgi, afmæli og svo að koma frumburðinum í eitthvað skólaferðalag... en mikið væri nú gaman að hitta ykkur, ætli ég stefni ekki bara á gulrótarkökuna í Grasagarðinum, hljómar eitthvað svo heilsusamlegt eitthvað en verð með ykkur klárlega í anda um helgina.
bara Maja..., 22.2.2007 kl. 11:24
Skrúðgarðinum, frú MajaG!!! Ef allir eru til í það!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:30
Kaffihúsið á Akranesi, þú veist hvar það er ... þú skutlaðir mér einu sinni þangað!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 12:23
Langar so ógsliga að vera bloggvinur þori varla að spurja svona fræga og vinsæla konu sem á svona marga vini ennnn má ég ? Fór hér áður fyrr á ircpartý þar sem irc-vinir hittust og hef aldrei skemmt mér svona vel fórum líka í bíó það kölluðu allri hvor annan nick-neimum hrikalega fyndið, altaf gaman að kynnast nýju fólki sérstaklega skemmtilegu kv.gua
gua, 22.2.2007 kl. 12:51
Hehhehehe, gua, ég heimta það! Þá þarftu sko að koma í bloggvinahittinginn um helgina. Er fólki almennt sama hvort það er á laugard. eða sunnud.???
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 12:54
Kemst á laugardag, en ekki sunnudag. Þarf á aðalsafnaðarfund og í barnaafmæli.
Sigríður Jósefsdóttir, 22.2.2007 kl. 14:17
Þarf að fara til Akureyrish um helgina á námskeið annars hefði ég pottþétt mætt, kem næst
gua, 22.2.2007 kl. 14:19
hæ elskið mitt. Ég myndi gjarnan vilja koma. Veit ekki hvort ég kemst. Reyni að kíkja.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.2.2007 kl. 14:46
Stefnum að laugardegi eftir hádegi ... nánar um þetta í kvöld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 14:57
ég er game .... enda næstum viss um að gjonson taki mig með sér ef ég bið fallega :D
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:20
Jessss, annars var ég að henda inn færslu um málið ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 17:23
Heyrði elskurnar mínar, þetta gengur sko ekki, ég er í einum brunch og tveimur eftirmiðdagsveislum á laugardag og fæ svo fólk í kaffi og kleinur á sunnudag. Ég sem er einlægur áhugamaður um bloggvinahitting í Skrúðgarðinum á Skaga með Gurrí, Guðmundi, Steingerði, Vélstýru og öllum hinum. Verst að Flórens, Guðrún, Zordis, Katrín og fleiri eru í útlöndum. Getum við ekki haft hitting #2 í apríl, eins og mér finnst ég hafa lesið einhves staðar. Er ég kannski forvitur, skyggn?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:17
Jú, líka!!! Guðmundur vill drífa í Skagaferð sem fyrst, kannski verðum við bara þrjú eða fjögur (til að kanna aðstæður) og svo verður alvöruhittingur í apríl þegar Katrín kemur til landsins og Guðrún er komin frá DC.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.