Skagatúr á laugardaginn?

Kaffi, kaffi, kaffi ...Ég talaði við Maríu hjá Skrúðgarðinum, nýja og flotta kaffihúsinu á Skaganum, og hún verður með opið frá 10-10 á laugardaginn. Ég sagði henni að hún mætti líklega búast við  2-10 manns á kaffihúsið, en hér væri um sérlega gáfulegt og glæst fólk af Moggablogginu að ræða.

Hún sagði það heiður að taka vel á móti okkur. Kaffið er ljómandi gott og ferskt og kemur frá Te og kaffi. Kökurnar eru alltaf nýbakaðar og eru alveg svakalega góðar. Ég hef smakkað tvær tegundir; súkkulaðidjöflatertuna (sem er sjúkleg) og fína tertu með perufrómasi, hún var æði. Svo er auðvitað brauðmeti til líka og gulrótarkaka, sérbökuð fyrir hollustusælkera.

 

Kaffi, kaffiÞeir sem vilja vera „á rassgatinu“ um miðjan dag geta fengið sér bjór en fyrir hina eru ýmsar tegundir af kaffi og kaffidrykkjum. Hægt er að skreppa út í sjálfan skrúðgarðinn og fá sér sígó fyrir þá sem vilja.

Ja, við Guðmundur ætlum að mæta, hvað með þig, englakrúsídúllan mín? Þetta gæti orðið besti dagur lífs þíns ... alla vega einn þeirra!

Eina umræðuefnið sem ekki verður leyft er um fiskeldi í Téténíu!

Guðmundur með latteÞeir sem ekki mæta þurfa mögulega að afplána myndasýningu af kaffihússferðinni á bloggum okkar Guðmundar og vonandi fleiri aðila. Múahahhaha!

 

Er ekki snjallt að hafa þetta upp úr hádegi? Þeir sem koma með strætó ná honum kl. 12.30 frá Háholti í Mosfellsbæ (á milli Bónus og KFC) og næsta ferð verður ekki fyrr en 16.30 og þá er nú bara komið kvöld!

Strætóferðir til baka á laugardaginn eru kl. 15.27, 17.27, 19.27 og 21.27. Þ.e.a.s. ef þú tímir að fara.

Ég myndi taka á móti þeim sem koma með strætó, mæta í Skútuna, endastöðina, og labba niður í bæ með liðið. C.a. 10 mínútna ganga en kannski verður strætó farinn að ganga alla leið í kaffihúsið, það fer að líða að því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kemst vonandi ... um að gera að sem flestir drífi sig ... ekki langt að fara og svo er bara svo gaman að hitta nýtt fólk...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ágæta vinkona, núna ert þú farin, óopinbert, að verða ferðamálafulltrúi heimabæjarins, annars lýst mér vel á kökuborðið sem þú talar um.

Pétur Þór Jónsson, 22.2.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Og þú ert velkominn, enda bloggvinur góður!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:03

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, ég var að svara Pétri, Guðmundur minn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:03

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sjá komment mitt undir "er Britney að missa allt" hér neðar á síðunni!! Gurrí, þú ert að slá öll met, ég vissiða, ég vissiða, þessi þjóð er ekki alveg smekklaus, eins og ég hef reyndar nýverið bent á (vegna Eiríks rauða).

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er greinilega vinsælt að blogga um stjórnmál hér á síðunni ... og líka fréttir. Í andleysi mínu undanfarið hef ég fengið hugmyndir að bloggum þegar ég les fréttirnar ... og það hefur mikil snjóboltaáhrif. Minnir mig á að þegar ég fékk aukavinnu einu sinni sem útvarpsstjarna og hafði þá efni á að kaupa mér plötur ... en þá fékk ég þær gefins!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

dæmigert fyrir sjálfhverfu Moggabloggara. Aðrir náttúrlega mega ekkert vera með... ;-)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vonandi kemst þú á Skagann á laugardaginn Þótt þú bloggir meira annars staðar þá skiptir það engu, þú ert bloggvinur! C´mon!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:15

9 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Jæja, ég afplána þá bara að lesa um fyrstu bloggvinasamkomu Íslands - á blogginu.   Þetta verður náttúrulega sögulegur viðburður.  Er einhver til í að taka það að sér að fá sér gulrótarköku og hugsa hlýlega til mín á meðan hann/hún nýtur góðgætisins?

Guðrún Eggertsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:54

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Pottþétt!!! Það er verið að búa til sérstaka hollustuuppskrift sem er samt svo sæt og góð bara fyrir ykkur Katrínu!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:58

11 Smámynd: Gerða Kristjáns

ohhh hvað ég væri til í að koma, en illómögulegt, er fyrir norðan með flensu   Vil fá ýtarlega fundargerð

Gerða Kristjáns, 23.2.2007 kl. 18:19

12 Smámynd: Einar Ben

Guðríður mín kæra, hvað með innfædda maka bloggvina? er svoleiðis skrýll velkominn.....???

Kv. af skaga

ps. 3 sölum undir himnaríki....

Einar Ben, 23.2.2007 kl. 18:36

13 Smámynd: Ólafur fannberg

verð að vinna á morgun allúrat á þessum tima svo ég verð að passa.....

Ólafur fannberg, 23.2.2007 kl. 22:43

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, Guðmundur!!! Þetta verður bloggarafundur!!!

Kannski koma Simmi og Denni á Skagann, risastóru Moggablogggggararnir ... ég bý reyndar í sama stigagangi og amma hans Simma! Hann gæti slegið nokkrar flugur í einu höggi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 174
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 866
  • Frá upphafi: 1505873

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband