4.2.2021 | 11:43
Veit ekki að hún er mamman ... bold
Margt hefur gengið á í boldinu en ég verð að upplýsa um að heilu árin hafa dottið út hjá mér en eftir að ég gjóaði augum á þetta fyrir nokkrum vikum varð ekki aftur snúið.
Ég þekki ekki alveg allar nýju persónurnar og gæti mögulega ruglað saman nöfnum. Afsakið fyrirfram.
MYND: Hope með barnið sem hún laðast undarlega mikið að.
Hér áður fyrr börðust Taylor og Brooke um Ridge - og nú hefur Brooke vinninginn, er harðgift honum. Dætur þeirra, Steffí (dóttir Ridge og Taylor) og Hope (dóttir Brooke) hafa lengi barist um Liam, son hins ríka Bills.
Svo fór að Liam gerði þær báðar óléttar en það liðu alveg nokkrir mánuðir á milli samt.
Steffí og Liam höfðu verið mjög hamingjusöm en þegar hann sá grilla í faðernispróf ofan í tösku hennar viðurkenndi hún að hafa sofið hjá Bill, pabba Liams, nokkru fyrr, eða þegar þau urðu ósátt (skilst mér). Liam varð mjög sár og þar sem karlarnir í boldinu geta ekki verið kvenmannslausir fór hann til Hope en þau tvö höfðu reynt án árangurs mörgum sinnum að giftast en alltaf eitthvað komið í veg fyrir það, eins og Steffí. Hún varð ólétt, þau giftust.
Dóttir Steffíar kom í heiminn og Liam sinnir föðurskyldunum vel. Steffí syrgir auðvitað fyrrum eiginmanninn, hún meira lenti í þessu framhjáhaldi með tengdapabbanum ...
Taylor, mamma Steffíar og fyrrum eiginkona Ridge, geðlæknirinn með varirnar, hefur átt bágt í nokkur ár, aðallega vegna ofdrykkju og ýmissa ofbelisverka sem fjölskyldan hefur þaggað niður að mestu. Hún ók full á Dörlu á sínum tíma og ætlaði svo að giftast ekklinum, Thorne, til að bæta fyrir það en dóttir Thorne og Dörlu klippti brúðarkjólinn í tætlur. Ég spáði því þá, meira að segja hér á blogginu, að þarna gæti mögulega verið tilvonandi fjöldamorðingi á ferð ef ekkert yrði að gert, og hafði næstum því rétt fyrir mér.
Já, Taylor kynnist nýlega lækni sem er spilasjúkur og skuldar stórfé, ef hann borgar ekki mun dóttir hans fá fyrir ferðina. Um svipað leyti fer Taylor að svipast um eftir barni fyrir Steffí til að ættleiða svo dóttirin verði ekki einbirni og leggur inn orð hjá lækninum.
Þessi læknir, fyrir algjöra tilviljun, tekur á móti barni Hope og Liams, í brjáluðu veðri á sumarleyfiseyju en Liam komst ekki í tæka tíð. Tvö börn fæddust þessa nótt, annað andvana og móðirin lét sig hverfa ... Svo læknirinn segir Hope að barn hennar hafi ekki lifað af, selur Taylor það og fær vinkonu sína til að þykjast vera mamman sem vill gefa Steffí barn sitt til ættleiðingar.
Hann borgar skuldina, Steffí fær barn en Hope syrgir sitt. Hún nær þó undraverðu sambandi við ættleiddu dóttur Steffíar og sárin byrja að gróa ...
Dóttir læknisins, sem einhvern veginn tengist Steffi og Hope, vinnur sennilega fyrir Forrester-fjölskylduna, kemst að þessu, gengur á vinkonu pabbans sem þóttist vera móðirin, og fær að vita hið sanna.
Pabbi hennar grátbiður hana um að segja ekki sannleikann - þá lendi hann í fangelsi og líka vinkona hans. Hope fái þó að umgangast dótturina þótt hún viti ekki að hún sé rétta móðirin ...
Mig grunar að þetta komist upp fljótlega.
NEÐRI MYNDIN er af lækninum tala við dótturina fokreiðu.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 29
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 663
- Frá upphafi: 1506016
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Gurrý mín. Meira svona takk
Anna Kristine Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2021 kl. 12:18
Gurrí hvernig í ósköpunum ferð að halda utan um allt þetta fólk? Ég varð bara ruglaðari eftir því sem ég las meira.Reyndar verður það að viðurkennast að ég hef aldrei horft á einn einasta þátt.
Margrét Fafin Thorsteinson (IP-tala skráð) 4.2.2021 kl. 14:40
Mín kæra frú Fafin. Ég man sumt, annað ekki, og veit t.d. ekki hvaða hlutverki hún gegnir, þarna dóttir læknisins ... veit bara helstu nöfnin. En í alvöru, það er hægt að taka sér frí frá þáttunum um hríð, líklega hef ég tekið of langa pásu fyrst ég veit svona lítið um þetta fólk þarna á neðri myndinni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2021 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.