2.5.2021 | 23:08
Sunnudagsklúbbur um morð
Fínasta helgi búin, og hún fór nánast eins og hún átti að fara eða; Föstudagur: baka súkkulaðiköku, Hilda í heimsókn, borða kvöldmat á Galito, drekka eitt rauðvínsglas, skandalísera, bönnuð á Galito, kveðja Hildu, lesa, lesa, sofa. Laugardagur: Vakna, borða kornfleks, lesa, lesa, lesa, vinkona í heimsókn, fara með henni á Galito að borða kvöldmat, þekkjast ekki á Galito vegna grímu, drekka Pepsí með matnum, kveðja vinkonu, lesa, lesa, sofa. Sunnudagur: Vakna, borða skyr, lesa, lesa, fá vinkonu í heimsókn, fara ekki á Galito, spjalla um spennubækur í tvo tíma, borða jarðarberjatertu sem hún kom með með góðu kaffi, kveðja vinkonu, lesa, lesa, horfa á eldgos út um gluggann til hægri og kíkja á eldgos í sjónvarpinu, lesa, blogga, lesa, lesa, fara að sofa á miðnætti.
(Efri myndin: Ég horfði ekki á einn einasta fótboltaleik um helgina!!!)
Ég sakna alltaf sunnudagskvöldanna hjá Önnu vinkonu á Álftanesi, þar sem við hittumst nokkrar vinkonur vikulega ... á síðustu öld. Góð músík (skrítin, alltaf skemmtileg) og fjölbreytileg umræðuefni. Svo fluttu 3/5 af upprunalega hópnum til útlanda (ég bað í alvöru þáverandi forsætisráðherra (SH) í virðulegu nýárspartíi um að stöðva þá vinkonu sem flutti til Bretlands, en æðsti maður landsins (var Samherji nokkuð kominn þá?) kom engu tauti við hana. Löngu seinna flutti svo 1/5 á Skagann. Væri meira en til í að vera í sunnudagsklúbbi, t.d. kl. 16-18 aðra hverja viku og töluðum um morð og aðra glæpi í bókum, gott kaffi og jarðarberjaterta á borðum. Gaman að fá löggu í klúbbinn, lyfjafræðing (sem getur reddað sannleikslyfi svo löggan segi eitthvað djúsí) og bara alls konar.
- - - - - -
Ég hef litlu sambandi náð við mávana í ár. Þeir bjóða mér ekki blíðlega góðan daginn þegar ég kem með opinn faðminn út á svalir ... djók, ég er ekki svalatýpan sem faðmar sólina, frekar hið gagnstæða, (hangi á bílastæðum, í skugga).
Jónatan mávur, gamli vinur okkar Einars, settist á svalahandriðið þegar hann langaði í brauð en ef ég fer með eitthvað í brekkuna við þyrlupallinn (á hlaðinu á himnaríki) greini ég engan sérstakan áhuga. Ég nenni ekki að skreyta matinn sem ég gef þeim.
Þeir eru nú samt vanmetnir mávarnir, manni var kennt/innrætt að fyrirlíta þá af því að þeir voru ekki jafnsætir og lóur eða svanir - en hver man ekki eftir forsíðumynd í Mogganum eitt árið þar sem fagur svanur var að gæða sér á æðarunga á Reykjavíkurtjörn? Svanir myrða án nokkurrar miskunnar, ráðast meira að segja á lömb!
Sjokkerandi, en samt er okkur innrætt að svanir séu góðir en mávar ekki. Ég á kisur en sumir verða steinhissa þegar ég segi þeim að ég sé mikil hundamanneskja, væri sennilega með hund ef ég byggi ekki á 3,5. hæð ... Finnst hundar alveg jafndásamlegir og kettir.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Á vetrin, eins og amma mín á Baldursgötunni sagði, fórum við Alexander sonur minn oft niður að Reykjavíkurtjörn til að gefa öndum og svönum brauð úr Björnsbakaríi á Hringbrautinni.


Og á leiðinni taldi Alexander upp allar bíltegundirnar sem á vegi okkar urðu, enda þótt hann kynni ekki enn að lesa.
"Þetta er Citroën AX, þetta er Toyota tákn um gæði."
Mikill er því máttur sjónvarpsauglýsinganna.
En vegna lífsstílsbreytinga vilja endur og svanir nú hætta að graðga í sig brauð úr Björnsbakaríi.
Björnsbakaríi lokað: "Brauðið hefur ekki gert neitt af sér"
Ekki gefa öndunum á Tjörninni brauð
Þorsteinn Briem, 3.5.2021 kl. 09:58
Já, það er víst ekki talið gott að gefa lengur brauð - en bæði mávar og hrafnar hér við sandinn taka brauði mjög vel. Krummi fær það smurt með smjöri ef það er mikið frost, þetta er svo dekrað hjá mér. :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2021 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.