Sunnudagsklúbbur um morð

Bara fyndinFínasta helgi búin, og hún fór nánast eins og hún átti að fara eða; Föstudagur: baka súkkulaðiköku, Hilda í heimsókn, borða kvöldmat á Galito, drekka eitt rauðvínsglas, skandalísera, bönnuð á Galito, kveðja Hildu, lesa, lesa, sofa. Laugardagur: Vakna, borða kornfleks, lesa, lesa, lesa, vinkona í heimsókn, fara með henni á Galito að borða kvöldmat, þekkjast ekki á Galito vegna grímu, drekka Pepsí með matnum, kveðja vinkonu, lesa, lesa, sofa. Sunnudagur: Vakna, borða skyr, lesa, lesa, fá vinkonu í heimsókn, fara ekki á Galito, spjalla um spennubækur í tvo tíma, borða jarðarberjatertu sem hún kom með með góðu kaffi, kveðja vinkonu, lesa, lesa, horfa á eldgos út um gluggann til hægri og kíkja á eldgos í sjónvarpinu, lesa, blogga, lesa, lesa, fara að sofa á miðnætti.

(Efri myndin: Ég horfði ekki á einn einasta fótboltaleik um helgina!!!)

 

Ég sakna alltaf sunnudagskvöldanna hjá Önnu vinkonu á Álftanesi, þar sem við hittumst nokkrar vinkonur vikulega ... á síðustu öld. Góð músík (skrítin, alltaf skemmtileg) og fjölbreytileg umræðuefni. Svo fluttu 3/5 af upprunalega hópnum til útlanda (ég bað í alvöru þáverandi forsætisráðherra (SH) í virðulegu nýárspartíi um að stöðva þá vinkonu sem flutti til Bretlands, en æðsti maður landsins (var Samherji nokkuð kominn þá?) kom engu tauti við hana. Löngu seinna flutti svo 1/5 á Skagann. Væri meira en til í að vera í sunnudagsklúbbi, t.d. kl. 16-18 aðra hverja viku og töluðum um morð og aðra glæpi í bókum, gott kaffi og jarðarberjaterta á borðum. Gaman að fá löggu í klúbbinn, lyfjafræðing (sem getur reddað sannleikslyfi svo löggan segi eitthvað djúsí) og bara alls konar. 

- - - - - -  

Ég hef litlu sambandi náð við mávana í ár. Þeir bjóða mér ekki blíðlega góðan daginn þegar ég kem með opinn faðminn út á svalir ... djók, ég er ekki svalatýpan sem faðmar sólina, frekar hið gagnstæða, (hangi á bílastæðum, í skugga).

JónatanJónatan mávur, gamli vinur okkar Einars, settist á svalahandriðið þegar hann langaði í brauð en ef ég fer með eitthvað í brekkuna við þyrlupallinn (á hlaðinu á himnaríki) greini ég engan sérstakan áhuga. Ég nenni ekki að skreyta matinn sem ég gef þeim.

Þeir eru nú samt vanmetnir mávarnir, manni var kennt/innrætt að fyrirlíta þá af því að þeir voru ekki jafnsætir og lóur eða svanir - en hver man ekki eftir forsíðumynd í Mogganum eitt árið þar sem fagur svanur var að gæða sér á æðarunga á Reykjavíkurtjörn? Svanir myrða án nokkurrar miskunnar, ráðast meira að segja á lömb!

 

Sjokkerandi, en samt er okkur innrætt að svanir séu góðir en mávar ekki. Ég á kisur en sumir verða steinhissa þegar ég segi þeim að ég sé mikil hundamanneskja, væri sennilega með hund ef ég byggi ekki á 3,5. hæð ... Finnst hundar alveg jafndásamlegir og kettir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á vetrin, eins og amma mín á Baldursgötunni sagði, fórum við Alexander sonur minn oft niður að Reykjavíkurtjörn til að gefa öndum og svönum brauð úr Björnsbakaríi á Hringbrautinni.

Og á leiðinni taldi Alexander upp allar bíltegundirnar sem á vegi okkar urðu, enda þótt hann kynni ekki enn að lesa.

"Þetta er
Citroën AX, þetta er Toyota tákn um gæði."

Mikill er því máttur sjónvarpsauglýsinganna. cool

En vegna lífsstílsbreytinga vilja endur og svanir nú hætta að graðga í sig brauð úr Björnsbakaríi. cool

Björns­bakaríi lokað: "Brauðið hefur ekki gert neitt af sér"

Ekki gefa öndunum á Tjörninni brauð

Þorsteinn Briem, 3.5.2021 kl. 09:58

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, það er víst ekki talið gott að gefa lengur brauð - en bæði mávar og hrafnar hér við sandinn taka brauði mjög vel. Krummi fær það smurt með smjöri ef það er mikið frost, þetta er svo dekrað hjá mér. :) 

Guðríður Haraldsdóttir, 3.5.2021 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1485
  • Frá upphafi: 1453954

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1241
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband