Töfrar Snæfellsness - óvænt lyfjagjöf við bensínstöð

Aðdáendur í BorgarnesiEngin miskunn hjá Guðrúnu sem hringdi klukkan 8.50 í morgun og var að leggja af stað úr Kópavogi. Snæfellsnes, fagurt og frítt beið okkar og Rjúkandi fyrstur á dagskrá. Kaffið. Olli. Engum. Vonbrigðum. ... frekar en annað kaffi á nesinu fagra.

 

- - - - - - - 

 

Kannski rétt að minnast á, áður en lengra er haldið, að við eignuðumst aðdáendur í Borgarnesi, ótrúlega flotta mótorhjólatöffara á okkar aldri, sýndist mér.

 

„Sástu hvað þeir gláptu á okkur?“ sagði ég spennt.

 

„Ha, nei!“ sagði Guðrún í miðjum klíðum við að bakka og reyna að komast út af Olísstæðinu á meðan ég var á sénsaútkíkkinu eins og alltaf. Samt var hún með styrkt sólgleraugu.

 

- - - - - - - - - - 

 

Arnarstapi - geggjaður staðurFjöldi fólks hafði ákveðið að njóta Snæfellsness í dag, eins og við, bæði innlent og erlent. Alls staðar grímuskylda og mikið sprittað - á Arnarstapa fannst okkur alls staðar örtröð og ákváðum að prófa stað sem við vissum ekkert um, það stóð bara fish and chips á óspennandi húsvegg ... og svo reyndist þetta ljómandi góður veitingastaður.

 

Maður beygir til hægri þegar ekið er inn á Arnarstapa, hótelið, hélt einhver.

 

Frábær þjónusta, góður matur, geggjað kaffi - ekki hægt að biðja um meira. Ég hélt, þegar við Hilda vorum þarna eitt sumarið, að þetta væri enn einn skyndibitastaðurinn, sem var svo alls ekki ...

 

- - - - - - - - - - - -

 

Gilbakki á HellissandiHellissandur, of saddar fyrir nokkuð en kíktum samt á stað sem heitir Gilbakki, Guðrún kannaðist við eigandann og langaði að sjá, en þar var of gott kaffi í boði til að prófa ekki, og reyndist líka algjört æði. Annar eigandinn byggði húsið, sennilega með hjálp hins, og við áttum í greindarlegum samræðum við hann um sitt af hverju byggingatengt. Pallurinn var úr lerki, dugir í 100 ár, vissi ég, og þarf ekkert viðhald. Við vorum sammála um að hraðinn á byggingum húsa hérlendis síðustu árin hafi gert myglusveppum mikinn greiða.

 

„Vá, sástu rauða mótorhjólið, Guðrún, er þetta sami gaurinn og í Borgarnesi?“ sagði ég ótrúlega glöð, höfðu þeir, hann og kannski vinir hans, virkilega elt okkur alla leið á Hellissand? 

„Nei, þetta var kona á hjólinu,“ svaraði Guðrún.

„Ó.“

 

Það dró til tíðinda í Stykkishólmi, jú, við fórum hringinn,  bílandi af því að ég er sami gallagripurinn og í ferðinni fyrir norðan með Hildu, ekkert gangelsi, takk. Gömul vinkona kallaði fyrir utan ónefnda bensínstöð:

„Gurrí, hæ, hvað ert þú að gera hér!“ (allir vanir að ég sé alltaf heima, fólki getur brugðið við minna)

Ég haltraði til hennar og stoppaði þegar tveir metrar voru á milli okkar. „Ja, ég ætlaði nú bara að fá að pissa hérna, ég er með b-bólgu og ... svo komu grafískar lýsingar í löngu máli (grín, maður talar ekki um stjórnmál, veikindi eða fjármál í vinahittingum) ...

„Ertu ekki búin að tala við lækni?“

Rjúkandi„Nei, það er alveg tveggja mánaða bið, ég drekk bara trönuberjasafa, soðið vatn, piparmyntute (líka við bjúg sem herjar á). Þetta lagast, það bara hlýtur að vera,“ sagði ég orðin örlítið beisk því Sjúklingur, lækna sjálfan þig! er þreytandi. Eins og maðurinn sem ætlar ekki að trufla heilbrigðisyfirvöld með því að fara í bólusetningu, segir nóg að skrifa dagbók þess í stað. Maður þarf að vera skynsamur á fordæmalausum tímum.

 

Ég sjúkdómsgreindi mig af snilld í gegnum Google og útvegaði mér lyf fyrir utan bensínstöð í Stykkishólmi af tilviljun, „svona er Ísland í dag,“ væri hægt að segja. Vinkonan lumaði sem sagt á pensilíni og vildi endilega gefa mér. Fór í húsbíla- og hjólhýsahverfið fyrir aftan bensínstöðina og þar fór afhendingin fram. Hef ekki tekið pensilín í meira en tíu ár svo það ætti að virka vel á mig. Ef ég lagast ekki verð ég sennilega að skera mig upp aftur. Nema nú ætla ég að svæfa mig fyrst!

 

Við snæddum þennan eðalfína kvöldverð í Rjúkanda og þar drukkum við fjórða kaffibolla dagsins, helmingi meiri kaffidrykkja í dag en aðra daga. Alltaf hægt að sofa síðar. Ég er mjög hress núna, mjög.

 

Þegar við ókum að Himnaríki æpti ég: „Nei, Guðrún, ég á ekki eitt aukatekið orð, heldurðu ekki að einn mótorhjólatöffarinn hafi elt okkur (mig) alla leið á Skagann! Ég trúi þessu ekki,“ emjaði ég og benti á rautt mótorhjól.

„Ég sá þetta hjól í morgun þegar ég kom og sótti þig, heldurðu ekki bara að einhver nágranni þinni eigi það?“ sagði Guðrún rólega.

„Jú, kannski,“ sagði ég en held samt ekki, Guðrún er svo skynsöm en það er ég yfirleitt líka. Það gat ekki verið tilviljun hversu mörg mótorhjól voru alls staðar í kringum okkur í dag, sérstaklega rauð. Það er orðið fáránlegt hvað ég lendi oft næstum því á séns eftir að grímunotkun hófst aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 297
  • Sl. sólarhring: 451
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 1456364

Annað

  • Innlit í dag: 257
  • Innlit sl. viku: 2015
  • Gestir í dag: 253
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband