5.10.2021 | 20:07
Gott gisk og alvarlegur tertuskortur á Akranesi
Það eina vonda við að Facebook datt út í gær var að geta ekki farið á Facebook og kvartað yfir því að Facebook virkaði ekki ... reyndar hrundi lesturinn á blogginu mínu svo nú veit ég að þeir sem halda því uppi eru fésbókarvinir mínir. Takk, hjartagullmolasnúlludúskarnir mínir. Þið munið að ég stefni að því að komast á TOPP-fimm á Moggabloggi sem krefst þess að maður sleppi fram af sér beislinu í ... ómennsku.
Myndin af Mark birtist á netinu í gær og lýsir sennilega ástandinu nokkuð vel. Og sjokkinu bak við brosið eftir að hafa sett öll tölvueggin sín í sömu körfuna.
Fyrsti dagur safakúrsins (í gær) gekk vel fram að kvöldmat, ég drekk fimm safa yfir daginn og má borða eitt epli sem ég hlakkaði til að gera, en ég var búin að gleyma því hvað epli geta verið súr, gat rétt svo með herkjum og hörmungum borðað helminginn. Þegar ég tala um að ég sé sæt á ég ekki bara við útlit mitt, heldur líka bragðlauka, eða valið í lífinu; hvort viltu súrt eða sætt? Þegar ég fór í fyrsta sinn á Subway var með í för vanur einstaklingur sem bauðst til að velja áleggið fyrir mig. Ég horfði full hryllings á hann velja eitthvað á borð við súrsaðar gúrkur, ólífur og slíkt (sem er alveg gott samt en ekki í Subway-báti) og sósan var eins langt frá því að vera góð og hægt var (sterkt sinnep?). Man ekki alveg allt, hef greinilega lokað aðeins á þessa slæmu matarminningu en þessi maður fékk ekki annað stefnumót með mér, minnir mig. Sá sem beið á hliðarlínunni bauð í kvöldverð á Holtinu ... og þar þurfti ég ekki að óttast neitt súrt, því ég pantaði sjálf.
Í dag þegar skjálftinn kom (upp á 3,6) gargaði ég: 3,7 - eða sagði það yfirveguð í fb-hópnum mínum um jarðskjálfta og eldgos. Önnur bauð betur, eða 4,1, en þetta er fyrsti skjálftinn hennar í þessari lotu, hún hefur verið utan skjálftasvæðis um hríð, og kann því ekki á Keilis-skjálftana - ég hef forskot. Mér er meinilla við hristinginn en er ekki jafnstressuð samt og síðast. Bara síðan á mánudaginn í síðustu viku hafa komið 8.200 skjálftar sem er ansi mikið en þeir eru enn það djúpt að einhver bið er eftir gosi, ef gýs.
Netið hjálpar ekkert á þessum safakúr, eða samfélagsmiðlarnir. Eva Laufey að undirbúa nýja kökubók, mömmur.is iðulega með eitthvað óhugnanlega girnilegt og elskan hann Albert eldar ... birti nýlega uppskrift að tertu sem kallast Skóbót, eitthvað sem Eyjamenn þekkja. Ahhh, hugsaði ég, verð að baka þessa. Púðursykursmarens, namm. Svo mundi ég eftir því að stráksi er ekki svo mikill tertukarl, ég mun minni sælkeri en áður og mávarnir horfnir til heitari landa í vetur. Miðað við þetta held ég að það vanti bara hnallþórukaffihús á Skagann. Það verður að vera gott kaffi í boði, ekki eitthvað sem drykkjafyrirtæki býður þér nánast frítt ef þú býður bara upp á drykki þess, það verða auðvitað að vera góðar tertur og brauðmeti, opið lengur en til fjögur á daginn og opið um helgar. Það var æðislegt kaffihúsið þar sem Frystihúsið er núna, geggjað kaffi og mjög gott brauð, held að lítið hafi verið um tertur, en oft var meðlætið búið seinnipartinn og svo var lokað á sunnudögum sem fór illa í marga.
Ég kann enga pottþétta aðferð til að halda góðu kaffihúsi gangandi en matsölustaðirnir hér virðast vel sóttir. Kaja er auðvitað fínasta kaffihús með sjúklega góðan salatbar og smárétti en býður ekki upp á Beilís-marenstertur eða sítrónufrómashnallþórur með bingókúlukremi ofan á, enga óhollustu. Það ríkir sem sagt alvarlegur tertuskortur á Akranesi og maður þarf að þekkja mann sem þekkir konu sem þekkir mann til að komast í kökuboð. Skiljið þið núna af hverju ég vil láta kjósa aftur í NV-kjördæmi? Ef ég breyti atkvæði mínu og kýs eitthvað annað munu það vera terturnar í viðkomandi kosningakaffi sem stjórna því.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
mbl.is 6.10.2021 (í dag):



"Tómas Már [Sigurðsson forstjóri HS Orku] segir aðspurður að eldgosið í Geldingadölum hafi komið upp á besta stað fyrir HS Orku.
Hugsanlegt sé að þar verði jarðhitasvæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orkulind í tímans rás."
Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum, og reisa ný hús fyrir tugmilljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum.
En alls ekki má leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn.
Þorsteinn Briem, 6.10.2021 kl. 08:23
Að hugsa sér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2021 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.