8.10.2021 | 17:39
Kynþokki, uppbygging og síðasti í safó
Rosalega margt í gangi hér á Akranesi núna. Þar sem ég stend og horfi út um suðurgluggann og lít til vinstri er þar íþróttasvæðið og Guðlaug, heitar laugar, og þar verður mikil uppbygging, bara mjög flott, sýnist mér. Til hægri, þar sem sementsverksmiðjan var og skeljasandurinn (leiksvæði mitt í gamla daga þegar fáum þótti vænt um börn) á að byggja fjöldamargar íbúðir, allar með sjávarútsýni. Útsýni er loksins farið að þykja flott. Himnaríki hafði verið til sölu í tvo eða þrjá mánuði þegar ég rakst á að það væri til sölu. Það fór á sölu á afmælisdaginn minn í ágúst 2005 og ég flutti inn í febrúar 2006. Annar málarinn sem málaði áður en ég flutti átti líka afmæli sama dag og ég en tíu árum yngri, samt ágætur. Líklega örlög mín að flytja hingað þótt ég sé ekki forlagatrúar, gæti hafa verið samsæri, einhvern hafi langað í íbúðina mína við Hringbraut? Á þessum tíma var strætó nýfarinn að ganga til Reykjavíkur sem hafði auðvitað áhrif á kaupin.
Gífurleg uppbygging er á Skaganum - þeir sem hyggja á að opna kaffihús hérna og drekka ekki kaffi sjálfir sem er víst algengt, eða er skítsama um kaffi, endilega hafið sambandi við mig, ég veiti ókeypis ráð fyrir þá sem vilja kaffihús sem lifir.
Nú er síðasti dagur safakúrs og ég hef ekki drukkið kaffi síðan á sunnudaginn. Hvernig ætli morgunbollinn í fyrramálið smakkist? Skilst að það taki tíma að venjast bragðinu. Ég á ættingja sem vandist á neskaffi í háskólanámi og kemst ekki til baka. Ég á bara kaffibaunir heima svo sennilega held ég mig við þær. Neskaffi gull er notað í flugvélum og er alveg ágætt með kaffirjóma og ferðatilhlökkun.
Safarnir hafa allir verið sérlega bragðgóðir, meira að segja sá sem ég drekk núna með rauðrófu, gulrótum og kíví. Ekkert hungur, enginn söknuður eftir mat, nema þarna um daginn þegar ég áttaði mig á alvarlegum tertuskorti á Akranesi.
Þá sá ég kökur út um allt á netinu, öldurnar í sjónum minntu á kleinur og bílarnir á bílastæðinu líktust marmaraköku. Það er mikil næring í þessu og einhverra hluta vegna hef ég endurheimt grönnu ökklana ... Fjögur óétin epli úr safakúrnum eru í grænmetisskálinni og verða notuð í eplaköku um helgina. Það var ekki séns að geta borðað þau, allt of súr fyrir sætheitin hér.
Helgin verður ekki notuð í matarsukk - ég ætla í Kaju á morgun og kaupa eitthvað létt hjá henni, mat, langar að baka eplaköku, hún stakk upp á því, og fá mér sneið með rjóma, restin af kökunni verður sneidd niður og gefin tertusjúkum Skagamönnum ... spurning hvort maginn þoli svo lasagne á sunnudaginn ...
Ef það verður einhvern tímann gerð stytta af mér (til dæmis við Langasand eða kaffiverksmiðju) má hún gjarnan vera mjög sexí, eins og styttan af ítölsku verkakonunni sem einhverra hluta vegna sjokkeraði marga ... en ekki karlana á myndinni sem virðast mjög hrifnir.
Sumir segja að sú skylda okkar kvenna að vera ætíð kynþokkafullar sé eins konar vestræn búrkuskylda en ég finn samt ekkert voðalega fyrir henni. Nema kannski þegar kunningjakona mín sagði um árið að ef ég hætti ekki að ganga í rúllukragapeysum næði ég mér aldrei í mann. Ég horfði þolinmóð á veðruð brjóstin á henni sem stóðu hálf upp úr þröngum bolnum og hugsaði um allar ástarsorgirnar sem hún hafði lent í. Er þá rúllukragapeysn ekki betri? Á reyndar bara tvær (keyptar i Walmart) og geng mjög sjaldan í þeim, en ef sem sagt verður gerð stytta af mér í rúllukragapeysu, má hún vera mjög þröng og sexí og auðvitað pilsið mitt rennblautt (af sjó eða kaffi, eftir því hvar styttan mun standa). Ég er alveg til í að borga fyrir að láta taka nokkur kíló af mér, allt í lagi með hrukkur, en ég bæti alltaf tíu, fimmtán kílóum á mig á myndum ... og styttan yrði væntanlega gerð eftir ljósmynd. Þannig að hugmyndin að styttugerð yrði að koma upp áður en ég hrekk upp af. Ég stóla á ykkur og passið bara að Gurrí verði ekki skrifað með ý-i.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 1
- Sl. sólarhring: 175
- Sl. viku: 428
- Frá upphafi: 1526338
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 372
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Í staðinn fyrir epli ætti nú að vera í góðu lagi að graðga í sig banana, eða "banan" eins og amma mín á Baldursgötunni kallaði þá, en hún var að austan og sagði líka "á vetrin".
Þorsteinn Briem, 8.10.2021 kl. 18:20
Akranes nú alveg flatt,
enginn lengur skorsteinn,
ótrúlegt en samt þó satt,
sem ég heiti Þorsteinn.
Þorsteinn Briem, 8.10.2021 kl. 18:23
Skemmtileg færsla - takk
G Helga Ingadottir, 9.10.2021 kl. 15:26
Takk, G. Helga. :)
Og frábær vísa, Þorsteinn. Þorði ekki banana, vildi ekki gera neitt öðruvísi, en byrjaði daginn í dag, lau, með banana. :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2021 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.