16.3.2022 | 17:47
Staðfesting á góðri greind og loftsteinn á leiðinni
Internetið gefur og gefur. Gleður og gleður. Í morgun rakst ég á góða grein, Átta vísbendingar um að þú sért greindari en gengur og gerist, en lestur hennar varð til þess að mér er skapi næst að sækja um inngöngu í Mensa. Þessi grein er ekki alveg fullkomin en gefur þó góða mynd.
1. Þú reykir ekki. Ég hef ekki reykt síðan í apríl 2020.
2. Þú dýrkar ketti. Ójá, hunda líka.
3. Þú ert hávaxin. Heldur betur. Ég er 1.71 að hæð sem þykir stórt og stæðilegt í mörgum löndum.
4. Þú ert elsta systkinið. Hér fannst mér rannsóknin aðeins falla. Hver getur gert að því þótt hann fæðist til dæmis nr. 2 í röðinni? Svo er ég líka hærri en Mía systir.
5. Þú ert örvhent. Annað sem dregur úr trúverðugleika þessarar annars góðu greinar en eftir að hafa æft mig með vinstri í allan dag hef ég uppgötvað að ég hafi fæðst örvhent en verið neydd til að nota hægri. Það tíðkaðist í denn.
6. Þú hefur lært á hljóðfæri. Ójá, ekki bara eitt og ekki bara tvö, heldur á píanó, trompet og althorn, held það nú.
7. Þú ert grönn. Enn og aftur slæm vinnubrögð hér. Það hefur gleymst að segja grönn miðað við eitthvað. Og miðað við Keikó er ég til dæmis rosalega grönn.
8. Þú hefur prófað vímuefni. Einn og einn ólöglegur smókur á yngri árum telst kannski með en eitt sinn þegar ég keypti mánaðarskammt af Herbalife (vann með harðri sölukonu) voru vinsælar Herba-pillurnar green og beis sem voru svo bannaðar af því að ígildi amfetamíns fannst í þeim ... og ég hætti að strauja þvottapoka.
Sjálfur Páll Óskar á afmæli í dag. Þótt ég sé nánast hætt að skrifa fyrir Vikuna tek ég þó eitt og eitt verkefni ef ég er beðin fallega, eins og stöku viðtal í kökublaðið og að finna stundum afmælisbörn vikunnar, og láta fylgja fróðleik með. Þegar ég leitaði að einhverju sem tengdist afmælisdegi Palla rakst ég á ógnvekjandi staðreynd sem getur komið 878 ára afmæli hans í uppnám. Það er hugsanlegt, eða einn á móti þrjú hundruð, að loftsteinninn 1950DA rekist á jörðina þann 16. mars árið 2880. Afkomendur ykkar verða orðnir talsvert fjarskyldir ykkur á þeim tíma.
MYND: Flóðbylgjuviðvaranir vegna þessa atburðar fundust við gúgl.
Talandi um afkomendur. Nýjasti frændinn í ættinni fékk nafn fyrir skömmu. Foreldrar hans gjörsamlega klikkuðu á því að skella millinafni á drenginn, t.d. Óli. Þá mynduðu upphafsstafir hans orðið BÓK sem hefði getað haft áhrif á val hans á ævistarfi. Bókmenntafræðingur, bókavörður eða bara bókaormur.
Ég sótti mér kaffibolla nr. 2 um eittleytið, rólegt að gera akkúrat þá og hafði verið að hlusta á útvarpið í gegnum sjónvarpið ... en allt í einu hófst sjónvarpsleikfimi sem ég hef heyrt um að sé sniðug og alltaf ætlað að prófa. Þetta byrjaði í kóvidinu, held ég. Ég færði skrifborðsstólinn ögn til vinstri og fylgdist spennt með. Við ætlum að vera með sitjandi æfingar, sagði konan og mér létti, gat þá haft augun á tölvuskjánum á meðan og hætt að þjálfa ef verkefni birtist.
Ég hljóp á meðan ég sat á stólnum og rétti svo handleggina út vítt og breitt fyrir ofan mig. Ég var orðin útkeyrð þegar ég áttaði mig á því að þetta hafði bara verið upphitunin ... en hefði samt haldið áfram ef ég hefði ekki tekið eftir köttunum. Þeir voru lamaðir af skelfingu yfir þessum látum, ekki bara í ískrandi stólnum, heldur stappi mínu með fótunum og ógnandi handahreyfingar í næstum heila mínútu. Mér fannst ég ekki geta gert þeim þetta lengur. Ég stóð upp en hrundi niður í gólf, gat með herkjum skriðið fram á bað og híft mig upp við vaskinn á viljastyrknum einum saman. Sá vart út um augun fyrir blóðiblönduðum tárum. Mér tókst fyrir kraftaverk að skrúfa frá kalda vatninu og svala þorstanum. Af hverju eru vatnið ekki saltbætt? Held að dýrmæt sölt hafi svitnað úr líkama mínum eftir erfiðið í stólnum en ég er aðeins að ná mér. Blogga þetta frá baðgólfinu en næ mér senn. Hélt að það væri ekki alveg svona langt síðan ég fór síðast í ræktina. En ég ætla nú samt að reyna aftur á morgun, þá tilbúin með þetta beisik dót; vatn, álpoka, transistor-útvarp, áttavita, landakort.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 11
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 1060
- Frá upphafi: 1520764
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 916
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Á Moggabloggi margt í reynd,
mikið þarf að laga,
en ansi hefur góða greind,
Gurrí uppá Skaga.
Þorsteinn Briem, 16.3.2022 kl. 23:03
Það má áreiðanlega teljast nokkuð greindarlegt ef já-in eru 5/8, það eru þó 62,5% af greind!
Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 14:01
Guðrún! Ertu sem sagt að segja að ég sé rétthent, næstelst og feit? Sem sagt ferlega heimsk?!? Takk kærlega!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2022 kl. 14:58
Hefurðu ekki lært á hljóðfæri, reykir ekki og dýrkar ketti?
Ég vísa í lokalínur kvæðisins hér fyrir ofan.
Skv. könnuninni er það ég sem hef rúmlega 60% greind og er nokkuð sátt. Er það ekki yfir meðallagi annars?
Guðrún (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 15:31
Ókei, ókei, ókei!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2022 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.