24.4.2022 | 23:25
Lukkudýr ÍA og svartsokkaraunir
Ljómandi fínni helgi að ljúka þar sem glímt var meðal annars við lágt þvottafjall sem ég sigraði á stuttum tíma, nema sokkana. Þeir eru allir svartir (mínir) og þess vegna bara hægt að para þá í dagsljósi (veit einhver annars hvar maður fær svona skurðstofuljós?).
Að hafa smám saman í gegnum árin látið þennan gamla draum um að eiga fulla kommóðuskúffu af svörtum sokkum og allt ótrúlega þægilegt á morgnana, rætast ... og vera svo með fullkomunaráráttu (svart ekki sama og svart) - er ekki góð skemmtun. Hrifning mín hefur færst meira yfir á skrautlega og litríka sokka svo ég hlakka til að komast í Stefánsbúð á Laugavegi þar sem mjög flottir sokkar fást, langt frá því að vera einlitir. Davíð frændi sækir sér bara einhverja tvo ofan í skúffu sína á morgnana og það er sennilega einn á móti milljón að þeir passi saman. Hvílík hetja sem þessi ungi maður er.
Þessir síðustu dagar voru annars nokkuð annasamir þótt stráksi væri í helgargistingu, spennandi aukaverkefni unnið í gær og klárað í dag (yfirlestur, sjá sjokkerandi mynd hér að ofan sem var tekin í þvingaðri pásu í gær, laugardag) en steingleymdi óflokkuðu svörtu sokkunum (og dagsbirtu) og dundaði mér bara eitthvað og dúllaðist, ákvað svo undir kl. 18 að horfa á nýju James Bond-myndina sem beið mín ókeypis á Sjónvarpi Símans Prime. Ég lifi svolítið á brúninni og viðurkenni að ég var mjög stressuð því það var stutt í fréttir kl. 18 á Rás 2, kl. 18.30 á Stöð 2 og kl. 19 á RÚV, en ég ákvað að sætta mig við þetta síðastnefnda og njóta JB bara þar til ég gæti sett á pásu kl. 19 og horft á fréttirnar í gemsanum.
Athygli mín beindist þó fljótlega að miklum hávaða úti fyrir, sennilega allt troðið af fólki í Guðlaugu eða að flestum landsmönnum hafi dottið í hug að fara í flottu sundlaugina okkar eða á Langasandinn, jamm, þetta er allt á hlaðinu hjá mér og meira til. Ég gafst upp á þessum hávaða um klukkan hálfsjö, rauk út á svalir og kallaði eins hátt og blíðlega og ég gat: ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ HAFA LÆGRA, ÞAÐ ER FÓLK HÉRNA AÐ REYNA AÐ HORFA Á JAMES BOND! Rödd mín orðin svo miklu sterkari og hljómfegurri eftir að ég hætti að reykja fyrir tveimur árum og barst sennilega smám saman með hlýrri golunni yfir alla Jaðarsbakkana, jafnvel upp í Grundahverfi. Um það bil fimm mínútum seinna heyrði ég tryllt fagnaðarlæti, ég hélt að það hefði verið í þeim sem heyrðu síðast í mér og vildu sýna mér stuðning við þessa sjálfsögðu ósk um minni hávaða, meiri Bond. En fljótlega kom BLING frá FotMob-appinu í gemsanum og í ljós kom að það var í gangi fótboltaleikur á stærri vellinum austanmegin Himnaríkis, sá minni nær mér er þyrluvöllur minn, og ÍA hafði skorað og það gegn meisturunum, Víkingi Rvík. Ég dró þá ályktun að mínir menn hefðu heyrt í mér köllin, ekki kannski orðaskil og ákveðið að ég hafi verið að hvetja - og það með svona ofboðslega góðum árangri (eða heyrt allt og orðið reiðir, svo reiðir að þeir skoruðu?) Ég var sem ekki viss og prófaði aftur og enn aftur og alltaf eftir smástund komu fagnaðarlæti vegna marka minna manna. Þá veit ég hvar ég verð í sumar meira og minna ... og þá veit ég hver verður heiðraður í haust þegar við lendum ofarlega í þeirri bestu, ég er eflaust orðin lukkudýr ÍA núna. Mig grunar samt að öll þessi læti hafi orðið til þess að endirinn á Bond-myndinni varð eitthvað furðulegur. Sennilega einhver ruglingur við sænska sannsögulega harmræna raunsæismynd um harma og karma, eitthvað. Ég verð að læra betur á þetta Premium-dót.
Myndin: Mosi (8) lagðist vissulega malandi ofan á lesna textann í gær sem var allt í lagi, vel hægt að búa til annan bunka og sameina þá svo seinna, en það versnaði í því þegar Keli (12-13)) kom óvænt malandi og settist ofan á þann ólesna í nokkrar mínútur. Þetta var samt besta vinnuaðstaða í heimi. Fótbolti (á mute) í sjónvarpinu, Atom Heart Mother (52) með Pink Floyd (57) í tölvunni (2), svakagott kaffi í grennd og svo textinn sérlega spennandi.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 230
- Sl. sólarhring: 277
- Sl. viku: 1167
- Frá upphafi: 1520746
Annað
- Innlit í dag: 201
- Innlit sl. viku: 1008
- Gestir í dag: 194
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Heyrði að einhver kallaði. ....HORFA...JAMES BOND...., svo kom mark. Ég bý neðarlega á Kirkjubrautinni. Takk fyrir stuðninginn.
Jóhannes Finnur Halldórsson (IP-tala skráð) 25.4.2022 kl. 10:26
Vó, þetta hefur hljómað um allan Skagann, ekki skrítið að við höfum unnið! :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2022 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.