15.5.2022 | 22:17
Afmælisveisluæfing og kökubjargvætturinn
Mér líður eins og ég hafi átt afmæli í dag og fengið fjölda fólks í heimsókn. Veitingar og fínirí. Þetta gerðist allt í dag nema ég átti ekki afmæli. Vinkona mín hélt utan um ferð Oddfellow-kvenna upp á Skaga og ég gerðist einhvers konar leiðsögukona á Skaganum, sagði þeim allt um fegurð kvenna hér, kartöflur og knattspyrnumenn. OG EKKI SÍST frá spennandi helgum einhleypra Skagamanna sem hefjast í Einarsbúð á föstudögum kl. 18 við bananastandinn. Það fer allt eftir því hvað við setjum í körfuna (ananas, agúrku, perur osfrv.) hvað gerist og hversu bilað fjörug helgin verður ... Ég held að þær hafi trúað mér því nokkrar urðu eftir við bæjarskrifstofurnar til að sækja um lögheimili á Akranesi strax í fyrramálið.
Við fórum í Krósk, búð á Kirkjubraut, þar sem Skagaver var í eldgamla daga, og Harðarbakarí. Þar gerðu einhverjar góð kaup á vönduðum hönnunarfatnaði. Síðan var það antíkskúrinn og eitthvað keypt þar af mæðraplöttum og kristal, sýndist mér. Svo var ferðinni heitið beinustu leið í Himnaríki. Vön kona að halda upp á stórafmæli ár hvert (nema 2020 og 2021) fékk þessar dásamlegu konur sem voru með veisluföng í farteskinu. Fínasta brauð og girnilegt kökudæmi fyrir dömur. OG ÞÆR SKILDU HELLING EFTIR og gáfu mér að auki stóran og guðdómlega fallegan blómvönd - og kampavínsflösku.
Ég hafði bent þeim (fyrr í ferðinni) á einlyfta húsið þar sem mig dreymdi að ég hefði farið inn í og gengið upp alla stigana og endað á að hitta sjálfan gvuð sem sagði mér að ég myndi deyja í hárri elli 38 ára, eignast tvíbura og að maðurinn sem ég eignaðist héti Filippus Angantýr ... og að það nafn fyndist ekki í þjóðskrá! Ég þarf eiginlega að finna þennan Filippus Angantý samt áður en ég opna flöskuna ... ég verð mjög lauslát af kampavíni.
Mikið voru þetta skemmtilegar konur og ég fann aðra gamla vinkonu en frú Sigríði í hópnum, elsku Heiðu mína sem ég þekkti ekki í rútunni þótt hún kallaði hátt: Nei, er þetta ekki Guðríður almáttugur af Himnaríki? Ég hélt bara að ég væri orðin svona frægur bloggari. En svo var ekki, því miður. Þegar stigið var út úr rútunni hittumst við og þá þekkti ég hana auðvitað. Hún hafði ekki séð breytingarnar á Himnaríki og var voða ánægð með þær. Ísland er svo lítið að náfrænka hönnuðarins (Pálmadóttir) var í kvennahópnum.
Nágrannakonan úkraínska hefur komið sér ágætlega fyrir í íbúðinni sinni, hún vildi endilega sýna mér hana og svo kíktu þau stráksi hennar upp í Himnaríki í heimsókn á eftir. Kettirnir elska þau. Furðulegt, við sáumst fyrst fyrir rúmum sólarhring en samt er eins og við höfum alltaf þekkst. Rosalega afslappað, gaman og mikið spjallað. Hún var svo yndisleg að BJARGA mér og taka eitthvað af kökudæminu, auðvitað bjarga ég þér, sagði hún (með húmorinn beint úr Þingeyjarsýslu og Skagafirði) en stráksi minn (fóstursonurinn) er hrifnari af brauðmeti og ég hef því miður ekki gott af þessu sæta svo við stórgræddum báðar. Hún missti af jarðskjálftum dagsins í dag en ég fann vel þann seinni. Rétt áður en ég varð skelkuð og gargaði eins og einu sinni í fyrra, hætti þessi bara, hann var snarpur en dásamlega stuttur sem var nærgætið. Mér finnst jarðskjálftar spennandi en líka ógnvekjandi. Vona bara að kvikan finni sér útgöngu á góðum stað eins og síðast. (Myndin sýnir útsýni mitt eitt kvöldið á síðasta ári.)
Mér er skapi næst að senda Evrópubúum (nema Portúgal og Úkraínu) vel kæstan þorrabakka - og peysur prjónaðar úr illgirni og djöfull, eins og viss frændi (fjandi) myndi orða það. Ég er auðvitað að tala um Eurovision og þjóðir sem kunna ekki gott að meta.
Ánægð samt með vinningslagið og gengi enska lagsins. Eistneska var skemmtilegt þótt ég sé ekki hrifin af kántrí almennt, líka Holland eða Belgía (er strax farin að gleyma) og bara gaman að sitja með Ingu sinni, borða lax og njóta keppninnar.
Hef oft verið áhugasamari yfir kosningum en í gær ... á meðan Rússar (tölvuárásir) gera Trump ekki að bæjarstjóra einhvers staðar á Íslandi er ég sátt. Er ekki bara best að hafa kjörseðla hér upp á gamla mátann og handtelja svo kvikindin. Þá getur ekkert klikkað ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 43
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 1092
- Frá upphafi: 1520796
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 945
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir góða og skemmtilega leiðsögn og dásamlega innkomu í himnaríkið.
Guðlaug (IP-tala skráð) 17.5.2022 kl. 19:34
Ég þakka innilega fyrir mig, þetta var mjög skemmtilegt, frábær hópur og mikið fjör. :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2022 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.