Aldrei of illa farið með góð miðbörn

MiðbörnSystirin sem ætlaði að koma í gær lét loks sjá sig í dag. Kötturinn Krummi var ekki jafngribbulegur og vanalega svo frændhundarnir þorðu að njóta þess að hitta Gurrí frænku. 

 

Í Krónunni kom að því sem hefur verið yfirvofandi í margar vikur, þá slógumst við systur, í þetta sinn um eldrauðan varalit sem hún sýndi áhuga og ég þurfti að neyta afls-, aldurs- og stærðarmunar til að ná honum af henni áður en öryggisvörðurinn kæmi. Þetta er mín Króna á Akranesi, hún getur bara keypt sína varaliti í Kópavogi og þótt ég noti sjálf aldrei varalit og Einarsbúð sé búðin mín, þarf að sýna þessum litlu systrum annað slagið hver er eldri, þótt hún minni mig reyndar ansi oft á það.

 

Við miðsysturnar höfum reyndar verið kúgaðar í gegnum tíðina, eins og öll miðbörn ... og afkróað fólk ræðst hvert gegn öðru, eins og dæmin sanna, því það þorir ekki að vaða í elstu gribburnar og yngstu dekurdrósirnar. Hvaða miðbarn hefur ekki lent í því að heyra: „Gjörið svo vel, heitt kakó og nýbakaðar pönnukökur - bara fyrir elsta og yngsta. Miðjur, sækið hræringinn og súra slátrið áður en það lendir í sorpatunnunni!“ Við fengum alveg jólagjafir en bara það sem elsta og yngsta vildu ekki. Á meðan þau fengu heitt súkkulaði með rjóma fengum við Neskvikk í undanrennu með sýrðum rjóma, og þegar við systkinin vorum orðin nógu gömul til að drekka kaffi, fengu þau Jamaica Blue Mountain, en við gamla uppáhellingu með hlóðabragði. Og þegar þau svo fengu hvítvín í fyllingu tímans, þurftum við Hilda að sætta okkur við mysu.

 

Þegar koma gervifréttir um gervirannsóknir á systkinum um að elsta sé gáfaðast og yngsta sé krúttlegast (sjúr!) má maður alveg vera viss um að höfundur greinarinnar eða greinanna og viðkomandi bullvísindamenn séu ekki miðbörn. Verst er að svo margir trúa þessu. Miðbörn þora ekki að verja sig, þá fá þau enn ljótari jólagjafir. Mig minnir meira að segja að ég hafi séð alvörurannsókn einu sinni um að elsta og yngsta systkini væri líklegri að verða raðmorðingi og mannæta en sú frétt fékk ekki að standa lengi á netinu og enginn prentmiðill vogaði sér að birta þetta.

 

Ef þið heyrið einhvern tíma eða sjáið í fréttum illa talað um einhvern, illa farið með einhvern er nánast víst að um miðbarn sé að ræða (kvótakóngar, Bjarni?), eða að gerandinn (elsta eða yngsta barn) haldi að viðkomandi sé miðbarn. Svo er aldrei talað um þetta. Ef ég blogga ekki meira hér hefur einhver þaggað niður í mér og mögulega verður bloggið látið hverfa, alla vega þessi færsla. Ef ég hverf ætti löggan að sjálfsögðu að tékka á frumburðum og örverpum þessa lands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 281
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 2231
  • Frá upphafi: 1456984

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 1914
  • Gestir í dag: 252
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband