Mávar, guðsmaður, kattahvarf og afmælispælingar

gullride-728x409Ég sá að Siglfirðingar hafa gefið leyfi til að skjóta vargfugl við höfnina - sem ég giska á að sé mávur - ég ólst reyndar upp við að mávurinn væri ljótur og vondur fugl á meðan t.d. svanir væru fallegir og góðir (jafnvel prinsar í álögum). En lífið kenndi mér, ekki síst eftir flutningana í Himnaríki, að mávar eru bara ansi hreint fínir fuglar og sækja súpueldhús Guðríðar öll sumur en hrafninn tekur svo við yfir vetrartímann. Engin matarsóun hér. Þegar ég gef mávum brauð og almennar matarleifar er ekki bara einhver einn sem hakkar allt í sig, heldur kallar hann á vini sína og vandamenn í grennd svo þeir fái einnig notið. Súpersætu svanirnir hafa komist í fréttir fyrir grimmd, þeir éta líka ungana á Tjörninni, ráðast á kindur í sveitinni og eru jafnvel grimmir við mannfólkið - en bara svo fallegir. Samt held ég að seint sæi maður innslag í fréttum um hvernig ætti að fæla svani frá svo hægt sé að gefa öndunum brauð, en ég man eftir slíku varðandi máva. Myndin sýnir máv fljúga með annan máv á bakinu. Ég fann hana á netinu.

 

NóraÉg hef reyndar engar áhyggjur af mávunum á Sigufirði. Presturinn á staðnum er annálaður fuglavinur og mun án efa mótmæla þessu harðlega, trúi ég, sjá til þess að lausaganga skotveiðimanna verði bönnuð, enda eiga veiðimenn sannarlega ekki heima í vistkerfi okkar.

 

Talandi um kattaóvini. Mikið vona ég að Guðmundur Felixson og Þuríður Blær endurheimti heittelskaðan kött sinn sem nágrannar þeirra (frá helvíti?) fengu fjarlægðan í gær (!!!) en borgin glutraði út úr höndunum á sér (ég vil sjá hausa fjúka) og er týnd einhvers staðar í Laugardalnum. Eigendur ekki látnir vita, hvílík vinnubrögð. Einhver sá svipaðan kött nálægt Langholtskirkju. Hér er mynd af Nóru.

 

Ekkert hefur frést af drengnum síðan á miðvikudaginn þegar hann fór í sumarbúðir og ekkert hefur verið um sukk og svall hér á heimilinu á meðan, maður hlýðir sóttvarnalækni, en Mosi, yngsta kattardýrið, hefur sést sofa á rúmi stráksa, sennilega í saknaðarskyni.

 

TertaÉg held mínu striki og elda kvöldmat eins og vanalega, nema maturinn dugir í hádeginu næsta dag líka sem kemur sér ansi vel. Kemur í veg fyrir seríósreddingar, bananabjörgun og skyndibitaskyndihjálp. Fiskur, grænmeti og alls kyns gott og hollt.

 

Það er eins og mávarnir mínir viti að ég var að skrifa um þá. Hér fljúga þeir fram og til baka, kannski að minna á sig. Þeim hefur fækkað mjög mikið, voru svo miklu fleiri t.d. þegar sonur minn, mávahvíslarinn, gaf þeim hér við ströndina og þeir eltu hann alltaf eins og hlýðnir hundar þegar hann birtist að áliðnum slætti með leifarnar úr afmælisveislunni minni (ágúst). Held meira að segja að ég hafi birt mynd því til sönnunar hér einu sinni, þeir flugu mjög lágt fyrir aftan hann og nálægt, vissu alveg að veisla ársins biði þeirra.

 

Ég ætla að halda dýrðarinnar stórafmælisveislu (64 ára) nú í ágúst þótt COVID sé enn á fullu. Við bara látum eins og það sé búið, nennum þessu ekki. Kannski fátt annað hægt að gera. Man ekki hvað Fréttin.is sagði að ég ætti marga mánuði eftir ólifaða - eftir mínar þrjár bólusetningar - og vil bara drífa í veislunni til öryggis ef hún verður mín síðasta, og svo fá elsku mávarnir mínir restar, ef verða. Lítið að græða á veislum 2020 og 2021 sem nánast engar voru, bauð „jólakúlunum“ mínum, eða innan við 12 manns, held ég. Það þarf ekkert að taka í hendur eða knúsast þann 12. ágúst, meira en nóg að segja hæ, henda sér á terturnar og kaffið, og vera skemmtilegur. Þarf ekki einu sinni að færa gjafir, enda á ég allt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 230
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2180
  • Frá upphafi: 1456933

Annað

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 1867
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 203

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband