23.9.2022 | 14:18
Falsspákonan og undarlega þenkjandi leikjahönnuðir
Í fyrrakvöld borðaði ég með hópi skemmtilegs fólks, allra þjóða kvikindum. Einhverjir voru með símana á lofti, ofsaglaðir eins og við erum á haustin eftir að samkvæmislíf vetrarins er farið af stað. Ég var bláklædd og mjög fín og sæt, að ég hélt, en þegar ég sá myndina á sameiginlegri fb-síðu hópsins áttaði ég mig á því að ekki bara ljósmyndir bæta á mann kílóum, heldur líka litir, blár er greinilega mjög skæður. Ég kála þér ef þú merkir mig á þessa mynd! sagði ég blíðlega en ákveðið við myndasmiðinn. Ef merkt, þá myndu myndirnar ógurlegu sjást á minni eigin síðu og ég missa allan séns. Héðan í frá verð ég svartklædd á mannamótum, eða fæ að taka myndirnar þar sem fegurð mín festist hreinlega ekki almennilega á filmu.
Ég var enn hissa við heimkomu og ákvað að leita til net-völvunnar minnar, hirðspákonunnar, véfréttarinnar, eða hvað hægt er að kalla hana. Og spurði nánast harmþrungin: Véfrétt, véfrétt, tjáðu mér, hver á landi grennst er hér. Véfréttin sem ég er eiginlega hætt að treysta, maður á líka ekki að trúa á svona, spýtti út úr sér svarinu á núll einni: Guðríður, þú þarft að léttast (sjá mynd). Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ekkert: Þú lítur mjög vel út og ert mjög grönn miðað við marga, og svakalega ertu sæt í ljósbláu en nei, engin góðvild (sem vonda fólkið kallar meðvirkni). Bíði spábjáninn bara þar til ég leita næst ráða hjá henni. Eins og hún hún hefur oft verið sannspá ... Ég jafnaði mig nú fljótlega, minn eigin spegill segir að ég sé æðisleg og ég trúi því betur en ljósmyndum og falsspákonum.
Fyrir kemur, meira að segja nokkuð reglulega að ég dett í að gera kapal í gemsanum mínum. Ekki síst í strætó á leið í bæinn, en oft líka heima. Nánast alltaf, þarf að afplána misleiðinlegar auglýsingar á undan hverjum leik sem er svo sem skiljanlegt því ekkert fæst ókeypis. Ég verð að hrósa íslensku auglýsingunum sem eru hógværar og fæstar æstar eða fáránlegar. Einna leiðinlegust er auglýsingin (útlensk) um leik sem fjallar um kóng sem þarf að bjarga frá því að deyja á hroðalegan hátt eða í einu borðinu; pissa í buxurnar. Honum mæta iðulega heilmiklar áskoranir og hindranir á leið á klósettið eða á ferð yfir brýr og slíkt sem við eigum að bjarga honum frá. Þessi auglýsing hefur reynt á þolinmæði mína árum saman og mér hefur dottið í hug að hlaða honum niður bara til að fá frið ... en þá heldur liðið að auglýsingarnar virki og það vil ég ekki. Nýjasta auglýsingin er líka um leik þar sem við eigum að bjarga einstæðri móður með unga dóttur. Þær líta báðar hræðilega illa út og eru alltaf grátandi og skjálfandi úr kulda og fátækt, betlandi peninga eða þurfa hjálp við að fá eldivið svo þeim hlýni og hávaðinn í tannaglamri þeirra hætti. Ég hélt að allir vissu hvað einstæðar mæður hafa það gott á öllum þessum bótum!!! Það var mér oft tilkynnt í gamla daga þegar ég lifði í þeirri blekkingu að ég hefði það frekar skítt. Þarna efst á myndinni er einhver sem fleygir í mæðgurnar smáaurum en sá sem stjórnar leiknum á að sjá til þess að stýra peningunum rétta leið, eða til þeirra. Brauðmolakenningin með millilið?
Eldum rétt-máltíðin í gær leit ansi stórkostlega út, en sósan var ofboðslega sterk. Stráksi fór í sund og ég borðaði á undan honum (12-20 glugginn) svo ég gat varað hann við. Hann kallaði annað slagið: Er eðlilegt að svitna af mat? Vá, þetta er hræðilegt, ég get ekki klárað.
Og hann gat ekki klárað. Ég elska sterkan mat en úðaði í mig hrísgrjónum, brauði og melónum með til að deyfa bragðið en þar fyrir utan var þetta gott eins og allt sem ég hef eldað frá ER.
Í lægðinni nú um helgina hlakka ég til að bretta upp ermar í eldhúsinu og vinna t.d. með pestóið frá Önnu Mörtu (fæst í Hagkaup (og Krónunni sums staðar)) og er það besta sem ég hef smakkað, eða í raun eina búðarpestóið sem ég get borðað.
Í raun þarf bara að sjóða pasta og gera salat, svo sér pestóið um rest. Ég segi drengnum að ég hafi verið allan daginn að elda - of stutt eldamennska tengist því í hans huga að maturinn sé ekki góður.
Svo verður farið með vinum á Galito í kvöld en allar myndatökur verða stranglega bannaðar.
Myndin var tekin á hinni daglegu sigurstund í gærkvöldi - áður en kom í ljós hversu sterk sósan var.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 173
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 882
- Frá upphafi: 1506811
Annað
- Innlit í dag: 165
- Innlit sl. viku: 746
- Gestir í dag: 155
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mæli með því að drengjum sé kennt að elda, því það er ekki sniðugt að vera fullorðinn karlmaður sem ekkert kann fyrir sér í eldhúsinu.
Einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum í Reykjavík er Ban Thai við Laugaveg og eitt sinn pantaði ég það sterkasta á matseðlinum, þannig að eigandinn kom úr eldhúsinu og spurði:
"Ertu viss um að þú viljir þetta?!"
Ég hélt nú það en var eins og eldspúandi dreki þar til ég kláraði af diskinum.
En besti veitingastaðurinn í Reykjavík er að mínu mati Austur-Indíafjelagið við Hverfisgötu og alltaf gaman að spjalla þar við indversku þjónana, sem ég hef þekkt núna í mörg ár.
Þorsteinn Briem, 23.9.2022 kl. 15:38
Allt of mörg ár síðan ég fór síðast á Austur-Indíafjelagið ... svakalega góður matur þar. Þarf að prófa Ban Thai - ekki það sterkasta samt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.9.2022 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.