Skyldi hann Jens Guð vita þetta?

Rick hárprúðiRick Wakeman í dagYoutube inniheldur svo ótalmargt skemmtilegt. Var í rólegheitum að hlusta á lagið Sing með Travis og datt svo allt í einu í hug að athuga hvort eitthvað fyrirfyndist þar með snillingnum Rick Wakeman (úr Yes).

Man hvað ég hélt rosalega upp á King Arthur-plötuna, sérstaklega fyrsta lagið sem er að finna hérna neðar. Þetta er 32 ára upptaka frá Wembley, (kræst, hvað við Madonna erum orðnar gamlar). Auðvitað muna allir eftir Rick og þessu lagi. Hvet ykkur samt til að hlusta  ... aftur.

Intróið er alveg tvær og hálf mínúta og þá byrjar einhver gaur að syngja eins og engill. Mig langar svo að vita hvað hann heitir, heyri að þetta er sami gaurinn sem söng fyrsta erindið á plötunni og hef alltaf dáðst að þessarri rödd! Jens Guð er kannski eini maðurinn sem veit þetta! Hann veit allt!
Lagið er óvenjuskemmtilegt miðað við að þetta sé tónleikaútgáfa, yfirleitt vil ég hafa lögin eins og þau koma af kúnni.

King Arthur-platanHárið á Rick Wakeman (þessum ljóshærða á hljómborðunum) er svo flott! Hann er orðinn stutthærðari núna og 30 árum eldri eins og fleiri ... sá nýlegt myndband af Journey to the Centre of the Earth. Ekkert skrýtið þótt maður sé farinn að vanrækja sjónvarpið. 

Hér er lagið:  
http://www.youtube.com/watch?v=d_hM1dtRolY

Best að athuga hvort Ginger Baker-lagið sé þarna einhvers staðar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Vitneskja mín um poppmúsík er stórlega ofmetin.  Ég gef villandi mynd af þekkingunni með því að gera mikið úr því litla sem ég veit.

  Í tilfelli Ricks Wakemans vill svo til að ég nefndi hljómsveit hans, Yes,  sem mína uppáhaldshljómsveit í viðtali við Moggann  1974.  Ég átti allar plöturnar með Yes og einnig tvær fyrstu sólóplötur Ricks,  The Six Wives of Henry VIII og Journey to the Center of the Earth.  Hún fjallar um Ísland. 

  Ég hef aldrei átt plötuna um King Arthur.  Söngvararnir á henni heita Ashley Holth og Gary Pickford Hopkins.  Ég þekkti þá aldrei í sundur í sjón.  Báðir voru með sítt svart hár og skegg.  Andlitsfallið nokkuð áþekkt  Þeir hafa báðir gefið út einhverjar sólóplötur sem ég hef aldrei heyrt.  En á myndum eru þeir ennþá líkir.  Báðir orðnir gráhærðir og stuttklipptir en ennþá með skegg.   

Jens Guð, 30.6.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ahhh, takk fyrir þetta, ég gúggla gaurana. Ég átti líka fyrri plötur Ricks og fannst mikið gaman að heyra: In Iceland where the Mountains stood with pride, einhvers staðar þarna á plötunni um Ísland. Þarf að kaupa þessar plötur hans á diskum en er búin að kaupa Fragile og Close to the Edge með Yes, dúndurmúsik. Takk fyrir mig, nú er það google.is. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 23:35

3 identicon

Journey to the centre of the earth hefur nú algjörlega sérstaka þýðingu fyrir mig. Einu sinni kenndi ég 10. bekkingum samfélagsfræði í vali og til að gera langa sögu stutta unnu nemendur mínir í nokkrum hópum verkefni sem tengdust Snæfellsnesi. Einn hópurinn bjó til leikna mynd , bjó til handrit úr sögu Jules Verne og notaði tónlistina úr þessu stykki Rick Wakeman. Leikararnir voru playmo kallar og myndin var alvöru. Þetta eru nemendurnir sem ég hitti um síðustu helgi og þá fékk ég að vita að ennþá 10 árum síðar kemur þessi hópur saman reglulega, hledur bíókvöld með popp og kók og skemmtir sér yfir eigin meistarastykki.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 00:45

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, en frábært! Það væri gaman að sjá þetta, þau setja þetta kannski á youtube!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2007 kl. 00:53

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég hefði svo sem getað googlað þessa náunga og þóst vita allt um þá.  En í raun vissi ég aldrei neitt um þá.  Gary söng líka á Journey... plötunni.  Það er svo svakalega langt síðan ég átti þá plötu að ég man ekki eftir söngstílnum.  Í minningunni var meira um kórsöng á plötunni.  Hefði líka getað tékkað á söngstílnum á amazon.com til að átta mig á hvor söngvarinn syngur hvora röddina.  Ég er hinsvegar hálf fatlaður þegar kemur að því að leita upplýsinga á netinu.  Ég bara nenni því aldrei. 

  Þegar pönkið skall á ´76-´77 fékk ég nett ofnæmi - sem stóð alveg þangað til fyrir örfáum árum - fyrir prog-rokki.  Þegar ég færði plötusafnið mitt yfir á geisladiska þá varð progið út undan.  Í dag á ég enga plötu með Yes eða Rick Wakeman.  Á ég þó 20.000 diska.  En þarf að fara að taka Yes aftur inn í pakkann.

  Aftur á móti hef és séð sólóplötur með bæði Ashley og Gary á play.com og í plötubúðum út undan mér án þess að tékka á þeim.  

Jens Guð, 1.7.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi ráðstefna fræðimanna í músík er alveg afspyrnu fróðleg. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 01:34

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí, elsku Jenný mín, skal bara að blogga um eitthvað einfaldara Hahahah, ég skellti upp úr þegar ég sá þetta komment frá þér!!!

Hann Jens er nú ansi fróður þótt hann þykist ekki vera það ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2007 kl. 01:44

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En ég Gurrí, ég, veit lítið og veit af vþí!

Jens er skemmtilega sposkur að vanda, eiginlega svolítið "Flosiskur" haha, þegar hann segist gera mikið úr því litla sem hann veit, en segir svo líka að hann eigi 20000 plötur hahaha!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2007 kl. 02:47

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég stend bara á hlidarlínunni og fylgist med af adáun .....

www.zordis.com, 1.7.2007 kl. 06:56

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég stóð mig ekki nógu vel í að lesa blogg um helgina og kem þess vegna seint í þessa umræðu. Ég horfði á þetta (aldrei heyrt þetta lag áður - var að hlusta á minipops á þessum tíma) en smellti svo á næsta link og hlustaði á 'journey to the centre of the earth' og allt í einu skil ég atriðið úr This is spinal tap miklu betur; þetta þarna þegar þeir sungu um Stonehange. Þetta var greinilega svolítið stíllinn á þessum tíma.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband