Ósýnileg morgunhjálp og afmælistilhlökkun hafin

VindurinnAð mörgu leyti er betra að sitja aftar en í fremsta sæti í strætó, sérstaklega þegar það eru hviður á Kjalarnesinu. Eftir nokkra afslappandi, dormandi morgna aftarlega undanfarið stóð ég mig að því að fylgjast grannt með úr fremsta sætinu að ljósin við Hvalfjarðargöngin breyttust örugglega úr rauðu yfir í grænt. Ég hjálpaði líka bílstjóranum heilmikið við að halda strætó á veginum í verstu vindhviðunum með því að gera mig stífa þegar þær skullu á okkur. Ég segi ekki að ég sé mjög þreytt eftir ferðina í bæinn, kannski frekar svolítið uppgefin.

------------------ o O o -----------------

Mamma, Atli og TinnaByrjaði að lesa ansi áhugaverða bók í gær og kíkti aðeins á hana í strætó í morgun áður en hjálpsemin við bílstjórann náði yfirhöndinni. Bókin heitir Móðurlaus Brooklyn og er eftir Jonathan Lethem. Leynilögreglusaga ... en ekki hefðbundin. Sú á eftir að stytta mér stundir, ásamt Potter-restinni, nú um helgina og svo er ég komin í frí fram að afmæli. Ég er farin að undirbúa afmælið í huganum. Ég vona að sem flestir "nánir" bloggvinir mínir mæti, alla vega þeir sem geta keypt almennilega afmælisgjöf handa mér. (djók) Þetta er nú hálfgert stórafmæli ... eða 49 ára. Mér skilst að Jenný Anna ætli örugglega að koma og þá hittumst við í fyrsta skiptið, gaman, gaman. Já, og þetta er ekki konupartí, það kemur alltaf hellingur af sætum körlum, nema Þröstur, hann verður í Danmörku! Þeir sem reykja fá heilt, stórt og flott herbergi fyrir sig, eins og í fyrra, eða bókaherbergið (sjá mynd), og þar sat t.d. Auður Haralds á milli þess sem hún sótti sér tertur og kaffi. Mikið fjör þar, eins og í öllum herbergjum. Jamm, ég er sko farin að hlakka til. Er þó ekki byrjuð á afmælisboðskortinu, ætli ég hringi ekki bara þetta árið og sendi tölvupóst og sms ... geri bara geggjað stórafmælislöglegamiðaldrakort næsta ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við Jóna ætlum að storma í afmælið með rándýra afmælisgjöf.  Segir Cartier þér eitthvað.  Úje

Ég er líka aðstoðarbílstjóri.  Mér finnst það skylda mín, öðrum finnst að ég geti eins sleppt því.

Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jesssss! Líst á ykkur. Cartier segir mér helling ... múahahahahah! Er byrjuð að baka í huganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Dísús, önnur gleðihelgi á Skaganum. Hvernig verður umhorfs hérna eftir það. Var ekki nóg komið eftir Írsku-dagana?

Þetta verður að fara í umhverfismat.

Þröstur Unnar, 3.8.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Rebbý

TIL lukku með 39 árin - nei stóð 49 í blogginu þínu .... hvort skyldi nú vera ritvilla???
Allavega vona að þú sért bara solt af þroskanum sem þú ert búin að safna - þannig sé ég afmælin mín orðið

Rebbý, 3.8.2007 kl. 09:37

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hvenær áttu aftur afmæli . Gurrí mín ég er búinn að gleyma því .

Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2007 kl. 09:54

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þröstur minn, þú getur ekkert rifið kjaft ... þú verður í útlöndum þessa helgi og umhverfisráðuneytið löngu búið að láta taka til þegar þú kemur aftur ...

Rebbý, verður þú ekki líka í útlandinu?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 09:56

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Verður

Svava S. Steinars, 3.8.2007 kl. 10:53

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Humm, tölvan vistaði áður en ég gat skrifað meira en eitt orð !  Verður ekki Séð og Heyrt á staðnum í afmælinu, eins og við aðra stórviðburði ?  Þarna verður allt fallega fólkið samankomið  

Svava S. Steinars, 3.8.2007 kl. 10:55

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm ... Séð og heyrt hefur nú þrisvar mætt sl. ár ... en það var á Hringbrautinga, efast um að þeir nenni á Skagann.

Ætlið þið stórglæsilegu systurnar ekki að mæta?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 11:12

10 identicon

Guð minn almáttugur hvað ég tek mig vel út á þessari mynd með bæði sígóið og kaffibollann. Eins og gangandi auglýsing fyrir heilbrigt líferni ;) Þarf ég ekki að endurtaka þetta aftur í ár, hangandi í reykherberginu á endalausri kjaftatörn? :)

Tinna Eiríks (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:40

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, þetta þarftu að endurtaka, Tinna mín, og í þetta skiptið að taka kærastann með til að hann geti verndað þig fyrir undarlegum konum ... annars er engri undarlegri konu boðið í ár, múahahahahahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 14:41

12 identicon

Hjúkket maður, ég átti nú bara erfitt með mig þarna í fyrra ;) En sú undarlega setti þó sinn svip á partýið hehehehehe. En við kæróinn mætum á svæðið. Gott að hafa einhvern til að hertaka reykherbergið með mér :)

Tinna Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:41

13 Smámynd: Rebbý

Jah Gurrí, þú nefnir ekkert hvenær afmælið er svo ég veit ekki alveg hvar í heiminum ég verð - en vona að svæðið verði ekki eins og eftir Írsku dagana því það var skelfilegt umhorfs eftir lopapeysuballið  -  mín kíkti úr borginni sko

Rebbý, 3.8.2007 kl. 19:11

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Amlið er sunnudaginn 12. ágúst, hefst kl. 16 ... ef fólk fær sykursjokk verða kannski læti, en hér er aldrei brennivín, ekki í afmælinu mínu, never, ever! Kýs frekar góða fermingarveislu með tertum og kaffi. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 19:23

15 Smámynd: Rebbý

ahhh ég rétt missi af kökunum, en fæ kökur daginn eftir því þá kem ég heim með stjúpuna og þá verður afmæliskaffi heima hjá henni.

Rebbý, 3.8.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505999

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband