3.8.2007 | 08:30
Ósýnileg morgunhjálp og afmælistilhlökkun hafin
Að mörgu leyti er betra að sitja aftar en í fremsta sæti í strætó, sérstaklega þegar það eru hviður á Kjalarnesinu. Eftir nokkra afslappandi, dormandi morgna aftarlega undanfarið stóð ég mig að því að fylgjast grannt með úr fremsta sætinu að ljósin við Hvalfjarðargöngin breyttust örugglega úr rauðu yfir í grænt. Ég hjálpaði líka bílstjóranum heilmikið við að halda strætó á veginum í verstu vindhviðunum með því að gera mig stífa þegar þær skullu á okkur. Ég segi ekki að ég sé mjög þreytt eftir ferðina í bæinn, kannski frekar svolítið uppgefin.
------------------ o O o -----------------
Byrjaði að lesa ansi áhugaverða bók í gær og kíkti aðeins á hana í strætó í morgun áður en hjálpsemin við bílstjórann náði yfirhöndinni. Bókin heitir Móðurlaus Brooklyn og er eftir Jonathan Lethem. Leynilögreglusaga ... en ekki hefðbundin. Sú á eftir að stytta mér stundir, ásamt Potter-restinni, nú um helgina og svo er ég komin í frí fram að afmæli. Ég er farin að undirbúa afmælið í huganum. Ég vona að sem flestir "nánir" bloggvinir mínir mæti, alla vega þeir sem geta keypt almennilega afmælisgjöf handa mér. (djók) Þetta er nú hálfgert stórafmæli ... eða 49 ára. Mér skilst að Jenný Anna ætli örugglega að koma og þá hittumst við í fyrsta skiptið, gaman, gaman. Já, og þetta er ekki konupartí, það kemur alltaf hellingur af sætum körlum, nema Þröstur, hann verður í Danmörku! Þeir sem reykja fá heilt, stórt og flott herbergi fyrir sig, eins og í fyrra, eða bókaherbergið (sjá mynd), og þar sat t.d. Auður Haralds á milli þess sem hún sótti sér tertur og kaffi. Mikið fjör þar, eins og í öllum herbergjum. Jamm, ég er sko farin að hlakka til. Er þó ekki byrjuð á afmælisboðskortinu, ætli ég hringi ekki bara þetta árið og sendi tölvupóst og sms ... geri bara geggjað stórafmælislöglegamiðaldrakort næsta ár.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 12
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505999
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Við Jóna ætlum að storma í afmælið með rándýra afmælisgjöf. Segir Cartier þér eitthvað. Úje
Ég er líka aðstoðarbílstjóri. Mér finnst það skylda mín, öðrum finnst að ég geti eins sleppt því.
Hm..
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 09:21
Jesssss! Líst á ykkur. Cartier segir mér helling ... múahahahahah! Er byrjuð að baka í huganum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 09:26
Dísús, önnur gleðihelgi á Skaganum. Hvernig verður umhorfs hérna eftir það. Var ekki nóg komið eftir Írsku-dagana?
Þetta verður að fara í umhverfismat.
Þröstur Unnar, 3.8.2007 kl. 09:35
TIL lukku með 39 árin - nei stóð 49 í blogginu þínu .... hvort skyldi nú vera ritvilla???
Allavega vona að þú sért bara solt af þroskanum sem þú ert búin að safna - þannig sé ég afmælin mín orðið
Rebbý, 3.8.2007 kl. 09:37
hvenær áttu aftur afmæli . Gurrí mín ég er búinn að gleyma því .
Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2007 kl. 09:54
Þröstur minn, þú getur ekkert rifið kjaft ... þú verður í útlöndum þessa helgi og umhverfisráðuneytið löngu búið að láta taka til þegar þú kemur aftur ...
Rebbý, verður þú ekki líka í útlandinu?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 09:56
Verður
Svava S. Steinars, 3.8.2007 kl. 10:53
Humm, tölvan vistaði áður en ég gat skrifað meira en eitt orð ! Verður ekki Séð og Heyrt á staðnum í afmælinu, eins og við aðra stórviðburði ? Þarna verður allt fallega fólkið samankomið
Svava S. Steinars, 3.8.2007 kl. 10:55
Hmmm ... Séð og heyrt hefur nú þrisvar mætt sl. ár ... en það var á Hringbrautinga, efast um að þeir nenni á Skagann.
Ætlið þið stórglæsilegu systurnar ekki að mæta?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 11:12
Guð minn almáttugur hvað ég tek mig vel út á þessari mynd með bæði sígóið og kaffibollann. Eins og gangandi auglýsing fyrir heilbrigt líferni ;) Þarf ég ekki að endurtaka þetta aftur í ár, hangandi í reykherberginu á endalausri kjaftatörn? :)
Tinna Eiríks (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:40
Jú, þetta þarftu að endurtaka, Tinna mín, og í þetta skiptið að taka kærastann með til að hann geti verndað þig fyrir undarlegum konum ... annars er engri undarlegri konu boðið í ár, múahahahahahah!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 14:41
Hjúkket maður, ég átti nú bara erfitt með mig þarna í fyrra ;) En sú undarlega setti þó sinn svip á partýið hehehehehe. En við kæróinn mætum á svæðið. Gott að hafa einhvern til að hertaka reykherbergið með mér :)
Tinna Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:41
Jah Gurrí, þú nefnir ekkert hvenær afmælið er svo ég veit ekki alveg hvar í heiminum ég verð - en vona að svæðið verði ekki eins og eftir Írsku dagana því það var skelfilegt umhorfs eftir lopapeysuballið - mín kíkti úr borginni sko
Rebbý, 3.8.2007 kl. 19:11
Amlið er sunnudaginn 12. ágúst, hefst kl. 16 ... ef fólk fær sykursjokk verða kannski læti, en hér er aldrei brennivín, ekki í afmælinu mínu, never, ever! Kýs frekar góða fermingarveislu með tertum og kaffi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 19:23
ahhh ég rétt missi af kökunum, en fæ kökur daginn eftir því þá kem ég heim með stjúpuna og þá verður afmæliskaffi heima hjá henni.
Rebbý, 3.8.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.