Yfirsof og kossar í morgunsárið!

Svona var þetta í morgunMikið er gaman að vera komin í elsku vinnuna. Næstum allir karlmennirnir sem vinna með mér hafa kysst mig á kinnina í morgun og tautað eitthvað. Ég hlusta ekki á það sem þeir segja, nýt bara kossanna. Vona að þetta tengist útlitinu eða persónunni, ekki afmælinu! Er þó ekki í kynþokkabolnum frá mömmu. Maður mætir helst ekki gærulegur í vinnuna, enda er ekki alltaf snjallt að blanda saman starfi sínu og ánægju. Ansi tímafrekt! 

Svaf yfir mig um klukkutíma í morgun og var svo heppin að  næsti strætó (kl. 7.41) fór líka alla leið í bæinn, eins og fyrsta ferð, í stað þess að fleygja farþegunum út í Mosó. Hoppaði út við Vesturlandsveg og nú var engin Sigþóra til að halda aftur af mér upp Súkkulaðibrekkuna ... (DJÓK!).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf næs.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.8.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ojjj... ertu ekki öll í slefi á öxlunum????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 10:14

3 Smámynd: Rebbý

alltaf svo gaman að fá athyglina og kossar í kaupbæti eru ekki leiðinleg ábót

Rebbý, 14.8.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Ekki eru þetta gaurarnir í vinnunni þinni? O þú þarna í miðjunni? Annars, til hamingju með daginn um daginn. Hefði litið við ef ég hefði vitað af teitinu

Bragi Einarsson, 14.8.2007 kl. 11:07

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alltaf gott að fá kyssinga á kinnar!  Svona verður maður afslappaður með aldrinum, sefur bara yfir sig eins og ekkert sé!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:16

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alltaf gaman að láta kyssa sig, þrátt fyrir slef á öxlum, en þetta gerist bara einu sinni á ári. Ég reyni að plata strákana í jólakoss eða koss í tilefni af bolludeginum ... nei, fæ bara afmæliskossa! Samantekin ráð, samráð, ætti að kæra ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 12:27

7 Smámynd: Karl Tómasson

Það er einn galli við bollukossin. Þá er slefið rjómablandað.

Það er allt að verða vitlaust í könnuninni, engin smá spenna.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 14.8.2007 kl. 12:55

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu kossanna og mundu svo að mæta í nýja bolnum frá mömmu í jólapartýið, þá er ég nú hrædd um að einhver slefi leki niður lautina þína.   hehe

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:33

9 identicon

Sendu mér póst á palinab@simnet.is með subject: Prufupakki og þú færð sent frítt lífsstílsmat og prufupakka. Alger snilld fyrir þá sem þora að prófa góða næringu! Kv. Pálína

Pálína (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:54

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Njóttu Gurrí mín. Njóttu.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 15:15

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þetta eru ansi huggulegir strákar sem vinna með mér, svo eru þeir næs líka, þurfti ekki að pína nema hluta þeirra til að kyssa mig! Já, ég nýt þess, Jóna! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.8.2007 kl. 16:44

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég myndi nú kyssa þig á munninn, er bara þannig upp alin,þó ég viti líka að mikill sannleikur liggi í eftirfarandi afbragðslínum! (og ætli strákarnir þínir viti það ekki líka!?)

Kysstu aldrei mann á munninn,

magnast getur náttúran.

Það er of seint að byrgja brunninn,

þegar barnið er dottið on´í hann!

Og uppástunga!

Skella sér í bolinn bara í sólböðin úti á svölum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 57
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 695
  • Frá upphafi: 1505986

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband