9.9.2007 | 22:37
Myndagláp og súrtunnan í sveitinni
Þrjár bíómyndir vermdu DVD-tæki himnaríkis í dag og kvöld. Tvær þeirra voru erlendar og ein ammmrísk. Allar góðar, sérstaklega þær evrópsku. The lives of others (Das leben der anderen) er kannski ekki hröð en verður þrælspennandi þegar á líður. Hún endar líka flott! Fékk Óskarinn sem besta mynd ársins í flokki mynda á erlendu tungumáli. Franska spennumyndin Tell no one (hægra megin) fannst mér líka mjög góð, tryllingslega spennandi á köflum. Þriðja myndin var Perfect Stranger með Halle Berry og Bruce Willis. Óvæntur endir, meira að segja ég sem sé oft út næstu atriði, áttaði mig ekki. Guðrún vinkona kíkti aðeins og horfði með mér á hana. Hugsa að hún hefði fílað betur þá frönsku, hún er ekki mjög hrifin af karlamyndum eins og henni fannst Perfect Strangers vera, það er þó langt frá því að evrópsku myndirnar séu konumyndir. Ég flokka reyndar ekki myndir nema í góðar myndir, slæmar myndir og kéddlingamyndir (svona sannsöguleg, tárakreistandi dramakvikindi). Þær síðastnefndu horfi ég helst ekki á nema kefluð með eldspýtur til að halda augunum opnum.
Við Tommi bílstjóri spjölluðum helling saman á leiðinni upp á Skaga á föstudagskvöldið. Umræðuefnið frá Kjalarnesi og upp á Skaga var íslenskur matur af gömlu gerðinni. Á meðan Tommi slefaði yfir stýrið af tilhugsuninni um besta mat í heimi (já, hann er skrýtinn) kúgaðist ég. Ég reyndi að segja honum frá hryllingnum sem ég lenti í í sveitinni þegar ég var stundum send í kjallarann til að sækja slátur í súrtunnuna. Þar sem súrsað hafði verið í tunnuna næstum ári áður var komið grænt slý í hana, fannst mér, það var svo dimmt, og ég þurfti að kafa með handleggnum upp að öxl til að sækja kannski einn kepp af súrri lifrarpylsu og annan af blóðmör. Síðan þurfti að pína þessu í sig með hrísgrjónagrautnum. Sem betur fer var aldrei hafragrautur í þessari sveit þar sem ég fékk ógeð á honum árinu áður í annarri sveit árinu áður þar sem ég var barnfóstra. Þá var eldaður hafragrautur kl. 7 á morgnana og skammtað á diskana, líka á minn þótt ég fengi að sofa til níu. Það var því slímkennt, kalt lím sem ég þurfti að pína í mig á hverjum morgni. Síðan hefur mér þótt hafragrautur viðbjóður. Líka súrt slátur. Annars var frábært að vera í sveitinni, fyrir utan þetta með slátrið og hafragrautinn.
Tommi talaði af miklum söknuði um það þegar hann fékk hafragraut á mánudögum, kekkjótt graðhestaskyr á þriðjudögum og hræring á miðvikudögum, í gamla daga. Samt talaði hann af sér ... og fyrir utan tónlistarsmekkinn, sem við eigum sameiginlegan, finnst okkur Seríos með bönunum út í rosalega gott. Sem betur fer hafa tímarnir breyst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 209
- Sl. viku: 642
- Frá upphafi: 1505933
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég hef lengi haldið því fram að þessi matur sé óæti. Fólk hafði ekki önnur úrræði í gamla daga, en seint mun ég skilja hví þessu er haldið áfram nú á gerfihnattaöld, hvar fólk ztjillar með klaka í hverju horni og allskyns ráð til geymslu.
Tek undir með þér, sem betur fer hafa tímarnir breyst. Hef þó aldrei smakkað seríos með banönum.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 22:59
Úgg ! Alveg búin að missa matarlystina eftir þessar lýsingar. Ég sem ætlaði að fá mér kvöldsnakk !
Svava S. Steinars, 9.9.2007 kl. 23:01
Bjakk... ég var nú látin sitja yfir helv...skyrhræringnum í gamla daga. Borða alveg hafragraut og skyr en bara ekki hrært saman, það er eins og vont hjónaband. Kallaði reyndar skyrhræring alltaf skafrenning í missgripum en það er sama, jafnóætt.
Ragnheiður , 9.9.2007 kl. 23:14
Enginn höfuðverkur eftir þrjár bíómyndir? Horfði á eina og er að drepast í hausnum.
Varðandi matarsögu þína í æsku: Ég hélt að ég hefði átt bágt sem barn. Ég skammast mín hér með.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 23:46
Hahaha skafrenningur er fínt orð á hræringinn! Súrmatur er góður... eins og Stuðmenn sungu, en hafragrautur er viðbjóður, man ekki til þess að nokkur hafi sungið það.
Það voru geymsluaðferðir í gamla daga að leggja í salt, súr og sykur. Sykur meira notað sunnar á hnettinum eðlilega. Merkilegt nokk þá lifir þetta í dag sem vinnsluaðferðir á fínum réttum: Allar skinkur eru lagðar í salt og sumar reyktar og all flestar þessar mest "posh" látnar gerjast í að minnsta kosti ár áður en þær þykja nægilega mergjaðar til átu. Svo er hangiketið, pæklað grænmeti og svo má lengi telja. Toppfæða
krossgata, 9.9.2007 kl. 23:46
Maður nú hreinlega skilur ekki hvað þér gengur til að lýsa þessu meinholla séríslenska kostafóðri sem einhverju ómeti ? Tommi er ekkert skrýtinn. Seríos er nefnilega gulinnpakkaður kaldur límkenndur hafragrautur.
Var þessa færsla í boði Dómínós á nesi Akra ?
S.
Steingrímur Helgason, 9.9.2007 kl. 23:55
Vá þrjár! það tekur mig þrjá daga að horfa á eina!
Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 02:57
Hafragrautur er tiltölulega vondur en súrt slátur er hreinlega ógeðslegt. Eins og ósúrt slátur er nú dásamlegt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.9.2007 kl. 04:01
Frekar þunnur hafragrautur (einn og hálfur bolli vatn á móti rúmlega hálfum af góðu haframjöli), soðinn í u.þ.b. 1 mínútu, með örlitlu Maldon salti. Borinn fram með niðurskornum eplum og þurrkuðum apríkósum er það besta fyrir líkama og sál í morgunsárið. Svo er hann mjög góður á bragðið líka.
Ásdís (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 07:51
Takk fyrir fallegar samúðarkveðjur, þið góða og hjartagreina fólk, frá öllum nema Steingrími ... hehehehhe, onei Steingrímur, hér á Skaga er ekkert Domino´s. Líst vel á uppskriftina frá Ásdísi. Það er hægt að skemma fyrir manni allan mat með því að elda hann vitlaust!!! Hver veit nema ég fari í tilraunaeldamennsku með hafragraut og innan tíðar verði hann uppáhaldsmorgunverðurinn ... Já, ósúrt slátur er dásamlegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.9.2007 kl. 08:03
Gott að vita að ég er ekki ein um vondu reynslunna af súru slátri. Sumarið sem ég varð 9 ára, var ég látin pína ofan í mig súrt slátur á hverjum morgni, með hafragrautnum (grauturinn var reyndar lagi). Slátrið hafði verið í tunnunni haustið áður (þurfti sem betur fer ekki að kafa eftir því sjálf) og var hreinn viðbjóður. Síðan hef ég ekki getað borðað það sem ég kalla "skemmdan mat" - og er ég þó ekki matvönd. Fer stöku sinnum á þorrablót út á félagskapinn og skemmtannagildið - og borða þá lítið annað en rófustöppuna.
Laufey B Waage, 10.9.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.