10.9.2007 | 22:51
Kuldavandamál leyst, myndarskapur og fleira
Ég hef alls ekki gaman af væmna konuþættinum Men in Trees, beið bara spennt eftir nýja lögguþættinum, Amazing Grace. Sá á eftir að taka áhorf frá Omega.
Þrjár afar girnilegar kiljur bíða eftir athygli og fá hana ... eftir CSI New York á SkjáEinum plús ef ég nenni að standa upp til að skipta um stöð ...
Ansi áhugaverð álit komu fram í kvöld í Íslandi í dag um efnahagsmál og heimsendi í þeim efnum mögulega, kannski, jafnvel, líklega bráðlega. Saknaði þess að engin kona sagði álit sitt, hélt reyndar að þær væru í meirihluta í viðskiptafræðinni og hefðu haslað sér völl í þessum geira.
Nú er það er hreinlega spurning um að hugsa sig rosavel um áður en ég veð út í framkvæmdir í himnaríki þar sem ég á ekki digra sjóði á reikningi, ekki frekar en flestir. Verst er að nýju svalirnar leka og parkettið liggur undir skemmdum. Veit ekki hvort ég á að hringja í smiðinn minn, hann er alla vega ekki búinn að segja mér upp og hefur enn lykla að himnaríki, eða aðilana sem settu upp svaladyrnar. Ef smiður bæði mín í dag myndi ég líklega játast honum þótt ég sé alls ekki í giftingarstuði. Gerir maður ekki allt fyrir gamla, slitna parkettið sitt?
Inga stoppaði stutt í dag en fékk að sjá ofurmennið Jónas butler ryksuga himnaríki. Nú hefur Inga öðlast tilgang í lífinu og stefnir á eitt svona krútt. Hún hefði átt að sjá til mín þegar ég bjó mér til latte með öllu tilheyrandi með butler í stuði við að þrífa eldhúsgólfið. Nú veit ég með vissu að ég kann enn að hoppa og er ansi efnileg í ballett. Vil ekki breyta heilabúi Jónasar þar sem hann er búinn að læra himnaríki utanbókar ... ef hann rekst í löpp sem er fyrir honum gæti hann forritað það inn á minnið. Held ég.
Myndarskapurinn var geysimikill í himnaríki í kvöld. Rótargrænmeti, laukur, chili og fleira skellt í ofninn og kjötbiti steiktur. Það sem gerði þetta enn frekar óhugnanlega skrýtið var að Jamie Oliver var akkúrat að elda og spjalla í sjónvarpinu um leið.
Eitthvað varð að gera þegar kuldinn var allt að drepa, snilldarhugmyndin um að skrúfa frá ofnunum eftir sumarfríið virkaði líka vel. Það blæs nefnilega og rignir frá Ameríkunni, mjög líklega hefur lítill fellibylur fokið hingað. Nú er vel hlýtt og notalegt. Stutt í háttatíma.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 201
- Sl. sólarhring: 366
- Sl. viku: 893
- Frá upphafi: 1505900
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 726
- Gestir í dag: 154
- IP-tölur í dag: 148
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Finnst þér haustið ekki yndislegt? Umm svo kósí hjá þér. Hér var sukkað ótæpilega og borðaðar brunarústir frá KFC vegna blóðleti undirritaðrar. Æmasjeimd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 22:57
Jú, ég er hrifin af haustinu og finnst það kósí. Fékkstu brunarústir frá KFC, veit fólk ekki að það er fangelsissök? Eða er það að ofsalta hamborgara? Hohohohoh! Gott hjá þér að vera löt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:01
En ef þú lætur þig hafa það að horfa á Men in Trees taktu þá eftir umhverfinu. Þættirnir eru teknir upp hér í Vancouver og í Squamish hér aðeins fyrir norðan. Þangað fer ég í fjallgöngur og klifur. ef þú horfir vel á þættina þá kannski sést ég labba fyrir horn. Annars horfi ég aldrei á þá Finnst Anne Heche leiðinleg og hún fór illa með bæði Steve Martin og Ellen.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:28
O hvað er kósí í Himnaríki, með Jamie og butlerinn á fullu. Vona nú samt að það hætti að leka hjá þér, alltaf leiðinleg svona bleytuvandamál.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 23:54
Mig er farið að gruna að þú rekir hjónabandsmiðlun fyrir Jónasa-iRobota. *rannskandi-augnatillit-kall*. En ef þetta hleypir upp póstbrúðkaupum við slíka herramenn ættirðu kannski að fá prósentur hjá fyrirtækinu.
krossgata, 11.9.2007 kl. 01:06
Hmmm, mér líst ekkert á þetta vatnsveður þarna inni hjá þér. Kallaðu strax á kallana sem gengu ekki nægjanlega vel frá nýju svölunum. Þeir eiga að laga þetta, þér að kostnaðarlausu. Mrrrrrd !
Svava S. Steinars, 11.9.2007 kl. 01:53
Haustið er yndislegt. Geitungar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ferskt fjallaloft tekur við.
Jens Guð, 11.9.2007 kl. 03:05
Fúsk er þetta Guðríður góð í græðgiskapphlaupinu, flaustursleg vinnubrögð og oftar en ekki hjá vinnukrafti sem kann ekki til verka! Sástu ekki drenginn minn hann Hákon í Sjónóinu í sl. viku út af þessum málum í Kópavogi? Hann og elsta bróðurdóttir min hafa íllilega orðið fyrir barðinu á svona fúski!
SEisei karlinn hann Jens, eitthvað farin að ruglast greyið, finnur "Fjallaloft" úr Hjaltadalnum þarna innan um reykspðuandi dísel og bensínskrímslin í Múlahverfi!?
Magnús Geir Guðmundsson, 11.9.2007 kl. 11:11
Men in trees eru reyndar mjög skemmtilegir þættir og ég er búin að sjá alla fyrstu seríuna. Ég er líka búin að sjá fyrstu 5 þættina af SAVING Grace og það eru frekar klénir þættir verð ég að segja. En svo sem í lagi að glápa á þá.
Brynja Hjaltadóttir, 11.9.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.