Opinberanir og staðfestingar ...

Einn í félagslitunumEinhvern veginn vissi ég að þetta yrði frábær dagur þegar ég varð númer 007 í gjaldkeraröðinni í bankanum. Gemsinn minn hringdi að vanda þar sem ég lá á bekknum hjá Betu, eitthvert lögmál, held ég. Tommi bílstjóri var í Skrúðgarðinum og upplýsti mig um dularfulla manninn sem ég hitti þar á laugardaginn, þennan sem fór óvart inn í bílinn hjá Míu. Hann heitir Doddi (Þórður).

Hitti annan mann í Skrúðgarðinum sem staðfesti við mig að lið Skagamanna í spurningakeppninni á RÚV á föstudagskvöldum í vetur verði ekki bara valið eftir fegurð, heldur líka greind. Skagaliðið mætir ekki fyrr en í lok október þannig að nægur tími gefst til lýtaaðgerða ... eða gæfist ef á þyrfti að halda sem er ekki.  

Tommi lokaði strætódyrunum fyrir mig rétt áður en geitungur flaug inn og sagðist hafa bjargað einum slíkum úr kjafti fósturkattar síns á laugardaginn. Ástæðan, jú, geitungurinn er í félagslitunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er dauðhrædd við geitúnga  það réðist ein á mig og stakk mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Júarsóbjútífúl!

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sjónvarp bætir nú alltaf 50 kílóum á fólk.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.9.2007 kl. 13:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geitungur í félagslitunum  !!! frábært. Eigðu frábæran dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 13:40

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svakalega er Tommi heilaþveginn.

Gurrí mín, var að senda á þig mail. Vona að þú getir fundir tíma á milli CSI og Boldsins til að kíkja á það.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 17:26

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Búin að fá það og svara með tveimur. Stefanía var að enda við að blaðra því í Nick að hann eigi barnið með Feliciu ... Eric og Brooke að plana svikin við Stefaníu ... hvað næst? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.9.2007 kl. 17:33

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Almáttugur. Hélt eitt andartak að þú værir að tala um minn Nick. hjúkkitt

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 17:47

8 Smámynd: Elín Arnar

Áfram Valur! Eða KR eða eitthvað... TIl hamingju með frábæran dag. Söknuðum þín í vinnunni :)

Elín Arnar, 11.9.2007 kl. 18:41

9 Smámynd: Rebbý

held enn áfram að mæla með því að þú takir granna í gegn hérna þar sem ég missi alltaf af þeim og nú er bara komið fullt af fólki sem ég nenni ekki að læra hver eru

Rebbý, 11.9.2007 kl. 18:44

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Gulir, grannir og glaðir. Elín A þú getur betur en þetta, það er skylda yfirmanns að sýna undirmanni sínum andlegan stuðning á einka-bloggsíðu sinni.

Þröstur Unnar, 11.9.2007 kl. 18:53

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, Þröstur, það skortir sko engan stuðnig frá Elínu!

Góð hugmynd, Rebbý, skelli inn færslu um framtíð Boldsins nokkra mánuði fram í tímann og skrifa um granna. Það er mun skynsamlegri þáttur og ekki jafnmikið um að mæðgur samnýti menn ... eða þannig.  Sæt fluga, Guðmundur, minnir óneitanlega á mína menn

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.9.2007 kl. 19:01

12 identicon

Flottastur á myndinni er aftasti strákurinn - enda er hann í Interbúningi!

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:08

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:13

14 identicon

Næst þegar þú leggst á bekkinn hjá Betu skaltu nota takka á símanum þínum sem er til að slökkva........ og þá verður engin truflun

Magga (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:26

15 Smámynd: Halla Rut

Þessi mynd hjá þér er falleg og lætur mann brosa. Litlu krúttin.

Halla Rut , 12.9.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 161
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 1505860

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband